Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 22
MORGUlilfe'lÍAétó MENNIIUGARSTRAUMÁR súmnudagur 2Í. apríl íggi TXIÁJS/Hvar liggja rœtur jassins? Vestur- bæjarblús SEINT á sjötta áratugnum fóru bandarískir tónlistaráhugamenn og -fræðingar að gera sér grein fyrir því að blúsinn ætti rétt á sér sem sjálfstæð tónlistarstefna, en væri ekki bara afbrigði af jass eða þjóðlagatónlist. Sumir gengu það langt að segja blúsinn upprunalegri en jassinn; blúsinn væri rætur jassins. Einn þeirra var Bob Koester. Bob Koester hóf snemma að taka upp tónlist blússöngvara, þó hann hafi í upphafi haft mestan áhuga á jassinum. Hann stofnaði fyrirtæki til að gefa út jass fyrst og fremst og blús meðfram í St. Louis 1953. Fyrirtækið nefndi hann Delmar og hóf utgáfuna á að gefa út „trad“jass og nútímajass, en blús- inn gaf hann út í seríunni „Roots of Jazz“. 1958 flutti Koester sig um set til Chicago og breytti nafni fyrirtækisins í Delmark. I Chicago varð blúsinn æ snarari þáttur í útgáfunni og þegar fram leið sleppti hann „Roots of Jass“- merkimiðanum. Blúsinn sem Koester gaf út var fjölbreyttur, en snemma varð Delmark þó samnefnari fyrir þá blús- gerð sem þróaðist í blökkumannabyggðinni í Vest- urbæ Chicago. Sá blús var taktfastari og allar til- finningar sárari og um leið „nútímalegri", með jass-, soul- og fönkáhrifum. Fremstu spámenn þessa nýja blús voru menn eins og Buddy Guy, „Magic“ Sam Maghett, Otis Rush, Jimmy Dawk- ins, Jimmy Johnson, Fenton Robinson o.fl., þótt ólíkir séu sem listamenn. Meðal þeirra var stöðug nýsköpun og þeir voru óhræddir við að reyna fyr- ir sér með fönkfrösum og soul, t.a.m. Magic Sam og Jimmy Johnson. Vesturbæjarblúsinn þróaðist í tvær megináttir; mýkri soul- og fönkblendinn blús annarsvegar og svo hrárri keyrslublús. Samstarfsmaður Koesters hjá Delmark, Bruce Iglauer, hreifst af hrárri blúsn- um og vildi gefa út, t.a.m. Hound Dog Taylor og hans villimannasveit, en Koester, sem sá sveitina á tónleikum, aftók það. Svo fór að Iglauer stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, Alligator, en það er önnur saga. Á sjöunda áratugnum hjaðnaði blúsáhuginn og Delmark dró saman seglin, og til skamms tíma Gítarhetja „Magic“ Sam Maghett. hefur verið mikið mál að fínna blússkífur frá Del- mark. Fyrir stuttu var svo sem Bob Koester hefði vaknað til lífsins á ný, því hann fór að senda frá sér nokkrar af helstu perlum blússögunnar á disk- um skreyttar með aukalögum, auk þess sem plöt- ur sem ekki höfðu sést árum saman voru endur- pressaðar. Af Delmark-diskum sem verulegur fengur er í eru diskar eins og tónleikaplatan frábæra Magic Sam Live, þar sem Magic Sam fer á kostum á sviði skömmu fyrir ótímabært andlát hans, ogtíma- mótaplatan West Side Soul, einnig með honum, Slidewinder með hinum bráðskemmtilega slideleik- ara J.B. Hutto, All for Business með Jimmy Daw- kins, sem lék hér í lok síðustu viku, og Hoodoo Man Blues, með Junior Wells og Buddy Guy, sem er talin með bestu skífum blússögunnar. Utan við vesturbæjarblúsinn, en ekki síður merkilegir, eru diskarnir The Legend of Sleepy John Estes með Estes og Nine String Guitar Blues með „Big“ Joe Williams, sem eru fyrirtaks heimildir um þessa tvo risa í sveitablúsnum. Ekki má svo gleyma því sem Delmark hefur gefíð út á vínyl og enn á eftir að setja í stafrænt form, því þar er um auðugan garð að gresja og fjölmargar breiðskífur sem eru ekki síður eiguleg- ar en þær sem hafa verið nefndar. Sérstaklega má mæla með Black Magic með Magic Sam, Fást Fingers með Jimmy Dawkins, Southside Blues Jam með Junior Wells, sem er engu síðri en Hoodoo Man Blues að mínu mati, Cold Day in Hell með Otis Rush, The Magic Sam Legacy, nýleg plata með áður óútgefnu efni með Magic Sam og I Want a Little Girl með T-Bone Walker. eftir Árna Matthíosson MYNDBÖND//hverju eru sölumyndbönd alltofdýr? Verð háir viðskiptum ÞAU athyglisverðu umskipti urðu á myndbandamarkaðnum í Banda- ríkjunum á síðasta ári að það varð það fyrsta sem velti meiru í beinni sölu á myndböndum en leigu. Þessi þróun