Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MINIMING AB aq^upA<?yR 21. APRÍL 1991 24 C -aixa___L2. Olafur Þorsteinsson frá Háholti Fæddur 8. maí 1916 Dáinn 22. mars 1991 „Þá var sumar og sól.“ Þau orð komu mér fyrst í hug, þegar ég fijétti lát Ólafs Þorsteinssonar frá Háholti, vinar míns og frænda. Og hugurinn hvarflaði óðara heim á bemskustöðvar okkar austur í Gnúpverjahreppi. Við vorum mjög jafnaldara og oft rifjuðum við upp gleðidagana, sem við áttum saman í Ásaskóla og síðar sumrin góðu heima í Hlíð, bernskuheimili mínu, en þar var Óli kaupamaður í tvö sumur. Þá var „sólskin um daga, en döggfall um nætur“. Sumarið 1934 var afburða gott og grasspretta svo mikil, að menn mundu varla annað eins. Fósturfað- ir minn, Páll Lýðsson, sagðist ekki muna eftir öðrum eins slægjum nema ef vera kynni sumarið 1891, en það var í minnum haft. Þegar leið á þetta góða sumar 1934, var farið að tala um, að meiri mann- skap þyrfti, svo að hægt væri að nýta þessar miklu og góðu slægjur. Um mitt sumarið kom að hinni árvissu skemmtun á Álfaskeiði. Þangað fóru allir, sem vettlingi gátu valdið, en Álfaskeið er mjög fögur hömrum girt dalkvos í Lang- holtsfjalli í Hrunamannahreppi. Þar hittum við Óla Þorsteins, sem hafði ráðið sig í vegavinnu, en vildi gjam- an breyta til, ef þess væri kostur. Sáu Hlíðarmenn strax, að þar var kominn kaupmaðurinn, sem þá vantaði. Óli tók boði þeirra alls hugar feginn, svo framarlega sem hann gæti fengið sig lausan úr vegavinnunni. Það tókst og Óli kom með okkur heim um kvöldið og gekk að slætti með heimamönnum að morgni. Óli var aðeins 18 ára þetta sum- ar, en stóð fyllilega á sporði þeim, sem eldri voru, við heyskapinn og — Minning alla aðra vinnu. Var hann t.d. af- burða fljótur að binda, — sagðist reyndar hafa lært réttu handtökin í Hlíð. — Á þessum árum var allt hey bundið í bagga og flutt heim á klökkum oft langa og erfiða leið, svo að betra var að vel væri að verki staðið. Matur var færður á engjar og var þá gott að setjast niður í blíðviðrinu, hvort heldur var á Laufvelli, við Múlahornið, eða inni í Bjarnarhaga. Fyrir kom, að sláttumennirnir höfðú með mér tafl og tefldu stund- um í matartíma. Minntist Óli oft á, hvað þetta hefði verið góð hvíld og hvað hann hefði haft mikla gleði og gagn af þessu, enda voru Hlíðar- menn góðir skákmenn. Ævinlega breiddist bros yfir andlit Ólaf, er hann minntist þessara góðu gengnu stunda í sveitinni. Sá bernskuheim- ur er nú horfinn, en samt finnst mér sem hann leynist enn, í broji úr litlu Ijóði eftir Einar, son Óla: Fyrir utan túngarðinn stóð tjaldur á þúfu, horn í haga, en hrafnaklukka i laut, glókollur gætti hjarðar. Ólafur Þorsteinsson var fæddur í Háholti í Gnúpveijahreppi 8. maí 1916. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Bjarnason, fræðimaður frá Háholti, og Ingibjörg Þorsteins- dóttir frá Reykjum á Skeiðum. — Ólafur var yngstur 14 systkina, en 12 komust til fullorðinsára. Einn drengur dó mjög ungur og annar 14 ára. Nú eru fimm eftir af þessum stóra hópi, þrír bræður og tvær systur. Þarf ekki að lýsa, hve erfitt hef- ur verið að sjá svo stórum hóp far- borða, enda unnu systkinin mikið frá blautu barnsbeini heima og heiman. — Ingibjörg í Háholti dó frá þessum mörgu börnum árið 