Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR'M'SÍSur'21. apríli^i C 19 í fjölmiðlum ■ ÁRNI Snævarr, fréttamaður Sjónvarps, hefur verið ráðinn til næstu tveggja ára til að gegna stöðu frétta- manns Ríkisút- varps og Sjón- varps í Kaup- mannahöfn. Hann tekur þar við af Friðriki Páli Jónssyni, sem þar hefur verið búsettur síðastliðin þrjú ARNI SNÆVARR ár, en Friðrik Páll mun ganga inn í sitt fyrra starf sem fréttamaður útvarps hér heima. Árni mun taka við starfinu 1. júlí í sumar. Starfið í Kaup- mannahöfn er fullt starf og var því fyrst komið á lagg- irnar árið 1984. Bogi Ágústsson, nú- verandi frétta- stjóri Sjón- varps, var fyrstur til að gegna stöðu frétta- manns RUV í Kaupmannahöfn. Hann var þar í tvö ár. Ögmundur Jónasson, núverandi formaður BSRB, sinnti starfinu næstur í tvö ár. Friðrik Páll hefur verið í þrjú ár í Kaupmannahöfn. Staðan er veitt til tveggja ára í senn og mun Sjón- varpið því ráða mann í stað Árna hér heima þann tíma sem hann verður úti. ■ FRÉTTASTOFA Sjónvarps hefur gengið frá ráðningu í vel flestar stöður sumarafleysinga- manna sinna. Allir þeir, sem ráðnir hafa verið, eru „gamlir“ í hettunni ef svo má að orði komast enda hafa þeir allir starfað meira og minna við fjölmiðlun og voru m.a. allir afleysingamenn á fréttastof- unni sl. sumar. Dr. Sigrún Stefánsdóttir verður á meðal sumarafleysingamanna, en hún hefur verið viðloðandi Sjón- varpið í áraraðir auk þess sem hún hefur sinnt kennslu við Háskóla íslands hin síðari ár. Þá mun Erna Indriðadóttir verða á skjánum í sumar, en hún lætur á næstunni af störfum deildarstjóra Ríkisút- varpsins á Akureyri. Bjarni Vest- mann, fyrrum fréttamaður Sjón- varps og núverandi fréttaritari og námsmaður í Brussel, kemur til liðs við fréttastofuna í sumar auk Egils Heigasonar, sem sinnt hefur að undanförnu ýmsum free-lance verk- efnum. Að sögn Boga Ágústssonar, frétta- stjóra, er enn óráðið í eina til tvær afleysingastöður, „en við erum fyrst og fremst að leita að fólki með reynslu í blaða- og fréttaheim- inum,“ segir Bogi. Ætla má að starfsemi fréttastof- unnar verði í sumar með óbreyttu sniði frá því sem verið hefur nema hvað einn kastljósþáttur verður felldur niður yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. „Því er ekki að leyna að fyrstu mánuðir ársins voru fréttastofunni mjög dýrir. Það gengu yfir landið óveður sem kall- aði á ferðalög fréttamanna hingað og þangað. Og svo kom Persaflóa- stríð og Heklugos svo eitthvað sé nefnt. Reksturinn var óvenju dýr þessa fyrstu mánuði ársins og því er nauðsynlegt að gæta aðhalds nú,“ segir Bogi. ■ BRESKA fjölmiðlafyrirtækið United Newspapers hefur ákveðið að segja upp 230 starfsmönnum og endurskipuleggja rekstur fyrirtæk- isins. Fyrirtækið á blöðin Daily Express og Sunday Express, gef- ur út viðskiptarit og rekur sýningar- fyrirtæki. Tíunda hveijum starfs- manni síðastnefndu fyrirtækjanna verður sagt upp. Alls starfa um 12.000 manns hjá United News- papers. FRIÐRIK PÁLL Bjarni Sigurðsson hættir í siðanefnd BÍ Ssr“fnd TIMAMÓT urðu hjá Blaðamannafélagi Islands á aðalfundi þess á dögunum þegar sr. Bjarni Sigurðsson gaf ekki lengur kost á sér til starfa í siðanefnd félagsins. En í þeirri nefnd hefur Bjarni verið frá stofnun hennar árið 1965, lengst af