Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 31
30
mmsíi
MOKGUNBLAÐfD FÖS3UDAGUR 3. MAÍ 1991
^ÓkGU^BLADÍÐ kÖSTUDAdÚR k MAÍ ÍÖSÚ
£i
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannssori,
MagnúsFinnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Atak gegii hjarta- og
kransæðasjúkdómum
Dánartíðni vegna hjarta- og
kransæðasjúkdóma hefur
verið há hér á landi sem víðar
á Vesturlöndum. Það eru því
góð tíðindi, sem fram koma hjá
Guðmundi Þorgeirssyni yfir-
lækni hér í blaðinu, að dregið
hafí úr dauðsföllum af völdum
hjartasjúkdóma um 30-40 pró-
sent síðan 1967, er rannsóknir
Hjartaverndar hófust. Árang-
urinn felst að hluta til í breytt-
um lífsvenjum fólks, sem vax-
andi almenn þekking á áhættu-
þáttum hefur leitt til. Þar koma
til sögunnar minni reykingar,
hollari fæða og líkamsrækt
[meiri hreyfíng og útivist].
Árangurinn rekur ekki síður
og rætur til rannsókna og
framfara í læknisfræði.
í grein Sigurðar Helgasonar,
formanns Landssamtaka
hjartasjúklinga hér í blaðinu
fyrir skömmu, er vakin athygli
á átaki Finna til ná niður dán-
artíðni vegna kransæðasjúk-
dóma í héraðinu Norður-Kar-
elíu, sem var þar mjög há fyrir
um það bil 20 árum. Barátt-
unni var beint sérstaklega gegn
skaðsemi reykinga og röngu
fæðuvali — um leið og hvatt
var til líkamsræktar. Skólar og
fjölmiðlar voru nýttir til að
koma upplýsingum á framfæri.
Dreifing ávaxta og grænmetis
var bætt. í grein Sigurðar seg-
ir: „Fimm árum síðar kom strax
mikill árangur í Ijós. Kransæða-
tilfellum fækkaði um 40% og
einnig kom í ljós almenn lækk-
un kólesteróls í blóði og lækkun
blóðþrýstings hjá íbúum. Þann-
ig varð héraðshreyfíng fljótlega
að hreyfingu sem snerti alla
þjóðina.“
í grein Sigurðar er og sett
fram tillaga Landssamtaka
hjartasjúklinga, þess efnis, „að
Islendingar verði fyrstir þjóða
til að láta fram fara heildar-
rannsókn allra landsmanna,
eldri en 30 ára, þar sem fram
kæmu niðurstöður um kólester-
ólmagn í blóði og blóðþrýsting
viðkomandi. Sérhver yrði látinn
svara spumingum um matar-
æði, reykingar og lifnaðar-
hætti.
í grein Sigurðar segir að
vissar tegundir hjartasjúkdóma
kunni að ganga í erfðir. Heild-
arrannsókn af því tagi, sem
samtökin gera tillögu um,
hefðu mikið upplýsingagildi um
það efni. Guðmundur Þorgeirs-
son yfirlæknir segir og í tilvitn-
uðu viðtali:
„Ef bornar eru saman þjóðir
eins og Japanir og íslendingar
þá er kólesterólið mun hærra
hjá íslendingum en Japönum.
Æðakölkun er sjaldgæf í Japan
en algeng hér og virðist kól-
esterólið vera beinn orsaka-
valdur. Þessi mismunur á þjóð-
unum byggist á mataræði. Sá
mismunur sem finnst milli ein-
staklinga einhvers tiltekins
þjóðfélags, t.d. hins íslenzka,
ræðst fyrst og fremst af erfð-
um. Sumir virðast þola feitan
mat án þess að hækka verulega
í kólesteróli, en hjá öðrum
hækkar það við slíka neyzlu ...
