Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 11
f MORGUNBLAÐ-Ity yÖSTUDAGffií 3. MAÍ j!9}91 OLfl Bagdad, borg skáldskaparins Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Bókmenntir arabalanda eru því miður lítt kunnar hjá okkur, en nokkrar skáldsögur egypska Nóbelshöfundarins Nagib Mahf- úz hafa þó verið þýddar á ís- lensku. Allir kannast við Þúsund og eina nótt þar sem Bagdadborg kemur oft við sögu. Færri vita að í þessari hrjáðu og sundurt- ættu íröksku borg er bókmennta- hefð sterk og mikið bókmennta- líf. Nokkur af fremstu nútíma- skáldum araba hafa einmitt náð þroska sínum í Bagdad, lagað sig eftir vestrænum brautryðjendum í ljóðlist aldarinnar án þess að glata sérkennum sinum. Abd al-Wahhab al-Bayati, oftast aðeins kallaður Bayati, fæddist 1926 í Bagdad. í lok fimmta áratug- ar og byijun hins sjötta hóf hann byltingu í Ijóðlist ásamt tveimur öðrum nemendum við Kennarahá- skólann í Bagdad. Hinir voru skáld- konan Nazik al-Malaika, fædd 1923, og Badr Shakir as-Sayyab, fæddur sama ár og Bayati. Aðeins Bayati hélt byltingunni áfram. Hin skáldin drógu sig að mestu í hlé. Sayyab lést 1964. Ljóð þremenninganna þóttu nýst- árleg og stjórnmálaskoðanir þeirra að auki of róttækar. Þegar önnur ljóðabók Bayatis kom út 1954 var hún bönnuð og um svipað leyti hið marxíska tímarit Ný menning þar sem Bayati var meðal ritstjóra. Aður hafði honum verið vikið úr kennarastarfi, en nú dugði ekkert minna en fangelsi. Laus úr fangelsinu yfirgaf Bay- ati írak. Hann bjó í Egyptalandi í nokkur ár, en sneri heim 1958 til að fagna byltingunni það ár. Hann var gerður að menningarfulltrúa í Moskvu, en sætti sig ekki við skip- anir nýs menntamálaráðherra í írak og hóf kennslu við Moskvuháskóla. Sovétdvölin stóð í fimm ár og olli skáldinu vonbrigðum. Hann undi sér ekki í sovésku samfélagi og þróunin heima fyrir var honum ekki að skapi. Hann var sviptur ríkis- borgararétti af nýjum stjómvöldum og eftir eina byltinguna enn endur- heimti hann réttindi sín. Þrátt fyrir það kaus Bayati útlegðina og bæk- ur hans komu út í Egyptalandi, Sýrlandi og Líbanon. Heima fyrir voru verk hans prentuð í neðanjarð- arútgáfum. í löngu samtali Ninu Burton við Bayati í sænska tímaritinu Lyrik- vannen (nr. 5, 1990) leggur Bayati áherslu á gildi útlegðar fyrir skáld. Að hans mati verða menn sjáendur og standa nær sannleikanum í út- legðinni því að heima fyrir hljóma raddirnar líkt og kliður. En vilji maður skilja sjálfan sig og samtíð sína getur maður orðið útlagi í eig- in landi. Nina Burton bendir á að mörg helstu skáld arabalanda séu í út- legð. Bayati hefur undanfarin tíu ár búið á Spáni og er mjög virtur þar í landi. Hann var fyrstur til að hljóta spænsk bókmenntaverðlaun sem andalúsísk-arabísk vináttu- samtök veita. í Andalúsíu fann hann draumaborg sína, Granada, og hann dáir mjög skáldskap Garc- ía Lorca. í framangreindu samtali víkur spyrjandinn að því hvort Bayati líti á sig sem tengilið milli arabískrar og evrópskrar menningar. Hann jánkar því í fyrstu, en virðist síðan hafa ýmislegt við það að athuga: „Fyrir þúsund árum var næstum öll ljóðlist þjóðleg. Á okkar tímum er ekki auðvelt að tala um arabíska ljóðlist, sænska eða enska. Ljóðlist- in, listin og heimspekin eru ekki eign neinnar sérstakrar þjóðar, heldur það besta sem hugsunin Bayati, skáld frá írak. hefur kallað fram.“ Það kemur ekki á óvart að Bay- ati talar vel um mystík, heimspeki dulhyggjumanna. Aftur á móti er hann minna gefinn fyrir trúar- brögð. Tuttugasta öldin hefur geng- ið af öllu dauðu, segir Bayati. Trúnni líka: „Öll nútíma hugmynda- fræði er dauð, trúarbrögðin líka. Ég vantreysti flestum trúhneigðum mönnum á okkar tímum vegna þess að þeir eru trúaðir á hefðbundinn hátt, þeir trúa ekki. Þetta er tákn tímanna. Ég er ekki einn um þessa tilfínningu. Ég held að í verkum bestu rithöfundanna speglist þetta ástand.