Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 Menningarstofnun Bandaríkjanna: Starfsemin flytur á Laugaveg 26 Menningarstofnun Bandaríkjanna flytur starfsemi sína þessa dagana á Laugaveginn, en frá árinu 1971 hefur stofnunin verið til húsa á Neshaga 16. Hún hefur nú fengið inni í leiguhúsnæði á annarri hæð Laugavegs 26 sem er á fimmta hundrað fermetrar að flatarmáli. Inn- gangur verður bæði Laugavegsmegin og Grettisgötumegin. Bókasafn stofnunarinnar hefur verið lokað síðan fyrir páska og má búast við að það opni aftur á nýjum stað í mai-mánuði. Bandaríska bókasafnið hefur yfir að ráða átta þúsund bókatitl- um, hundrað og þijátíu tímaritum og myndbandasafnið samanstendur af fjögur hundruð titlum. í stórum dráttum er hlutverk Menningar- stofnunar Bandaríkjanna tvíþætt. Annars vegar er það menningarlegs eðlis og hinsvegar upplýsingamiðlun. „Stofnuninni er ætlað að styrkja samskipti Bandaríkjanna og íslands með ýmsum hætti og er það gert m.a. með því að fá bandaríska sér- fræðinga og fræðimenn til að koma hingað og flytja fyrirlestra um hin margvíslegustu máiefni. Slíkar ferð- ir eru gjarnan skipulagðar af USIA, United States Information Agency, sem er höfuðstjórn menningarmála úti í Bandaríkjunum, og hafa þessir sérfræðingar gjarnan viðkomu á ís- landi á leið sinni til annarra Evrópu- landa,“ segir Jón Ingi Herbertsson, blaðafulltrúi Menningarstofnunar Bandaríkjanna. „Nýlega var hér t.d. á ferð sérfræðingur í alþjóðastjórn- málum og von er á sérfræðingi í umhverfísmálum á næstunni. Stöku sinnum koma hingað til lands lista- menn á vegum stofnunarinnar og halda hér listsýningar. Um síðustu helgi var t.d. opnuð sýning á vatt- stungnum bandarískum teppum á Kjarvalsstöðum. Á hinn bóginn styrkir stofnunin líka hína ýmsu sérfræðinga frá íslandi til að fara til Bandaríkjanna, en stofnunin á þess kost að bjóða í nokkrar slíkar ferðir vestur um haf á ári hveiju. I því sambandi er reynt að leggja áherslu á ákveðna málaflokka ár- lega,“ segir Jón Ingi. Eftir bestu getu reynir stofnunin að koma á framfæri upplýsingum um Bandaríkin og gegnir bókasafnið í því sambandi veigamikiu hlutverki. Þá má segja að stofnunin reki hér vísi að fréttastofu, en daglega dreif- ir hún til íslensku fjölmiðlanna úr- dráttum úr ræðum og blaðamanna- fundum, sem haldnir eru vestra. Einnig er reynt að miðla upplýsing- um frá íslandi til Bandaríkjanna. Fylgst er með umræðu í íslenskum fjölmiðlum um mál er varða sam- skipti landanna og ef það er eitthvað sem vekur áhuga, er gerð skýrsla sem send er til Washington líkt og aðrar samskonar stofnanir gera ann- ars staðar í heiminum. Yfírmaður Menningarstofnunar Bandaríkjanna er Andrew Key og hann er jafnframt blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins. Aðrir starfsmenn stofnunarinnar eru ís- lenskir, en þar er um að ræða sjö og hálft stöðugildi. Menningarstofnun Bandaríkjanna verður hér eftir til húsa á Lauga- vegi 26, annarri hæð. Hvaða hug skyldu íslcnskir blaða- menn bera til sið- anefndar Blaða- mannafélags ís- lands? Sjðarefflur vernda einnigblaðamenn BLAÐAMENN HAFA á síðustu misserum á vettvangi síns stéttar- félags, Blaðamannafélags