Morgunblaðið - 10.04.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL 1991
\ • ALÞINGISKOSNING
Hagiir landsbyggð-
ar og liöfuðborgar
eftir Lárus Jónsson
Þeir stjórnmálamenn, sem hæst
tala um byggðamál, þrástagast
gjarnan á þeim- áróðri að lands-
byggðarfólk og höfuðborgarbúar
eigi gagnstæðra hagsmuna að
gæta. Stjórnmál snúast því ekki
síst um það hvaða flokkur eða
samtök séu vinir þéttbýlisfólks við
Faxaflóa og hveijir styðji lands-
byggðina. Þessi hugmyndafræði
eða meinloka er af sama toga og
kenningin um að hagsæld einnar
starfsstéttar sé fyrst og fremst
komin undir því að eiga í eilífum
átökum og helst stríði við aðrar
stéttir.
Því miður hefur þessi neikvæða
umræða um íslensk byggðamál oft
og tíðum valdið miklum deilum.
Þá eru því miður ekki spöruð stór-
yrði á báða bóga svo engu er lík-
ara en að tvær stríðandi þjóðir búi
í landinu. Verst er að þessi um-
ræða er ekki einungis ófrjó heldur
má færa gild rök að því að hún
hafi ómældan skaða í för með sér
fyrir alla landsmenn.
Hver er hagur íbúa
höfuðborgarsvæðisins í
byggðamálum?
Spyija má hvort það sé hagur
íbúa höfuðborgarsvæðisins að
þangað flytjist á næstu 20 árum
um 30.000 manns af landsbyggð-
inni og bætist við þá eðlilegu fjölg-
un fólks, sem þar býr? í heild yrði
þá tæplega 54.000 manna fjölgun
þar á þessu tímabili. Þetta er fjölg-
un sem svarar íbúatölu Garðabæjar
á rúmlega tveggja ára fresti. Þessi
spurning er brennandi, vegna þess
að horfur eru á að þróun byggðar
í landinu verði svipuð þessu að öllu
óbreyttu. Sú er niðurstaða sér-
fræðinga Byggðastofnunar og
taka þeir þá mið af þeim fólksflutn-
ingum sem nú eiga sér stað milli
byggðarlaga og líklegri fjölgun
þjóðarinnar. (Sjá mynd.)
Hér skulu tilfærð fáein dæmi
og
Wicanders
Kork-o-Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
££ ármúla 29, Múlatorgi, síml 31649
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
„Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mótað þá nýju
stefnu að leggja verði
áherslu á það í byggða-
málum að efla vaxta-
svæði á landsbyggð-
• • LL
ínm.
um kostnaðarsamar lausnir, sem
grípa þyrfti til vegna svo mikillar
fólksfjölgunar á höfuðborgarsvæð-
inu: Þar má m.a. nefna auknar
mengunarvarnir, hreinsun á frá-
rennsli og holræsagerð, sorp-
hreinsun, vatnsöflun og byggingu
skóla fyrir nemendur í skyldun-
ámi, sumpart vegna aðflutninga
nemenda af landsbyggðinni úr
vannýttum skólum. Þá þyrfti einn-
ig að hraða mjög framkvæmdum
í umferðarmannvirkjum á svæðinu
vegna bifreiðafjölgunar, sem gætu
numið 22.000 bílum.
Hag höfuðborgarbúa yrði ber-
sýnilega mun betur borgið, ef þessi
fjölgun yrði nokkru minni t.d.
30.000 manns í heild. Þá nægði —
svo einungis dæmi sé tekið — að
miða framkvæmdir á sviði umferð-
armannvirkja við 10.000 færri bíla
og skóla fyrir 3.000 færri nemend-
ur. (Sjá mynd.)
Hver er hagur
Iandsbyggðarf ólks?
Áðumefndir framreikningar
benda til að búast má við að íbúum
landsbyggðarinnar fækki að öllu
óbreyttu um tæplega 11.000
manns, sem er álíka margt fólk
og býr á Norðurlandi vestra. Þetta
þýddi að öll fólksfjölgun á lands-
byggðinni flyttist auk þess til höf-
uðborgarsvæðisins. Þetta hefði
óhjákvæmilega í för með sér stöðn-
un og uppdráttarsýki í einstökum
byggðarlögum og jafnvel stórum
landsvæðum, ef af yrði. Augljós-
lega er ekki við því að búast að
atvinnugreinar landsbyggðarinn-
ar, þ. á m. sjávarútvegurinn, eflist
og dafni í slíku umhverfi. Það þarf
ekki mörgum orðum að því að eyða
að byggðastefna, sem megnaði að
snúa þessu undanhaldi í viðnám
og vöxt felur í sér mikinn og bein-
an hag fyrir landsbyggðarfólk.
Byggð með byggð -
þjóðarhagur
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
mótað þá nýju stefnu að leggja
verði áherslu á það í byggðamálum
að efla vaxtasvæði á landsbyggð-
inni. Treysta verði daglegar sam-
göngur milli þéttbýlisstaða, sjávar-
plássa og sveita, sem þannig myndi
heildstæð atvinnusvæði, þar sem
iðnaður og þjónustugreinar geti
náð fótfestu við hlið sjávarútvegs
og landbúnaðar.
