Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 Vinnslu n Hvíta víkingnum að Ijúka: MtÐ TRYLLTA GLÓD Hrafn Gunnlaugsson skrifaði kvikmyndahandrit og leikstýrir „Hvíta víkingnum" sem verður frumsýnd samtímis á öllum Norðurlöndunum 20. september næstkomandi. IAUGUi Hrafninn flýgur," „í skugga hrafnsins" og núna „Hvíti vík- ingurinn". Allar eiga þessar myndir það sammerkt að 1 fjalia um sama tímabilið, vera stór- kostlegar ævintýramyndir og byggð- ar á sögulegum staðreyndum. Þær eru frábrugðnar öðrum myndum um þennan tíma og mörgum finnst þær gefa trúverðugri og raunverulegri mynd af þessum heimi sem margir hafa reynt að túlka. Hrafn talar sjálf- ur um „hinar bijóstamiklu valkyijur" úr óperum Wagners og „líkamsrækt- armennina" úr tilraunum Hollywood- manna til að gera þessar myndir. Einnig talar hann um „vaðmálið úr , Skandinavíu“ í öðrum myndum sem 'gerðar hafa verið á Norðurlöndunum. Hver skyldi þá galdurinn við góða : sögulega ævintýramynd vera? Sænski leikarinn Tomas Norström leikur Þangbrand biskup. „Biskupinn er vondur maður, hann er valdsjúk- ur,“ segir Tomas um hlutverk sitt. Helgi Skúlason lek a eftirminm- iegan hátt í „Hrafiiamyndunum". Hér sést hann í hlutverki Þor- víta víkingnum". eftir Brynju Tomer myndir: Filmeffekt AS HVÍTIVÍKINGURINN er frumraun í norrænni samvinnu að því leyti að öll Norðurlöndin leggja mikið fjármagn til verk- efnisins og fulltrúar allra þjóð- anna hafa stóra verkþætti. Ann- ars vegar er um að ræða kvik- mynd sem verður frumsýnd samtímis á öllum Norðurlönd- unum 20. september næstkom- andi. Hins vegar er um að ræða þáttaröð fyrir sjónvarp sem ber sama heiti og fjallar um sama efni, það er að segja kristnitök- una. Hrafni Gunnlaugssyni, „Kurosawa Norðursins" eins og sumir nefna hann, var falið það verkefni að skrifa handrit um kristnitöku á Islandi og í Nor- egi. Segja má að Hrafn sé orð- inn sérfræðingur í gerð kvik- mynda um þetta efni enda er þetta þriðja myndin sem hann gerir um þennan tíma. „Allt er þegar þrennt er og þetta er síð- asta myndin í þessum dúr sem ég geri. Ekki vegna þess að mér þyki þetta ekki skemmti- legt viðfangsefni, heldur vegna þess að ég held að ég hafi sagt það sem ég get sagt um þennan tíma og tæmt „þennan undur- samleikans eigin þrotiausa brunn sem býr manni í brjósti“, eins og segir í kvæðinu,“ sagði Hrafn í samtali við Morgunblað- ið. Hann er nú staddur í Nor- egi, en hefur einnig verið á Filippseyjum og í París undan- farin tvö ár við gerð myndar- innar. Egill Ólafsson leikur hinn óbilgjarna Nor- egskonung sem er staðráðinn í að kristna hinn heiðna lýð. u a>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.