Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ POSTUDAGUR í. 'mÁÍ ??991 )M VEÐUR MorgunDiaoio/Arm ðæœrg Utför Benedikts Blöndal, hæstaréttardómara Útför Benedikts Blöndal, hæstaréttardómara var gerð frá Dómkirkjunni í gær, að viðstöddu fjölmenni. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson jarðsöng og organisti var Marteinn H. Friðriksson. Við athöfnina söng Dómkórinn og Lovísa Fjeldsted lék á selló. Úr kirkju báru kistuna þau Benedikt Sveinsson, Jón Sigurðsson, Ágúst Fjeldsted, Hákon Ámason, Hjörtur Torfason, Bjami K. Bjamason, Þór Vilhjálmsson og Guðrún Erlendsdóttir. VEÐURHORFUR í DAG, 3. MAÍ YFIRLIT: Suðvestur af landinu er lægðardrag sem þokast austnorð- austur en yfir Scoresbysundi er 1.012 mb lægð á hreyfingu austsuð- austur. Vestur af írlandi er allmikil 1.042 mb hæð. SPÁ: Norðan og norðvestan gola eða kaldi. Víðast úrkomulaust en e.t.v. smáskúrir norðaustanlands og súld við suðvesturströnd- ina. Léttskýjað suðaustanlands. Hiti 3-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðlæg átt og rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustanlands. Hlýtt. HORFUR Á SUNNUDAG:Vestlæg átt. Skúrir vestanlands og við norðausturströndina, en annars þurrt og víða léttskýjað suðaustan- lands. Fremur svalt í veðri. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðán, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # ----------------- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir # V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur pÁ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 14 siskýjað Reykjavik 8 alskýjað Bergen 8 léttskýjað Helslnki 8 þokumóða Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 3 alskýjað Osló 12 skýjað Stokkhólmur 4 súld Þdrshöfn 8 léttskýjað Algarve 18 heiðskfrt Amsterdam vantar Barcelona 14 skýjað Beriín 8 skýjað Chlcago 7 léttskýjað Feneyjar 13 rigning Frankfurt 10 skýjað Qlasgow 16 «o to 1 Hamborg 8 alskýjað Las Palmas vantar London 10 skýjað LosAngeles 10 helðskírt Luxemborg 7 8kýjað Madríd 12 skýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 13 skúr Montroal 9 skúr á s. klst. NewYork 14 léttskýjað Orlando 22 heiðskfrt Parls 10 skýjað Róm 20 léttskýjað Vln 16 skýjað Washíngton 17 lóttskýjað Winnipeg +2 snjóél á s. klst. Hækkun gjaldskrár Landsvirkjunar: 8% hækkun þýðir 4,8% verðhækkun á rafmagni til neytenda HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að komi til 8% gjaldskrárhækkunar Landsvirkjunar muni áætlaður greiðsluhalii fyrir- tækisins í ár lækka úr 784 milljónum króna í 597 milljónir, en eftir sem áður muni ekkert fé fást úr rekstri fyrirtækisins til fjármögnunar framkvæmda. Komi til þessarar hækkunar á næstunni muni það leiða til 4,8% hækkunar á smásöluverði rafmagns, sem þýði 0,072% hækkun framfærsluvísitölu, eða hækkun hennar um 0,11 stig. Halldór Jónatansson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gjaldskrá Landsvirkjunar hafi verið lækkuð meira á undanfömum árum en af- koma fyrirtækisins þoli, miðað við þá kröfu laga um Landsvirkjun að raforkuverð samkvæmt gjaldskránni skuli við það miðað að eðlilegur af- rakstur fáist af því fjármagni, sem á hveijum tíma sé bundið í rekstri fyrirtækisins svo það geti jafnframt með eigin fé fjármagnað virkjana- framkvæmdir sínar án þess að taka til þess lán meira en góðu hófi gegni. Hann segir að það sé sameiginlegt álit Landsvirkjunar og Þjóðhags,- stofnunar að til að ná þessum mark- miðum þurfí arðgjöf af eigin fé fyrir- tækisins að vera á bilinu 3-5% á ári, en miðað við 8% verðbólgu í ár og fast gengi eins og það var skráð um miðjan apríl síðastliðinn verði arð- gjöfin í ár hinsvegar aðeins 0,7% miðað við óbreytta gjaldskrá, en miðað við 8% hækkun yrði arðgjöfin um 1,4%. „Um þessar mundir fer fram at- hugun á þörfinni fyrir 'leiðréttingu gjaldskrárinnar, en