Islands, skeggrætt um siðareglur. Þar hafa ýmsir komið víða við en einkum hefur umræðan beinst að eðli og tilgangi siðareglna. Hér verður engin athugasemd gerð við þá umræðu, heldur einungis á það minnt, sem hvergi kemur fram, að siðareglur sem haldnar eru í heiðri tryggja blaðamönn- um tjáningarfrelsi. Sýndi það sig að engin siðræn mörk héldu aftur af blaðamönnum í leit að sannleika eða leiðum til að fjölga lesendum, þá er næsta víst að landsfeðurnir teldu sig þurfa að skipta sér af. Að hætti þeirra þá myndu þau afskipti felast í lög- um sem í eðli sínu væru skerðing á Ijáningarfrelsi. Breskir blaðamenn eru nú komnir „á síðasta séns“ eins og það er kallað. Blaðaráð, sem skipað var jafnt leikum sem lærð- um og var ýmist undir forsæti lögmanns eða lávarðar, gegndi á síðustu áratugum hlutverki siða- nefndar en hafði tapað trausti blaðamanna, sem sögðu sig úr því 1980, og almennings og ríkis- stjórnar eftir að sýnt varað það gat ekki með neinum hætti haldið aftur af þeim blöðum sem í ákafa fréttaflutningsins gerðu ekki greinarmun á sannleika og lygi. Um síðustu áramót var þetta Blaðaráð lagt niður og á lag- girnar var sett nýtt ráð, Kvart- anaráð blað- anna. Það er skipað sex ritstjór- um, tveimur fyrrverandi ritstjór- um og sex leikmönnum, sem allir eru miklir frammámenn hver á sínu sviði og að sjálfsögðu aðlað- ir. í Bretlandi er almennt litið þannig á að ef þessu ráði takist ekki að halda aftur af sorpblöðun- um sem taka lygina fram yfír sannleikann sé hún líklegri til vin- sælda, þá verði ekki langt í að samþykkt verði lög sem kveði á um hvað megi birta og hvaða heimildir teljist nægjanlegar til þess að birta einhveija frétt o.s.frv. Með öðrum orðum óttast menn þar í landi að sett verði lagasigti sem verði það þétt að ýmislegt annað en gula pressan sitji eftir. Vel má t.d. hugsa sér að lög af þessu tagi geti torveldað störf rannsóknarblaðamanna. Kvartanaráð fjölmiðla ætlar sér að ná árangri og sýna það að blað- amönnum og ritstjórnum er treystandi fyrir ritfrelsinu. Það hefur sett sér vinnureglur sem kveða meðal annars á um að mis- tök beri að leiðrétta, hlífa skuli friðhelgi einkalifs nema almanna- heill sé stefnt í voða eða að um afbrotamenn sé að ræða. Einnig er kveðið á um að ekki megi taka viðtöl við börn nema með sam- þykki foreldra og að ekki skuli tilgreint í frétt kyn, litarháttur, kynþáttur, kyn- hneigð, trú eða líkamlegir ágallar nema að það tengist frásögninni beiht. Með þessum reglum og öðrum álíka hefur Kvartanráðið hafið krossferðir á hendur óvandaðrar blaðamennsku. Þeim fylgir góður hugur margra blaðamanna því þær eru jú farnar í nafni ritfrelsis. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands er að mörgu leyti óþekkt stærð og í seinni tíð hafa ekki rekið á fjörur hennar mál sem valdið hafa almennum deilum. Því er óvíst hver raunverulegur styrk- ur þess er og sömuleiðis er erfítt að meta hvaða augum íslenskir blaðamenn líta ráðið. í nýlegu ■ Breskir blaða- menn eiga það á hættu að vegna tíðra brota sumra þeirra á siðareglum, verði sett lög sem kveði á um hvað megi birta á síðum blaða og hvað ekki. tölublaði Félagstíðinda BÍ lýsir einn varamaður