Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 5
: MÖRÖíiKiBLÁbifc)1 áútftíúÖÁGúfct * M: ’ÁpiííiL >í ðíéi Ráðist á Scud: F-15-þota búin til aðgerða. Heim úr árásarferð: Velþjálfaðir flugmenn. Dreifðu kröfum: Leifar Scud-flaugar eftir árás á Riyadh. B-52: Reyndust misjafnlega. fyrstu daga stríðsins. Hæfni F-117- vélanna til að forðast að þeirra verði vart í ratsjám gaf góða raun. Engin þeirra var skotin niður í stríðinu, sem stóð í sex vikur. Átta torséðu vélarnar og tvær tankvélar gerðu sama gagn og 75 herflugvélar og aðstoðarvélar, enda þurftu þær ekki vernd orrustuflug- véla að sögn Newsweek. Sumar flugvélar, sem hafa ekki verið fullmótaðar, reyndust einnig vel í stríðinu, þeirra á meðal J-Star- ratsjárvélin. Tvær flugvélar, sem geta staðfest liðsflutninga úr mikilli hæð, voru sendar til Saudi-Arabíu og aðstoðuðu við að finna íraskar skriðdrekasveitir, sem komu sér fyr- ir í nýjum varnarstöðvum vegna loft- árásanna. Óvinaratsjár lamaðar Sumar gamlar varaflugvélar reyndust ekki eins vel. B-52- sprengjuflugvélar komu að góðum notum þegar ráðizt var á stórar vopnageymslur, birgðageymslur og verksmiðjur, en gáfu ekki eins góða raun í árásum á íraska hermenn sem höfðu grafið sig niður, að sögn Horn- ers hershöfðingja. Mikið var gert úr hæfni B-52-véla til að skjóta Lýðveldisverðinum skelk í bringu, en það var ekki aðalhlut- verk þeirra. Sumar þeirra gátu hald- ið sig í sjö tíma yfir stöðum, þar sem talið var að Saddam hefði falið Scud- fiaugar, og komið í veg fyrir að þeim yrði skotið. Stundum gátu þær ráðizt á slíka staði þegar fréttir höfðu borizt um Scud-árás. Minna fór fyrir framlagi sex flug- vélamóðurskipa sjóhersins en flug- véla flughersins í lofthernaðinum. Af sex flugvélamóðurskipum á Persaflóa og Rauðahafi voru yfirleitt aðeins fjögur tilbúin að senda flug- vélar til árása í einu, þar sem hin þurftu að taka vistir. Rúmur helm- ingur flugvéla þeirra gegndu því hlutverki að vetja skip gegn hugsan- legum loftárásum íraka. Flugmenn F-16-flugvéla höfðu verið þjálfaðir í að nálgast skotmörk Vandlega valin skotmörk: Fjar- skiptastöð í Bagdad eftir loftár- ás. úr lítilli hæð til þess að forðast loft- varnaflaugar. Langdrægar Sam- flaugar ollu litlum erfiðleikum í írak eða Kúveit, en skammdrægar Sam- flaugar og loftvarnabyssur gátu reynzt hættulegar flugvélum, sem flugu í lítilli hæð. Þjálfa varð F-16- flugmenn í að varpa sprengjum úr 15.000 feta hæð. Loftvarnaratsjár voru gerðar óvirkar. Bandamenn beittu flugvél- um, sem voru búnar sérstökum trufl- unartækjum og búnaði, sem greindi ratsjár sem kveikt var á, og réðust á“pær með eldflaugum. Þetta hefur valdið Rússum áhyggjum vegna þess að þetta sýnir að Bandamenn hafa verulegt forskot á sviði rafeindavíg- búnaðar. Aðferðir í illviðri Þegar lofthernaðurinn var skipu- lagður var miðað við að ekkert tungl- skin yrði og spáð væri heiðskíru veðri er fyrsta árásin yrði gerð. Sautján tímum eftir að fyrstu sprengjurnar féllu hófst hins vegar mesta illviðraskeið, sem þekkzt hafði á Persaflóasvæðinu um 14 ára skeið. Vegna óveðursins gátu flugmenn- irnir ekki ráðizt á vandlega valin skotmörk sín í réttri röð samkvæmt lofthernaðaráætluninni. Því tók lengri tíma að lama loftvarnir íraka en ráðgert hafði verið og efnavopna- geymslur þeirra sluppu við skemmd- ir í fyrstu árásunum. Það olli skipuleggjendum loft- hernaðarins vonbrigðum að herflug- vélar bandamanna eyddu ekki írösk- um skriðdrekum nógu fljótt. Sá galli varð til þess að tvær nýjar árásarað- ferðir urðu til. Erfitt reyndist að velja falin og niðurgrafin skotmörk. Homer hers- höfðingi fól því sveit gamalreyndra F-16-flugmanna, sem höfðu haft reynslu af bardögum eða verið sér- þjálfaðir í að greina skotmörk ájörðu niðri, að njósna um tiltekin árásar- svæði fyrirfram og benda síðan árás- arflugvélum á hvar skriðdrekar og stórskotvopn íraka og annar liðsafli þeirra væru. Þessir „banajósnarar," sem Horn- er kallaði svo, fóru í eftirlitsferðir á daginn til að kanna 20 til 30 mílna svæði, svokallaða „drápkassa," og finna skotmörkin. Árásarvélamar þurftu minni tíma