Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 14
MÓRGUN'ÉLAÐIÐ ‘SUN'NUOAGUR' 21. ARRÍl.'l'^l 14 C ,AFTUR IAUSTURVEG TIL MOSKVU kennir þá er hafa lært málið af kennurum sem hafa það ekki að móðurmáli. Eftirlætis orðið þeirra er „náv“, fyrir „no“. „Getum við farið í Tretíakov- safnið?" spyrjum við. „Náv,“ segir Nadja með ánægju. „Það er ekki hægt“. Hvers vegna ekki?“ spyijum við. „Það er lokað.“ „En hvers vegna?“ spyijum við og gefum okkur ekki. „Vegna þess Nadja gjóir augunum reiðilega á hina viðskipta- vinina. „Djevotsja!" öskrar hún. Við hrökkvum öll í kút. „Ekki styðja þig við borðið!“ Ung kona á meðal viðskiptavinanna er skömmustuleg. Nadja heldur áfram, með varirnar herptar vegna langvarandi gremju. „Vegna þess að hún er í remont." Þetta orð er mikiivægt og heyrist oft í Moskvu, enda þýðir það „við- gerð“. Fallvaltleikur sígarettunnar sem gjaldmiðils í Moskvu eru til byggingar - einkum kirkjur - sem hafa verið í „remont" frá byltingunni 1917. Á Donskoj-klaustrinu, 400 ára dóm- kirkju sem hálfsystir Péturs mikla og ríkisstjóri lét reisa 1684, hafa tii að mynda verið vinnupallar í áraraðir. Seiðandi blær fortíðarinn- ar umlykur garð klaustursins og vekur upp ýmsar kenndir. Krákurn- ar flögra með vængjaslætti af birki- tijánum og tylla sér á legsteinana; gríðarstór höggmynd í klassískum stíl gnæfir yfir grafreitnum; babús- hka í svartri kápu ýtir á undan sér barnavagni í kyrrðinni. Við smeygj- um okkur undir vinnupallana og reynum að komast inn um kirkju- dyrnar. Gráhærður karl með lævís- an, glaðlegan svip muzhiks, rússn- esks smábónda, leyfir okkur að kíkja inn. Þegar við gefum honum pakka af Marlboro-sígarettum geislar hann af ánægju. Sovésk stjórnvöld hafa ekkert gert til að stemma stigu við reykingum og við komum með vindlingaöskjur með okkur eins og okkur var ráðlagt þótt við skömm- umst okkar fyrir það. Þótt rauður og hvítur sígarettupakki hafi áður verið óbrigðull lykill að nánast öll- um dyrum í Moskvu er hann nú ekki jafn gagnlegur. Þegar ég kom til borgarinnar 1987 sárbændu leigubílstjórar mig um að koma við í verslunum, sem tóku aðeins við erlendum gjaldeyri og kaupa handa þeim annaðhvort Marlboro eða Winston-sígarettur (Rússar vilja bara rautt býst ég við). í þessari ferð sagði leigubílstjóri nokkur að hann vildi frekar rússneska papi- rossi (sígarettur) og vildi fá greitt í rúblum! Einn morgun- inn erum við í Novodíevítsjí- nunnuklaustrinu. Það var reist árið 1594 fyrir jóm- frúr úr yfirstétt- inni og var enn- fremur þriggja stjarna fangelsi þar sem rússne- skir aðalsmenn og keisarar geymdu ófríðar og ógiftar frænk- ur sínar, leiði- gjarnar eiginkon- ur og þijóskar systur. Pétur mikli lét metnað- argjarna hálf- systur sína og leiðinlega eiginkonu, þá fyrstu; dúsa hér í fangelsi til æviloka. Á skilti við dyrnar stendur að kirkjan sé lokuð. En vogun vinn- ur, vogun tapar; við ýtum á hurð- ina, hún opnast, og við okkur blasa forviða ræstingakonur að skúra gólf forkirkjunnar. Þær eru óvanar svona freklegri lítilsvirðingu fyrir yfirvaldinu og bregðast illa við. Ein konan æðir að okkur og hrópar til okkar skipun um að snáfa burt. Við biðjum um að fá að skoða kirkj- una í smástund og bjóðum þeim sígarettur að venju. Augu hennar loga þegar hún eys verðskulduðum skömmum yfir okkur: höldum við að hægt sé að múta henni til að vanhelga kirkjuna fyrir