Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 2
g2 'jC m^Röfi^uíÐronsmiKíjajAGisTOMjaspRíEíWi KVIKMYNDA- RISIDEYR David Lean (1 908-1 991 ) Arnaldur Indriðason David Lean hlaut strangt uppeldi kvekaranna og ólst upp við það að bíó væri nokkuð sem ætti að sniðganga. Honum var bannað að fara á kvikmyndasýningar þeg- ar hann var drengur og var orðinn 15 ára þegar hann sá sína fyrstu mynd. En frá því andar- taki var hann heillaður af bíómynd- um og tók að vinna sem uppvartari hjá Gaumont-kvikmyndafyrirtæk- inu árið 1927. Það var að sönnu lítilfjörlegt upphaf en því glæsilegri varð ferill hans innan kvikmynd- anna. Þegar hann lést í vikunni 83 ára að aldri átti hann að baki nokkr- ar af frægustu myndum kvik- myndasögunnar. Hann var sannkallaður risi í breska kvikmyndaheiminum og ókrýndur konungur stórmyndanna. Hann var, eins og gagnrýnandinn Alexander Walker komst að orði, frægasti kvikmyndaleikstjóri Breta ásamt Alfred Hitchcock. Lean gerði myndir sem höfðuðu til fjöldans en státuðu um leið af háu listrænu gildi og voru afar vandaðar í fram- leiðslu. Myndir eins og Brúin yfir Kwai-fljótið, Arabíu-Lárens og Sívagó læknir eru einstakar í sinni röð og eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomin ár. „Það mun aldrei aftur koma fram kvik- myndagerðarmaður á borð við David Lean,“ sagði Steven Spiel- berg eftir lát hans en Spielberg vingaðist við Lean á níunda ára- tugnum og tók hann í mörgu til fyrirmyndar. „Snilli hans felst í þeirri staðreynd að persónur urðu aldrei útundan í hinum mikilfeng- lega stórmyndastíl sem varð vöru- merki Leans.“ Richard Attenborough sagði að Lean hefði bjargað breskri kvik- myndagerð frá því að falla í órækt og gleymsku. „Kvikmyndaheimur- inn allur mun syrgja David Lean. Hann var einstakur og það er eng- in spuming að hann var fremstur í flokki breskra kvikmyndagerðar- manna." Leikarinn Peter O’Toole, sem fór með aðalhlutverkið { Arabíu-Lárensi sagði lát Leans vera mikinn persónulegan missi fyrir sig eins og heiminn allan. „Hann hafði gríðarleg áhrif á minn feril og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Hann átti sér ekki jafningja,“ sagði O’Toole. Og framleiðandinn David Puttnam sagði: „í mínum huga var hann fremstur breskra kvikmynda- gerðarmanna eftir stríð og það eru myndir eins og Arabíu-Lárens sem mín kynslóð kvikmyndamanna reynir sífellt að ná uppí.“ Langur meðgöngntími Ferðin til Indlands eftir sögu E.M. Fosters reyndist vera síðasta mynd David Leans en þegar hann lést vann hann við bíóútgáfu sína að Nostromo, hinu öfluga og margslungna skáldverki Joseph Conrads. Heimurinn hefur því ekki aðeins misst einn merkasta kvik- myndagerðarmann aldarinnar held- ur líka því sem átti að vera hans Með Alee Guinness við tökur á lands, sem reyndist síðasta mynd síðasta mynd. Ekki er vitað hvað um Nostromo verður eftir fráfall Leans. Handritsvinnu var lokið og búið var að ráða í aðalhlutverkin Dennis Quaid, Christopher Lambert og Isabella Rossellini. Lean hafði alltaf unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir hveija mynd, hvert einasta smáatriði í handriti varð að vera ljóst áður en tökur gætu hafist. Þess vegna var meðgöngutími mynda hans varyfir- leitt langur, um fimm ár. Hin langa undirbúningsvinna lýsti vel