Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 Leikskólalög en ekk- ert leikskólapláss? Hver er framkvæmdavilji stjórnmálaflokkanna? eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur Störf forskólanefndar Síðastliðin tvö ár eða allt frá því að Svavar Gestsson, mennamála- ráðherra, skipaði nefnd til að endur- skoða gildandi lög um uppbyggingu og rekstur dagvistarheimila, hefur aðgerða núverandi ríkisstjórnar í þesum málaflokki verið beðið. For- skólanefndin skilaði af sér tillögum að nýju frumvarpi til laga um leik- skóla, ásamt sérstöku frumvarpi til laga um ríkisframlag til sveitarfé- laga vegna leikskóla. Eftir meðferð þessara frumvarp- stillagna í ríkisstjóminni fæddist það frumvarp til laga um leikskóla sem samþykkt var sem lög á Al- þingi á lokadögum þess. Þó að nýju leikskólalögin geri ráð fyrir að leik- skólinn verði sérstakt skólastig fyr- ir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur til 6 ára og heyri áfram und- ir menntamálaráðuneytið, þá er réttur allra barna til leikskólavistar ekki tryggður. Þá var frumvarpið um ríkisframlag til sveitarfélaga vegna leikskóla ekki lagt fram, þó að jafnljóst sé að ef fullnægja á eftirspurn fyrir dagvistun á næstu 5—10 árum verður slíkt ríkisfram- lag að koma til. Samkvæmt lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga frá 1989 á kostnaður við uppbyggingu og rekstur leikskóla alfarið að vera á ábyrgð sveitarfé- laga, en miðað við áætlaðar kostn- aðartölur, misjafnan fjárhag sveita- félaga og mismikinn pólitískan vilja verður ekki séð hvernig öllum börn- um verður tryggður aðgangur að leikskóla nema með aðstoð ríkis- valdsins. Því má segja að nýja leik- skólafrumvarpið sé mikilvægt pappírsgagn varðandi stefnumörk- un, en algjörlega innantómt hvað varðar íjármagn til uppbyggingar. Kannski dæmigert „mjúkt“ mál sem í lagi er að samþykkja svo framarlega sem það kostar ekki neitt? Þáttur fóstra og foreldra Eins og alþjóð veit hafa mennta- málaráðherra og félagsmálaráð- herra deilt hart um það hvaða ráðu- neyti skuli fara með málefni leik- skólans. Tekist var á um það hvort líta beri á leikskólann sem uppeldis- stofnun fyrir öll börn eins og grunn- skólann eða hvort skilgreina eigi leikskólann sem félagslega þjónustu sveitafélaga við þá foreldra og böm sem hennar óska. Þó að þessi deila ráðherranna hafí virkað ómerkileg frá sjónarmiði þeirra sem vilja fyrst og fremst fleiri og sveigjanlegri dagvistarstofnanir, þá er ég sam- mála samtökum fóstra og foreldra um að farsælla sé að málefni leik- skólans heyri áfram undir mennta- málaráðuneytið, einkum ef og þeg- ar leikskólavist stendur öllum börn- um til boða. Þessum deilum lauk ekki fyrr en rétt fyrir þingslit þann- ig að litlu munaði að ekki næðist vegna tímaskorts að koma leikskól- afrumvarpinu í gegn. Samtök for- eldra og fóstra fylgdu málinu vel eftir við meðferð þess í þinginu og tel ég þann áhuga sem þar kom fram hafa ráðið úrslitum um að málið fékk þann forgang sem því bar í öllu annríkinu í þinglok. Baráttan framundan og stefna Kvennalistans Við kvennalistakonur studdum leikskólafrumvarpið í þinginu um leið og við létum í ljós vonbrigði með það að fjármögnunarfrumvarp- ið um ríkisframlag