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki
að maður geti ekki haft stórtæk
áhrif á eigið kólesteról með
mataræði.“
Enginn vafi er á því að hægt
er að fækka hjarta- og krans-
æðatilfellum hér á landi með
heilbrigðari almennum
lífsmáta. Það sýnir reynslan,
bæði hérlendis og erlendis. Að
því ber að keppa. En það skipt-
ir jafnframt miklu máli að
byggja upp eins góða aðstöðu
til rannsókna og lækninga og
aðstæður frekast leyfa. Stórt
spor var stigið í þessu efni þeg-
ar Landspítali hóf mikilvægar
hjartaskurðlækningar fyrir
nokkrum misserum, sem skilað
hafa góðum árangri. Styrkja
þarf starfsaðstöðu þeirra sem
kostur er.
Guðmundur Þorgeirsson
sagði i viðtali við Morgunblaðið
fyrir skömmu:
„Þjóðin er mjög heilbrigð og
lifir að mörgu leyti heilbrigðu
lífí. Lífsstíllinn er að breytast
til hins betra, fólk virðist vera
farið að hugsa meira um að
borða næringarríkan mat og
sneiða hjá því sem hefur minni
hollustu. Það hugsar einnig um
aðra heilsufarsþætti eins og
hreyfmgu og áhættu reykinga.
Áhættuþættir kransæðasjúk-
dóma skipta máli. Sömu
áhættuþættir skipta máli hjá
konum og körlum en vægi
þeirra er misþungt".
Mergurinn málsins er með
öðrum orðum forvamarstartlð;
að breyta lífsstílnum til að
varðveita betur heilbrigði ein-
staklingsins. En heilsan er dýr-
mætasta eign hvers einstakl-
ings. í annan stað þarf að búa
þann veg að rannsóknum og
lækningum, ekki sízt á þeim
sviðum sem þyngst hvíla á heil-
brigðiskerfinu, sem hæfir
nútíma samfélagi.
Rauði krossinn:
Landssöfnun til styrkt-
ar Kúrdum og* Afgönum
RAUÐI kross íslands mun standa fyrir margvíslegum uppákomum
dagana 4. til 12. maí næstkomandi í tilefni af alheimsátaki Rauða
krossins, sem hlotið hefur nafnið „Sól úr sorta“. Sunnudaginn 12.
maí efna samtökin til landssöfnunar, annars vegar til styrktar
kúrdískum flóttamönnum í Irak, Iran og Tyrklandi og hins vegar
til að byggja gervilimasmiðju í Kabúl í Afganistan.
Morgunblaðið/Sverrir
Efri röð f.v.: Gunnar Guðmundsson yfirlæknir, Elías Olafsson sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum
og Pétur Lúðvíksson sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. Neðri röð f.v. Ólafur Haukur Símon-
arson meðlimur í LAUF, Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki, Þorkell Hermannsson formaður
LAUF og Guðlaug María Bjarnadóttir meðlimur í LAUF.
Dagskrá Rauðakrossdaganna
hefst laugardaginn 4. maí með
opnun ljósmyndasýningar í Kringl-
unni sem nefnist Börn og stríð.
Þar verða sýndar 105 ljósmyndir
sem tengjast stríði og stríðsátökum
á þessari öld. Sýningin hefur und-
anfarin misseri verið á Rauða-
krosssafninu í Genf og fara mynd-
irnar héðan í maílok á sýningu í
Frakklandi.
4. maí verður einnig málþing á
vegum Rauða krossins í Há-
skólabíói undir yfirskriftinni
Mannréttindi koma þér við. Þar
verða fluttir fyrirlestrar, þar sem
fjallað er um styrjaldir og mann-
réttindi frá ýmsum sjónarhornum.
Alþjóðadagur Rauða krossins er
hinn 8. maí og gengst Ungliða-
hreyfing Rauða krossins þá fyrir
Safnað fyrir heilasírita:
Tækið hefur valdið byltiiigu
í rannsóknum á flogaveiki
LANDSSAMTÖK áhugafólks um flogaveiki (LAUF), Rás 2 og Kiwanis-
klúbburinn Viðey standa fyrir landssöfnun á Rás 2 í dag til kaupa á
heilasírita. Tækið hefur á undanförnum árum valdið byltingu í rann-
sóknum á flogaveiki, einkum alvarlegri tegundum hennar en um það
bil 1.500 íslendingar eru haldnir þessum sjúkdómi, þar af 500 börn.
