Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 11
MÖFÍGÍjWbLAÐÍÐ' SUSjnUDAGUR él\ 'APRÍL Í991 C 11 „Ákveðna grunnþætti hefur vant- að í margar þeirra mynda sem gerð- ar hafa verið um þennan tíma. Þess vegna hefur þessi heimur ekki geng- ið upp í kvikmyndum. Þetta er óþrjót- andi brunnur að ausa af ef maður hefur hugmyndaflug til að þróa áfram þá fantasíu sem þar er að finna og bindur sig ekki of mikið við hana. Maður á að nota fantasíuna sem afl- gjafa, ekki sem fjötra. Hættan er alltaf sú, ef maður vinnur kvikmynd eftir bók, að maður lendi í einhvers konar fomleifagreftri og mannfræði. Þá fjötrast maður af einhverjum nið- urstöðum, sem þurfa alls ekki að vera réttar, um það hvernig þessi tími var. Ef fantasían er hins vegar notuð sem aflgjafi er þetta mjög spennandi.“ Hrafn segist hafa notið þeirra for- réttinda að láta ýmsa drauma æsk- unnar rætast. Honum voru sagðar sögur frá heiðnum tíma þegar hann var barn. „Þá sá ég alltaf einhvetjar fígúrur í höfðinu og hugmyndaflugið var á fullu. Ég lít fyrst og fremst á mig sem sögumann, ekki kvikmynd- afrík. Ég ætlaði mér að verða rithöf- undur, en svo fann ég myndmálið sem hentaði mér ekki síður en ritað mál. Ég er frekar kvikmyndahöfund- ur en kvikmyndaleikstjóri. Ég lít á þessa vinnu eins og rithöfundur sem skrifar bók, nema hvað ég nota myndmálið." - Hvernig varð titill myndarinnar, Hvíti víkingurinn, til? „Hann er byggður á misskilningi sumra víkinga á þessum tíma, sem litu á Krist eins og nokkurs konar hvítklæddan víking sem háði stríð við hin myrku öfl heiðninnar. Sumir litu á krossinn sem vopn Krists, ein- hvers konar sámbland af exi og sverði!" Allur leikur í „Hvíta víkingnum" er á íslensku. Hrafn segir: „Mér fannst eðlilegast að íslenska yrði töluð í myndinni, því það er jú það mál sem talað var á öllu þessu svæði á þeim tíma sem myndin gerist. - Svo erlendu leikararnir hafa þurft að læra íslensku? „Já, já,“ svarar Hrafn og hlær ógurlega. „Og útkoman er frábær. Til dæmis er Þangbrandur biskup þýðverskur. Sænski leikarinn Tomas Norström fer með hlutverk hans og hann talar þess vegna íslenskuna með ekta hreim!" segir Hrafn og skellihlær aftur. Hrafn skrifaði kvik- myndahandritið upphaflega á sænsku, síðan var það þýtt á ensku og loks á íslensku. Þórarinn Eldjárn gerði íslensku þýðinguna. Hrafn var spurður hvort nútímaíslenska væri töluð í myndinni. „Það má segja að þetta sé íslenska sem hæfir þessum tíma. Það er ekki verið að reyna að búa til neitt forn- mál, en það eru heldur ekki notuð orð sem ekki voru til á þessum tíma. Mér finnst ekki við hæfi að hafa dróttkvæða-taltexta í myndinni, sem myndi eingöngu flækja rnálið." Þeir sem leggja fjármagn til gerð- ar „Hvíta víkingsins“ eru sjónvarps- stöðvar Norðurlandanna og Norræni sjónvarpssjóðurinn, og að auki einka- aðilar víða annars staðar í Evrópu. Heildarkostnaður verður á bilinu 400-450 milljónir íslenskra króna. Sagan gerist á 10. öld í Noregi og á Islandi. Þetta er sagnárskáldskap- ur, það er að segja skáldskapur sem