Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 C 13 öruggasta borg í heimi, að minnsta kosti fyrir ferðamenn. Glæsikvendi Moskvu- borgar Við förum af flugvellinum í tveimur litlum bifreiðum ásamt ferðafélögum okkar, enska sagn- fræðingnum John Julius Norwich og konu hans Mollie, auk Júrís og Sergejs. Þegar við leggjum af stað spennir Sergej beltið á Marshall og sýnir þar af sér fyrirhyggju, sem er alis ekki Rússum töm. Vegirnir eru alger hryllingur, segir hann, engir peningar til að gera við þá. Efnahagsástandið er hörmulegt: skortur á öllu, vörudreifing í lama- sessi, erlend fyrirtæki sjá sér ekki hag í að fjárfesta í landinu. Við ailt volæðið bætist hræðilegt veður- far, ekkert nema rigningar vikum saman, grá ský ... drungi yfir öllu. Þegar við ökum fram hjá gríðar- stórri neon-auglýsingu tölvufyrir- tækis tökum við eftir því að letrið er latneskt en ekki kýrilískt. Sergej hlær hæðnislega. „Þetta er austur- þýskt fyrirtæki - en er ekki lengur til. Við nennum bara ekki að taka skiltið niður. Kæruleysið er al- gjört.“ Hann segir þetta ekki með neinni biturð að hætti Dostojevskís, ypptir aðeins öxlum eins og þetta sé ein af óhjákvæmilegum stað- reyndum lífsins. Þegar við spyijum um veitingahúsin segist Sergej ekki hafa neinn tíma til fara út að borða. Að því mæltu kveðst hann þurfa að stoppa við lestastöð til að ná í vinkonu sína. Þegar vinkonan, Nína, kemur í bílinn verðum við klumsa. Hún er ekki aðeins falleg heldur töfrandi - hörkuskvísa. Það þykja mér mikil tíðindi! Þvílíkar stúlkur sáust ekki í gamla daga, ef undan eru skildar leikkonur og balletmeyjar. Marshall snýr sér hvað eftir annað við eins og hann trúi ekki eigin augum og ég vara hann við hálfsríg en honum virðist standa á sama. Þegar við komum á hótelið segja Norwich- hjónin okkur að þau hafí stoppað við lestastöð... til að hleypa vin- konu Sergejs út. „En við vorum að ná í vinkonu Sergejs rétt áðan,“ svara ég. Marshall blístrar og að- dáunin leynir sér ekki. „Það er ekki furða að hann hefur engan tíma fyrir veitingahúsin," segir hann. í strangri gæslu í miðstjórnarhóteli Oktjabrskaja-hótelið er við mið- borgina á Úlítsa Dmítrova. Reynið ekki að finna það í ferðabæklingum ykkar. Það er ekki á skrá. Oktjabrskaja er hótel miðstjórnar kommúnistaflokksins, athvarf fyrir afreksmenn flokksins og erlendar sendinefndir og hefur að undan- förnu einnig hýst lægra setta opin- bera gesti eins og okkur vegna þarfarinnar fyrir gjaldeyri. Ór- yggisgæslan er ströng og tryggir að óvinir og lánardrottnar komast ekki til gestanna. Hvað þá vinir. Hár múr umlykur bygginguna, vopnaðir verðir opna hliðið í ör- skamma stund í senn með rafeinda- búnaði. Allir sem vilja komast í hótelið verða að fá til þess leyfi í húsi varðmannanna. Engir leigubíl- ar eru leyfðir. Oktjabrskaja er ólíkt þeim al- ræmdu hótelum sem ætluð eru óbreyttum ferðamönnum. Herberg- in eru stór, þægileg og hrein; nóg er af heitu vatni, handklæðum og sápu (það er meira að segja boðið upp á litla sjampó-túpu); símar sjón- vörp og efalaust hlerunartæki virka furðanlega vel; lyfturnar stoppa á hæðunum en ekki milli þeirra. Lamparnir eru skreyttir með ekta bergkristöllum eins og Júrí