Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 41 En einkum snerist þó hugur okk- ar um bækur og blaðaútgáfu. Ótelj- andi voru ferðir okkar í Hólaprent og aðrar prentsmiðjur til að fá „renninga", afgangspappír í glans og besta efni. Ur þessu sniðum við svo jólabókaflóð og hugvitsamlega titla, en ekki voru nú allar þessar bækur skrifaðar til fulls. Það voru hins vegar blöðin, jafnt landsmála- blöð, sem einkum létu sig varða pólitík og menningarmál sem heim- ilisblöð er sinntu ýmiss konar sér- áhugamálum. Þessi blöð voru sam- viskusamlega skrifuð með prent- stöfum, og hét Muninn eitt hið merkasta; þau komu reyndar aldrei út nema í einu eintaki (í besta falli tveimur), þó að tölublöðin yrðu býsna mörg, og eru því fágæt og augljóslega eftirsóknarverð bóka- söfnurum í dag; ég held reyndar að Muninn sé geymdur í góðri kompu fram á þennan dag. Það fylgdi auðvitað þessari blaðaútgáfu, að reka þurfti ýmis fyrirtæki, sem síðar mátti flytja fregnir af á síðum blaðanna; þannig man ég t.d. eftir kvikmyndafélaginu Skuggsjá, sem rak umfangsmikia íslenska kvik- myndagerðarframleiðslu í stríðslok. Þessir leikir Benedikts lýsa auð- vitað þeim fijóa hug sem einkenndi störf hans, þegar hann komst til manndóms og þroska. Ekki síst er vert að huga að þætti bókarinnar í þessum leikjum, sem ég hygg hann hafi átt allt frumkvæði að. Hann hafði alla tíð ást á bókum, eignaðist smám saman fágætt og vandað bókasafn, og var sérlega útsjónarsamur, þegar hann var að lauma að vinum sínum tækifæris- gjöfum — einhverri bók, sem hann vissi að kom sér rétt og vel. Benedikt var nefnilega mikill húmanisti, sem og líka kom fram í starfi hans að líknarmálum. Eg fann þetta hvað best, þegar hann var í Achen veturinn eftir stúdents- próf í svolítilli sjálfsleit, og við stóð- um í tíðum bréfaskriftum. Þetta var erfiður tími fyrir Benedikt, því að um svipað leyti barðist móðir hans við sama sjúkdóm og nú hefur lagt hann að velli. Benedikt var sem kvika og ekki ráðinn hvert skyldi halda. Eg hygg, að hann hafi þá fundið í lögfræðinni þá kjölfestu, sem hann þarfnaðist. En jafnframt fékk húmanismi hans útrás í þeirri réttlætiskennd, sem þarf að vera drifijöður og aðal hvers góðs lög- fræðings. Nú skiljast leiðir — á þessu til- veruskeiði að minnsta kosti. Með fátæklegum orðum er aðeins hægt að flytja Guðrúnu konu hans og þeirra efnilegu börnum samúðar- kveðjur, og þakka Benedikt sjálfum fyrir samfylgdina. Sveinn Einarsson Kveðja frá Rauða krossi Islands Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari er látinn, 56 ára að aldri. Hans er hér minnst sem ötuls og úrræðagóðs rauðakrossfélaga og forystumanns Rauða kross íslands. Benedikt sat í aðalstjórn RKÍ á árunum 1973-1986, þar af formað- ur árin 1982-1986. Benedikt hélt áfram tryggð við rauðakrossstarfið eftir að hann lét af formennsku með þátttöku á aðalfundum félags- ins. Sjálfur kynntist ég Benedikt á þeim árum er hann var formaður RKÍ. Þá kom Benedikt á þeirri skip- an sem síðan hefur haldist að fram- kvæmdaráðið, sem í eiga sæti auk formanns, tveir aðrir stjórnarmenn, kæmi saman ásamt framkvæmda- stjóra í býti dags áður en hver héldi til sinnar vinnu. Þessara morgun- funda og Benedikts sérstaklega minnist ég með ánægju, ekki hvað síst vegna „ulandagskrárum- ræðna“ um menn og málefni. I þeirri umræðu kom vel í ljós víðtæk þekking og reynsla Benedikts. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir mikilsmetinn lögmann með um- fangsmikla starfsemi á eigin stofu auk annarra verkefna að gegna jafnframt ábyrgðarstarfi sem sjálf- boðaliði. Einlægur áhugi Benedikts og trú á hugsjónir Rauða krossins var honum næg hvatning. í stjórnarstörfum leitaðist hann við að sætta ólík sjónarmið og ná fram samstöðu. Hann gat verið fastur fyrir en tók vel öllum rökum og gat auðveldlega gert þau að sínum ef svo bar við. Eg gladdist því er Benedikt var skipaður hæsta- réttardómari, annars vegar vegna þess að ég vissi að til þess stóðu vonir hans og hins vegar að ég taldi tvímælalaust að reynsla hans og dómgreind kæmu þar að miklum notum. Sá tími er hans naut þar við hvað hins vegar mun skemmri en nokkurn óraði fyrir. Rauðakross- fólk syrgir góðan félaga og þakkar vel unnin störf í þágu mannúðar. Ekkju Benedikts, Guðrúnu Karls- dóttur, og börnum þeirra, Karli, Lárusi og Önnu, svo og öðrum ætt- ingjum votta ég fyrir hönd Rauða kross Islands innilega samúð og bið góðan guð að styrkja þau í mikilli sorg þeirra. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands. Hörður S. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 2. október 1933 Dáinn 24. apríl 1991 Hann elsku afi okkar, Hörður S. Jónsson, er dáinn. Æ, svo óvænt, og missirinn svo mikill og sár. Hann sem alltaf var svo ljúfur og góður og aldrei lét styggðaryrði falla í okkar garð. Við vorum litlu „sólargeislarnir" hans afa, sem hann umvafði ást og mikið var hann nú alltaf ánægð- ur að sjá okkur. Hún elsku Ella amma stríddi honum nú stundum á því að „hveij- um þætti sinn fugl fagur“, en ekki lét hann afi nú af því að „grísling- arnir“ þeirra litlu væru alveg ein- stakir, allavega í hans augum. Alltaf hafði hann afi áhuga á því sem við og mamma og pabbi höfð- um fyrir stafni, hvort heldur var í leik eða starfi. Skarðið mikla, sem nú hefur myndast í hópinn okkar, verður aldrei fyllt. — Við höfum þó hvert annað og vitandi það að hann elsku afi okkar sleppir hendinni ekki svo létt af „sólargeislunum“ sínum litlu, reynum við að líta mót hækkandi sól, glöð í bragði og með þann ásetning efstan í huga að hugsa vel um hana ömmu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja frá barnabörnum SÍUNGUR LÁTPRÚÐUR BUÐUR CDCDÐT1ID 3ri3\i\i Ui\ NÆGJUSAMUR DULÚÐUGUR ÖRLÁTUR DÁÐliR EFTIRLÁTUR CMJMUR Þetta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. DAIHATSU APPLAUSE - pröfaðu bara! mmm AÐ 100.000 KM Ik A Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENI8 • SÍMI91 - 68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.