skitinn pap- irossP. Ut! Við læðumst skömmustu- leg burtu eftir þessa umvöndun. Mismunandi gengi rúblunnar Leigubílar eru jafn vandfundnir á götunum og þeir hafa alltaf ver- ið, ef eitthvað er hefur ástandið jafnvel versnað. Við höfum því ráð- ið Andrej, sem er gull af manni, sem bílstjóra okkar fyrir 30 dali á dag til að spara tíma og svo töldum við það öruggara - aliir fá að aka á götunum en umferðarlögin eru ruglingsleg og aðeins fáir útvaldir kunna þau. Gengi rúblunnar er óstöðugt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Opinbera gengið var árum saman 1,6 dalir á móti einni rúblu en hefur nú snúist við; 1,6 rúbla fýrir einn dal. (Þetta er það gengi sem gildir í öllum hótelum og korta- viðskiptum. Gengið sem vestræn sendiráð nota er hins vegar 6 rúbl- ur á móti 1 dal. Á svörtum mark- aði fást 15-25 rúblur fyrir dalinn. Ferðamenn eru hins vegar varaðir við því að viðskipti við svartamark- aðsbraskara eru afbrot sem yfirvöld taka ekki létt á. Þar að auki efnir lögreglan reglulega til herferðar gegn svartamarkaðsbraski; ein slík er í gangi þessa vikuna. I háborg menningar og skúrka Einn morguninn göngum við um Arbat. Þetta forna hverfi, sem var næstum eyðilagt þegar Stalín vildi færa það til nútímahorfs og komið í samt lag aftur nýlega þrátt fyrir harðar deilur, er nú aftur orðið að háborg listamanna, námsmanna, sölumanna og hvers kyns þorpara. Þama er alltaf mannmergð - skáld fara með ljóð, gítarleikarar glamra, myndlistarmenn teikna andlits- myndir, vasaþjófar notfæra sér margmennið, lögreglumenn reika um. Þennan dag eru allir taugaó- styrkir. „Sjáðu þennan náunga þarna,“ hvíslar taugaæstur sölu- maður og bendir á þrekvaxinn mann í loðskinnsúlpu með hettu. „Poiizej“ (lögreglan). í sölubásun- um er boðið upp á þjóðlega list- muni, en vinsælustu brúðurnar eru ekki barnabrúður með slæðu heldur Gorbatsjov, Brezhnev, Khrústsjov og pínulítill Lenín. Þær eru seldar á 450 rúblur en fást fyrir 20 dali og sígarettuöskju. (í fínni verslun í New York fást svipaðar brúður fyrir 200 dali.) Á flugvellinum eru seld viðaregg með mynd af... Nikúlási II keis- ara?! (Fáanlegt fyrir 300 dali). Glæsileg hótel og ætur matur Þegar við bjuggum í Moskvu kunni ég æ betur að meta hversu hlý- legir og simpat- ítsjní (geðþekk- ir) þeir eru en mér gramdist alltaf drunginn í þeim. Andrúms- loftið í borginni var svo drungalegt, svo þrúgandi, að Varsjá og jafnvel Prag virtust fjörugar í samanburði. Því er ekki að neita að aukið frelsi hefur gætt Moskvu meira lífi, þótt það kunni að hljóma léttúðugt þegar litið er til þess hversu erfið umskiptin hafa verið. Straumur ferðamanna og fjármálamanna hvaðanæva að hef- ur einnig orðið þess valdandi að heimsborgarabragurinn er meiri. Tökum Savoj sem dæmi. Þetta hót- el og veitingahús var reist fyrir byltinguna en var þekkt á áttunda áratugnum undir nafninu Berlín, innréttingarnar frá mektardögun- um í niðurníðslu og serafarnir höfðu upplitast, en þó vottaði enn fyrir glæsileika. Hljómsveit lék lagið „Tie a Yellow Ribbon" í frekar heili- andi dansant-útfærslu. Okkur óraði hins vegar aldrei fyrir því að um fimmtán árum síðar yrði Berlín í eigu Finna, endurheimti fyrra nafn sitt og íburðinn, og viðskiptavinirn- ir myndu umbreytast í töfrandi blöndu af rússneskum fegurðardís- um og uppum frá Evrópu. Verðið hefur einnig verið lagfært: herberg- ið