full- komnunaráráttu Leans en fyrir aðra gat hún verið þreytandi. Hann vildi ekki mæta á tökustað án þess að hvert einasta smáatriði í handrit- inu væri á hreinu. Breska leikrita- skáldið Christopher Hampton (Hættuleg sambönd), sem byijaði að vinna með honum handrit uppúr Nostromo gafst upp eftir 12 mán- aða samfellda vinnu. Honum fannst þeir ekkert komast áfram. „Hand- ritið hefur verið bölvaður höfuð- verkur,“ sagði Lean seinna. „Ég heid ... ég veit... að ég gerði aum- ingja Christopher Hampton bijálað- an með því. Við lukum kannski við stóran part og þá sagði ég: Förum aftur í fyrsta atriðið. Hann hataði Ferðinni til Ind- Peter O’Toole Leans. frægustu mynd það. En þannig er ég. Ég skil vel fólk sem ekki vill fara aftur í fyrsta atriðið en þú verður ef þú vilt gera eitthvað alveg sérstakt.“ Þegar Hampton hætti leitaði Lean til gamla samstarfsmanns síns, handritshöfundarins og leik- ritaskáldsins Roberts Bolts, en þeir höfðu unnið saman að myndunum Arabíu-Lárens, Sívagó læknir og Dóttur Ryans, sem fékk slæma dóma gagnrýnenda og Lean var mörg ár að jafna sig á. Saman unnu þeir að handriti Nostromos en vinnubrögðum þeirra var lýst á skemmtilegan hátt í Listamanna- skálanum á Stöð 2 nýlega. Þar sást hversu seinlega verkið sóttist því þeir sátu á móti hvor öðrum og krufðu hveija senu, hvert blæbrigði hennar og hvert smáatriði til mergj- ar áður en þeir urðu sáttir. En þann- ig voru vinnubrögð Leans í þrot- lausri leit að fullkomnun. Hann var einstakur kvikmyndagerðarmaður með ríka frásagnargáfu og sérstaka tilfinningu fyrir hinu sögulega frá- sagnarformi stórmyndanna sem hann blandaði óaðfinnanlega saman við hið smáa mannlega. Samanlagt unnu myndir hans til 28 óskarsverð- launa. í myndinni Arabíu-Lárens, einni Leans. Coward gerði hann að leikstjóra Að verða leikstjóri er ekki svo slæmt hjá dreng sem byijaði sem uppvartari hjá Gaumont. Hann vann sig fljótlega upp í sendilstöðu og síðar í stöðu klippara, en áður en hann gerðist leikstjóri var hann fremstur klippara í Bretlandi og bera myndir hans mjög þess merki. í klippiherberginu þróaði hann tæknilega kunnáttu sem fáir öðl- ast. Hann fæddist í mars árið 1908 og var af kvekurum kominn. Hann kynntist öllum þáttum kvikmynda- gerðarinnar þegar myndir voru enn þöglar. Hann var fljótur að læra og eftir þijú ár sem snattari var hann orðinn fullgildur klippari og starfaði sem slíkur allt til ársins 1942 þegar leikritahöfundurinn Noel Coward valdi hann til að leik- stýra fyrir sig stríðsmynd til heið- urs breska fiotanum sem hann kall- aði „In Which We Serve“. Hún varð mjög vinsæl og útnefnd til Óskars- ins sem besta myndin það árið. Samstarf Leans og Cowards hélt áfram í þremur myndum eftir þessa. Sú síðasta af þeim var litli róm- antíski gimsteininn, „Brief Enc- ounter (1945), með Trevor Howard og Celia Johnson. Frá Coward hélt Lean á vit Charl- es Dickens en til eru þeir sem vilja meina að tvær bestu myndir sínar hafi hann gert eftir sögum hans; „Great Éxpectations" (1946) og Óliver Twist (1948). Þessar tvær urðu til að gera hann frægan og þær mörkuðu einnig upphafið að löngu samstarfi hans við leikarann Alec Guinness. Þremur myndum seinna gerði hann „Hobson’s Choice" (1954) með Charles Laughton en eftir hana gerði hann fyrstu