Morgunblaðið ræddi við nokkra aðstandendur söfnunarinnar og lækna
á Landspítalanum um söfnunina og flogaveiki.
Að sögn Elíasar Ólafssonar, sér-
fræðings á taugalækningadeild
Landspítalans, byggir heilasíriti á
því að skrá einkenni krampa og
heilarit sjúklingsins samtímis á
myndband. „Greiningin á flogaveiki
byggist fýrst og fremst á þvi sem
fólk lýsir en það er tiltölulega sjald-
gæft að læknar sjái flogin sjálf.
Með lýsingum fólks má oft fá mjög
góða hugmynd um það hvort um
flogaveiki eða einhvern annan sjúk-
dóm sé að ræða. Það hefur hins
vegar komið í ljós á seinni árum
að lykillinn að greiningunni er að
sjá hvernig sjálft flogið lítur út og
taka samtímis upp heilarit. Þetta
tæki gerir slíkt mögulegt," sagði
Elías í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði tilganginn með notk-
un tækisins vera þríþættan. í fyrsta
lagi að sjá hvort um flogaveiki
væri að ræða. í öðru lagi að flokka
krampana, því flogaveiki væri ekki
aðeins einn sjúkdómur heldur marg-
ir og mismunandi tegundir af
krömpum svöruðu mismunandi lyfj-
um. I þriðja lagi væri heilasíritun
ein af forsendum þess að hægt
væri að beita skurðaðgerðum við
lækningu flogaveiki.
Rannsókninni er, að sögn Péturs
Lúðvíkssonar sérfræðings í heila-
og taugasjúkdómum barna, einkum
beitt við erfíðari tegundir flogaveiki
og gerir það meðferð markvissari.
Heilasíritinn hefur rutt sér til
rúms á Vesturlöndum á síðasta ára-
tug, en tækjabúnaður af þessari
gerð er ekki til hér á landi enn sem
komið er. Áætlað er að heilasíritinn
muni kosta um 6 milljónir króna
og verður tækið sett upp á tauga-
lækningadeild Landspítalans.
„Ástæðan fyrir því að tækið þarf
að vera á sjúkradeild er sú að það
þarf yfirleitt að leggja fólk inn til
rannsóknar. Venjulegt heilarit tek-
ur um hálfa klukkustund en þessi
rannsókn getur tekið daga eða jafn-
vel vikur,“ sagði Pétur.
Að sögn Gunnars Guðmundsson-
ar, yfirlæknis á taugalækningadeild
Landspítalans, þjást um 1.500 ís-
lendingar af flogaveiki.
„Sjúkdómurinn er mun algengari
en fólk gerir sér grein fyrir en í
gegnum árin hefur hann verið
sveipaður dulúð og fólk er hrætt
við að viðurkenna að það sé haldið
honum, ekki síst vegna þess að þá
fær það oft ekki vinnu. Áður fyrr
var litið á flogaveiki sem eitt stig
af fávitahætti og því miður eru enn
miklir fordómar í sambandi við
flogaveiki í þjóðfélaginu," sagði
Gunnar.
Að sögn Ólafs Hauks Símonar-
sonar eru meðlimir í LAUF ýmist
fólk sem haldið er flogaveiki eða á
börn sem eru með sjúkdóminn. „Það
ríkir mikil bjartsýni innan þessa
hóps nú, því undanfarið hefur mik-
ið verið að gerast í þessum efnum,
bæði varðandi þróun lyfya og með-
höndlun á sjúkdómnum og bata-
horfur eru miklu meiri en þær voru
fyrir nokkrum árum,“ sagði Ólafur
Haukur.
Þorkell Hermannsson, formaður
LAUF, bætti því við að fólk sem
haldið væri flogaveiki væri auk
þess farið að krefjast réttar síns
meira en það gerði. „Það vill ekki
þurfa að vera í felum með sinn sjúk-
dóm og fordómar eru á undan-
haldi,“ sagði Þorkell.