byggist á sögulegum staðreyndum um líf víkinganna og goðafræði. Ást, heiður og svikabrögð ganga í gegnum söguþráðinn og einnig fórn- ir og barátta um trúarbrögð. Myndin hefst í Noregi á 10. öld. Askur, ungur kraftmikill maður, sem kominn er af íslendingum, giftist Emblu. Embla er fögur stúlka og dóttir eins af fáum þjóðhöfðingjum sem eftir eru í landinu. Norski kon- ungurinn er óbilgjarn harðstjóri og staðráðinn í að kristna hinn heiðna lýð. Hann fyrirskipar Aski að halda til íslands og snúa íslendingum til kristni. Hann hefur þá trú að Aski kunni að takast betur upp en öðrum, þar sem hann á ættir að rekja tií Islands og þar af leiðandi á heima- velli gagnvart heiðnum íslendingum. Nauðugur viljugur lætur Askur skírast til kristinnar trúar og gerir það eingöngu til að bjarga eigin lífi og Emblu konu sinnar. Konungurinn gerir sér grein fyrir hættunni á því að Askur óhlýðnist og tekur því Emblu sem gísl meðan Askur er í trúboðinu á íslandi. Fyrir íslandsför- Maria Bonnevie var valin úr hópi 900 stúlkna sem sóttu um að leika hlutverk Emblu. ■ Hættan er alltat sú, ef maður vinnur kvikmynd eftir bók, að maður lendi í einhvers konar fornleifagreftri og mannfræði... ■ Ég lít á hessa vinnu eins og rithöfundur sem skrifar bók, nema hvað ég nota myndmálið... ■ Það er ekki verið að reyna að bóa tii neitt fornmál, en bað eru heldur ekki notuð orð sem ekki voru til á bessum tíma... ■ Aski er fyrirskipað að snúa íslendingum til kristni... hann lendir í innri baráttu, bví í raun aðhyllist hann ekki kristna trú og hefur litla bekkingu á boðskap hins nýia siðar ■ Þegar maður er 15,16 ára hefur maður ein- hverja tryllta glóð í augunum... maður trúir bvíað bað sem erógerlegt sé gerlegt... ÞEIR VINNA AD MYNDINNI Fjöldi manns frá alls ellefu löndum vinna að gerð „Hvíta víkingsins11 og sjónvarpsstöðv- arnar á öllum Norðurlöndunum taka þátt í fjármögnun hennar. Helstu fulltrúar íslands eru í fyrsta lagi Hrafn Gunnlaugsson sem skrifaði kvikmyndahandrit ásamt Jonathan Rumbold, en Hrafn er ennfrem- ur leikstjóri. Karl Júlíusson hannaði búningana. Egill Ólafsson leikur Ólaf Tryggvason Noregs- konung, Gottskálk Sigurðarson leikur Ask, Helgi Skúlason leikur Þorgeir og Jón Tryggvason leik- ur Ketil. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum eru Maria Bonnevie í hlutverki Emblu, Tomas Norström sem leikur Þangbrand biskup og Torgils Moe sem leikur Þórð Fatguts. Dag Alveberg er framleiðandi, Tony Forsberg kvikmyndatökumaður, Sylvia Ingemarsson klipp- ir myndina og Ensio Suominen annast listrænt útlit og Hans- Erik Philip gerði tónlistina. Kóngurinn er brjálaður Gottskálk Sigurðarson var aðeins sex ára gam- all þegar hann lék fyrst í mynd Hrafns, „Hrafn- inn flýgur". „í kvikmjmdunum hef ég átt mínar bestu og mínar verstu stundir. Ég hef farið yfir allan tilfmningaskalann og sérstaklega núna í hlutverki Asks,“ segir Gottskálk. „Askur er litrík persóna sem smám saman þroskast við mótlætið sem hann mætir.