kostar 300 dali (18.000 ÍSK) fyrir nóttina; kvöldverður fyrir tvo um 150 dali (9.000 ÍSK) - nema ef menn vilja kavíar, Jiví þá bætast við 70 dalir (4.200 ISK) á mann. Nú hafa svipaðar endurbætur verið gerðar á hinum virðulegu og gömlu hótelunum tveimur, Metropol og Nacional. Núná eru einnig til einkavædd veitingahús og er það svo sannar- lega til marks um róttæka endur- reisnarstefnu! í stað þess að sækja um borð hjá Intourist þurfum við aðeins að hringja í veitingahúsið, OPNUNARTILBOÐ ’Tf A n opnor verslun í Borgartúni 26, Reykjavík í filefni þesso og órs ofmælis fyrirtækisins, bjóðum við ykkur velkomin ó báðo staðina til að gera góð kaup. ZANUSSI uppþvottavélareru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar- einfaldar í notk- un. Veröfrá kr. 60.640,- Tilboð kr. 56.728,- Gufugleypar frá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PERSBUSCH eru bæði fyrir út- blástur eða gegnum kolsíu. Veröfrákr. 9.594,- Tilboö kr. 8.786,- RAFHA, BEHA og KUPPERS- BUSCH eldavélar eru bæði með eða án blæstri. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA vélinni -fríuppsetning. Veröfrá kr. 44.983,- Tilboðkr. 41.196,- Um er að ræða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eöa 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verö frá kr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar i fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsi- búnðai ogfl. Verö frá kr. 34.038,- ZANUSSUI örbylgjuofnar í stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós i ofni, bylgju- dreyfir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verö kr. 28.122,- Tilboðkr. 26.308 f egH*1 Bjóðum uppá 5 gerðir þvottavéla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaöar- rofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrkara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð-uppseting. Veröfrákr. 54.512,- Tilboð kr. 49.922,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir, með rakaskynjara eða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofanáþvottavélina. Veröfrá kr. 30.786,- Tilboð kr. 28.194,- 7 gerðirkæliskápa: 85, 106,124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhrfming. Hægtað snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verðfrá kr. 29.727,- Tilboðkr. 27.810,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margir möguleikar f stærðum: Hæð 122, 142, 175 og 185sm.Frystiralltaf4stjörnu. Sjónersögu rikari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verð frá kr. 42.229,- Tilboð kr. 39.505,- Tilboð kr. 44.063,- Tilboðkr. 49.420,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plaslokum - eyðslugrannir- 4 stjörnur. Verð f rá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönsk gæðavara. Mikil frysti- geta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verðkr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur út mánuðinn. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.30. Laugardag til kl. 16.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI620100 - BORGARTÚNI 26 Efnahagsástandið er hörmulegt: skortur á öllu, vöru- dreifing í lama- sessi, erlend fyrir- tæki sjá sér ekki hag í að fjárfesta í landinu. Við allt vol- æðið bætist hræði- legt veóurfar, ekk- ertnema rigningar vikum saman, grá ský . . . drungi yfir öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.