Morgunblaðið - 10.04.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 10.04.1991, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 43 Stórsýning sunnlenskra hestamanna í reiðhöllinni: Hestar og einn sýningarstjórinn komst að orði í útvai'psviðtali. Ekki verður skilið svo við þessa sýningu án þess að minnst sé á það eina neikvæða sem sást. Er hér átt við hraustleg taumatök nokkurra, reiðmanna. Féllu þeir í þá gryfju að láta kraftana verða næmninni yfirsterkari og úr varð gróf og ljót reiðmennska sem hvergi á rétt á sér og allra síst á sýningum sem þessari. Á síðustu sýningu sunnu- dags var þó greinilegt að þessi mál höfðu verið rædd og mátti þá glöggt greina að þetta taumaskak er hreinn óþarfi ogtil lýta. Sérstaklega er varhugavert að stóðhestum sé riðið á þennan máta því vera kann að slíkt komi niður á áliti manna á gæðum hestsins. Og eins og mörg- um mun kunnugt ráðast vinsældir- stóðhesta mikið af því hvernig þeir koma fyrir í sýningum sem þessum. Hver vill halda undir hest sem er svo takmarkaður á gangi að beita þarf kröftum og stórkallalegum taumtökum til að þeir hangi á skeiði? Að síðustu er vert að þakka sunn- lenskum hestamönnum fyrir góða sýningu sem greinilega var vel þeg- in hjá hestamönnum sem og öðrum sem hana sóttu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Valdimar Kristinsson ÍÞRÓTTADEILDIR hestamanna á Suðurlandi gengust fyrir sýn- ingum í reiðhöllinni í Víðidal um helgina undir heitinu „Stórsýn- ing sunnlenskra liestamanna". Var um að ræða þriggja tíma sýningu með kynbótahrossum, gæðirigum og ýmsum öðrum at- riðum til skemmtunar. Fyrsta sýningin var á föstudagskvöld, önnur á Iaugardagskvöld og tvær sýningar á sunnudag. Góð aðsókn var á allar sýningar nema föstudagskvöldið. Á laugar- dag var uppselt og urðu margir frá að hverfa. Góð stemmning var með- al áhorfenda og greinileg ánægja með sýningarnar. Tvö atriði voru öðrum áhuga- verðari. Efstu gæðingar landsmóts- ins, Muni frá Ketilsstöðum og Dimma frá Gunnarsholti, komu þarna fram saman í skemmtilegri og vel útfærðri sýningu knapanna Trausta Þórs Guðmundssonar og Rúnu Einarsdóttir. Er það einstakt tækifæri að fá að sjá svona topp- hesta koma saman og líklega rétt hjá þuli sýningarinnar Júlíusi Bijánssyni að þetta hafi verið síð- asta tækifærið að sjá þau saman þ.e.a.s. Muna og Dimmu. Dimma átti reyndar að vera komin í folalds- eignir en hún frestaði því um eitt ár. Þá var athyglisverð sýning á fjór- um ættliðum út af Sörla frá Sauðár- króki er sýndir voru þrír stóðhestar og eitt stóðhestaefni hver undan öðrum eins og Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur orðaði það. Þar vakti mesta athygli frammistaða Náttfara 776 frá Ytra- Dalsgerði, sonar Sörla. Náttfari er komin á þrítugsaldurinn en þrátt fyrir það heillaði hann menn enn einu sinni með frábærum skeið- sprettum sínum. Osjálfrátt rifjaði maður upp umræður og skrif að loknu landsmóti 1974 þegar Nátt- fari hafði verið sýndur þar fjögurra vetra og skeiðiagður einhver lifand- is býsn á þeirra tíma mælikvarða. Töldu fróðir menn þá að búið væri að eyðileggja hestinn með þessari reið. Nú sem áður sýndi Náttfari að langur vegur er frá því að svo hafi verið. Þrátt fyrir góða frammi- stöðu niðja hans Stígs frá Kjartans- stöðum og sonar hans Pilts frá Sperðli má segja að sá gamli hafi stolið senunni eftirminnilega frá þeim. Það er annars athyglivert að Náttfari hefur alltaf slegið í gegn á öllum sýningum sem hann hefur komið fram á og ekki rekur mig minni til að nokkur sprettur hafi mislukkast fyrr en síðasti sprettur- inn á síðustu sýningunni og segir það sína sögu um hversu öruggur klárinn er. Ogetið er yngsta afkom- andans sem þarna kom fram, Smells frá Hvolsvelli, veturgamall lipur foli að sjá en ferill hans er ennþá óskrifað blað. Þótt ekki væri bryddað upp á neinum sérstökum nýjum sýningar- atriðum var þetta prýðisgóð sýning. Að skaðlausu hefði hún mátt vera styttri því gæði sýninga sem þessar- ar felast alls ekki í lengd og ijölda atriða. Reyndar má geta þess að tii stóð að bjóða upp á nautaródeó sem aldrei hefur verið gert áður en af því varð ekki vegna afskipta ein- hverra kerlinga upp í Breiðholti eins Húsfyllir á þremur sýningum Ný frímerki 29. apríl Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Póst- og símamálastofnunin hefur ekki alls fyrir löngu sent út lokatilkynningu sína um næstu frímerkjaútgáfu. Eru það svo- nefnd Evrópufrímerki, sem út koma 29. þ.m. Eins og alkunna er, er hér um að ræða sameigin- lega útgáfu svokallaðra CEPT- landa. Hefur ísl. póststjórnin tekið