“ Það er skoðun Bayatis að við séum komin að síðustu dögum Róm- verja, okkar tímar líkist tímunum fyrir fæðingu Krists, ríki Rómveija eins og það var þá. Um þetta sama yrkir hann í ljóðinu Beðist afsökun- ar á stuttri ræðu: Herrar mínir og frúr, ræða mín er stutt Að eyða tíma í blaður er mér á móti skapi Tunga mín er ekki trésverð, orð mín eru úr gulli, frúr mínar, orð mín eru þrúgur reiðinnar, herrar mínir... Ég er ekki ölvaður heldur þreyttur, kertin eru útbrunnin, nætumar kaldar og í töskunni minni liggur hjarta mitt sem ég ber gegnum þúsund vélráð og skit- uga lygavefí líkt og dáið bam með tárvotan kross Ræða mín er stutt, ég er ekki ölvaður, ég hlæ bara að þjáningum mínum Ég er enginn keisari en Róm brennur og sál mín er að kafna í þúsund vélráðum og skltugum lygavefum Að lokum þakka ég ykkur, frúr mínar, herrar minir Bayati hefur líka ort Söng til Bagdads sem er saknaðarljóð ekki laust við kaldhæðni. Þar er ekki bara blár himinn og glaðvær börn heldur einnig vígvöllur ógnvaldanna og grafreitir óvina skáldsins. Spá- mannleg orðin eru í fullu gildi. Þannig ávarpar skáldið írak: „Þú, land mitt, land nakinna og kval- inna/ fjarlæga móðurjörð,/ það voru augu þín/ sem fengu mig til að eigra einmana um heiminn,/ augnatillit þitt lét mig/ berast með straumnum/ út í þetta svarta ginn- ungagap“. Eftir Bayati liggja átján ljóðabækur og ljóð hans hafa verið þýdd á fjölda mála. Eitt leikrit hef- ur hann skrifað; það fjallar um persneska skáldið Omar Kajam og réttarhöld gegn honum sem enduðu með útlegðardómi. Nina Burton getur þess að Nagib Mahfúz telji Bayati í fremstu röð þeirra skálda arabaheimsins sem eru verðug Nóbelsverðlauna. Ljóst er að skáldskapur Bayatis sem tek- ið hefur mið af ýmsum rómönskum meisturum höfðar beint til Vestur- landamanna. Ljóð hans eru í senn skorinorð og í anda hins frjálsa hugarflugs. Tæring ofna í Seljahverfi: Komið verði tilmóts við íbúana SIGRÚN Magnúsdóttir full- trúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur lagt til við borgarráð, að tekin verði til meðferðar skýrsla Hita- veitu Reykjavíkur um tær- ingu ofna í Seljahverfi og það rætt hvort ekki sé rétt að koma til móts við þá íbúa, sem orðið hafa fyrir veru- legu tjóni. I greinargerð með tillögunni kemur fram, að lögð hafi verið fyrir stjórn veitustofnana, skýrsla um tæringu ofna í Seljahverfi. Þar segir meðal annars í niðurstöðum: „Fullvíst er talið að tæring ofna í Selja- hverfi stafi af millirennsli á köldu vatni yfir í hitaveitu- vatnið." Síðan segir: „Jafnframt er lagt til að kannað sé hvar ann- ars staðar í veitukerfí H.R. séu svipuð skilyrði til tæringar fyr- ir hendi vegna þrýstingsmunar á heitu og köldu vatni og grip- ið til viðeigandi ráðstafana. Hönnunarforsendur Hitaveit- unnar ættu að vera þannig í framtíðinni, að millirennsli á köldu vatni í heita vatnið geti ekki komið fyrir.“ Telur Sigrún nauðsynlegt að borgarráð kynni sér skýrsl- una og meti hvort ekki sé rétt- mætt að koma til móts við þá íbúa, sem orðið hafa fyrir miklu tjóni vegna tæringa í ofnum. í|]p ÞJÓDLEIKHÚSIÐ PÉTUR GAUTUR Allra síðustu sýningar Laugardag 4. maí kl. 20.00. Föstudag 10. maí næst síðasta sinn. Þriðjudag 14. maí allra síðasta sinn. Pétur Gautur verður ekki tekinn upp í haust. MISSIÐ EKKIAFMERKUM ' LISTVIÐB URÐI. Hjólmor H. Ragnarsson, tónskóld Ný tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.