til sveitarfélaga til uppbyggingat leikskóla var ekki lagt fram, og að lögin veita börnum ekki eins góða réttarstöðu og upp- hafiegu frumvarpsdrög forskóla- nefndarinnar gerðu. Kvennalistinn vill að öll börn eigi kost á leikskóla- vist frá því að fæðingarorlofi lýkur til skólaskyldualdurs sé þess óskað. Við sjáum nýsamþykkt leikskólalög því sem skref í rétta átt en aðalbar- áttan er enn eftir: Að tryggja fár- magn til uppbyggingar leikskóla. Kvennalistinn mun beita sér fyrir því á næsta þingi að taka skrefið til fulls, að ríkisframlag komi til sveitarfélaga til að tryggja sem hraðasta uppbyggingu leikskóla í samræmi við óskir foreldra í öllum sveitarfélögum. Vel mætti einnig hugsa sér leikskólann rekinn með sama hætti og grunnskóiann að því Guðný Guðbjörnsdóttir „Kvennalistinn vill að öll börn eigi kost á leik- skólavist frá því að fæð- ingarorlofi lýkur til skólaskyldualdurs sé þess óskað.“ leyti að ríkið greiði laun fóstra eins og kennara. Slíkt fyrirkomulag samræmdist best því sjónarmiði að leikskólinn sé sérstakt skólastig fyrir öll böm. Ég vil ítreka að þessi stefna útilokar auðvitað alls ekki aðrar lausnir á uppeldismálum for- skólabarna, svo sem að foreldrar sinni bömum sínum sjálfir eða fái til þess einkaaðstoð. Mikilvægast er að foreldrar og börn hafi raun- verulegt val, og að öll börn landsins eigi rétt á fyrsta flokks leikskóla með vel menntuðu, vellaunuðu starfsfólki. Stefna annarra flokka? Þetta er mikilvægt kosningamál sem foreldrar forskólabarna verða að fylgja vel eftir. Hvaða flokkar eru tilbúnir að styðja þessa upp- byggingu? Samkomulag náðist ekki í núverandi ríkisstjórn um að leggja fjármögnunarfrumvarpið fram og Sjálfstæðisfiokkurinn boðar lækkun skatta og aðrar lausnir í dagvistar- málum. Vonandi sýna foreldrar og fóstrur sama dugnaðinn og áræðn- ina við að fylgja þessum málum eftir á næsta kjörtímabili og þeir gerðu við meðferð leikskólafrum- varpsins nú. Það er spá mín að aukið kjörfylgi Kvennalistans og annarra sem styðja þetta mál og allur utanaðkomandi þrýstingur muni reynast nauðsynlegur til að einhver von verði til að fjármagn fáist í þetta mikilvæga mál. Það virðast nefnilega gilda mismunandi mælikvarðar á það hvað er dýrt og hvað ekki eins og glöggt kom fram í umræðunum á Alþingi þegar leik- skólafrumvarpið og grunnskóla- frumvarpið voru til umræðu. Við í Kvennalistanum höfum tal- ið það tímabært allt frá stofnfundi samtakanna að þjóðfélagið horfðist í augu við þá staðreynd að þjónust- an við börn er ekki í takt við það þjóðfélagsástand sem hér ríkir. Þó að konur í mörgum nágrannalanda okkar vinni ekki eins margar á vinn- umarkaði og ekki eins langan vinnudag og íslenskar konur, hefur þótt sjálfsagt í marga áratugi að hafa skólamáltíðir, einsetinn skóla- dag og raunverulega valkosti í dag- vistarmálum. Er ekki kominn tími til að svo verði einnig hér og stjórn- völd sýni það í verki? Höfundur er dósent í uppeldisfræði við Háskóla íslands. Hún skipar 5. sæti Kvennalistans í Reykjavík fyrir konumdi Alþingiskosningar. Til kjósenda frá kjós- anda um bifreiðagjald eftir Björn Pétursson Með bráðabirgðalögum nr. "68/1987 var sett á svonefnt bif- reiðagjald, — skattur á bifreiðaeig- endur