þátt í þessari útgáfu óslitið síðan 1960. Að þessu sinni er sameigin- legt myndefni frímerkjanna eða þema, eins og nú er farið að nefna það, Evrópa í geimnum. Um það segir svo í tilkynningu póststjórn- arinnar: „Þjóðir Vestur-Evrópu hafa um langt skeið haft sam- starf um starfsemi úti í geimnum, bæði á sviði rannsókna og fjar- skipta. European Space Agency, ESA, sem mörg lönd í Vestur-Evr- ópu eru þátttakendur í, stendur fyrir smíði gervitungla fyrir vís- indalega starfsemi og fjarskipti og uppskoti þeirra á braut um- hverfis jörðu. Önnur samtök, European Telecommunications Satellite Organization, EUTELS- AT, sem ísland er aðili að, annast rekstur íjarskipta, sem miðla bæði símaumferð og sjónvarps- efni. Trúlega er enginn öfundsverður af að teikna eða hanna frímerki í anda þessa þema, svo að það höfði vel til manna. Auglýsinga- stofan Ydda hf. hefur unnið það verk fyrir póststjórn okkar og á hennar vegum Tryggvi T. Tryggv- ason og Jón Ágúst Pálmason, eins og sérstaklega er tekið fram. Með hliðsjón af framansögðu verður því að vega og meta, hverning til hefur tekizt. Ég játa sjálfur, að þessi merki höfða ekki sérstak- lega til mín, svona við fyrstu sín, enda kæmi mér ekki á óvart, að mörgum þættu þau ekki til feg- urðarauka í frímerkja-„flóru landsins. Frímerki þessi eru prentuð í Englandi í prentsmiðju, sem ég minnist ekki til, að hafi áður kom- ið við sögu íslenzkra frímerkja. Nefnist hún The House of Questa Ltd og er í Parkhouse stræti í London. Er prentunaraðferð samkv. því, sem segir í tilkynning- unni, svonefnd Offset lithography. Virðist svo sem póststjórnin hafi gefizt upp við að íslenzka þessi nöfn. Hins vegar held ég hér megi a.m.k. vel notast við orðið steinprentun fyrir lithography. Þá getum við talað um offset-stein- prentun í stað ensku orðanna. Kílóvara póststjórnarinnar í síðustu tilkynningu póst- stjórnarinnar óskar hún eftir til- boðum í kílóvöru sína, sem eru notuð ísl. frímerki, aðallega frá árinu 1985. Verður tekið á móti tilboðum til 30. apríl nk. Sem fyrr verður kílóvaran í 250 gramma pökkum. Getur hver maður gert tilboð í allt að 12 pökkum eða 3 kg. Þess er getið, að við úthlutun kílóvörunnar 1990 hafi lægsta til- boð, sem tekið var, verið kr 4.575 fyrir 250 gramma pakka. Innan- lands bætist svo virðisaukaskattur við, en hann er að dómi ísl. frí- merkjasafnara frekleg og ósann- gjörn mismunun milli þeirra og erlendra kaupenda vörunnar. Því miður hefur aldrei fengizt leiðrétt- ing á þessu óréttlæti, enda það leitt til þess, að mest af þessari kílóvöru póststjórnarinnar hefur farið úr landinu. - Rétt er að taka hér fram, að tilboð í kílóvör- una skulu send í ábyrgðarbréfi í síðasta lagi 30. apríl 1991. Heyrt og séð í NFT, blaði Landssambands norskra frímerkjasafnara, febrú- arhefti 1990, mátti iesa umsögn ritstjórans um nýútkomna bók. Vil ég koma henni á framfæri, þótt seint sé, enda ekki ósenni- legt, að einhveijir hefðu áhuga á að kynna sér efni hennar ná- kvæmlega. Bókin er á ensku og nefnist The Care and Preservation of PHILATELIC MATERIALS. Höfundar eru T.J.Collings og R.F.Schoolley-West. Bókina má fá hjá The British Library, Mar- keting and Publishing, 41 Russel Square, London, WCIB 3DG, Englandi. Er verð hennar £ 12.95. Ritstjórinn minnist á það, að frímerki, póstkort og bréf séu í eyðileggingarhættu, um leið og þau sjái dagsins ljós. Sérstök vandamál komi því upp í sam- bandi við varðveizlu þessara hluta. Ef þeirra sé ekki gætt sem skyldi, geti þeir eyðilagzt með öllu. Tveír brezkir sérfræðingar hafa hér safnað saman margs konar vitn- eskju um það, hver sé orsök eyði- leggingarinnar. Jafnframt veita þeir góð ráð um það, hvernig eigi að varðveita þetta efni. Ritstjórinn segir, að þessi bók þyrfti að koma út á fleiri málum en ensku, svo að þeir, sem skilja ekki það mál, geti notið þess, sem í bókinni seg- ir um þetta efni. Efstu gæðingar landsmótsins í fyrra, Muni frá Ketilsstöðum og Dimma frá Gunnarsholti, í skemmtilegri og vel útfærðri sýningu knapanna Trausta Þórs Guðmundssonar og Rúnu Einarsdóttur. f (g) KARATEFÉLAG REYKJAVÍKUR Yfirþjálfari GE0RGEANDREWS5. DANÍOKINAWA G0JU-RYU. Innifalinn íæfingagjöldum er aðgangur að sundlaug og lyftingasal. Byrjendatímar barna eru á laugardögum kl. 13 og miðvikudögum kl. 17. Byrjendur, fullorðnir, eru á þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 18.30. Innritun & uppl. ísíma 35025 11. og 12. apríl (kl. 18-20.30) ogísíma 612233 12., 13. og 14. apríl (kl. 18-21). Karate ergóð líkamsrækt og öfíug sjálfsvörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.