nefndarinnar vanþóknun sinni á starfsemi hennar og segir. sig úr lögum við hana. Gagnrýni hans beinist þó ekki að þeim siðareglum sem í gildi eru heldur fremur gegn starfsháttum Siðanefndar. Á Islandi eru ekki lygamiðlar á borð við sorapressuna bæði austan hafs og vestan, — enn sem komið er. Þess vegna er mikil- vægt að íslenskir blaðamenn og siðapostular blaðamannastéttar- innar séu á varðbergi. í húfi er ekki einungis að almenningur missi traust á einstaka miðlum heldur er líka hætta á að ríkisvald- ið taki óskorðað ritfrelsi úr hönd- um blaðamanna og ritstjóma og setji þeim í þess stað skorður. Siðareglur og metnaður blaða- manna til þess að vinna í sam- ræmi við þær eru öruggasta tryggingin fyrri því að íslenskir blaðamenn eigi það ekki fyrir höndum sem nú jafnvel blásir við breskum kollegum þeirra, að fylla í eyður sem ríkisvaldið skilur eftir líkt og stundað hefur verið í Aust- ur-Evrópu í áratugi. BAKSVID eftir Asgeir Fridgeirsson Svo fjarar út á ný Enn ein kosningahríðin er afstaðin. Enn eitt timabilið þegar allir póstkassar fyllast af alls kyns bæklingum frá þing- fólki og öðrum frambjóðend- um sem fremur hinu venju- lega eiga óskaplega brýnt erindi við alla landsmenn, einmitt núna þegar eru kosn- ingar. Enn eitt tímabilið þeg- ar vörpin eru bólgin af kosn- ingaundirbúningi, eilífum viðtölum, samræðum og sím- afundum við allt þetta fólk sem langar til að komast á þing og hefur ráð undir hveiju rifí í nokkrar vikur, bara fyrir kosningar. Enn eitt tímabilið þegar dagblöð- in eru uppfull af auglýsing- um o g ábyrgðarfullum grein- um frambjóðenda og stuðn- ingsmanna þeirra þar sem hvað rekst á annars horn. En hveijir lesa? Hveijir hlusta? Hveijir horfa á? Er öll þessi ógnvænlega fjöl- miðlun til einhvers? Gerir hún eitthvert gagn? Hvetjum þá? í kosningabaráttu, eins og þetta tímabil er kallað, og er blessunarlega stutt í þetta sinn, vakna margir draugar af værum blundi. Sumir segja að þar á meðal sé dul- in góðmennska einhverra þingmannsefna, sérlega fægð og pússuð til nota vegna komandi kosninga. Einstæðingar og einangruð gamalmenni eignast vini í fáa daga, uns atkvæði hefur verið geitt. Önnur tegund uppvakninga eru héraðs- fréttablöð, sem útvarpið kall- ar að vísu landsmálablöð, eins og dagblöðum Reykja- víkur komi landsmál ekkert við. Þessi smáblöð vítt um land sjást jafnvel aldrei nema í fáar vikur fyrir kosningar, þá oft full með auglýsingar og búta úr boðskapnum að sunnan. Þingmannsefni birta auk heldur loforðalista, en geta þess ekki hvers vegna þetta eru sömu listarnir og síðast og næstsíðast. Öllu þessu er dreift í hús. Inn um sumar bréfalúgur koma jafnr vel mörg eintök af sama blaðinu eða pésanum því sumum liggur svo mikið við að þeim duga ekki blöðin heldur senda út sérstaka dreifimiða og bæklinga, jafn- vel fagurlega litprentaða, með erindi til kjósenda: „Elsku hjartans kjósandi minn. Kjóstu mig, bara mig, því ég er miklu betri en hin- ir.