Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAB shnwpaqur 21. APRIL 1991 C 9 ár UIVIllVERFISMAL/Er annab lögmál varmafrœbinnar lykillinn ab lausn umhverfisvandamála? VAXANDIÓREIÐA ÓREIÐA er hugtak sem allir kannast við og með nokkuð glannalegri alhæfingu má segja að öll eyðum við ævi okkar í að sporna við óreiðu í einni eða annarri mynd. Hugtakið hefur hins vegar mjög ákveðna merkingu í raunvísindum, svo sem í efna- og eðlisfræði, og er raunar mælanleg stærð og eitt af s.k. ástandsföllum þessara greina sem eru grunnstærðir á borð við hitastig, rúmmál o.fl. Hér er ekki pláss fyrir fræðilegar skýringar á hugtakinu en téðar fræðigreinar leggja mjög áþekkan skilning í hugtakið og leikmenn gera. A erlendum málum kallast hugtakið entropy. Annað lögmál varmafræðinnar kveður upp mjög eindreginn úr- skurð; óreiða alheimsins fer vax- andi. Við því er ekkert að gera, ekki fremur en við öðrum náttúrulögmál- um, annað en að horfast í augu við það og skilja hvað það merkir. Ekki síst á það við með tilliti til þeirrar kreppu sem mann- kynið á í og hefur kannski alltaf átt í. Skólabókadæm- eftir Björn G. Jónsson in um óreiðuaukningu eru að loftteg- undir þenjast alltaf út og að hiti streymir alltaf frá heitari til kaldari hluts, séu aðstæður látnar í friði. Þetta er einfaldlega eðli hlutanna og algildar tilhneigingar í náttúr- unni. Vissulega má ímynda sér að lofttegund þjappi sér saman og að hiti streymi frá köldum til heitra hluta en það gerist ekki í raunveru- ieikanum nema beitt sé til þess vinnu/ í sinni algildustu merkingu má segja að hver einasti atburður í al- heiminum auki á nettó óreiðu hans en þó má finna litla bletti og kerfi þar sem stöðug vinna hefur minnkað óreiðuna. Helsta dæmið um það er einmitt Jörðin okkar og það líf sem hún fóstrar. En óreiðan hefur einnig tilhneigingu til að aukast hér og auðvitað er mannskepnan ekki svo skyni skroppin að hafa ekki gert sér grein fyrir eðli málsins. Segjum við ekki t.d. „að ekkert standist tímans tönn“? Því hefur stundum verið haldið fram að þróun lífsins á jörðinni bijóti í bága við annað lögmál varmafræð- innar. Þróun lífsins sé mörkuð breyt- ingu frá einföldum óreiðukenndum efnasamböndum til flókinna og reglubundinna efna og kerfa. Þetta er rétt ef haft er í huga að lífíð hefur þróast í þessa ólíklegu átt vegna þeirrar vinnu sem til hefur orðið vegna efnahvarfa á sólinni og þar þ.e.a.s. á sólinni hefur aukning óreiðunnar komið fram. Lífið á jörð- inni er þar af leiðandi ávöxtur af orku sem berst frá sólinni og hefur byggt upp flókið og ólíklegt kerfi en á kostnað þess að óreiða sólarinn- ar og þar af leiðandi alheimsins hef- ur aukist. Hér var nefnt að lífíð væri ólík- legft, einhvers konar ólíkindafyrir- bæri og satt að segja er óreiða einn- ig skilgreind út frá líkindum á að ákveðið ástand komi upp. Tökum til dæmis spilastokk. Hin fullkomna röðun er eins og þegar spilastokkur- inn berst okkur nýr í hendur. Litirn- ir raðast upp í ákveðinni röð, spaði, hjarta, tígull og lauf, spaðaásinn efst í stokknum og laufkóngur neðst. í byijun eru spilin á lágmárksóreiðu- stigi. Eftir stokkun er röð spilanna örugglega önnur, óreiða í spila- stokknum hefur áukist. Bridgefólk vill auðvitað hafa óreiðu í stokknum þegar gefið er, gamanið felst svo í því að vinna á óreiðunni, koma á hana böndum með leikreglum og hugarorku. Hús er byggt með ærinni fyrir- höfn og er ólíklegt fyrirbæri í al- heiminum. Hús verða ekki til af sjálfu sér, ekki eins og ís t.d. í frosti eða vatn í þíðu. Við hugsum okkur að það komi 14 vindstiga austanátt, gluggar brotna og innbú fýkur um holt og hæðir. Óreiðan hefur óneit- anlega aukist við svo hastarlega og óbeislaða vinnu vindsins. Síðan kem- ur jafnhvöss vestanátt (að hætti 3. feb. 1991) og líkurnar á því að allt fjúki til baka á sinn stað og allt verði eins og áður, gott og blessað, eru hverfandi. Aliar líkur eru á að enn meira tjón verði, að óreiðan aukist enn. Perlufesti, perlur festar upp á streng, er dæmi um fyrirbæri þar sem lögð hefur verið vinna í að stórminnka öreiðu, ekki síst ef mynstur er í uppröðun perlanna. Séu stakar perlur hins vegar hristar sam- an í einhveiju lokuðu hylki ásamt streng í nokkurn tíma eru ekki nokkrar líkur á því að þær raðist í Vilt þú verða skiptinemi? ★ ★ ★ ★ ★ Ert þú fædd(ur) 1974-75 eða 1976? Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? Viltu búa eitt ár í framandi landi? Viltu læra nýtt tungumál? Umsóknartími fyrir Ástralíu, S-Ameríku og Asíu er til 7. júní 1991. Upplýsingar fást hjá: >ifs4 Isundi Alþjóöleg fræösla og samskipti Laugavegi 59, 4. hæð, sími 91-25450, pósthólf 753, 121 Reykjavík. Opið daglega milli kl. 14 og 17. festi á nýtt. f seinni tíð hafa menn tengt óreiðuhugtakið æ meir við nýjar kenn- ingar um upplýsingar, (s.k. inform- ation theory). Á sama hátt og óreiðan hefur sjálf- sprottna til- hneigingu til að aukast hafa upplýs- ingar til- hneigingu til að dofna og glatast. Allir þekkja leikinn „að láta orðið ganga“. Orð sem hefur ákveðna merkingu er hvíslað frá manni til manns heilan hring og er gjarna merkingarlaust og hlægilegt þegar það er komið hringinn. Kjafta- sögur eru háðar sömu örlögum. En eru þetta ekki sjálfsagðir hlut- ir og óþarfi að hafa um þá mörg orð þegar mikilvæg mál eins og stjómarmyndun eru efst á dagskrá? Og kemur þetta umhverfísmálum virkilega eitthvað við? Raddir gerast háværar um að lyk- illinn að lausnum á umhverfís- og samfélagsvandamálum nútímans sé sá að tekið verði aukið tillit til hins algilda annars lögmáls varmafræð- innar um aukningu óreiðu alheims- ins. Mikilvægt sé fyrir almenning og ákvarðanavaldið að skilja hvað það felur í sér, hvaða leiðir það vísi okkur á varðandi framtíðarþróun á jörðinni og hvaða kaupmála það set- ur okkur mönnunum í sambúðinni við vistkerfi jarðar. Það var nefnt hér fyrr að lífið á jörðinni væri ólíklegt fyrirbæri og þar af leiðandi væri óreiða þess lítil. Hið flókna vistkerfi, vefur lífvera og ólífræns umhverfis er enn ólík- legra og býr okkur enn lægra óreiðu- stig. Lífið og vistkerfin búa einnig yfir miklu magni upplýsinga sem kerfíð geymir og eykur sífellt við. í erfðaefni einstakra tegunda, í sam- spili lífveranna innbyrðis og við ólíf- rænt umhverfi sitt eru fólgnar mikl- ar upplýsingar. Hér var einnig minnst á perlu- festi. Vegna stöðugs orkuinnstreym- is frá sólu hefur lífíð í ármilljarðanna rás skapað lífrænar og ólíklegar stórsameindir eins og DNA og ótal prótein, úr smærri einingum. Þetta eru perlufestar lífsins, varðveittar Óreiðuástand Líklegt og með takmörkuðum upplýsingum. og endurbættar á löngum tíma og með ærinni vinnu. Þær innihalda gríðarlegt magn upplýsinga. Útrým- ing tegunda og vistkerfa glatar upp- lýsingum að eilífu og eykur stórlega á óreiðu. Þetta er nú að gerast um allan heim, ekki síst í regnskógum hitabeltisins. Mengun er annað form óreiðu og núverandi ástand í orkumálum heimsins eykur óreiðuna í umhverfí okkar stórlega. Notkun á jarðelds- neyti, olíu, kolum og jarðgasi eyðir upp samsöfnuðu lífrænu efni sem hefur lágt óreiðustig. Við brennslu myndast CO2, sem er verðlaus loft- tegund frá orkusjónarmiði og safn- ast fyrir í andrúmsloftinu, veldur gróðurhúsaáhrifum og eykur á óreiðuna á jörðinni. Eina kerfið sem getur dregið úr óreiðuáhrifum CO2 er gróður jarðar en á sama tíma á hann undir högg að sækja. Þessi óreiðuaukning er ónauðsyn- leg. Næga orku er að fá frá sólu beint eða óbeint þar sem óreiðuaukn- ingin hefur þegar átt sér stað á sjálfri sólinni og enginn mannlegur máttur fær nokkru um það breytt. Notkun á hvers kyns sólarorku er því afar knýjandi mál einfaldlega til að hlífa umhverfi okkar hér á jörð- inni við aukinni óreiðu. í raun er mikið af þeim vandamál- um sem hijá okkur, á einn eða ann- an hátt tengt óreiðuaukningu hér á jörðinni, hvort sem um er að ræða umhverfismál eða önnur samfélags- mál. Hér skal staðar numið en bent á að lokum að annað lögmál varma- fræðinnar er allrar athygli vert í samtíma okkar. Skilaboð þess til hnípins mannkyns í vanda gætu hljóðað eitthvað á þessa leið: „Hlífið jörðinni við óþarfa óreiðu, njótið frekar ávaxtanna af því að hún eykst á himintunglum." ' Hugtakið vinna vísar í greininni bæði til almennrar og eðlisfræði- legrar merkingar þess, enda eru þær náskyldar. Peysudagar í Glugganum Úrvalið af peysum, peysujökkum og vestum hefur aldrei verið meira. Glugginn, Laugavegi40. Viltu verða kennari? Spennandi kennaranám í Danmörku 4ra ára kennaranám, innifalin m.a. 4 mán. námsferð til Asíu, 9 mán. starf úti í atvinnulífinu og 2x7 mán. æfingakennsla í skólum í Evrópu eða Afríku. Tekin eru lokapróf í öllum þeim fögum, sem tilheyra kennaranáminu. Nemendur búa í skólanum. Hringið og fáið nánari upplýsingar í síma 90 45 42 995544 (líka um helgar) eða skrifið á dönsku eða ensku til: Det Nodvendige Seminarium, Skorkærvej 8, 6990 Ulfborg, Danmörku. PHILIPS PHILIPS RYKSUGA Lítil um sig en fjölhæf með kraftmikinn mótor, 1100 Wött. Hljóðlátog létt í taumi. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 6915 15 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20 •.ísomuk^uk -rr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.