Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 30
I MQRGpXBLAÐJP. SAMSAFNHE) sunnudagur 21. APRÍL 1991 ao c ÚR MYNDASAFNINV ÓLAFUR K. MAGNÚSSON BRÁÐUM KEMUR BETRITJÐ... Alltaf hópuraf krökkum í kringum hann HANN SEGIST hafa verið feim- inn og óframfærinn sem barn, en þeir sem þekkja hann segjast ekki kannast við þessa þætti í fari hans núna. Hrólfur hefur verið ráðinn slökkviliðssljóri frá og með 1. desember næstkom- andi og hefur starfað hjá slökkvi- liðinu frá því 1980. þar af hefur hann verið varaslökkviliðsstjóri í niu ár. Eg var kjarklaus og vogaði mér aldrei langt frá heimilinu," segir Hrólfur. Hann er sonur hjón- anna Jóns Magnússonar húsgagna- smiðs og Sigrúnar Siguijónsdóttur. Hrólfur fæddist í Reykjavík 24. jan- úar 1955 og á einn eldri bróður, Þorkel. Hann ólst upp í Hlíðunum. og gekk fyrst í Hlíðaskóla og síðan í Iðnskólann þar sem hann lærði húsasmíði. Þar með var skólagöngu hans ekki lokið því hann lærði enn- fremur byggingatæknifræði í Tækniskólanum og brunavarna- verkfræði í Svíþjóð. Hrólfur er kvæntur Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur og eiga þau þijú börn, Sigrúnu Ingu, Steinunni Björgu og Ragnar Jón. Þorkell Jónsson, bróðir Hrólfs er ekki sammála bróður sínum hvað feimnina og óframfærnina varðar. „Eg man ekki betur en hann hafi ætíð verið með eindæmum félags- lyndut’ og það hafí alltaf verið hóp- ur af krökkum í kringum hann,“ segir Þorkell. Hann minnist þess að Hrólfur hafi ætíð verið reiðubú- inn að „redda málunum" og hafi verið virkur í skátahreyfingunni. „Hann var driffjöður og duglegur að drífa fólk með sér í alls kyns verkefni. Hann var alltaf vel liðinn og þó það hafi stundum skorist í odda, var hann aldrei langrækinn og 'reiðin rann fljótt af honum,“ segir Þorkell og heldur áfram að rifja upp: „Þar sem ég er töluvert eldri en Hrólfur passaði ég hann stundum. Hann var fjörugur og atorkumikill krakki. Einu sinni vor- um við að leika okkur við lækjar- pytt og í hita leiksins datt Hrólfur kylliflatur í pyttinn. Þegar ég kom heim með hann rennandi blautan og forugan upp fyrir haus fékk ég á baukinn fyrir að hafa ekki passað hann nægilega vel!“ Símon Gissurarson er tveimur árum eldri en Hrólfur og ólst upp í sömu götu og hann. Með þeim tókst þó ekki eiginleg vinátta fyrr en á unglingsárunum. „Ég man vei eftir Hrólfi í Hlíðunum þegar við vorum smápattar,“ segir Símon en bætir við að þar sem tvö ár hafi verið á milli þeirra hafi þeir ekki verið í sama vinahópi. „Við kynnt- umst betur þegar við vorum saman í Iðnskólanum og síðar í TækniskÓl- anum. Þá kynntist ég betur hæfi- leikum Hrólfs í mannlegum sam- skiptum. Hann var alltaf hreinn og beinn í framkomu, hreinskilinn og hress. Hann var alltaf boðinn og búinn þegar félagslíf var annars vegar og hefur alltaf haft góða kímnigáfu. Ef ég væri beðinn um að skrifa meðmæiandabréf með Hrólfi myndi ég gefa honum bestu meðmæli. Hann er traustur og ábyggilegur maður.“ Sumarkoman hefur alla tíð skipað þýðingarmikinn sess í hugum íslendinga, ekki síst fyrr á öldum, þegar vetrarmyrkrið lagðist þyngra á mann- fólkið en nú gerist á tím- um rafmagns og ljósa. Engu að síður gerum við Islendingar okkur enn dagamun á sumardag- inn fyrsta, og munum vonandi halda þeim sið um ókomna tíð. Sumar- dagurinn fyrsti er einmitt næsta fimmtudag og af því tilefni birtum við myndir sem teknar voru í Reykjavík á fyrsta degi sumars fyr- ir um það bil tuttugu árum, í kring- um 1970. Þá, eins og nú, settu skátar svip sinn á hátíðahöldin, og eru tvær myndanna af skrúðgöngu þeirra í tilefni dagsins. Á þriðju myndinni eru ungar blómarósir á tali í miðbænum og á hinni íjórðu má sjá að gróður er farinn að taka við sér og er hugsanlegt að sú mynd sé tekin nokkru síðar. Veturinn hefur farið fremur mild- um höndum um okkur að þessu sinni, að minnsta kosti á sunnan- verðu landinu, og von- andi verður sumarið einnig gott um allt land. Það er því tímabært að rifja upp orð skáldsins er svo maslti forðum: Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta, langa sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi, einkum fyrir unga drengi. Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur, og kýrnar leika við hvurn sinn fingur. SUNNUDAGSSPORTID. . . . LYFTINGAR i „ÞAÐ MÁ skipta lyftingum í tvo flokka, kraftlyftingar og ólymp- ískar lyftingar, sem er mun eldri íþróttagrein eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Birgir Þór Borgþórsson. Birgir byijaði að æfa ólympí- skar lyftingar, það er að segja snörun og jafnhöttun, þegar hann var 13 ára. Hann keppti í mörg ár og er margfaldur verð- launahafi í íþróttinni. Nú er Birgir 32 ára og vinnur í íslandsbanka. „Ég ákvað að taka mér nokkurra mánaða hvíld frá lyftingunum," segir hann og bætir við að hann hafi þó ekki al- farið lagt stöngina á hilluna. „Það er grundvallar- munur á ólympísk- um lyftingum og kraftlyftingum. Þær fyrrnefndu byggja fyrst og fremst á fimi og snerpu. Kraftur- inn skiptir ekki eins miklu máli og í kraftlyftingum sem krefst ró- legra seigluátaka. Ólympískar lyftingar hafa verið keppnisíþrótt frá því um aldamótin en kraftlyftingar eru tiltölulega ný íþrótt.“ Birgir æfði fimleika í þijú ár áður en hann fór að æfa lyftingar og segir að sú æfing hafi komið sér til góða í lyftingunum, „enda gat ég tekið flikk flakk heljarstökk þó ég væri orðinn 100 kíló,“ segir hann og glöttir. Hann segir að lyftingar krefjist mikillar einbeit- ingar og félagsskapurinn sé góður og skemmtilegur. „Ég hef kynnst öllum mínum nánustu vinum í gegnum lyftingarnar. íþróttin er þess eðlis að í hana sækja sérstak- ir karakterar, sem margir em stór- skemmtilegir!" PANNIG... ÞVÆR Hallgrímur Þorsteinn Magnússon læknir á sér hárið „ÉG HÆTTI að nota sjampó síðastliðið sumar og þvæ núna á mér hárið í útisturtu þegar ég er búinn að synda á morgnanna. Ég þvæ það eingöngu með vatni og bursta svo hársvörðinn með litlum bursta," segir Hallgrímur Þorsteinn Magnússon læknir i Heilsuræktinni á Selt- jarnarnesi. Hallgrímur er þekktur fyrir óhefð- bundnar lækningar og stundar meðal annars hina fornu kínversku nálastunguaðferð. Hallgrímur segist hafa haft flösu áður en hann hætti að nota sjampó. „Fiasa stafar af lé- legri starfsemi lifrarinnar samkvæmt aust- rænni læknisfræði. Líkaminn reynir að hjálpa lifr- inni við að losa eiturefni í líkamanum í gegnum höfuðleðrið," segir hann. „Það má svo sem nota flösusjampó eða tjörusjampó til að losna við þessi einkenni. Líkaminn losnar þá ekki við eiturefnin með þessu móti og það kemur einfaldlega niður á annarri líkamsstarfsemi. Eitt af fyrstu lögmálum lífsins er að viðhalda lífinu með því að allt sem lifir hreinsi sig. Þannig notar líkami okkar, sem fær of mikið af eiturefnum, meðal annars með of mikilli sápunotkun, mikinn kraft til að reyna að hreinsa sig. Þetta á ekki bara við um manninn, heldur allt sem lifir á jörðinni." - Þú ert af mörgum talinn öfgafullur, Hallgrím- ur. Ertu það? „Ég er það að áliti margra eins og þú segir. Ég get ekki þjónað tveimur herrum. Ef ég prédika heilbrigðari lífsstefnu verð ég að þekkja hana sjálf- ur af eigin raun og lifa samkvæmt henni. Hún Hallgrímur fer í sund á hverjum morgni og þvær hárið í útisturtunni án þess að nota sjampó. „Hárgreiðsludaman er ánægð með árangurinn," segir hann. verður að vera hluti af sjálfum mér. Svo einf- alt er það.“ - Hvernig gekk þér að venja hárið af sjampói? „Eftir tíu daga fór hárið að verða feitt og var þannig í rúman mánuð. Síðan varð það líf- legra og hárgreiðsludaman mín er allavega glöð að sjá bæði hárið og hársvörðinn núna sem hvort tveggja er mun heilbrigðára en áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.