Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 29
. MORGUNBLAÐIÐ VELVAICANDI sun^údagur 21.iAPRÍL 1991 C 29 Svar til ökumanns landsferð og komu við hér í sýslu, gerðu tilboð til Sparisjóðsins og eftir viku var kaupsamningur undir- ritaður. Búa á hótelinu Vegna rólegrar umferðar í vetur, búa þau í hótelinu og spara sér þar með húsaleigu úti í bæ, en með vorinu vonast þau eftir aukinni eft- irspurn eftir gistingu. Gísli segir að reksturinn frá ára- mótum hafi orðið betri en þau hafi þorað að vona. Ýmislegt hafa þau gert til að lífga upp á reksturinn, staðið fyrir tónlistarkvöldum og veislum fyrir hópa. Þá er Vertshús- ið mikið notað fyrir fundi og er m.a. miðstöð Lionsklúbbsins í sýsl- unni. Er Vertshúsið þannig virkur aðili að félagslífi staðarins. Bima segir þau munu leggja aðaláhersluna á veitingasölu í vor og sumar og hafi þau kynnt starf- semina og hvað í boði sé hjá Verts- húsinu til ferðaskrifstofa og ann- arra aðila í ferðamálum landsins. í húsinu eru tveir veitingasalir, alls fyrir 70-80 manns í sæti. Gistirými setji þeim hins vegar skorður, því að í húsinu eru aðeins 6 herbergi með tólf rúmum. Birna segir þau hafa fengið herbergi úti í bæ til' viðbótar, svo og svefnpokapláss í Grunnskólanum. Geti þau því í sum- ar tekið á móti allstórum hópum. Gistigestir munu fá frímiða í sund- laug staðarins, en slíkt hafi áður verið gert og verið afar vinsælt. Spilað af fingrum fram Gísli segir það líkt og að spila í lottó, að gera áætlanir í rekstrinum. Afar margt spili inn í alla áætlana- gerð. Þau muni spila af fingrum fram og hafa að markmiði að hver gestur fari sem ánægðastur frá þeim, það verði þeirra sterkasta auglýsing. Héraðsbúar hafi tekið þeim afar vel og virst ánægðir með að rekstur skuli hafinn að nýju. Margir komi á barinn á föstudags- og laugardagskvöldum og sé þá oft góð stemmning. Hins vegar verði að ná til ferðamanna sem fari um þjóðveg eitt. Þessir 6 kílómetrar inn á vegamót geti orðið erfiðir og dýr- ir í auglýsingum. Þar verði stað- arbúar að sameinast um áróður fyrir Hvammstanga. - Karl Til Velvakanda. • • Okumaður spurði undirritaðan nokkurra spurninga um um- ferðarmál í dálknum í dálknum þann 9. apríl sl. Mér er ljúft að svara þessum spurningum þrátt fyrir að starfssvið mitt lúti nú ekki beinlínis að framkvæmd umferðarlöggæsl- unnar. Fyrst um rauða ljósið. Það liggur ekki fyrir sundurliðun á aðdraganda mála þeirra ökumanna, sem kærðir hafa verið fyrir að virða ekki rauða ljósið þannig að undirrituðum er ekki fyllilega kunnugt um hversu margir eru staðnir að því að aka gegn rauðu Ijósi á gatnamótum þar sem ekki eru sérstök beygjuljós. Umferðarljósagatnamót eru u.þ.b. 50 í borginni og þau eru misjafnlega langt komin á þróunarbrautinni. Þannig vantar enn sums staðar sér- stök beygjuljós, eða að ekki er hægt að koma þeim þar fyrir af sérstökum aðstæðum. Þá eru aðstæður og stundum þannig að vafamál má telja að sérstök beygjuljós auki þar ör- yggi eða greiði fyrir umferð umfram þau ljós, sem fyrir eru. Þijá fyrstu mánuði ársins hefur lögreglan í Reykjavík kært 536 ökumenn fyrir að virða ekki rauða ljósið (þeir voru 136 í janúar, 166 í febrúar og 234 í mars). Á sama tíma í fyrra voru þeir 316 (98 í janúar, 89 í febrúar og 129 í mars). Af þessu má sjá að um umtalsverða aukningu kæra er að ræða það sem af er árinu miðað við sama tímabil. Ástæðan er fyrst og fremst sú að lögreglan hefur að gefnu tilefni sett þessa tegund umferðarlagabrota framar í forgangsröð á verkefnaáætlun um- ferðamála. Alls kærði lögreglan 1.091 ökumann fyrir að virða ekki rauða ljósið árið 1990, en það ár voru alls 13.793 ökumenn kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot. Árið 1989 voru 11.454 ökumenn kærðir fyrir brot á umferðalögum. 738 þeirra höfðu ekki virt rauða ljósið. Inn í þessum tölum er ekki fjöldi áminninga, tiltala og leiðbeininga í framhaldi af umferðarlagabrotum ökumanna. Sekt fyrir að sinna ekki skyldu- ákvæðum umferðáíTaga uíri notkun stefnuljósa er kr. 1.500. Það er rétt að boðað hefur verið að undanfömu hert eftirlit lögreglu með umferðarljósagatnamótum og sjá má m.a. árangur þess í ofan- greindum tölum. Tölurnar einar segja þó ekki allt og ber að taka þeim með fyrirvara. Það sem mestu máli skiptir er sú athygli og það aðhald, sem eftirlitið veitir öku- mönnum. Lögreglan hefur haldið uppi eftirliti á merktum og ómerkt- um bílum, allt eftir því hvað hún telur líklegast til árangurs hvetju sinni, en þrátt fyrir það hefur hún eðlilega hvorki getu eða möguleika á að standa hvern þann, sem brýtur af sér, að verki. Til þess að svo mætti verða þyrfti hún allt að því að leika maður á mann. Með aðgerð- um sínum og eftirliti er lögreglan fyrst og fremst að vekja þorra öku- manna til