bendir á án þess að geta leynt hrifningu sinni. Ég ruglast svolítið í ríminu af þessum forréttindum og vísi að spillingu. Þess vegna róast ég svo- lítið þegar ég kemst að því að við klósettin er ennþá vaxpaþpír, sem er svo stökkur að ég furða mig á tíðni gyllinæðar í Sovétríkjunum. Þjónustufólkið hefur ekki heldur breyst, er yfirleitt önugt. Moskva um nótt. Andrúmsloftið er einkennilegt og einkar hátíðlegt: háttprýðin við af- greiðsluborðið í matsalnum á morgnana væri fágunarskóla í Sviss til sóma. Engin sníkjudýr, slæpingj- ar, skúrkar, melludólgar og skækjur lífga upp á risastórt anddyri hótels- ins sem er með hvítt marmara- gólf. Reyndar myndi klaustur þagnarmunka vera líflegra og þótt barinn sé auglýstur á veggspjöldum eru regluleg við- skipti við hann óhugsandi þar sem gestirnir koma iðulega að luktum - og inn- sigluðum - dyr- um. Öll þessi dýrð er þó ekki ókeypis nema fyrir sendinefnd- imar. Þegar við komum inn í hót- elið segir afgreiðslumaðurinn að herbergið kosti 450 Bandaríkjadali fyrir nóttina. „En við viljum ekki svítu,“ stynjum við upp úr okkur með andköfum. „Þetta er verðið á herberginu," svarar hann og í hæðnissvip hans er jafn mikill hroki og í þjónustufólkinu á Crillon-hótel- inu. Við furðum okkur á hversu fljótir kommarnir eru að tileinka sér kapítalismann! Eðlishvöt skrif- finnans er þó lífseig. Þegar hann sér opinbera staðfestingu á bókun okkar gefst afgreiðslumaðurinn upp og lækkar verðið niður í aðeins 200 dali. Fyrstu kostakaup okkar í nýrri heimsskipan! Slavnesk Jane Fonda , „RAZ, DVA, TRÍ, TSJET- ÍRR ... „krunk, krunk“ ... „voff, voff, voff“ ... Þessi hljóð heyri ég þegar ég vakna og aðeins eitt þeirra hef ég hingað til tengt við Moskvu. Þegar ég opna augun sé ég gríðar- stórar svartar Moskvu-krákur svífa eins og flugeðlur fram hjá gluggan- um okkar á þrettándu hæð. Ég stari á sjónvarpið, horfi vantrúuð á lið- uga slavneska konu, líka Jane Fonda, stjórna hraðri leikfimi með tónlist. „Raz, dva, trí, tsjetíre," kvakar hún hratt, „Einn, tveir, þrír, fjórir!" Þessi sama leikfimiaðferð fékk á sig óorð á Vesturlöndum fyrir nokkrum árum. Og hvað um þessa geltandi hunda? Fá, ef nokkur, gæludýr lifðu Það bregstekki aó þegar ég kem til Sovétríkjanna er það lyktin sem ork- ar fyrst og fremst á mig. Um leið og ég stíg inn í flugstöð- ina á Shere- metjevo-flugvelli gagntekur lyktin mig. Eg anda að mérRússlandi. af heimsstyijöldina síðari og áfram- haldandi erfiðleikar eftir stríðið komu í veg fyrir að fólk gæti feng- ið sér önnur. Á áttunda áratugnum voru gæíudýr fágætur munaður í Moskvu. En það sem ég sé nú út um gluggann okkar minnir mjög á málverk eftir flæmska málar- ann Brughel - hrímað landslag með göngustíg- um þar sem litlar verur hlaupa og hoppa, fólk á gangi með hund- ana sína. Ég tel þetta enn eitt merki-- þess að borgaralegir lífs- hættir sækja í sig veðrið í Moskvu. í sól og kulda Það er bjart og kalt og slíkir morgnar fá hjarta Rússlands til að syngja. Klukkan átta fer að birta; ljós bifreiðanna og götu- ljósin eru slökkt. Úr glugganum okkar sjáum við sólargeisla glampa á svelli fljótsins Moskvu, leyftra á gluggum þúsunda íbúða og gylltum hvolfþökum Kremlar. Regnið er