“ Maria Bonnevie er 17 ára gömul og er nú að leika í fyrsta sinn í kvikmynd. Áður en hún lék í „Hvíta víkingnum" talaði hún norsku, sænsku og ensku, en þurfti nú að bæta við sig íslensku. „Embla er um leið viðkvæm og viljasterk," segir Maria um hlutverk sitt. „Það var erfitt að halda utan um þessa tvo þætti alla mánuðina sem tök- ur fóru fram.“ „Kóngurinn er bijálaður. Hann er trylltur," segir Egill Ólafsson um hlutverk sitt. „En á sama tíma er hann mannlegur," áréttar Egill og heldur áfram: „Hann er afskaplega flókinn persónu- leiki, en hann tilheyrir þeim heimi sem við þekkj- um í dag. Það er raunverulega til svona fólk í heiminum.“ Þó Egill hafi ekki gengið í leiklistar- skóla telja margir hann í hópi fremstu og fjölhæf- ustu leikara okkar íslendinga. Hann lék í stórum hlutverkum í myndum Hrafns, „Hrafninn flýgur“ og „í skugga hrafnsins". „Það er kannski svolítið fyndið að meðan ég leik hlutverk Þorgeirs, heldur bróðir minn hát- íðlegt 1.000 ára afmæli kristnitökunnar á ís- landi,“ segir Helgi Skúlason einn stórkostlegasti leikari landsins og bróðir herra Ólafs Skúlasonar biskups. Þorgeir er faðir Asks og er vitur og næmur maður. Helgi lék á eftirminnilegan hátt í fyrri myndum Hrafns um þennan tlma, „Hrafna- myndunum“ svonefndu. „Biskupinn er vondur maður og valdsjúkur,“ segir Tomas Norström sem leikur Þangbrand biskup. Tomas lék síðast í myndinni „Good even- ing Mr. Wallenberg“ en hefur leikið víða um Norðurlöndin bæði á sviði og í sjónvarpi. „í myndinni eru margir undarlegir persónuleikar. Biskupinn er aðeins einn þeirra," segir Toms. ina fær Askur krosslaga sverð frá konungi, sem tákn um vald hins hvíta víkings; Krists. Hann lendir í innri baráttu, því í raun aðhyllist hann ekki kristna trú og hefur litla þekk- ingu á boðskap hins nýja siðar. Hann veit hins vegar að takist honum ekki að kristna Islendinga, er hjónaband hans og Emblu dauðadæmt. Hrafn segir að samstarfíð við hið fjölþjóða samstarfsfólk hafi gengið mjög vel. „Þetta er fagfólk í hæsta gæðaflokki og gerir einfaldlega það sem það er beðið um. Ég hefði ekki getað óskað mér betri mannskap til að vinna með,“ segir hann. Aðspurð- ur um það hvers vegna hann hafi valið tiltölulega óreynda leikara í hlutverk Asks og Emblu segir hann: „Kvikmyndin er svo nærgöngult list- form. Til að fá þessa glóð sem til þarf, þarf ungt fólk. Unga leikara. Þegar maður er 15, 16 ára hefur maður einhveija tryllta glóð í augun- um. Maður trúir því að það sem er ógerlegt sé gerlegt. Þá þekkir maður ekki dauðann og heimurinn er ekki búinn að taka af manni glansinn. Maðúr er enn eins og nýsleginn tú- skildingur. Ég var sannfærður um að það þýddi ekki að láta mann sem kominn er yfir tvítugt leika 14, 15 ára ungl- ing, en aðalpersónumar eru einmitt á þeim aldri. Gottskálk, sem fer með hlutverk Asks, lék fyrst í „Hrafninn flýgur“ þegar hann var sex ára. Þá lék hann litla strákinn sem gróf upp hnífana. Gottskálk hefur þessa glóð í augunum sem til þarf. Það var mikið leitað að stúlku í hlutverk Emblu. Alls bárust um níu hundruð umsóknir og úr þeim voru valdar um 40 sem ég æfði með í nokkurn tíma, eða þar til ég sannfærðist um að norska stúlkan Maria Bonnevie væri sú rétta í hlutverkið.