Þjóðhagsstofnun mælti með því í desember síðastliðn- um að gjaldskráin hækkaði um 8-9% hinn 1. janúar 1991. Sjálfur hafði ég lagt til 12% hækkun, en stjórnin samþykkti hinsvegar aðeins 5% hækkun. Þá hafði gjaldskráin ekki verið hækkuð síðan 1. október 1989. Með hliðsjón af þessu má segja að Landsvirkjun eigi inni hækkun, en til þess að ná sömu tekjum 1991 og 8-9% hækkun 1. janúar hefði gefið, þá þyrfti gjaldskráin að hækka um 7-8% um mitt þetta ár. Hefði þeirri stefnu verið fylgt, sem mörkuð var 1986, að lækka raunverð raforku til almenningsveitna um 3% að jafnaði á ári síðastliðin fimm ár í stað um 5,5% eins og verið hefur í reynd, þá væri verðið nú 15% hærra og um- rætt gjaldskrárvandamál ekki fyrir hendi," sagði hann. Áætluð rekstrargjöld Landsvirkj- unar í ár eru 5.419 milljónir króna, en þar af er fjármagnskostnaður 3.664 milljónir, og almennur rekstr- arkostnaður 1.755 milljónir kr. Hall- dór sagði að á undanfömum árum hefði Landsvirkjun tekist með hag- stæðum skuldbreytingum að ná fram umtalsverðum lækkunum á fjár- magnskostnaði. „Þá hefur Lands- virkjun leitast við að halda almennum rekstrarkostnaði niðri eins og unnt er án þess að tefla rekstrarörygginu í hættu. í því skyni féllst stjóm fyrir- tækisins í janúar síðastliðnum á til- lögu frá mér um 100 milljóna króna lækkun á ýmsum rekstrarliðum áður samþukktrar rekstraráætlunar fyrir 1991, og ‘er hér bæði um að ræða sparnað vegna hertra aðhaldsað- gerða og frestun viðhaldsaðgerða. Staðreyndin er sú að miðað við al- mennar verðlagshækkanir hefur raf- magnsverð Landsvirkjunar farið lækkandi á undanförnum árum, og ekki er ástæða til að ætla annað en svo verði áfram til lengri tíma litið, þótt það geti alltaf gerst að beita þurfi gjaldskrárhækkunum til að vinna upp raunverðslækkanir þegar skammtímasjónarmið í verðlagningu orku hafa raskað langtímamarkmið- um. Að velta vandanum á undan sér er aðeins skammgóður vermir, en slíkt kallar á auknar lántökur sam- fara hærri íjármagnskostnaði, sem rafmagnsnotendur verða fyrr eða síðar að greiða með hærra rafmagns- verði," sagði Halldór Jónatansson. Hagfræðingur ASÍ; Reikna með að ASI mótmæli hækkun „VIÐ höfum ekki farið ofan í þetta dæmi Landsvirkjunar, en ég er nokkuð viss um að það er Bolli Gústavs- son vígslubisk- up á Hólum SÉRA Bolli Gústavsson í Lauf- ási hefur verið kjörinn vígslu- biskup í Hólastifti og verður vígður 1 Hóladómkirkju 23. júní. Séra Bolli hlaut 18 atkvæði, séra Þóhallur Höskuldsson á Akureyri 10, séra Kristján Valur Ingólfsson á Grenjaðarstað 6 og séra Sigurður Sigurðarson á Selfossi 1. margt dæmið í þjóðfélaginu, sem er mun erfíðara en dæmi Lands- virkjunar," segir Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, um þá skoðun Halldórs Jónatanssonar, forsljóra Lands- virkjunar, að hækka þurfi gjald- skrá fyrirtækisins um 7-8% á næstunni. Ari sagði að ef af þess- ari hækkun yrði, þá reiknaði hann með að ASÍ myndi mótmæla henni. „Þegar kjarasamningurinn var endumýjaður í nóvember, þá fannst okkur liggja nokkurn veginn á borð- inu að ekki stæði til að hækka neitt þjá Landsvirkjun. Það eru eflaust fjölmörg fyrirtæki í landinu, sem gætu þess vegna mælt með 12,15 eða 20% hækkun á þjónustu sem þau selja. Mér finnst þessi hugsunar- háttur heyra fortíðinni til, en menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum byijuð að lifa við aðrar aðstæður en giltu þá og við erum að vonast til þess að við getum það áfram. En ef allir halda áfram að hugsa svona þá gengur það ekki, og við förum aftur í sama gamla farið. Við vinnum ennþá eftir þeim markmiðum, sem við settum þegar kjarasamningurinn var gerður fyrir meira en ári, að vernda kaupmáttinn í gegnum verðlagsaðhald. Þess vegna hljótum við að mótmæla öllu, sem fer út fyrir það sem við teljum eðlilegt," sagði Ári Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.