“ En hveijir endast til að lesa allt þetta prent? Hve margir eru í reglulegum, daglegum áætlunarferðum: Bréfalúga — Ruslafata? Án þess að lesa staf. Og hvað kostar allur þessi pappír og prentlitur? Og hver borgar þetta? Veit venjulegur póstmótt^kandi að mikill hluti kosnmgabaráttunnar er borinn uppi af almannafé, skattpeningum sem flokk- arnir fá frá Alþingi en ekki eignarfé sjálfra flokkanna? Og það eru engar smáupp- hæðir. Vörpin fara ekki varhluta eru langir lestrar af fram- boðum hér og þar, stefnu- skrám þessara og hinna, þar eru samtöl, yfírheyrslur, framboðsfundir og síma- fundir með yfirlýsingum á báða bóga. Sami sannleikur- inn málaður mismunandi lit- um — eða skiptir sannleikur- inn ef til vill engu máli í kosningabaráttu? Skiptir ef til vill meira máli að vera snjall í kjaftinum og moka fúkyrðum yfir andstæðing- ana? Eða vefja hæpinn mál- stað sinn svo veglegum um- búðum innihaldslausra orða í stofnanamálsstíl að allir haldi að þegar maður er ekki að segja neitt sé maður að segja eitthvað óskaplega merkilegt? Og sjaldnast eru fréttamenn og Umræðustjór- ar svo vel starfí sínu vaxnir að þeir veiti viðmælendum aðhald. Þeim þykir víst ekki ómaksins vert að reyna að moka rykinu ofan af sann- leikanum sjálfum. Eða geta verið óendanlega margar Sjónvöipin brydda ekki upp á nýjungum, þau sjón- varpa hreinu útvarpsefni, þessum steindauðu fundum þar sem frambjóðendur sitja bakvið kassa og svara sömu spurningunum og í útvarpi. Eini munurinn er sá að í sjón- varpi sést hvemig frambjóð- andi lítur út — auk þess eru þættirnir svolítið brot af tísk- usýningu. Eina nýjungin í þáttunum nú er að karl- mennirnir eru í litklæðum skrúðlegri en síðast, enda sumir búnir að komast að því hvort þeir eru vor eða haust og hvort grænt í bindi fer vel við blá augu eða grá. Stöðvarnar fara rúnt um landsins punkt. Þar er meðal annars komið á framboðs- fundi og þar sjást meðal annars myndir af hljóðnema með talandi andliti í baksýn. Og tíðindamenn fjalla um atvinnuástand í kjördæminu og ræða við fiskvinnslufólk. Auðvitað er fískvinnslufólk gott fólk, en hún er ekki sönn sú mynd af íslandi sem sjónvörpin birta. Island er ekki bará fískvinnslustöð og ísland er ekki bara brauð- strit. Ein niðurstaðan af öll- um þessum sýningum er sú að óbrotið alþýðufólk er upp til hóna betur máli farið en margur atvinnumaðurinn, hvort sem um er að ræða þingmenn sem orðnir eru snillingar í að gera einfalt mál flókið eða fréttamenn sem margir eru ýmist lat- mæltir, sletta ensku eða tala með e svo a óeðli e legri a sönglandi að a hrein e vand- ræði eru að e skilja hvað þeir e segja! Því miður er trúlegt að kosningabarátta í fjölmiðlum missi marks. Að minnsta kosti eins og hún er. Fáir lesa, fáir hlusta, fáir horfa á. Flestir virðast hundleiðir á þessu tilbreytingarlausa karpi sem er eins kosningar eftir kosningar. Og öllum þessum peningum sem ausið er í kosningabaráttuna væri trúlega betur varið til ein- hvers annars en að láta fólk flytja hestburð af prentuðum pappír úr forstofu í rusla- tunnu eða að knýja það til að hafa slökkt á vörpunum. Trúlegt er þannig að allt þetta brambolt komi fáum ef nokkrum að gagni. Eitt ber þó sérstaklega að þakka: Heiður og þökk sé Pétri Teitssyni og fréttamönnum hans fyrir að sýna lands- mönnum íslenska stjórn- málaumræðu í hnotskurn. Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.