hefur verið jöfn og sígandi undanfarin ár en þó voru þeir fáir sem reiknuðu með að þessi sögulegu tímamót yrðu svo fljótt sem raun ber vitni. Á meðan höfum við verið að fá nasaþefínn af þessari nýju mark- aðsvöru en tæpast var hægt að tala um eitthvað fram- boð af sölumynd- böndum hér fyrr en á síðasta ári er Steinar hf. hófu eftir Sæbjörn Valdimarsson innflutning á ótextuðum mynd- böndum og þeir og örfáir aðrir aðil- ar reyndu beina sölu á nokkrum, gömlum, sígildum myndum, textuð- um og útgefnum með sölumarkað- inn í huga. í dag eru nokkrir aðilar til viðbót- ar famir að flytja inn ótextað efni og framboðið er óneitanlega girni- legt. Meirihlutinn er gömul klassík og inn á milli bregður fyrir ólíkleg- ustu titlum eins og Hollywoodmynd blámyndasjólans Russ Meyer, Bey- ond the Valley of the Dolls. Hann • gerði þessa sögufrægu og sjaldséðu mynd í kvikmyndaborginni eftir að hafa komið róti á dómgreind fjár- málaspekúlanta 20th Century Fox eftir velgengni Vixen. Og þessi nýja staða býður uppá stórkostlega möguleika — jafnt fyrir lærða sem leika. Á borði eins innflutningsfyrir- tækja myndbanda lá stafli af mynd- um sem viðskiptavinur utan af landi hafði pantað. Þarna gat m.a. að líta titlana Bloody Mama, Mean Streets, Hi Mom og Greetings. Hvað skyldu þeir eiga sameigin- legt? Jú, þarna voru samankomnar flestar ef ekki allar af hinum lítt þekktari myndum Roberts De Niro og voru nú að heija lokasprettinn heim í tækið hjá aðdáanda norður á hjara veraldar. Þá varð ég vitni að því að hugguleg, eldri kona kom geislandi inn í verslunina og sagðist hafa frétt að þar fengjust gamlar, sígildar myndir. Hún fór sporlétt og andstutt út með fangið fullt af Gable, Grant, Cooper og Cagney. Sautján þúsundum krónum fátæk- ari að vísu. En það er Ijón í vegin- um, gráðugt og harðbrjósta og nefnist álagning. Eins og verðinu er háttað í dag eru engar líkur á að myndbandið verði sú kærkomna almenningseign sem það á skilið. Við erum alls ekki tilbúin að snara fram bókarverði fyrir ótextað myndband. Það eru einkum tvö fyrirtæki, Steinar og Videóhöllin, sem staðið hafa að innflutningi sölumynd- banda til þessa. Því má reyndar bæta við í framhjáhlaupi að ástand- ið á myndbandamarkaðnum minnir á stöðuna fyrir lögreglurassíuna frægu. Nú fer hver myndbanda- leigueigandinn um annan þveran til London á útgáfudögum stórmynda til að versla, afleiðingin ótextuð myndbönd á boðstólum um allan bæ og svo að sjá að ekkert sé við það að athuga í augum yfirvalda. Það heyrir til undantekninga að ónotuð eintök kosti undir tvö þús- und krónum hjá öðrum þessara aðila en hinn býður obbann af vöru sinni heldur ódýrari. Og þess skal getið að í allflestum tilfellum er hér um að ræða titla sem fást á hag- stæðasta verði erlendis, eða innan við tíu pund og tuttugu dollara — smásölu. Það gefur augaleið að áhættu- þátturinn er stór í þessum inn- kaupum, álagningin frjáls og sjálfsagt nokkuð langt í það að umtalsverður hagnaður verði af þessum innflutningi. Engu að síður háir þetta háa verð viðskiptunum og for- vitnilegt væri að fá að vita 1 hvernig það er til komið. MYNDLIST/G^r myndlist hagnast á markabsátaki? Útflutningsráð menningarínnar FYRIR nokkru var greint frá því í fjölmiðlum, að stofnuð hefði verið nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, sem er ætlað að stuðla að auknum útflutningi íslenskrar menningar. Nefndin mun eiga að starfa sem einskonar útflutningsráð frá skrifstofu í ráðuneytinu, og er ætlað nokkurt fé til að vinna að sínum málum. Allt er þetta djarft og fram- sýnt á yfirborðinu, en þó hafa orðið nokkrar deilur um þetta hugar- fóstur ráðuneytisins, og margir dregið í efa að það verði nokkuð meira en dulbúin niðurgreiðsla til handa þeim sem eru í náðinni hverju sinni. Fyrstu deilumar urðu um hver hefði talað við hvem við undir búning málsins, og virðist ljóst að það hefur ekki farið út fyrir frekar þröngan hring. í nefndinni sitja einn poppari og síðan starfsmenn ráðu- neytisins; engir fulltrúar myndlist- arinnar eru þar með. Þetta vekur auðvitað