miðaður við kílóaþunga bif- reiða, óháður verðmæti eignanna. Tilgangur laganna var að afla tekna beint í ríkissjóð, til að „stoppa upp í íj'árlagagat“ eins og oft hefur verið orðað. Bráðabirgðalögin gengu undir nafninu „bandormur- inn“, og nú hefur það sannarlega sýnt sig að bandormurinn hefur vafíð upp á sig. Bara þessi eina ráðstöfun, bifreiðagjaldið, á að færa ríkissjóði yfir einn milljarð í tekjur samkvæmt núverandi fjárlögum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur frá upphafi mótmælt þessari óréttlátu skattlagningu. Her er um að ræða eignaskatt án tillits til verð- mæta eigna eins og lagður er á samkvæmt skattaskýrslunni. í dag er réttlætið enn slíkt, að eigendur t.d. 10-15 ára gamalla jeppa greiða sama skatt og greiddur er af ráð- MÁGUS, Félag viðskiptafræði- neraa, heldur opinn stjórnmála- fund í Háskólabíói, sal 2, í dag, miðvikudag, kl. 12.15-14.00. Full- trúar allra flokka, sem bjóða fram á landsvísu, mæta á fund- inn, og verður hver flokkur með stutta framsögu, en að því loknu verða umræður og fyrirspurnir. Fulltrúar flokkanna á fundirtúm herrajeppunum sem kostuðu yfir 3 og 4 milljónir krona. Skoðun þingmanna Á Alþingi hafa þessi mál marg- oft verið rædd, og margir þingmenn lýst andúð sinni á þessum lögum, en því miður virðast skoðanir stund- um breytast eftir því hvoru megin stjórnarstuðnings þeir sitja. En nú eru þeir allir óbundnir vegna vænt- anlegra kosninga, og nú er tæki- færi kjósenda að inna á eftir raun- verulegri skoðun þeirra og hvort þeir muni standa við sannfæringu sína næst þegar bifreiðagjald kem- ur til umræðu, eða hvort þeir vilja „segja sem minnst fyrir kosningar“ og haga seglum eftir vindi á eftir. Þetta mál gæti orðið nokkurs konar prófsteinn á það hvort frambjóðend- ur eru tilbúnir að lýsa sannfæringu sinni fyrir kosningar og standa við hana, eða hvort þeir ætla að láta flokksagann stjórna sér í einu og öllu. Er verið að kjósa hópsálir á þing eða einstaklinga verða Össur Skarphéðinsson, AI- þýðuflokki, Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi, Hafsteinn Helga- son, Fijálslyndum, Finnur Ingólfs- son, Framsóknarflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki og Pétur Guðjónsson, Þjóðarflokki- Flokki mannsíns. Fáránleiki Gat á flík kemur fyrir slit eða slys. Gat í fjárlög kemur oftast fyr- ir óforsjálni. Ef þú tekur skóreim úr skó náunga þíns til að gera við gat á silkiblússu, verður það Ijót viðgerð og til skaða fyrir náunga þinn. Sama er með fjárlagagatið, ef teknar eru tekjur á óréttlátan hátt af borgurunum til að Iagfæra augnabliks ráðaleysi stjórnend- anna. Fjárlagagatið sem átti að „stoppa upp í“ hefur aðeins stækk- að og þarf meira til uppfyllingar. Þetta er að verða hít, — botnlaus hít, ef ekkert raunhæft verður gert, verður eins og bandormur sem stöð- ugt vindur upp á sig. Engin kona gengur til langframa í blússu, við- gerðri með skóreim, og hvað ætla stjómmálamenn að láta „viðgerð- ina“ á fjárlögum endast lengi? Hvað sögðu þingmenn? Góðir kjósendur, ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur þær um- ræður, sem farið hafa fram á Al- þingi um bifreiðagjald. Lesið um rökfærslu þingmannanna gegn bif- reiðagjaldinu. Margir þeirra sem þar hafa talað koma til með að sitja áfram á þingi eftir þessar kosning- ara og við skulum fylgjast með skoðunum þeirra og gjörðum. Að lokum koma hér örfáar til- vitnanir í umræður á Alþingi: Umræða í efri deild 5. maí 1988, Framsm. minnihluta Ijárhags- og viðskiptanefndar, Svavar Gestsson: „Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti minni hl. fjh.