alþjóðlegu myndina sína, hina lítt þekktu ástarsögu „Summ- ertime“ með Katherine Hepburn. Eftir „Summertime“ kom tímabil stórmyndanna. Bresk kvikmynda- gerð var í lægð á sjötta áratugnum en á sama tíma veittu bandarískir framleiðendur mikið fé í evrópska og sérstaklega breska kvikmynda- gerð. David Lean var einna fyrstur til að laga sig að hinum breyttu aðstæðum og helga sig sögulegu efni eingöngu. Hann tók upp sam- starf við bandaríska framleiðand- ann Sam Spiegel en fyrsta myndin þeirra saman var Brúin yfir Kwai- fljótið um breska hermenn í fanga- búðum Japana í seinni heimsstyij- öldinni. Guinness hreppti óskarinn fyrir leik sinn í hlutverki hins þijóska og óbijótanlega breska for- ingja fanganna en myndin hreppti sex aðra óskara þ. á m. sem besta myndin það árið. Einn af þeim var iyrir handrit en nöfnum handrits- höfundanna, Michael Wilson og Carl Forman, var haldið leyndum því þeir voru á svarta lista kommún- istaveiðaranna í Hollywood. Á eftir fylgdi Arabíu-Lárens fimm árum seinna. Aftur tók hann fyrir sögulegt efni og gerði stór- fenglega mynd eftir ævi breska hermannsins T. E. Lawrence sem barðist með aröbum í baráttunni gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld- inni. Tveir nýir leikarar stigu fram í sviðsljósið, Peter O’TooIe og Omar Sharif, en innkoma hins síðar- nefnda var einkar tilkomumikil. Hinar miklu víðáttur eyðimerkur- innar nutu sín vel í stórkostlegri myndatöku Freddie Youngs og Bolt skrifaði handritið en þessir tveir voru nánustu samstarfsmenn Leans á sjöunda áratugnum. Ur brennandi sólinni í eyðimörk- inni hélt hann til byltingarinnar í Rússlandi í næsta verkefni sínu, Sívagó lækni eftir Boris Pasternak. Myndin var tekin í Finnlandi en heil Moskvugata var reist eins og hún lagði sig á Spáni. Eftir hana kom eina mynd Leans sem gekk verulega illa, fékk slæma aðsókn og slæmar umsagnir gagnrýnenda. Þetta var Dóttir Ryans sem gerðist í afskekktu þorpi á írlandi í fyrri heimsstyijöldinni. Hún var gamal- dags ástarsaga og tímaskekkja árið 1970 en líka að mörgu leyti vanmet- in. Það liðu 13 ár áður en Lean sendi frá sér næstu mynd, Ferðina til Indlands. í millitíðinni reyndi hann ákaft að setja í gang kvik- myndun á Uppreisninni á Bounty í samvinnu við framleiðandann Dino De Laurentiis. Bolt gerði handritið en dæmið gekk ekki upp (Roger Donaldson gerði síðar myndina með Mel Gibson í aðalhlutverki). Ferðin til Indlands braut um síðir einangr- un Leans. Þessi mynd hans úr breska nýlendutímanum á Indlandi var geysilega vel tekið um allan heim. Hún hafði allt sem prýða mátti sögulega stórmynd í 70 mm breiðtjaldsstíl leikstjórans, gott bókmenntaverk, framandi tökustaði og ólíka menningarheima sem mætast. Þá kom Nostromo, sem sagt hef- ur verið að sé merkasta bókmennta- verk á enskri tungu sem ekki hefur verið kvikmyndað ennþá. Bókin reyndist Lean ekki auðveld lesning, hann komst ekki í gegnum söguna fyrr en í fímmtu tilraun, en hann heillaðist algerlega af henni og eyddi síðustu æviárunum í að koma henni á fílmu. Því miður fáum við aldrei að sjá útkomuna því jafnvel þótt handritið sé tilbúið og myndin verði á endanum gerð mun ekki standa: Leikstýrt af David Lean. Síðasti stórmyndaleikstjórinn er fallinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.