sem formaður, og setið hvern einasta af um 300 fundum sem nefndin hefur haldið á timabilinu. Siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands var stofnuð í maí 1965. Um leið samþykkti félagið siðaregl- ur, var fyrirmyndin samskonar regl- ur blaðamanna á Norðurlöndum og víðar. í fyrstu siðanefndina voru kosnir Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Jón Magnússon fréttastjóri Útvarpsins og Bjarni Sigurðsson en Axel Thor- steinsson fréttamaður var varamað- ur. Raunar má segja að Bjarni Sig- urðsson hafi verið samnefnari fyrir markmið nefndarinnar, því hann hafði bæði lokið lögfræði- og guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands og auk þess starfað sem blaðamaður á Morgunbláðinu í nokkur ár. „Starf nefndarinnar var nú frekar veigalítið fyrst í stað og málin ómerkileg. En þetta breyttist með árunum og málin urðu mörg stærri á vissan hátt, þótt innan um væru lítilvæg mál sem hefðu betur verið látin liggja. En oft þurfti mikinn tíma í könnun á málavöxtum og aðalvinnan var gjarnan milli funda við alls konar upplýsingaöflun," sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið. Eðli nefndarinnar hefur einnig breyst nokkuð. I upphafi voru úr- skurðir hennar ekki birtir nema þeim sem þéir áttu við, en síðan var farið að prenta þá í félagsblaði Blað- amannaféiagsins. Með breytingu á siðareglunum árið 1985 var svo lögð sú skylda á herðar fjöimiðli, sem fengi á sig þungan siðanefndardóm, að birta hann opinberlega. Um leið fjölgaði kærum til siðanefndarinnar. Þannig liðu 18 mánuðir frá því nefndin var stofnuð, þar til hún kvað upp fyrsta úrskurðinn, en nú eru úrskurðirnir orðnir nær 80 talsins. „Það var oft mjög mikið verk að skrifa úrskurði nefndarinnar og nú seinni árin tókum við upp þau vinnu- brögð að nefndarmenn skiptust á um að gera að þeim drög, þótt við margfærum yfir þau á fundurn," sagði Bjarni. Hann sagði að um- fangsmesta málið hefði verið svo- kaliað „Tangenmál“, sem kom upp um að upplýsingar norsks sagn- fræðings, sem birtust í íslenskum fjölmiðlum, reyndust ekki eiga við rök að styðjast. „En það hafa ýmsir úrskurðir verið langir og kostað mikla rannsókn enda höfum við kappkostað að fá sem bestar upplýs- ingar áður en við kveðum þá upp,“ sagði Bjarni. En hvaða skoðun hefur Bjarni Sigurðsson á íslenskum blaða- og Bjarni Sigurðsson fréttamönnum eftir aldarfjórðungs starf í siðanefndinni? „Við erum með marga úrvals- menn og hér þekkist ekki blaða- mennska sem viðgengst sums staðar erlendis. Auðvitað er leiðinlegt þeg- ar verið er að blása upp lítilræði og menn hafa mismunandi sjónarmið; það sem einum þykir gengið of langt þykir öðrum við hæfi. En íslenskir blaðamenn hafa mikinn metnað, bæði fyrir sitt starf og sinn fjölmið- il, og það skiptir miklu máli,“ sagði Bjarni Sigurðsson. Söludeildir í Kirkjustræti, Kringiunni, Ármúla 27 og á póst- og simstöðvum um land allt PÓSTUR OG SÍMI Storno Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Haföu samband við söludeildir Pósts og síma og faðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsímann á íslandi. BÍLASÍMI BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. kr. 99.748 stgr. m/vsk. |s|ST GERÐ Gottm/sfA 5500-2 rm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.