eit- ur í beinum Rússa en þeim þykir vænt um snjóinn. Allir, sem hafa búið þar, vita hvers vegna. Ekkert er jafn dapurlegt og haustrigning- arnar í Rússlandi. Þær hefjast í september, halda áfram þar til í nóvember og þá breytist regnið í snjó, öllum til mikils léttis. Samt er þetta sorglegt - vörubílar og strætisvagnar blása úr sér svörtum reyk, hvítur mökkur gýs upp frá reykháfum miðborgarinnar og sam- einast gráum og þungbúnum skýj- unum, sljakat (skítugt krap) -er út um allt - þetta er eins og að búa undir skítugum og rökum æðardún. Það er ekki fyrr en í janúar sem menn geta loksins glaðst við að virða fyrir sér ljósan, geislandi hnött hanga eins og fljúgandi furðu- hlut í blárri himinhvelfingunni, er hrímið sest á birkitrén og kuldinn verður svo mikill að loftið, sem menn anda frá sér, situr fast í munni þeirra. Þá eru Rússar svo sannarlega ánægðir. Enginn bíður eftir Lenín Frá morgni til kvölds liðuðust biðraðirnar um Rauða torgið, hundruð pílagríma biðu þolinmóð í slyddu og snjó eftir því að fá að berja smurt lík Leníns mikla aug- um. Árin tvö sem ég bjó í Moskvu langaði mig aldrei til að skoða graf- hýsið eftir að liafa séð dygga fylgis- menn flokksins blauta og slæpta í þessum drungalegu röðum, sem lið- uðust á víðáttumiklu og ógnarlegu torginu og sukku jafnt og þétt inn í kjaft þessa rauða og svarta graf- hýsis. En árið 1987 tók ég á mig rögg og fór í grafhýsið til að votta Lenín virðingu mína á vegum frétt- astofunnar Novostí. Þetta var stutt og minnisstæð reynsla. Þar sem við sluppum við lengstu raðirnar undir vemdarvæng leið- sögumannsins komumst við brátt í fremstu röðina þar sem vopnaðir KGB-verðir í grágrænum og þykk- um frökkum kenndu okkur skilyrð- islausa hlýðni með grafalvarlegri framkomu. „Tíkha!“ öskruðu þeir höstuglega. „Þögn! Engan vasa- þjófnað!" Þeir skipuðu okkur að standa tvö eða fjögur saman í röð- um. Síðan mjökuðumst við þögul og andaktug inn í musterið, sem er úr graníti og porfýrín, og enn var okkur sagt að þegja. Inni í þessu dimma sanctum sanct- orum, hinu allra helgasta, lá Lenín á upp- hækkuðum lík- börum í glerum- gjörð eins og fágæt dýrateg- und á safni. Fjórir hermenn gættu hans. Andlit hans og hendur glitruðu með gulum, vaxkenndum gljáa, yfir- skeggið og snyrtilegur hökutoppur- inn enn með ljósbrúnan lit, langar neglurnar lakkaðar. En meira að segja Lenín sjálfur hefur fengið að kenna á fráhvarfinu frá kommún- isma til kapítalisma. Robert Byron skýrði frá því árið 1933 að líkið væri í „hermannajakka sem hneppt- ur er um hálsinn". Núna er hann í dökkum jakkafötum eins og vellrík- ur bankastjóri. Að sögn stjórnarer- indreka i borginni var fyrir nokkr- um árum sett á hann nýtt bindi sem þótti meira au courant. Hvað kemur næst, mér er spurn - gullkeðjur? Eyrnalokkar? Herbergin í hýbýlum Leníns og Krúpskaja eru fábrotin, það eina sem skreytir þau eru slagharpa og gamall plötuspilari í setustofunni. Leiðsögumaðurinn trekkti hann og Inni í þessu dimma sanctum sanctorum, hinu allra helgasta, lá Lenín á upp- hækkuðum líkbör- um í gierumgjörð eins og fágæt dýr- ategundásafni. við hlustuðum á gjallandi tóna úr „Pathetique". Þegar ég leit út í gegnum regnið á dimm furutré Kremlar velti ég því fyrir mér hvað Lenín hugsaði þegar hann horfði úr þessum sama glugga á hátindi ferilsins. „Pathetique-sinfónían," sagði leiðsögumaðurinn og væmin rödd hennar skalf af geðshræringu. „Á henni hafði hann mestar mæt- ur.