Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 7
'JtÖRÓb'MÉLAÖtí)1 MANiMöMfiffftmwmmmmM 'áí.'XpRíinm r t *t LÆKNISFRÆÐIY/W ínib eba kílóin? Tóbakið sem tíðkarþjóð OLDUM saman var tóbaksbrúkun saklaus nautn og kærkomin hressing í daglegu striti til sjós og lands. Skáldin mærðu þennan eðla jarðargróður í kvæðum sinum og þarf ekki að minna á fleiri því til sönnunar en Haligrim Pétursson, séra Stef- án i Vallanesi og Jóhann Sebastian Bach. Tóbakið þótti líka svo mikill hreysti- og heilsu- gjafi að ef læknum hætti til að hallmæla því hlaut það að vera fyrir þá sök að þeirra yrði síður leitað ef menn kynnu rétt með tóbak að fara. En þegar fram liðu stundir og betur var að gáð kom á daginn að tóbakið er hinn mesti skaðvaldur. Við uppljóstrun þessa varð mörgum svo hverft að menn og konur kepptust við að hætta reykingum og unnu sumir til verð- launa í þolhlaupinu en aðrir gáfust upp á miðri leið og sneru aftur. Sagt er að ein syndin bjóði ann- arri heim og fljótlega þótti sýnt að tóbaksleysið örvaði matarlyst og hlæði grömmum og kílógrömmum utan á þá sem tekist hafði að reka freistarann af höndum sér. Viða- mikil rannsókn vestanhafs leiddi nýverið í ljós að karlmenn sem hættu reykingum þyngdust um nærri þijú kíló en konur um tæp fjögur. Þetta er vitaskuld meðaltal en ein af hvetjum 8 konum og einn af hveij- um 10 körlum bættu á sig þrettán kílóum eða þaðan af meira. Flestum þeirra sem varð svona mikið um að missa reykinn sinn var það sameiginlegt að þau höfðu reykt meira en fimmtán sígarettur á dag. Af hveiju er fitandi að hætta að reykja? Förum við þá að borða meira vegna þess að nikótínið dregur úr matarlyst? „Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur“ stendur þar. Eða eru hvetjandi áhrif nikótíns á efnaskipti líkamans og aukin brennsla frum- orsök? Hjartað í reykingamanni slær 84 sinnum á mínútu en ekki nema 72 sinnum í hinum, segja þeir sem talið hafa púlsinn í niörgum þúsundum syndugra og syndlausra. Reykingamaðurinn segist fá sér síga- rettu til þess að slappa af, minnka spennu; sam- kvæmt framansögðu er það hin argasta blekking. Þegar efnaskiptin lækka og um hægist í brennsluofn- um líffæranna sjá fitukílóin sér leik á borði; ef til vill eru þetta kíló sem alltaf áttu að vera með, en tóbakseitrið bannaði þeim aðgang. — Svo eru auðvit- að ýmsar huglægar orsakir að verki þegar fólk á unga aldri skiptist i flokkana tvo, með eða móti reykingum. Reynslan hefur víða sýnt að stúlkur byija fyrr að reykja en piltar og hætta síður en þeir. Er það ekki vegna þess að nú á dögum er konum meira kappsmál en körlum að „passa upp á línurnar"? Og Hættur að reykja. 3 eða 4 kíló í viðbót geta breytt kjólnúmeri og það kostar nýja flík, en hveijum kemur til hugar að telja sígarettustubbana og meta þá til fjár? Meðan íslendingar sultu hálfu og heilu hungrium langa tíma eða skamma þótti eftirsóknarvert að vera vel í skinn komið. Það bar vott um afkomu betri en gekk og gerðist og þótti auk þess hreystimerki og hin besta vörn gegn hverskyns kvillum. Eftir að æ fleirum tókst að afla sér nægilega til hnífs og skeið- ar opnuðust augu manna fyrir því að offita er heilsu- spillandi. Liðir slitna fyrr en ella, hjarta og lungu þurfa meira fyrir lífinu að hafa og svo mætti lengi telja. 27-36 aukakíló eru jafnháskaleg heilsunni og 30-40 sígarettur á dag, segir frægur reiknimeistari og vantar þó síst að tóbaksbrúkun sé álitin hættu- legri lífi og limum en flest annað. Fáir eða engir munu vita með vissu tölu þeirra sjúkdóma sem sígar- ettureykingar eiga meiri eða minni þátt í. í Bandaríkj- unum kváðu þær nú vera orðnar sjúkdóms- eða dauða- orsök fleiri karla og kvenna en til samans áfengi, öll önnur eiturlyf, slys og sjálfsvíg. Líklega væri réttast fyrir þá sem ekki kæra sig um að hætta reykingum eða hefur ekki tekist það, að geyma í minni og rifja öðru hvoru upp vísukorn sem Jón Grunnvíkingur skrifaði hjá sér; hann safnaði tóbaksvísum. Ekki er vitað um