Þessi stefna tekur mið af því
að langflest ný störf sem verða til
í atvinnulífmu eru iðnaðar- og
þjónustustörf. Hún tekur mið af
því að stórbæta þarf rekstrarum-
hverfi sjávarútvegsins til þess að
hann geti enn betur gegnt því lykil-
hlutverki í þjóðarbúskapnum, sem
nú er meiri þörf á en nokkru sinni
fyrr. Þessi stefna tekur einnig mið
af því að hún er hagkvæm fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. í henni felst
þjóðarhagur.
Kjörorðið byggð með=byggð var
yfirskrift ályktunar landsfundar
Sjálfstæðisflokksins þar sem þessi
nýja byggðastefna var ítrekuð og
undirstrikuð. Þar var vísað til þess
að gamalt kjörorð flokksins, stétt
með stétt, hafi sannað gildi sitt í
skóla reynslunnar og hvatt til sam-
stöðu fólks hvar sem það býr um
ný markmið og leiðir í byggðamál-
um. Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins fluttu einnig tillögu til þings-
ályktunar á síðasta þingi, þar sem
þessi grundvallarstefna er útfærð.
Höfundurer
framkvæmdastjóri ogásæti
í málefnanefnd
Sjálfstæðisflokksins um
byggðamál.
A R
ÞRÓUN BYGGÐAR TIL ÁRSINS 2010
SKV. FRAMREIKNINGI BYGGÐASTOFNUNAR
Þúsund manns
Höfuöborgarsvæöi:
53.700 manns
-20 -
Höfuðborgarsvæði Landsbyggð
FJÖLGUN BlLA OG GRUNNSKÓLANEMA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU TIL ÁRSINS 2010
FJÖLGUN
25 -
Öbreyttar horfur í byggöaþróun
22.000 bílar
"JAFNARI BYGGÐ" m.v. 30.000 manna fjölgun 6 svttðinu
FÓLKSBlLAR ISSS GRUNNSKÓLANEMAR
OBLEIKTAR
OFNÆMISPRÓFAÐAR =
MEÐ TEYGJU AÐ AFTAN
STELPU
BLEIUR
: <r- *
.ú íSífsril ifíjpfe
MAXl
‘MKkg
STRAKA
I BLEIUR
__________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Rangæinga
Sl. miðvikudag hófst 3ja kvölda
tvímenningur. Eftir fyrsta keppnis-
kvöldið er staða efstu para þessi:
Daníel Halldórsson - Ragnar Bjömsson 207
Bragi Jonsson - Rafn Kristjánsson 202
Jón St. Ingólfsson - Jón Björgvinsson 177
Jóhanna Guðmundsd. - Sveinn Sæmundsson 174
Birgirísleifsson- Gunnar Alexandersson 170
Bridsfélag Reykjavíkur
Sl. miðvikudag hófst aðaltvímenn-
ingur félagsins með þátttöku 40
para. Staðan eftir 6 umferðir:
Hjördís Eyþórsdóttir — Asmundur Pálsson 81
Öm Amþórsson - Guðlaugur R. Jóiiannsson 81
Oddur Hjaltason—Eiríkur Hjaltason 78
Guðmundur G. Sveinsson - Valur Sigurðsson 63
Bjöm Amarsson - Jónas Elíasson 60
Þórarinn Sófusson — Friðþjófur Einarsson 59
Sævar Þorbjömsson - Guðm. Páll Arnarson 58
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 53
Sveinn R. Eiríkss. - Steingr. Gautur Péturss. 41
Valgerður Kristjánsdóttir - Esther Jakobsdóttir 40
Guðmundur Sv. Hermannss. - Björn Eysteinss. 39
Guðmundur Baldursson - Guðbjörn Þórðarson 29
Júlíus Snorrason - Sigurður Siguijónsson 19
Sveinn Þorvaldsson - Hjálmar S. Pálsson 19
Bridsfélag Hornafjarðar
22 pör spila með aðaltvímennings-
titilinn og spilað verður 3ja kvölda
Butler. Staðan eftir fyrsta kvöldið er:
JónGuðmundsson-JónNíelsson 49
SverrirGuðmundsson - Ragnar Björnsson 44
Jón G. Gunnarsson - Kolbeinn Þorgeirsson 38
Þórir Haraldsson — Hafliði Hjarðar 26
AmiStefánsson-JónSveinsson 25
Sigurpáll Ingibergsson - Guðm. Guðjónsson 16
Gunnlaugur Karlsson - Ari Kolbeinsson 12
Ólafur Jónsson—Kristjón Elvarsson 12
GesturHalldórsson-MagnúsJónasson 10
Guðbrandur Jóhannsson - Gunnar Halldórsson 8*
Einar Jensson — Þorsteinn Sigjónson 7
BjömGíslason-JónG.Helgason 6
JGG