“ - Segðu mér að lokum, Hrafn, hvers vegna ertu í þessu kvikmynda- stússi? Hvað liggur að baki? „Að baki liggur löngunin til að segja sögur, segja frá fólki og atburð- um. Ég veit ekki hvort það er svo mikið af skilaboðum í þessari mynd. Þáð verða aðrir að finna þau. Hvers vegna kom Gestur til dæmis með bók frá írlandi? Menn hafa skrifað heil ósköp um það, en hver og einn verð- ur að finna boðskapinn fyrir sjálfan sig. Ég lít á sögu þannig að maður eigj ekki að skilgreina hana. Maður á frekar að reyna að upplifa hana. Um leið og maður fer að skilgreina hlut of mikið missir maður áhuga á honum, þá er búið að reikna dæmið. í kvikmyndagerð er enginn að reikna neitt dæmi sem hefur einhveija eina ákveðna niðurstöðu. Ef þú ert að smíða borð, þá veistu til dæmis að borðplatan er 120x70 sentímetrar. Það er ágætt. Það er staðreynd. Þeg- ar maður gerir kvikmynd, er það hins vegar eins og að smíða ský. Skýið breytist stöðugt og tekur á sig nýja mynd í hvert skipti sem maður lítur á það. Þannig er það með flest listaverk. Sum eldast illa og hverfa eins og ský á himni. Önnur breytast í þrumuský." Hestamannafélagið Fákur auglýsir Vorfagnaður í félagsheimilinu 24. apríi næstkomandi. Boðið verður upp á léttar veitingar milli kl. 21.00 og 23.00 (sjávarréttadisk). Hljómsveitin IMæturgalar leika fyrir dansi. Húsið opnað kl. 20.30. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd. HREIIMSUNARDAGUR Hreinsunardagur verður 23. april næstkomandi kl. 19.00. FIRMAKEPPNI Firmakeppni verður 25. apríl næstkomandi kl. 14.00. HLÉGARÐSREIÐ Verður 27. apríl næstkomandi. Farið verður frá félags- heimilinu kl. 14.00. Hestamannafélagið Fákur. ptottgtsstlrlitMfr Auglýsingasíminti er69 1111 'r '• FLUGMENN - FLUGÁHUGAMENN! VIÐ LEITUM AÐ HÆFUM NEMENDUM Á ÍSLANDISEM HAFA ÁHUGA Á AÐ STARFA SEM ATVINNUFLUGMENN. STARFSMENN FLUGSKÓLANS VERÐA í REYKJAVÍK LAUGARDAGINN 27. APRÍLTIL AÐ KYNNA SKÓLANN, LEIÐBEINA UMINN- TÖKUPRÓF OG EIGA EINKAVIÐTÖL. LÁGMAKS SKILYRÐl: 18 ÁRA ALDRISÉ NÁÐ FYRIR LOKAPRÓF FRA ACA, FRAM- HALDSSKÓLAPRÓF EÐA TILSVARANDI, HAFA STAÐIST FAA LÆKNISSKOÐUN. NÁMIÐ HEFST í JANÚAR, APRÍL, JÚLÍ & OKTÓBER EF ÁHUGIÞINN ER EKTA OG ÓSK ÞÍN EINLÆG, HUGLEIDDU ÞÁ AÐ LEGGJA ÚTÁ STARFSBRAUT, SEM GENGIN HEFUR VERIÐ AF MÖRGUM ÖÐRUM ER HAFA ÚTSKRIF- AST FRÁ OKKUR OG FLIÚGA NÚ FYRIR HELSTU FLUGFÉLÖGI U.S. OG ERLENDIS. KANNSKI ERTÞÚ HÆFUR? HITTIÐ OKKUR Á HÓTEL SÖGU KL. 13TILAÐ SANNREYNA ÞAÐ, OG TALIÐ VIÐ EINN AF OKKAR (SLENSKU NAMSMÖNNUM SEM HAFA ÚTSKRIFAST. námskrá skólans er sampykkt af faa og við erum tilnefndir af usiatil að taka a MÓTIALÞJÓÐA NEMENDUMISAMRÆMIVIÐ 18 MÁNAÐAJ-1 SKIPTINEMA FYRIRKOMULAG ÁSAMT HAGNÝTRI PJÁLFUN AÐ PRÓFI LOKNU. AVIATION CAREER ACADEMY FOSTERTOWN ROAD, MEDFORD, NEWJERSEY 08055 U.SA TEL: 609-267-1200. FAX: 609-265-1111 _ Fagmenn i leit aö yfirburöum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.