Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 12
pr 12 C [*';(! t 1ÍHH/. .rr: H’JDAaUMVIJ? UI<JA,IMK'JUHOV. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 ,AFTUR------ IAUSTURVEG Eftir Pamelu Sanders Það dimmir af nóttu og fyrir neðan sést flatt og víðáttumikið iandslag, sem er eins og svart og hvítt óhlutstætt málverk. Svartir skógar, hvítur snjór: Rússland. Hjartað slær hraðar, mig fiðr- ar í magann. Það bregst ekki að ég finn alltaf fyrir sama spenn- ingnum og kvíðanum þegar ég kem til Sovétríkjanna. „Mundu að við lifum í hringiðu sögunn- ar,“ var maðurinn minn vanur að segja þegar mér þótti lífið í Moskvu gerast heldur leiði- gjarnt. Og ég finn því enn og aftur fyrir þessum snarpa svima sem því fylgir að koma til hjarta heimsveldisins, þar sem atburð- irnir virðast alltaf ramba á barmi melódramans eins og rússneskt Ieikrit. Þegar vélin lendir horfum við hjónin hvort á annað. Þetta er mikilvæg stund fyrir okkur. Við erum hérna, saman, í fyrsta skipti í fjórtán ár. Mað- urinn minn, Marshall Brement, starfaði í bandaríska sendiráðinu á sjöunda áratugnum og var skipaður stjórnmálaráðunautur þar árið 1974. Tveimur árum síðar fórum við í frí til Bandaríkjanna og vorum varla komin heim þegar okkur var sagt að Sovétmenn myndu ekki leyfa okkur að snúa aftur til Moskvu. Þetta var svar þeirra við því að sovéskum sendiráðsmanni í Bandaríkjunum var vísað úr landi og því varð að reka Bandaríkja- mann úr Moskvu. Ekkert persónu- legt. Marshall hafði ekki komið til Moskvu síðan þá. Ég hafði hins vegar heimsótt Sovétríkin tvisvar — vorið 1980 þegar samskipti stór- veldanna voru hvað verst vegna innrásarinnar í Afganistan og aftur sumarið 1987, í upphafi glasnost og perestrojku. Það bregst ekki að þegar ég kem til Sovétríkjanna er það lyktin sem orkar fyrst og fremst á mig. Um leið og ég stíg inn í fiugstöðina á Sheremetjevp-flugvelli gagntekur lyktin mig. Ég anda að mér Rúss- landi. Hvers konar lykt er þetta? Ég hef reynt að skilgreina hana árum saman og enn get ég aðeins hætt mér út á þá braut að giska út í bláinn á hugsanleg hráefni sem notuð eru í hina stæku lyktblöndu Jandsins - lauk, hvítlauk, hvítkál, vodka, gamalt sælgæti, blauta ull, andfylu, húðkrem, tangerínur, talk- púður, heimabruggaðan bjór, sýru- blöndu, væmið ilmvatn. Megnust er þessi sætsúra lykt Rússlands á háveturna inni í alltof heitum fata- geymslum, tónleikasölum, söfnum, veitingahúsum, lestastöðvum og flugvöllum landsins. Verðirnir í ,-,vegabréfsskoðun- inni“ hafa breyst en eru þeir sömu. Stálhlið, líkust þeim sem notuð eru við nautgripasmölun í Bandaríkjun- um, tryggja að enginn farþeganna (meintur niðurrifsmaður) geti tekið á rás fram hjá vörðunum inn í flug- stöðina. Ég stend í röðinni með Marshall og reyni að venju að sigr- ast á innilokunarkenndinni þegar svip og katólskir altarisdrengir að læra tíðabókina. Mafían alls staóar nólæg Marshall er hér í boði menningar- stofnunar Bandaríkjanna og Kanada. Ég ruglast svolítið í ríminu vegna tilhugsunarinnar um virðu- lega Ameríkufræðinga toga í skeggið og velta vöngum yfir því hvað það er sem knýr Bandaríkja- menn áfram, rétt eins og tugir Sov- étfræðinga reyna að bijóta þjóðfé- lag þeirra til mergjar. Hvað sem því líður taka tveir Ameríkufræð- ingar, Júrí og Sergej, á móti okk- ur. Þeir eru ungir, geðfelldir, vel máli farnir, í doktorsnámi og tala báðir ensku reiprennandi. (Flestir Rússar, nema námsmenn, tala hins vegar aðeins eitt tungumál eins og Bandaríkjamenn.) Strax á flugvell- inum vara þeir okkur við „maf- íunni“ í Moskvu. „Mafían?" spyr Marshall undr- andi. „Sú sikileyska?" „Sovéska," segir Júrí. Við kom- umst brátt að þvi að hér nota allir orðið „mafía“; í Moskvu er það sam- heiti yfir glæpamenn - og viðmæl- endur okkar sannfæra okkur um að þeir séu margir. Þegar við bíðum eftir Sergej kemur maður askvað- andi til okkar og spyr hvort við viljum leigubíl. Júrí stuggar honum. Hann segir að leigubílstjórarnir við flugvöllinn lúti stjórn mafíunnar og níðist á ferðamönnum. Hann tekur sem dæmi: Leigubílstjórinn leggur bílnum á mannlausum vegi skammt frá flugvellinum. Önnur bifreið nemur staðar fyrir framan hann. Ferðamaðurinn er umkringdur og mennirnir kúga fé út úr honum, skilja hann eftir peninga- og hjálp- arlausan. Næst heyrum við um stúlku, sem var rænd og barin til óbóta í símaklefa á Gorkíj-götu í miðborginni. Þetta eru aðeins fyrstu sögurnar af mörgum sem okkur eru sagðar til að vara við fjölgandi glæpum í Moskvu, sem var áður vörður nálgast og segir mér að fylgja sér. „Eto moi muzh,“ („mað- urinn minn“) andmæli ég og vil ekki að hann stíi okkur í sundur. Vörðurinn gefur sig ekki og ég neyðist til að fylgja honum. Hann fer með mig að öðnim klefa þar sem engin biðröð er. Ég verð felmtri slegin. Svo átta ég mig skyndilega á því að hann er aðeins að reyna að minnka biðröðina, auka afköstin. Perestrojka í framkvæmd, hvorki meira né minna! Mér til mikillar furðu skælbrosir hann meira að segja til mín. Ég svara þessu með því að brosa til varðanna í glerklef- anum (þeir eru tveir því einum manni er það ofviða að stimpla vegabréf) og þeir glotta á móti. Þetta eru sömu bamalegu strengja- brúðurnar og þeir sem unnu þarna fyrir þremur, tíu og sextán árum. Þeir horfa með tómlegum augum á myndina á vegabréfínu, síðan á mig, aftur á myndina, og svo fram- vegis, fram og til baka, til að ganga úr skugga um hvort ég sé sú sem ég segist vera, eða villi á mér heim- ildir til að geta laumast til Sovétríkj- anna. Síðan starblína þeir á vega- bréfið, fletta því hægt og rólega, virðast lesa það, jafn uppnumnir á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.