Guðlaug María Bjarnadóttir tók
undir þetta og nefndi sem dæmi
að allt fram til ársins 1969 hefði
það verið bundið í lög að flogaveikt
fólk mætti ekki giftast. „Fordóm:
arnir eru sem betur fer á undan-
haldi en þó er enn nokkuð í land,“
sagði Guðlaug María.
Söfnunin á Rás 2 í dag stendur
yfir frá kl. 9 til 19 og verður tekið
við framlögum í beinni útsendingu
auk þess sem hægt er að leggja inn
á söfnunarreikning LAUF nr. 5774,
í Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis á Skólavörðustíg.
fjölskylduhlaupi og samkomu í
miðborg Reykjavíkur. Hlaupið
hefst klukkan 19 og að því loknu
hefjast útitónleikar þar sem fjöldi
hljómsveita og skemmtikrafta
kemur fram. Síðar um kvöldið
munu tónleikagestir mynda keðju
umhverfis Tjörnina og bera lifandi
ljós.
Rauðakrossdögunum lýkur þann
12. maí, en þá er fyrirhuguð lands-
söfnun til hjálpar fórnarlömbum
stytjalda. Sjálfboðaliðar munu
ganga í öll hús í landinu og verður
heimningi þess fjár sem safnast
verða varið til aðstoðar kúrdískum
flóttamönnum í íran, írak og
Tyrklandi og helmingi til að byggja
gervilimasmiðju í Kabúl í Afganist-
an, þar sem þúsundir óbreyttra
borgara hafa misst útlimi, meðal
annars af völdum jarðsprengja.
Þennan sama dag verður sjónvarp-
að tónleikum í London, þar sem
kunnar popp- og rokkhljómsveitir
koma fram til styrktar Kúrdum.
Evrópusöngvakeppnin:
Vildi að Nína værí mín
- segir höfundur Ein bischen Frieden
Róm. Frá Sveini Guðjónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„EG FÉLL fyrir jaginu um leið
og ég heyrði það. Eg vildi að Nína
væri mín tónsmíð," sagði þýski
lagasmiðurinn Ralph Siegel, en
hann er höfundur verðlaunalags-
ins Ein bischen Frieden, sem sigr-
aði í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum
árum. Hann hefur níu sinnum
sigrað í undankeppninni heima í
Þýskalandi og auk verðlaunalags-
ins þrívegis átt lag í öðru sæti
Söngvakeppninnar.
Á fundi með fréttamönnum sem
þýska hljómplötufyrirtækið Jupiter
Records hélt á Sheraton hótelinu í
Róm í gær til heiðurs íslensku þátt-
takendunum kom fram að lag Ey-
jólfs Kristjánssonar, Nína, hefur ver-
ið gefið út í nokkrum Evrópulöndum,
auk þess sem fyrirhuguð er útgáfa
á breiðskífu með lögum eftir Eyjólf
með enskum textum í sumar. Það
er Ralph Siegel sem stendur á bak
við Jupiter Records og kvaðst hann
hafa tröllatrú á Eyjólfi sem laga-
smiði. „Nína er eitt af bestu lögum
sem ég hef heyrt. Uppbygging þess
er afar fagmannleg, útsetningin frá-
bær, auk þess sem það er vel flutt.
En hvort það dugi til sigurs i keppn-
inni er allt annað mál. Eg hef heyrt
að sumum þyki lagið fullþungt en
aðrir eru sama sinnis og ég og mitt
fólk,“ sagði hann.
Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið:
„Álfur“ seldur til að fjár-
magna eftirmeðferðarstöð
FÉLAGAR í SÁÁ munu dagana 17. og 18. maí ganga í hús um land
allt og selja svokallaðan „álf“ til styrktar byggingu endurmeðferðar-
stöðvarinnar Víkur, sem verður í landi Saltvíkur á Kjalarnesi. Álfur-
inn er lítill brúðukarl, nokkrir sentimetrar á hæð, og undir hatti
hans er að finna birki- og Iúpínufræ frá Landgræðslu íslands.