en ella til að leita að skotmörkunum og þessi nýja að- ferð varð til þess að flugnmenn ann- arra F-16- og A-10-flugvéla gátu farið fleiri árásarferðir á hveijum degi. Þegar árásir að degi til fóru að bera meiri árangur grófu írösku hermennirnir sig jafnvel enn lengra niður.'Skriðdrekar voru grafnir und- ir sandpokum og jafnvel þaulvanir flugmenn áttu fullt í fangi með að koma auga á þá. Skriðdrekabanar Yfirmenn loftárásanna fundu upp nýja aðferð til að ráðast á niður- grafna skriðdreka að næturlagi. Til þeirra árása vom notaðar F-15E- og F-lll-flugvélar búnar leysi- sprengjum og sérstökum skpjurum, sem greindu hita frá bryndrekum, sem komið hafði verið ömgglega fyrir í víggirtum skotgröfum og varnargörðum. Jafnvel þegar skrið- drekarnir væm grafnir tóku þeir í sig hita frá eyðimerkursólinni á dag- inn og geislunin frá þeim var hæg- ari en frá sandinum umhverfis þá, svo að þeir komu fram eins og heit- ir deplar á innrauðum leitartækjum árásarmannanna. Fyrstu nóttina þegar nýju aðferð- inni var beitt réðust fjórar flugvélar á níu skriðdreka. Nokkmm dögum síðar eyddu allt að 60 F-15E- og og F-16-flugvélar allt að 200 skrið- drekum á hverri nóttu. Þegar Lýðveldisvörðurinn fór að færa hergögn sín vegna loftárás- anna úreltust gervihnattaljósmyndir og myndir könnunarflugvéla of fljótt. F-16-flugvélar voru fengnar til að leita þeirra og að sögn News- week var ákveðið að þær skyldu aðeins búnar fosfórflugskeytum. Þegar þær urðu varar við vopnabún- að, sem Irakar höfðu komið undan, skutu þær fosfórskeytum til að lýsa upp skotmarkið og þungvopnaðár F-16-vélar komu á vettvang til að varpa sprengjum á skotmarkið. Árangur þessara „skriðdreka- bana“ Homers hershöfðingja batn- aði með hveijum deginum sem leið. Viku áður en landhernaðurinn hófst var talið að þeir eyddu daglega 100 til 150 íröskum skriðdrekum. Scud-flaugar vanmetnar Skipuleggjendur loftstríðsins vanmátu fjölda Scud-eldflaugapalla íraka. Um tíma var óttazt að Sadd- am hefði búið Scud-flaugar efnaodd- um og að Israelsmenn mundu svara árás slíkra vopna með kjarnorku- vopnum. Bandaríska leyniþjónustan fékk veður af því samkvæmt News- week að ísraelsmenn hefðu komið fyrir kjarnorkuvopnum til að skjóta þeim á írak. Hafðar voru tilbúnar áætlanir um það sem gera þyrfti í kjölfar kjarnorkuárásar, en Israels- menn héldu sig utan við stríðið. Cheney landvarnaráðherra fannst of seint ganga í aðgerðunum gegn Scud-flaugum íraka, en þær vöktu kurr. Því er haldið fram að í byijun loftstríðsins hafi 15% flugvéla band- amanna tekið þátt í leitinni að þess- um flaugum, þótt þær hefðu enga hernaðarþýðingu. írökum tókst að skjóta 81 Scud- flaug í stríðinu og þær töfðu fyrir því að árás gæti hafizt á landi. Þær Scud-flaugar, sem skotið var í lok stríðsins, virtust ónýtar og splundr- uðust áður en þær lentu. Þijár til fjórar sveitir F15E- og F-lll-flugvéla með innrauða skynj- ara voru teknar úr öðrum árásaverk- efnum til þess að ráðast á Scudpall- ana. Aðeins átta af skotmarkaskynj- urunum F-15E-vélanna voru að vísu (Saudi-Arabíu áður en stríðið brauzt út og aukaskynjarar voru fengnir frá skotæfingasvæðum í Bandaríkj- unum og sendir með hraði til Saudi- Arabíu eftir að styijöldin hófst. Horner hershöfðingi segir að skot- markaleitartæki hafi haft þau áhrif að árásirnar á Scud-flaugarnar hafi orðið helmingi árangursríkari en ella. Skipuleggjendurnir gerðu sér grein fyrir takmörkunum íraska flughersins áður en stríðið hófst, en þó furðuðu bandarískir flugmenn sig á lélegri frammistöðu þeirra. Skipu- leggjendurnir gerðu ráð fyrir að ír- aski flugherinn mundi beijast, þótt þeir hefðu veitt því eftirtekt að í átta ára stríði íraka og írana réðust aldrei fleiri en 50 til 60 íraskar flug- vélar til atlögu í einu. Flugmenn bandamanna sögðu að stundum hefði jafnvel gleymzt að slökkva á lendingarljósum írösku flugvélanna og því hefði verið auð- veldara að ráðast á þær en ella. „Það væri rangt þjá mér að segja að flugvélahættan hafi verið krefj- andi, erfið eða spennandi,“ sagði Glosson hershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.