1923, en þá var Óli aðeins 7 ára. Eftir lát Ingibjargar bregður Þor- steinn búi og var Óli í skjóli hans á ýmsum bæjum í sveitinni, fyrst á Hæli hjá Kristjáni Sveinssyni frá Langholti, síðar bónda í Geirakoti. Óli var fermdur frá Eystra-Geld- ingaholti. Fljótlega fór hann að vinna fyrir sér, fyrst sem snúninga- drengur, en síðan var hann kaupa- og vetrarmaður. Tvo vetur var hann í Laugavatnsskóla, en vann við bú Bjarna skólastjóra á sumrin. Síðar var hann eitt ár á Þingeyrum í Húnaþingi og minntist þess jafnan með mikilli gleði._ Um 1940 er Óli farinn að aka áætlunarbíl fyrir Harald í Haga milli Reykjavíkur og Þjórsárdals. Á þeim árum kynntist hann konuefni sínu, Guðbjörgu Einarsdóttur, en hún ólst upp í Ásum hjá Ágústi Sveinssyni, föðurbróður sínum, og konu hans, Kristínu Stefánsdóttur. En foreldrar Böggu, eins og Guð- björg er alltaf nefnd, voru hjónin Sesselja Loftsdóttir frá Steinsholti og Einar Sveinsson frá Langholti, bróðir Ágústs, sem áður er getið. Óli og Bagga voru fjarskyld, bæði af Reykjaætt. — Þau voru gefin saman í Stóra-Núpskirkju árið 1945 og vegleg brúðkaupsveisla haldin í Ásum. Skömmu síðar flytjast þau til Reykjavíkur. Þar vann Óli við akst- ur og síðar afgreiðslustörf hjá ýms- um fyrirtækjum. Oft var leitað til Óla, ef kunnugan og öruggan bflstjóra vantaði, en þær voru ófáar ferðirnar, sem hann fór með fólk austur að Heklu í gosinu 1947. Árið 1961 tók Óli við gjaldkera- starfi hjá ísarn hf. og gegndi því starfi þar til líkamskraftar þrutu 1979. Hjá ísarn myndaðist mjög sérstætt og skemmtilegt samfélag, sem m.a. rnargir Hreppamenn áttu hlut að. Óli átti ekki minnstan þátt í þeim góða og hressandi anda, sem þar ríkti. Af fundi hans fóru allir léttir í lund. Hjónaband og heimilislíf Óla og Böggu var mjög farsælt. Þau áttu lengst af heima við Bústaðaveginn og tóku mikinn þátt í uppbyggingu Bústaðakirkju og safnaðarstarfs. Óli var einn af stofnendum Bræðra- félags kirkjunnar og söng í kirkju- kórnum. — Honum var einkar lagið að vinna með ungum sem öldnum. Óli vann víðar að félagsstörfum. Hann var í Árnesingafélaginu og lá þar ekkþ á liði sínu. Heimili Óla og Böggu stóð alltaf opið þeim, sem á þurftu að halda. Þangað voru allir velkomnir, og margt gert sér til gamans. Til dæm- is safnaðist ungviði í kringum Óla á gamlársdag, því þá var hann hjálparhellan við að hlaða virðuleg- an bálköst, svo að brennan yrði sem tignarlegust um kvöldið. Það var því ekki að undra, þótt krakkarnir úr nágrenninu vildu vera með hon- um_Óla á gamlárskvöld! Óli og Bagga eignuðust þrjú börn. Þau eru: Þorsteinn, dýralækn- ir, en kona hans er Þóranna Páls- dóttir, veðurfræðingur, — dætur þeirra eru þijár, Sigrún, Hjördís og Ánna. Einar, rithöfundur, kona hans er Guðbjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, en þeirra börn eru Védís og Sveinn. Áður átti Ein- ar soninn Hjört. Yngst barna Óla og Böggu var Sigrún, en hún dó 1970, aðeins 17 ára. Var þá mikill harmur og sár kveðinn að fjölskyld- unni, ekki síst Óla, en samband þeirra hafði verið mjög innilegt. Við fráfall Sigrúnar sefaði hann sárata harminn með ljóði, sem hann nefndi Sigrún. Ljóðið sýnir þann mikla kærleik og gleði sem þau feðgin áttu saman. Oli lét af störfum árið 1979 gjör- samlega farinn