Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 31
t 'MORGOTæUffi® 1 0§1 Skátar fylkja Iiði í tilefni sumarkomunnar. Fremstur á myndinni er Óskar Pétursson,. þáverandi félagsforingi Skátafélags Reykjavíkur. ' ’ , : _____________________________________ Skrúðganga skáta á Hagatorgi. Blómabeðin vakna til lifsins. SÍMTALID... ER VID MAGNÚS ODDSSON HJÁ FERÐAMÁLARÁÐI Viljum fleiríferðamenn utan háannatímam 27488 Ferðamálaráð góðan dag. — Góðan dag, er Magnús við? Augnablik. — Halló. — Blessaður Magnús, þetta er Brynja Tomer á Mogganum. Hvað eruð þið að bardúsa í Laug- ardalshöllinni? Ferðamálaráð allra Norður- landanna er að undirbúa Norrænu ferðakaupstefnuna sem nú er haldin í fyrsta sinn á íslandi, auk þeirra standa Finnair, SAS og Flugleiðir að þessari kaupstefnu. — Eigið þið von á mörgum gestum? Kaupstefnan er ekki opin al- menningi en um 400 aðilum hefur verið boðið að sækja hana. Þar af eru margir ferðasöluaðilar frá löndum utan Evrópu. Þetta er þess vegna stærsta tækifæri okk- ar hingað til, til að kynna ísland fyrir ferðaskrifstofufólki frá fjar- lægum löndum. — Síðast þegar ég vissi voru menn aðallega að láta sig dreyma um að efnaðir evrópskir ferða- menn heilluðust af íslandi, er sá draumur búinn að vera? Nei, alls ekki, ferðamönnum frá Evrópulöndunúm hefur fjölg- að mjög mikið á síðustu árum, en þeir koma enn flestir hingað á háannatíman- um, það er að segja á sumrin. Meginmarkmið okkar er að auka ferðamanna- strauminn utan þess tíma. Marg- ar hugmyndir hafa komið upp varðandi það og undanfarna mán- uði höfum við kannað sérstak- lega aukna mögu- leika á að kynna ísland betur sem hentugan stað fyrir fundi og ráðstefnur. — Ég veit að þú hefur mikið unnið að kynningu íslands á ferðakaupstefnum erlendis. Eru útlendingar jafn hrifnir af íslandi og við höldum fram? Já þeir eru það. Það er undan- tekning ef kvartað er undan öðru en verðlaginu, en íslendingar kvarta einnig undan því, svo það er ekkert undarlegt að aðrir geri það. — Það er líka ótnilega dýrt að ferðast innanlands. Er það stefna hjá ykkur að höfða fyrst og fremst til efnaðra ferðamanna í þeirri von að þeir skili okkur miklum gjaldeyristekjum? Nei, það er ekki stefna þeirra sem vinna að ferðamálum hér á landi að hafa ferðaþjónustu jafn dýra og raun ber vitni. Þetta hef- ur hins vegar þróast þannig, meðal annars vegna mikillar skattlagningar á slíka þjónustu. — Heyrðu, Magnús. Einu sinni varst þú kennari í Hagaskóla og varst frægur fyrir fimm aura brandara. Segðu mér nú einn slíkan í lokin. Ég verð bara bara að fá að lifa á þeirri fornu frægð ef einhver er, enda var þetta á þeim tíma sem fimmaurinn var fímmaur og þú og félagar þínir í Hagaskó- lanum voruð ekki kröfuharðir áheyrendur. — Já, já, það er rétt, tímamir hafa breyst og þú greinilega líka. Byijar kaupstefn- an á morgun? Jú og stendur í þijá daga. — Takk fyrir spjallið og vertu blessaður. Bless og takk sömuleiðis. „ÉG LIFI lífinu!" svaraði Engilbert þegar hann var spurður hvað hann væri að gera þessa dagana. Engil- bert er mikill stangaveiði- maður og talinn einn af bestu fluguhnýtingamönn- um á landinu. Eg hef verið að kenna flugu- hnýtingar og hnýti sjálfur töluvert," segir hann. „Svo gríp- ur maður alltaf í gítarinn annað slagið, en ég er ekkert í músík- inni að ráði.“ Engilbert kom fram í fyrra með Ðe lónlí blú bojs á skemmtistöðum þar sem „gömlu góðu dagarnir" voru rifjaðir upp. Engilbert hóf feril sinn sem söngvari á gullaldarárum rokks- ins á árunum fyrir 1960 og söng þá meðal annars dúett með Ein- ari Júlíussyni sem einnig átti eftir að verða þekktur dægur- lagasöngvari. Jafnframt söngn- um fór Engilbert að munda trommukjuða er fram liðu stundir og lék hann með Hljóm- um frá Keflavík á velmektará- rum þeirrar hljómsveitar. Engilbert sló rækilega í gegn þegar hann söng lag Gunnars Þórðarsonar Bláu augun þín á fyrstu hljómplötu Hljóma. Síðar átti hann eftir að syngja inná fjölmargar hljómplötur, bæði með Hljómum, Ðe lónlf blú bojs og á eigin vegum. Ennfremur söng Engilbert um skeið með HVAR ERU ÞAU NÚ? ENGILBERT JENSEN TÓNLISTARMAÐ UR Veiðir og hnýtir veiði- fiugur Haukum, sem nutu mikilla vin- sælda á þeim árum. Engilbert þótti og þykir enn með betri söngvurum sem kom- ið hafa fram í íslenskri dægur- tónlist og var iðulega ofarlega í vinsældakosningum sem tíðk- uðust á dagblöðum hér í eina tíð. „Ég ber alltaf hlýjar tilfmn- ingar til tónlistarinnar og ég hlusta alltaf mikið á tónlist,“ segir hann og heldur áfrain: „Ég fylgist með því sem er að ger- ast í tónlistarlífinu og er alls ekkert úti á þekju í þeim efn- um!“ Hvað varðar laxveiðarnar sem eiga hug hans allan núna segir Engilbert: „Ég er mikill útivistarmaður og nýt þess að vera úti í náttúrunni. Það skipt- ir engu aðalmáli að veiða marga eða stóra fiska. Það er hinsveg- ar svo mikið af augnkonfekti þegar maður er við vatnið; blár Engilbert þótti og þykir enn með betri söngvurum sem komið hafa fram í íslenskri dægurtónlist. Hann söng meðal annars „Bláu augun þín“ á eftir- ininnilegan hátt. Þessi mynd var tekin af Engil- bert árið 1976. himinn, fjöllin, hólar og dalir ...“ Engilbert hefur átt við veik- indi að stríða undanfarin ár og hefur meðal annars þurft að gangast undir skurðaðgerðir vegna nýrnasteina.„Ég er því miður ekki við góða heilsu núna, en ég horfi björtum augum til framtíðarinnar. Ég er bjartsýnn og er sannfærður um að maður fer lengst á því!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.