Theodór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri SÁÁ, segir að fram-
kvæmdir við Vík séu nú í þann
mun að hefjast. Fyrsta skófl-
ustungan hafi verið tekin um
síðustu helgi og stefnt sé að því
að þeim verði að fullu lokið í nóv-
ember á þessu ari.
Starfsemi SÁÁ fer nú fram á
fjórum stöðum á landinu. í Síðu-
múla er rekin fræðslu- og leiðbein-
ingarstöð og þar er jafnframt skrif-
stofa samtakanna. Þá rekur SÁA
sjúkrastöðina Vog, sem er afvötn-
unarstöð. Þar geta dvalist allt að
60 manns í einu og er meðallengd
dvalar 10-12 dagar. Af þeim 1.800
einstaklingum sem árlega fara í
afvötnun hjá SÁA fara tæplega
þúsund í eftirmeðferð að henni lok-
inni. Hefur hún verið annars vegar
að Sogni og hins vegar að Staðar-
felli en á hvorum staðnum fyrir sig
eru rúm fyrir 30 manns. Eftirmeð-
ferð tekur 28 daga.
Ætlunin er að nýja eftirmeðferð-
arstöðin Vík leysi Sogn af hólmi
en þá stöð hefur SÁÁ rekið í þrett-
án ár í leiguhúsnæði frá Náttúru-
lækningafélaginu.
Theodór sagði að fyrst hefði
verið leitað að hentugu leiguhús-
næði fyrir nýja eftirmeðferðarstöð
en þar sem það hafi ekki fundist
hafi verið ákveðið að byggja. Var
því keypt land frá Reykjavíkurborg
og ákveðið að halda útboð. Að lo-
knu forvali var fimm stofum gefinn
kostur á að gera heildartilboð í
verkið. Dómnefnd skipuð þeim
Theodór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri SÁÁ.
Garðari Halldórssyni, arkitekt,
Gunnari Kvaran, formanni stjórnar
Sogns, Gunnari Torfasyni, verk-
fræðingi, Tryggva Sigurbjarnar-
syni, vet'kfræðingi og formanni
byggingamefndar, Sigurði Gunn-
steinssyni, dagskárstjóra á Sogni
og Theodóri Halldórssyni, mat að
lokum þær tillögur sem bárust.
Varð tillaga arkitektanna Hall-
dórs Guðmundssonar og Ragnars
Bogasonar frá Teiknistofunni hf.
fyrir valinu.
Húsið er einlyft steinhús á 13
hektara landi. Það er 850 fermetr-
ar af stærð og þar af er 380 fer-
metra svefnskáli með 30 rúmum.
Kostnaður við byggingu Víkur er
áætlaður 61,35 m.kr. en heildar-
kostnaður við Vík, að meðtöldum
kostnaði við lóð og allar lagnir, er
áætlaður um 75 m.kr.
„Við fengum fimm mjög góðar
tillögur til umfjöllunar," sagði
Theodór Halldórsson. „Það sem
þessi hafði frarn yfir aðrar var að
þarna fáum við hlýlegt hús sem
einnig er mjög hagkvæmt jafnt
rekstrarlega séð sem fyrir meðferð-
ina.“
Islendingarnir eru dálítið einangr-
aður á hóteli í norðurhluta Rómar
ásamt fulitrúum Grikkja, Kýpur og
Möltubúa, en flestir þátttakendur
búa á Sheraton-hótelinu í suðurhlut-
anum. Samskipti við aðra þátttak-
endur eru því nánast engin auk þess
sem greinilegt er að ítalir leggja sig
lítið fram um að greiða götu þátttak-
enda. Menn hafa orðið að fara í skoð-
unarferðar á eigin kostnað.