af kröftum. Hann gekk með ólæknandi sjúkdóm, sem n'efndur er MS. — MS-félagið var stofnað 1968, en aðalhvatamaður þess var Kjartan Guðmundsson, læknir. Hefur þar verið unnið mikið og gott starf, en örkuml eru örlög flestra MS-sjúklinga og hjólastóll- inn þá þrautalendingin. Svo var og um Óla. En hann átti góðá fjöl- skyldu og eiginkonu, sem aldrei brást. Hún var hans stoð og stytta, uns yfír lauk. — Lengst af dvaldist hann á heimili sínu í Sólheímum 27, en þangað fluttust þau hjónin, þegar Öli var orðinn bundinn við hjólastólinn. Seinustu árin var hann í_ dagvist á heimili MS-sjúklinga í Álandi 13 og undi þar vel sínum hag. Einnig var hann öðru hvoru á sjúkradeildinni í Hátúni. Óli var þeirrar gerðar, að hann varð aldrei gamall, þótt árunum ijölgaði. Æskubrosið fylgdi honum alltaf. Það leið að vori, er hann kvaddi. Hann var vorsins barn og elskaði vorið eins og þessar ljóðlínur hans sýna: Er vorsólin skín og vermir jörð þá vaknar líf um holt og börð og allt verður aftur gaman. Nú hvílir hann við hlið sinnar elskuðu dóttur, Sigrúnar. Ég þakka Óla alla gleðina, sem hann veitti og góðvildina, sem geisl- aði frá honum. Blessuð sé minning hans. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð. Birting af- mælis- og minning- argreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fýrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í Ijóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, bifvélavirki, Langholtsvegi 71, lést að kvöldi 19. apríl. Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurþórsson, Guðjón V. Magnússon, Koibrún Þorkelsdóttir, María Ó. Magnúsdóttir, Karl A. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaður minn, EINAR ÞÓRIR STEINDÓRSSON, Álftamýri 56, lést í Landakotsspítala föstudaginn 19. april. Elínborg Gísladóttir og fjölskylda. t Bróðir okkar, HALLDÓR SIGURJÓNSSON frá Minni-Bæ, Grímsnesi, andaðist 6. apríl sl. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarför hefur farið fram. Kaerar þakkir til þeirra, er önnuðust hann. Systkini hins látna. t Móðir okkar, VILBORG ÓLAFSDÓTTIR, Rauðalæk 53, Reykjavik, sem lést 16. apríl sl. verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30. Ólafur Stefán Sigurðsson, Þórður Örn Sigurðsson, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur og bróðir, GUÐMUNDUR BRYNJAR STEINSSON apótekari, Bjarmalandi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30. Erna Kristjánsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Ólafur S. Guðmundsson, Bára Ólafsdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Hlíf Steinsdóttir, Pétur Geirsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HREIÐAR LEVÝ JÓNSSON, Grettisgötu 71, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30. AuðurÁsa Benediktsdóttir, Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bogey R. Hreiðarsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Logi Snævar Hreiðarsson, Helga Völundardóttir, Hreiðar Hugi Hreiðarsson, Rósa Waagfjörð. t Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát og útför MARINÓS R. HELGASONAR, Drápuhlíð 3. Baldur Marinósson, Margrét Marinósdóttir, Ásta Marfa Margrétardóttir, Páll Ragnar Baldursson Andrés Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.