höfund en varla hefur Jón ort það sjálfur því að honum gekk illa að hnoða saman þokkalega kveðinni stöku: Tóbakið, sem tíðkar þjóð, temprast má það vel með kurt. Það er að vísu gáfan góð, pði sé lof fyrir slíka jurt. Kannski hefur hann lært vísuna af nafna sínum Hreggviðssyni. eftir Þórarin Guðnason SÁLARFRÆÐI///vab finnst þér. . .? UM RÁÐGJÖF MJÖG margir eru þeir sem finnast erfitt að vera einir um ákvarðan- ir sínar. Þá langar til að ræða fyrst málin við einhvern annan og þiggja ráð hans. En hvert er vænlegast að leita í þessu skyni? Til ættingja, venslamanna, vina, kunningja, vinnufélaga eða alls óskyldra eða ótengdra? Vitaskuld geta fjöldamargir komið til greina og er erfitt að setja einhver mörk um hveija skuli velja og hverjum hafna. En vissa viðmiðun má þó hafa. Yfirleitt ætti maður að sneiða hjá því að leita ráðgjafar hjá þeim sem sjálfir eiga einhverra hagsmuna að gæta, efnislegra eða tilfinningalegra, í viðkomandi máli eða eru á einhvern hátt bendlaðir við það. Ólíklegt er að þeir gæti nægilegs hlutleysis. Góður ráðgjafi er jafnan góður hlustandi. Hann gerir sér far um að fá öll máls- atvik og allar að- stæður eins vel fram í dagsljósið og unnt er. Hin eiginlegu ráð hans koma seint (nema annað sé bráð- nauðsynlegt) og ráðgjöfin sjálf er í lágmarki. Þá býst ég við að flest- ir telji æskilegast að ráðgjafi þeirra sé yfirvegaður, rökfastur og skyn- samur einstaklingur, þ.e. sæmilega laus við fljótfæmi og bráðlæti. eftir Siguijón Björnsson lega langt fram. Venjulegast fylgir þessu einhver ótti um afleiðingar eða væntanlegar niðurstöður. Það eitt að reifa málið upphátt, vera hvattur og studdur til að halda því áfram, skoða valkosti og hugsan- legar afleiðingar, hefur venjulega í för með sér bætta líðan. Óttinn dvínar eða hverfur og viðkomandi fer að sjá skýrar hvað hann vill, hvert hann stefnir og hvað honum er fyrir bestu. Þegar vel tekst til verður ekki þörf fyrir „ráðgjöf". Viðkomandi getur tekið sínar ákvarðanir sjálfur og er það jafnan affarasælast. „Ráðgjafinn“ hefur einungis unnið e.k. ljósmóðurstarf að hætti gamla Sókratestar, þ.e. greitt fyrir og aðstoðað við fæðingu hugsana og ákvarðana. Margir munu vera sammála um að bestu „ráðgjafarnir" séu þeir sem þannig vinna eða temja sér að vinna þann- ig eftir því sem aðstæður leyfa. Annars er orðið ráð- gjöf í mörgum tilvikum fremur villandi. Oft er það svo að eiginleg ráð- gjöf er ekki það sem mest þarf á að halda enda þótt sumum geti fundist það í upphafi. í viðkvæmum einkamál- um kann að skipta mestu máli að viðkom- andi fái tækifæri til þess að tala upphátt í viðurvist einhvers ann- ars sem hann treystir vel, um vandamál sín, reifa þau og útlista, oft í smáatriðum. Kannski er það í fyrsta skipti sem hann gerir svo. Fram til þessa hefur hann velt vandamálinu fram og til baka í hug- skoti sínu, ýmist reynt að taka á því eða forð- ast það, en sjaldnast fylgt hugsuninni nægi- Ráðgjöf að hætti Sókratesar — má kalla ein- hvers konar Ijósmóðurstarf, þar sem greitt er fyrir og aðstoðað við fæðingu hugsana og ákvarðana. STÓRAFSLÁTTUR VORSALA Á ÞREK- ' OG ÆFIIMGATÆKJUM Ótrúlegt verð á æfingabekk með fótæf- ingum og 50 kg lóðasetti. Verð aðeins kr. 13.600. Staðgreitt kr. 12.900. Þrekstigi frá KETTLER, V- Þýskalandi, með tölvumæli. Verð aðeins kr. 20.950. Staðgreitt kr. 19.900. Hlaupaband, rafknúið með tölvumæli frá DP USA. Verð aðeins kr. 45.000. Staðgreitt kr. 42.750. Sértilboð á v-þýskum þrekhjólum. Verð aðeins kr. 10.450. Staðgreitt kr. 9.900. Einnig frábær tilboð á öðrum þrek- og æfingatækjum, svo sem riml- um, fjölnotatækjum, handlóðum, sippuböndum og æfingastöðvum. VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR. VANDID VALIÐ OG VERSLIÐ í MARKINU. Loftþrekhjól með róðrar- átaki, AIREX frá DP USA með tölvumæli. Verð aðeins kr. 24.900. Staðgreitt kr. 23.650. GREIÐSLUKORTOG GREIÐSLUSAMNINGAR. ÁRMÚLA 40 - SÍMI 35320 Verslunin M4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.