Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 32
 to-;jí7 1991 1t-■» f <;»' Halldór Jónsson hf. styrkir hársnyrtifólk HALLDOR Jónsson hf./Wella á íslandi iiefur ákveðið að styrkja íslenskt hársnyrtifólk veglega. Wella á ísalndi hefur nýlega hald- ið í samvinnu við SHHM Wella hárlit- unarkeppni og var það upphafið af því að stofnaður var sérstakur sjóður sem ber nafnið „Tokyo 92“ og lagði fyrirtækið Halldór Jónsson hf. fram 330.000 krónur sem stofnfé í sjóðinn. I reglum sjóðsins er kveðið á um hvernig honum skuli ráðstafað til þess að greiða ferðakostnað fyrir keppendur á heimsmeistarakeppnina í Tókýó 1992. Þá er sjóður þessi opin framlögum frá öðrum og er það von stjórnar sambandsins að þetta veglega framlag Halldórs Jónssonar hf. verði til þess að tryggja þátttöku Íslands í keppninni. Islenskt hársn- yrtifólk hefur sýnt það og sannað að það á erindi sem erfiði í þessa keppni. Halldór Jónsson hf./Wella hefur verið eitt af þeim fyrirtækjum í innflutningi á hársnyrtivörum sem hvað mest hefur styrkt íslenskt hársnyrtifólk til þátttöku í keppni erlendis á sl. 20 árum. A meðfylgjandi mynd er Kristján S. Sigmundsson framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar hf. að afhenda Lovísu Jónsdóttur varaformanni sambands hárgreiðslu- og hárskera- meistara stofnframlag í sjóðinn „ Tokyo ’92“. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/KGA íslendingar geta nú flogið dagflug til 80 borga I heiminum án þess að skipta um flugfélag... ...þeir fljúga með SAS i gegnum Kaupmannahöfn! Það fylgir því alltaf ákveðin röskun að þurfa að skipta oft um flugfélag á ferðalögum til útlanda. Það er best að láta einn aðila taka ábyrgð á allri ferðinni. SAS er tilbúið að axla þá ábyrgð. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. m/sas SAS á íslandi ■ valfrelsi i flugi! Laugavegi 3, sími 62 22 11 IMMMÉMMHaUHUMMHHMIMMMMMMMMHaMMaiMMMWMM* Doktor í læknisfræði BRYNJÓLFUR Jónsson bæklun- arlæknir, varði doktorsritgerð í læknisfræði við háskólann í Linköping í Svíþjóð 15. mars sl. Doktorsritgerðin er á sviði bækl- unarlækninga. Andmælandi var Pfir Slfitis, prófessor í bæklunar- lækningum við háskólann í Hels- inki. Doktorsritgerðin heitir Destruct- ive Rheumatoid Arthritis, epidemi- logical, economic and rheumas- urgical aspects. Fjallar hún um ýmsar fleiðingar liðasjúkdóma og sérstaklega um langt gengið form liðagigtar (iktsýki), sem hefur leitt til niðurbrots liðbijósks, aflögunar liða og hreyfiskerðingar. Ritgerðin byggist á rannsóknum, sem Brynj- ólfur hefur stundað undanfarin fjögur ár við háskólasjúkrahúsið í Linköping og þeim 8 vísindagrein- um, sem hann hefur skrifað um efnið að hluta til í samvinnu við sjúkrahúshagfræðinga. Brynjólfur er fæddur í Kaup- mannahöfn 15. mars 1954, son- ur Jóns Erlings Þorlákssonar, tryggingafræð- ings og Sigrúnar Brynjólfsdóttur, ritara hjá Há- skóla íslands. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og varð kandídat frá Læknadeild Háskóla íslands 1980. Árið 1982 hélt hann til Svíþjóðar í framhaldsnám í bækl- unarskurðlækningum og fékk sér- fræðiréttindi í þeirri grein 1987. Hann starfar nú á Slysa- og bækl- unardeild Borgarspítalans. Eigin- kona Brynjólfs er Dagný Guð- mundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Nýbýlavegi 18 Sími 641988 m/ IBESTAI HÆTTÍD1 AÐ BOGRA VIÐ bRIFIN! Il ú fást vagnar meö nýrri vindu þar sém moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! M. *r s *. a/t í'* » Ét * & #•*/# *.*•% £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.