- og viðskn. sem iegg- ur til að frumvarpið verði fellt. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að það verði lögð sérstök gjöld á um- ferðina í Iandinu, svokallaður bif- Björn Pétursson „Her er um að ræða eignaskatt án tillits til verðmæta eigria eins og lagður er á samkvæmt skattaskýrslunni. “ reiðaskattur eða bifreiðagjald. Út af fyrir sig er ég þeirrar skoðunar að það geti vel komið til greina að leggja skatt á bifreiðir og jafnvel bifreiðaeldsneyti þegar um er að ræða framkvæmdir í vegamálum eða mikilvæg verkefni á því sviði. Nú háttar hins vegar þannig til í annað sinn, hygg ég, að það er ekki varið krónu úr ríkissjóði til vegaframkvæmda. Þrátt fyrir markmið vegaáætlunar um að veija 2,4% af vergri þjóðarframleiðslu til vegamála stöndum við núna frammi fyrir þeirri staðreynd að á árinu 1988 er gert ráð fyrir að framlög til vegamála nemi um 1,4% af vergri þjóðarframleiðslu. Þarna vantar upp á mjög verulega fjármuni sem teljast í milljörðum króna. Ég tel ástæðulaust að halda þess- um vinnubrögðum áfram, að skatt- leggja umferðina með þeim hætti sem gert hefur verið í þágu ríkis- sjóðs. Eðlilegra hefði verið að taka fjármuni af þessu tagi til vegafram- kvæmda. Þess vegna leggjumst við þingmenn Alþýðubandalagsins gegn þessu frumvarpi. Umræða í neðri deild 20. mars 1990. Framsögumaður 1. minni- hluta fjh. og viðskn., Friðrik Soph- usson: „Það er alveg augljóst hver til- gangurinn er með þessu frumvarpi. Tilgangurinn er sá að svíkjast um að láta þá fjármuni sem koma af umferðinni og af bifreiðum ganga til framkvæmda í vegamálum, en að ná í aukna skatta af bifreiðaeig- endum og láta þá renna til ríkis- sjóðs. Þetta kemur skýrt fram í gögnum fjmrn. og sést skýrlega þegar menn líta á það fjármagn sem á að renna til vegamála og síðan á þá fjármuni sem innheimtast af bif- reiðagjöldum og þá er talað um bifreiðagjald í þrengstu merkingu, auk þungaskatts og bensíngjalds." Umræður í neðri deild 20. mars 1990, Þorsteinn Pálsson: „Bílar eru almenningseign í dag. Þeir eru eign nánast hverrar ein- ustu fjölskyldu. Þessi skattur kemur þess vegna með mestum þunga nið- ur á þeim sem kröppust hafa kjörin og þola síst viðbótarálögur." Áð lokum má svo benda á þá furðulegu staðreynd að þeir tveir fjármálaráðherrar sem harðast hafa gengið eftir því að leggja bifreiða- gjaldið á, telja sig málsvara jafnað- armennsku, og það er skrítin jafn- aðarmennska að leggja á eignar- skatta eftir þunga eignarinnar en ekki verðmæti. Kjósendur, — nú er tækifærið ykkar að leggja fram spurningar til frambjóðenda, Hver er afstaða þeirra til bifreiðagjalds? — Við skul- um muna svör þeirra. Höfundur er ritari stjórnar Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félag viðskiptafræðinema: Opinn stjórnmála- fundur í Háskólabíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.