Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 50
ffi- MOHGUNBUpiD ,gQ?XU.DAý;UR, ii, MAÍ, j9?i fclk f fréttum Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hlynur Aðils Vilmarsson heiðraður af Eddu Borg. Efnilegasti gítarleikarinn, Ólafur Þór Ólafsson, tekur við viður- kenningu hjá Friðriki Karlssyni. TONNAM Hljóðfæra- leikarar heiðraðir Lokið er fyrir stuttu Músíktil- raunum Tónabæjar og Stjörnunnar, en þar keppti 21 hljómsveit um hljóðverstíma. Til viðbótar við þau verðlaun verð- launuðu Tónskóli Eddu Borg og Nýi tónlistarskólinn efnilegasta hljómborðsleikarann og gítarleik- arann með veglegum námskeið- um. Efnilegasti hljómborðsleikar- inn var sá fjölhæfi tónlistarmaður Hlynur Aðils Vilmarsson, sem lék á gítar í dauðarokksveit sinni Strigaskóm nr. 42 og á hljómborð í annarri sveit sem hann stýrði, dauðdiskósveitinni No Comment. Efnilegasti gítarleikarinn var tal- inn Ólafur Þór Ólafsson úr Suður- nesjasveitinni Jónatan, sem stát- aði af framúrskarandi söngkonu og lék framsækna popptónlist. Hlynur Aðils og Strigaskómir sigruðu á sínu undanúrslitakvöldi, en urðu að láta í minni pokann úrslitakvöldið. Jónatan náði ekki í úrslit, né heldur No Comment. Sigurhljómsveitir voru Infusoria, Trassamir og Mortuary. Omega-3 duft Omega Dry n-3 Nú á íslandi Færð þú nóg af fjölómettuðum omega-3 fitusýrum sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar? Borðar þú lítið af fiski? Ef svo er þá höfum við ráð við því. Omega Dry n-3, sem inniheldur 30% omega-3, er nú fáanlegt í duft- og pilluformi. Bæta má Omega Dry n-3 í matvæli, t.d. brauð (Omega brauð), kökur og annan kommat, ungbamamat, jógúrt, súrmjólk, kjötboilur, súpuduft, pizzur o.fl. Bættu einum skammti af Omega Dry n-3 í jógúrtina og þú færð dagskammt af omega-3 fitusýrum og því fylgir ekkert auka- né eftirbragð. Fæst í apótekum og heilsuvömbúðum. Fiskafurðir hf., Skipholti 17, 105 Reykjavík, Sími: 91-672280 SATTMALI Mike Tyson gengst við litlu stúlkubarni Hnefaleikatröllið Mike Tyson viðurkenndi nýlega í réttarsal að vera faðir 7 mánaða gamals stúlkubams. Móðir þess, Kimberly Scarbrough höfðaði mál á hendur Tyson er hann gekkst ekki við barn- inu. Kimberly er 23 ára gömul. Málaferlin gengu fljótt og vel fyrir sig og Tyson bar við að hann hafi alls ekki ætlað að standa á því föst- um fótum að eiga ekkert í litlu snótinni, heldur hafí hann verið svo upptekinn af væntanlegum slag sín- um við heimsmeistarann í þunga- vigt, Razor Ruddock 28. júní næst komandi, að hann hafi ekki mátt vera að því að sinna kalli Kimber- lys. En núna væri málið frágengið og hann væri sáttur við það. Lögfræðingur Kimberly, Raoul Kimberly Scarbrough og Raoul Felder ganga til réttarsalarins. KVIKMYNDIR Dóttir Davids Lynch leikstýr- ir sinni fyrstu kvikmynd Jennifer Lynch, hinn 22 ára gamla dóttir leikstjórans umtal- aða Davids Lynch, er höfundur dagbóka Lauru Palmer, sem David hefur gert að stórvelheppnaðri spennumyndaseríu í sjónvarpi, „Twin Peaks“ sem íslendingar hafa horft á af athygli eins og margir aðrir síðustu mánuði. Nú hefur hún stofnað til eigin kvikmyndar, hún leikstýrir á næstunni „Boxing He- lena“ sem byggir á hennar eigin handriti og herma fregnir að hún kippi í kynið, ekki fari á milli mála að hún sé dóttir Davids Lynch sem frægur hefur orðið fyrir brenglaðan óhugnaðinn sem gjarnan svífur yfir vötnunum í myndum hans. Vegur Jennifers hefur vaxið mjög og þrátt fyrir ungan aldur hennar reikna kvikmyndaframleiðendur með því að hún skili góðu dags- verki. Því hefur verið fleygt að aðal- leikendur í „Boxing Helena" verði Kim Basinger Kim Basinger og Ed Harris, en myndin mun fjalla um brenglað ástarsamband og þær afleiðingar sem það hefur í för með sér. Basin- ger er ekki ókunnug í slíkum hlut- verkum, hún lék einmitt annað aðal- hlutverkanna í þekktri mynd sem fjallaði_ um hið sama, „9 1/2 we- eks“. Á móti henni þar lék Micky Rourke, en Adrian Lynne leikstýrði. Jennifer hefur orð föður síns að leiðarljósi, að óttast aldrei nýjar hugmyndir. „Þegar ég ber eitthvað undir hann vegna þess að ég óttist að e.t.v. gangi það of langt, segir hann yfirleitt, „Ekkert er of ruglað, þetta er einungis raunveruleikinn kryddaður með sítrónubragði!“ COSPER i nu Jennifer Lynch
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.