meðvitundar um skyldur þeirra og ábyrgð og jafnframt að reyna að ná til þeirra, sem „meðvit- undarlausir" eru. Lögreglan hefur tilhneigingu til þess áð skipta sér fremur af þeim, sem gerast brotleg- ir, en hinum, sem alltaf eru til fyrir- myndar. Það getur verið ein skýring þess að ökumaður verði ekki var við lögreglu á ferðum sínum. Bein aukning á mannafla til um- ferðareftirlits hefur ekki orðið, en hins vegar hefur verið unnið að því undanfarin misseri að virkja fleiri lögreglumenn, auk þeirra sem fyrir eru, á öðrum starfsvettvangi til þessara starfa, raða málum í for- gangsröð eftir vægi þeirra og um leið gera skýrslugerð og afgreiðslu umferðarmála skilvirkari. Æskileg , fjölgun lögreglumanna er þó ávallt í umræðunni, en þar togast á sjónar- mið þeirra, sem með löggæslumál fara svo og þeirra, sem eiga að standa straum að kostnaði við þau mál. Enginn er betur meðvitaður um nauðsyn þess að jafnan sé tekið á umferðarvandamálunum en lögregl- an. Það á ekki að þurfa að taka á þeim málum fyrr en síðar heldur stöðugt. Undirritaður gæti í framhaidi af svari þessu birt langan lista um þau verkefni, sem lögreglan þarf að sinna í umferðarmálum, allt frá upplýsinga- og leiðbeiningastarfi, aðstoð og fyrirgreiðslu, til afskipta . og kæra, en Velvakandi leyfir það að öllum líkindum ekki. Lögreglunni er ætlað mjög umfangsmikið og margslungið starf, en mest af því liggur í þagnargildi dags daglega. En eftir því sem fleiri styðja lögregl- una almennt í starfi sínu — því meiri von um árangur. Að lokum þakkar undirritaður ökumanni fyrir góð orð í hans garð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í forvarnadeild LR. I Þessir hringdu . . Endurvinnsla á gleri Kona hringdi: „Sérfræðingar hafa verið að tala um að flytja þyrfti inn sérs- takt efni til að styrkja malbikið sem framleitt er hér á landi. Er- lendis er malbik styrkt-með gleri og þar er allt gler sem til fellur endurnýtt á þennan hátt. Hér fær maður greitt fyrir að skila bjór- og gosflöskum til endurvinslunar en öðrum glerflöskum og krukk- um verður að kasta. Væri ekki skynsamlegra að fólk fengi eitt- hvað fyrir að skila þessum gel- rumbúðum og glerið yrði síðan notað til að styrkja malbikið? Mér skilst að í Bandaríkjunum séu víða kassar við vegi þar sem glerflöskum er safnað sem síðan eru nýttar við malbiksframleiðslu. Hvernig væri að taka þetta upp hér á landi?“ Köttur Síamskötturinn Filippus, sem er með 61 og er eyrnamerktur, hvarf frá Kleppsvegi 80 fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið í stma 31567 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Fundar- laun. Slæða Slæða með frönsku mynstri og grænum bekk tapaðist í febrúar, sennilega við Blöndubakka. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 75118. Gleraugu Gleraugur í svörtu hulstri með gylltri rönd fundust við Vallartröð í Kópavogi. Upplýsingar í síma 41782. Taska Dökkbrún taska tapaðist í sumar sem leið. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 18348. Úr Gyllt karimannsúr með dökk- brúnni leðuról tapaðist 3. apríl, líklega fyrir utan Ástún 4 í Kópa- vogi eða á bílastæðinu í Mjódd- inni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 671024. Gieraugu Gleraugur fundust við Lauga- veg fyrir hálfum mánuði. Upplýs- ingar í síma 614042. Síamsköttur essi síamskisa, sem heitir Jós- efína, tapaðist frá Smiðjudtíg 11 hinn 15. apríl. Hún er með bleika ól en að öðru leiti ómerkt. Ef einhver hefur orðið hennar var, vinsamlegast hafið samband við Maríu í síma 622998 eða 19130. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja inilli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. HLUTABREFIUTGERÐAR- FÉLAGIAKUREYRINGA Hef kaupanda af bréfum í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. gegn staðgreiðslu ó góðu gengi. Upplýsingar ó skrifstofutíma. LÖGMENN SELTJARNARNESI ÓLAFUR GARÐARSSON HDL. JÓHANN PÉTUR SVEINSSON HDL. Austurströnd 6 ■ Sími 622012 ■ Pósthólf 75 ■ 172 Seltjamamesi Ert bú 14 eða 15 ára? Langar iiig aö eignast evrópska vini? AFS ó íslandi býður 14 og 15 óra unglingum uppá að taka þátt í gagnkvæmum skiptum milli íslands og Sviss í sumar. Dvölinni er þannig háttað að fyrst kemur unglingur frá Sviss og dvelur hjá þér í 3 vikur (6. júlí - 28. júlí). Þið farið svo saman til Sviss, þar sem þú munt dvelja hjá fjölskyldu nemans sem kom til þín. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast Evrópu og unglingum þar af eigin raun. Umsóknartími er til 5. maí. Allar nánari upplýsingar fást hjá: >IFS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg træðsla og samskipti Laugavegi 59, 4. hæð, sími 91-25450, pósthólf 753, 101 Reykjavík. Opið daglega milli 14 og 17. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.