ekki traust meðal myndlistarfólks, sem hefur ekki sem besta reynslu af því að aðrir séu að skipuleggja þeirra mál, ofan frá; slíkt hefur oftar en ekki farið í vask- inn, enda ber allt slíkt keim af því að verið sé að hafa vit fyrir börnum, sem eru ófær um að sjá um sig sjálf. Hitt er svo meginatriðið hvort svona miðstýrt átak á nokkurn rétt á sér yfírleitt. Markaðurinn er hag- fræðilegt hugtak, og allar tilraunir til að auka hlut einhverrar vöru eða þjónustu á þeim markaði beinist venjulega að afmörkuðum þáttum: Að kanna hveijar óskir markaðarins eru, að aðlaga viðkomandi vöm eða þjónustu að þeim óskum,' og koma síðan hinni endurbættu vöru eða þjónustu á framfæri á markaðinum. Þetta virkar ágætlega fyrir þ'á vöru- flokka, sem hægt er að staðla og breyta, og þar sem markmiðið er að koma sem mestu magni á markað á sem hæstu verði; þvi getur þetta haft mikið að segja fyrir fískafurðir og ullarvörur, en um menninguna gegnir allt öðru máli. Þessi einfalda lýsing ætti að vera næg til að lesendur sannfærist um að markaðsstarf og menningarstarf eiga litla samleið. Þó svo einhverjum dytti það í hug, þá væri tilgangslítið að kanna hvernig myndlist fólk í einhveiju ákveðnu landi vill sjá; svið- ið yrði líkast til of breitt til að nokk- uð af viti kæmi út úr því. í öðru lagi væri út í hött að ætla myndlist- arfólki að laga sína list að óskum annarra, því slíkt stríðir einfaldlega gegn öllum grunnatriðum í fijálsri listsköpun; þá er ekki verið að fram- leiða list, heldur skammlífa markaðsvöru. Það er því augljóst, að lifandi ís- lensk myndlist getur tæpast hagnast á miðstýrðu markaðs- og útflutn- ingsátaki, eins og hér virðist stefnt að. Þeir sem eru á öndverðum meiði vitna gjama til þess að forseti ís- lands hafí flaggað íslenskri menn- ingu og markaðsvörum á ferðum sínum erlendis. Því er til að svara að það er skylda forsetans að vera hreykinn af því sem íslenskt er. Það kann einnig að vera að slíkt hafí haft einhveija þýðingu fyrir þær markaðsvörur sem voru með í ferð- inni, en enn hefur ekki frést af nein- um íslenskum myndlistarmanni, sem telur sig eiga nokkuð slíkum tilburð- um að þakka. Sannleikurinn er sá, að ýmsir ís- lenskir myndlistarmenn hafa komist þokkalega áfram á erlendum vett- vangi án beinnar opinberrar íhlutun- ar, þó lítið fari fyrir því í fjölmiðlum hér. Fjöldi þeirra hafa stundað nám erlendis um lengri eða skemmri tíma, og skapað sér sambönd þá eða síð- ar, sem hafa opnað þeim ýmsar dyr. Einnig hafa margir fengið boð um að taka þátt í sýningum erlendis, og það síðan leitt til meira sam- starfs. Sumt af þessu gerist fyrir milligöngu þeirra eigin samtaka, annað fyrir milligöngu samþjóðlegra stofnana, en flest fyrir framtak ein- staklinganna sjálfra. Myndlistarmenn (og væntanlega flestir aðrir listamenn) þurfa því ekki opinbera stjórnun af því tagi sem hér er verið að skipuleggja; hún yrði ávallt umdeild og skilaði því takmörkuðum árangri. Þeir gætu hins vegar þegið opinbera aðstoð við að hrinda eigin frama á erlendum vettvangi úr vör. Þetta gæti verið einfalt í framkvæmd, ef stjórnarráð- ið fengist til að afhenda öðrum ákvörðunarvaldið í þessum málum. Nýlega var sett á laggimar nefnd til að setja saman tillögur um stuðn- ing við afreksíþróttafólk. Allir nefndarmenn eru á kafí í íþrótta- hreyfingunni og því líklegir til að vilja veg hennar sem mestan; hvers vegna er ekki hægt að nota sömu vinnuaðferðir við stuðning við menn- inguna? Því fé, sem ætlað er að svo- kallað útflutningsráð menningarinn- ar hafí til umráða, má skipta niður á listgreinamar (í einhveiju hlut- falli, sem alltaf verður umdeilt; hver vill hlut sinnar listgreinar sem mest- an). Þar væru það svo samtök lista- fólksins sjálf, sem sæju um að deila fénu út til þeirra, sem em að hasla sér völl á erlendum vettvangi. - Það mun örugglega skila meiri árangri - skapa minni deilur - ef listamenn- irnir sjálfír, en ekki pólitískir erind- rekar, bera ábyrgð á hvernig til tekst. eftir Eirík Þorlóbson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.