Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDkÓUR 21. APRIL 1991 DUX ...einfaldlesa betri svefn Forsjárdeilur — Þegar deilt er um forræði barna eða umgengnisrétt blandast einatt heitar tilfinningar í málið og fólk getur gripið til ýmissa óæskilegra úrræða til að fá vilja sínum framgengt. __ VXbCiF'RÆÐil/Hvenœr á ríkisvaldib ab grípa í taumana? Réttindi bama FAXAFEJsíI 7 SIMI 689950 ---■ ----,-r--- Víða í lögum er fjallað um börn. Veigamestu lagabálkanir eru barnalög nr. 9/1981 og barna- verndarlög nr. 53/1966. Allar þær margbreytilegu lagareglur þar sem börn eru nefnd vitna um víð- tæk afskipti löggjafans af málefn- um barna. Börn í lögnm Enginn dregur í efa nauðsyn þess að löggjafinn láti sig hagsmuni barna varða. Vegna þroskaleysis þeirra er augljóst að ekki er hægt að fela þeim sjálfdæmi um hagi sína. En afskipti lóggjaf- ans eru ekki síður nauðsynleg vegna þeirrar staðreynda r að oft er þannig komið fyrir foreldr- um barnanna, eða eftir Davíð Þór þeim sem fara með Björgvinsson forsjá þeirra, að hætta er á að hagsmunir barnanna séu fyrir borð bomir og nauðsynlegt getur verið að taka fram fyrir hend- ur þeirra til að tryggja öryggi bam- anna og velferð. Þó ekki sé mikill ágreiningur um þetta í sjálfu sér, er löggjafanum af ýmsum ástæðum nokkur vandi á höndum þegar málefni barna eru annars vegar. Hér verður einkum dvalið við tvennt í þessu sambandi, þó mörg önnur atriði mætti nefna. I fyrsta lagi er erfitt að koma við þvingunarúrræðum ef reglur eru brotnar eða aðilar óhlýðnast lögmæt- um ákvörðunum yfirvalda. I öðru lagi verður að ætla að foreldrar eða aðrir forráðamenn hafi all víðtækan rétt til að ákveða hvers konar upp- eldi þeir veita börnum sínum og of mikil íhlutun opinberra aðila um málefni þeirra geti verið andstæð grundvallarreglum um'sjálfsákvörð- unarrétt einstaklingsins og friðhelgi einkalífs. Þessi tvö atriði setja lög- gjafanum að mínu mati all nokkrar skorður þegar málefni barna eru annars vegar. Ég tel að barn^verriíT-' aiyfirvöld og aðrir opinberir aðilar sem fjalla um málefni bama hafi á síðustu misserum orðið fyrir nok- kurri gagnrýni sem ekki tekur nægi- legt mið af þeim erfiðleikum sem hér er við að etja. Tengsl foreldra og bama eru með þeim hætti að erfítt getur verið að koma við þvingunum til að knýja á um hlýðni við lögin og stundum verð- ur þeim alls ekki við komið. En jafn- vel í þeim tilfeilum þar sem þær koma til greina er hætt við að þær geti stundum verið óheppilegar og óæskilegar vegna hagsmuna barn- anna, jafnvel þó um það sé að ræða að framfylgja löglegum ákvörðunum yfirvalda. Dæmi um slíkt eru úr- skurðir um umgengnisrétt. í barna- lögum er aðeins gert ráð fyrir einu þvingunarúrræði sem hægt er að beita til að knýja á um umgengnis- rétt sem mælt hefur verið um á lög- legan hátt, en það eru dagsektir, sbr. 40. gr. barnalaganna. Með þessu eru þau þvingunarúrræði sem hægt er að nota til framdráttar umgengn- isrétti tæmandi talin. Þetta stafar af því að önnur úrræði, t.d. beiting fógetavalds eða önnur hliðstæð úr- ræði, eru talin óheppileg. Þessi vandi kemur ekki síður fram í því að jafn- vel þar sem gert er ráð fyrir vissum þvingunarráðstöfunum, t.d. fyrir til- stilli barnaverndarnefnda, er til- hneiging til að grípa ekki til slíkra ráðstafana fýrr en allar aðrar leiðir hafa verið tæmdar. En það er ekki aðeins að erfitt sé að koma við þvingunum þegar málefni barna eru annars vegar. Hér við bætist að þegar deilt er um for- ræði barna eða umgengnisrétt bland- ast einatt heitar tilfinningar í málið og fólk getur gripið til ýmissa óæski- legra úrræða til að fá vilja sínum framgengt. Þetta skýrir einnig hvers vegna deilur þessar geta orðið svo hatrammar og langdregnar sem raun ber vitni og erfitt getur verið að fá fólk til að skoða málin af skynsemi og yfírvegun. Dæmin sýna líka að stundum bjóða aðstæður upp á kjör- in tækifæri þeirra sem eiga í deilum og hafa orðið undir til að leika píslar- votta og líta á sig sem fómarlömb kaldrifjaðra valdsmanna sem skilja ekki þær heitu tilfinningar sem við- komandi ber til barna sinna. Um þetta höfum við skýr dæmi á síðustu misserum og því miður hefur slíkur málflutningur átt greiða leið að ýmsum fjölmiðlum og jafnvel skilað viðkomandi nokkrum árangri. Það er auðvelt að sjá hversu hættuleg for.dæmi geta skapast með þessu, enda myndi ríkja alger glundroði í þessum málum ef slíkur málarekstur yrði almenn regla. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þeirri sérstöku aðstöðu sem getur komið upp þegar fólk getur hugsanlega unnið rétt með því að halda uppi ólögmætu ástandi nægi- lega lengi. Hér hef ég einkum í huga forsjárdeilur þar sem það foreldri sem ekki hefur forsjá barns heldur bami hjá sér í andstöðu við löglegar ákvarðanir yfirvalda. Ef yfirvöld draga of lengi að beita þvingunum til að aflétta þessu ólögmæta ástandi, t.d. vegna hagsmuna barns- ins, kann sú staða að koma upp að viðkomandi styrki stöðu sína í yfir- standandi forsjárdeilu verulega þar sem barnið dvelur hjá viðkomandi, þó það sé andstætt löglegum ákvörð- unum yfírvalda. Þeim sem fara með málefni barna ber skylda tii vera á varðbergi gagnvart slíku. Annað atriðið sem nefnt er hér að framan snertir sjálfákvörðunar- rétt einstaklingsins og friðhelgi einkaiífs. Barnalögin gera ráð fyrir því sem meginreglu að foreldrar fari með forsjá barna sinna. Þetta er ekki eingöngu spurning um rétt þeirra, heldur einnig skyldu ef svo ber undir, nema annað sé löglega ákveðið. Þessi meginregla kemur fram í 35. gr. bamalaga. í forsjá felast margvíslegar heim- ildir fyrir foreldra til að taka ákvarð- anir um hagi barnsins, auk þess sem með henni eru lagðar ýmsar skyldur á herðar þeim. í forsjá felst bæði í senn skylda og réttur til að tryggja persónulega hagi þeirra barna sem foreldrar hafa forsjá fyrir. Þetta merkir að forsjárforeldrum ber að sjá til þess að barn hafí fullnægjandi húsaskjól, klæði og fæði og skapi börnum sínum almennt þroskavæn- lega skilyrði. Forsjárforeldrar hafa all mikið svigrúm til að ákveða með hvaða hætti þessum skyldum er sinnt og hvers konar uppeldi þeir velja börnum sínum. Þeir ráða t.a.m. hvar bam býr, hveiju það klæðist, í hvaða skóla það gengur með þeim takmörk- unum sem lög segja fyrir um, hvern- ig barn eyðir frístundum sínum, menntun þess og siðferðilegu og trú- arlegu uppeldi. Rúm heimild foreld- ranna helst í hendur við þá stað- reynd að tiltölulega fá lagaákvæði leggja afmarkaðar skyldur á forsjár- foreldri varðandi persónulega hagi barnsins. Þetta byggir á því sjónar- miði að það séu foreldar bamsins sem séu best færir um að meta hvaða þjóni best hagsmunum þess. í sam- ræmi við það verður að ætla þeim all mikið svigrúm til að ákveða með hvaða hætti þau gegna forsjárhlut- verki sínu og hvaða uppeldi þau kjósa börnum sínum. Þá er fjárhagur for- eldra mismunandi og atlæti barna einnig af þeim sökum. Afleiðing þessa er sú að ríkisvaldið (löggjaf- inn) getur ekki sett foreldrum staðl- aðar uppeldisreglur og nákvæm fyr- irmæli um það hvernig atlæti þeirra skuli háttað. í fyrsta lagi geta slík fyrirmæli verið andstæð þeim mark- miðum sem foreldrar telja æskilegt að stefna að í uppeldinu og fyrirmæl- in því verið andstæð viðhorfum um sj álfsákvörðunarrétt einstaklingsins. í öðru lagi er hætta á að slíkar regl- ur feli í sér mismunun gagnvart efn- aminni foreldrum, sem ekki hafa fjárhagslega burði til að uppfylla þær kröfur sem kynnu að verða gerðar. Þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu langt yfirvöld geta gengið í eftirliti með samskiptum barna við foreldra sína og aðbúnaði þeirra yfir- leitt. Það leiðir beinlínis af grundvall- arreglunni um friðhelgi einkalífs sem staðfest er í 66. gr. stjórnarskrárinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.