“ Hún sýndi mér svefnherbergið - tvo lága tjaldbedda úr járni. (Krúpskaja átti þó að minnsta kosti rúm; kona Dostojevskís lá saman- hnipruð á gólfinu á nóttunum eins og tryggur hundur við fætur hús- bónda síns.) Leiðsögumaðurinn horfði á rúm Leníns eins og það væri gröfin helga í Jerúsalem. Stífð- ur og hvítur rúmfatnaðurinn var snyrtilegur. Ég átti í mestu erfið- leikum með að standast þá freist- ingu að leggjast í rúmið. Hvað myndi leiðsögumaðurinn taka til bragðs? Kalla á hermennina; líða í ómegin og froðufella? Núna bugðast biðraðirnar um- hverfis nýja McDonald’s skyndibita- staðinn og liðast frá öllum tómu matvöruverslununum eins og eðlu- halar, en engar raðir eru lengur á Rauða torginu. Hvað varð um starfsmennina dyggu sem fræddu gestina í grafhýsinu, Lenín-madd- ömurnar okkar, sem sléttu lökin og héldu við eldinum? Eru þær komnar á eftirlaun? Hvar eru þær núna? Að malbika í holumar á götunum? Matreiða hamborgara á McDon- ald’s? Em þær komnar á atvinnu- leysisstyrk? Ég finn til með þeim. Eftir ævilanga dygga þjónustu er þeim ekki aðeins sagt að guð þeirra sé ekki til, heldur Lenín líka. Sama má segja um alla hina öreigana, sem áratugum saman óðu í villu og svima undir verndarvæng flokksins. Áður var ekki til sú gata í Moskvu þar sem ekki var rauður áróðursborði til að hvetja fólkið til að taka sig saman í andlitinu, styðja flokkinn, fara fram úr áætlunum og svo framvegis. (Þessi spakmæli vora þó ekki alveg til einskis. Eitt sinn stöðvaði hermaður Marshall fýrir of hraðan akstur og spurði hvert í andskotanum hann væri að flýta sér svona mikið. „Áfram sigur- braut kommúnismans,“ svaraði hann að bragði og las orðin á borða fyrir ofan. Hermaðurinn varð klumsa og leyfði honum að halda áfram.) Núna em jafnvel gríðar- stóm myndimar af stóm bræðmn- um Lenín og Marx, sem héngu ára- tugum saman yfír Rauða torginu, famar og í stað þeirra komnir stór- ir, heiðbláir borð- ar með áletran- um. Stirðbusa- háttur í Intour- ist Sumt breytist þó aldrei. Eitt af því er Intourist- ferðaskrifstofan. Þrátt fyrir alla áróðursborðana, skreytingarnar og önnur ánægjuleg merki um „nýja hugsun” stjórnvalda eru systurnar í Intourist óbreytanlegar og því fær perestrojka, Hanes-sokkabuxur og velvild umheimsins engu breytt. Hvernig er hægt að gleyma þessum dömum? Spékoppunum á þykkum kinnum þeirra, kámugum, kimu- berjarauðum vörum undir ljósu yfir- skeggi, vælinu sem ber keim af gremjunni er orsakast af áratuga kröfugeVðum ferðamanna um þjón- ustu - hvorki meira né minna. Stór bijóst þeirra rísa og hníga undir peysum úr mjúkri angóraull og skreyttum með myndum af kjöltu- rökkum og skærbláum satín-ham- borgurum. Peysurnar eru gjafir frá aragrúa af auðmjúkum viðskipta- vinum, sem samhentur hópur óbif- anlegra kvenvarga hefur hrætt til undirgefni. Kerlinganornirnar tala ensku reiprennandi en með tilgerð- arlegum og hörðum hreimi sem ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.