íslensku þátttakendurnir hafa far-
ið á tvær æfingar og kvaðst Jón
vera þokkalega ánægður með hljóm-
sveitina. „Maður hefur þó heyrt í
þeim betri, sérstaklega sakna ég
þeirra Gulla Briem og Jóhanns Ás-
mundssonar, því það vantar töluvert
upp á að trommu- og bassagrunnur-
inn sé jafnþéttur og í upprunalegu
útgáfunni. En strengjasveitin er frá-
Akraborg flytur að Ingólfsgarði
Við Sætún er unnið að uppfyllingu fyrir veg sem leggja á að Ingólfs-
garði, en þangað flyst aðstaða Akraborgar. Sigurður Skarphéðinsson,
aðstoðargatnamálastjóri, segir að aðkoman verði á ljósum við ný gatna-
mót á Sætúni. Búið er að lengja tvö ræsi og byijað að fylla í undir-
stöður. Framkvæmdum við vegarlagninguna á að ljúka í haust og er
kostnaður um 36,5 milljónir.
Eyjólfur og Stefán á blaðmannafundinum í gær.
Reuter
bær og í heild held ég að þetta verði
í lagi á laugardaginn," sagði Jón.
Þegar nokkuð var liðið á frétta-
mannafundinn birtist góður gestur,
Eiríkur Hauksson, sem er fulltrúi
Norðmanna að þessu sinni. Hann
sagði að það væri einkennileg tilfinn-
ing fyrir sig að keppa fyrir hönd
Norðmanna og hitta svo hér í miðri
Rómarborg marga af sínum bestu
vinum af íslandi. Eiríkur sagði að
hugur sinn væri heima og að sumu
leyti liti hann á sjálfan sig sem ann-
an fulltrúa íslendinga í keppninni.
Oli Þ. Guðbjartsson:
Náðaði fimm gegn tillööii
fullnustumatsnefndar
ÓLI Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náðaði í síðustu
viku fjóra menn og I lok marsmánaðar náðaði hann einn mann til. All-
ai' náðanirnar gengu í berhögg við tillögur fullnustumatsnefndar sem
er ráðgefandi nefnd um náðanir afbrotamanna. Að sögn Þorsteins A.
Jónssonar, sem sæti á í fullnustumatsnefnd, hefur ekki tíðkast að starf-
andi dómsmálaráðherra gangi gegn umsögnum fullnustumatsnefndar í
jafnmörgum málum. Einn þeirra, er fyrrverandi dómsmálaráðherra
náðaði, hafði hlotið dóm fyrir alvarlega líkamsárás en áður hafði hann
afplánað sex ár af tólf ára dómi fyrir manndráp.
Þorsteinn sagði að náðanir Óla
Þ. Guðbjartssonar gegn tillögum
fullnustumatsnefndar væru fímm á
þessu ári og auk þess fleiri frá síðasta
ári. „Þetta hefur tíðkast hjá flestum
dómsmálaráðherrum en sem algjör
undantekning og sumir ráðherrar
fóru alfarið eftir tillögum nefndar-
innar,“ sagði Þorstemn.
Einn þeirra, sem Óli náðaði, hafði
hlotið tíu mánaða fangelsisdóm fyrir
alvarlega líkamsárás og áður hafði
hann afplánað sex ár af tólf ára
dómi fyrir manndráp að yfirlögðu
ráði, þrír höfðu hlotið 6-15 mánaða
fangelsisdóma fyrir skjalafals og
þjófnaði og sá fimmti hafði hlotið 6
mánaða fangelsi fyrir síendurtekin
umferðarlagabrot.
„Þessar fimm náðanir munu allar
hafa verið gegn tillögum fullnustu-
matsnefndar en þetta eru svo sem
ekki allar þær náðanir sem hafa ver-
ið í minni tíð. Þetta mun ekki hafa
verið einsdæmi með ráðherra. Mér
skilst að það hafi gerst í tíð nær
allra ráðherra frá því að fullnustu-
matsnefnd var skipuð. Það kann að
vera að það hafi ekki gerst jafnoft
á svo stuttum tíma, annars hef ég
ekki yfirlit yfir það. Ég geri ráð fyr-
ir því að það hafi verið svo með okk-
ur alla að við höfum lagt á þetta
mat eins og hver fulltrúi í fullnustu-
matsnefnd," sagði Óli.
Aðspurður hvort það teldist eðlileg
afgreiðsla að náða mann sem hefði
hlotið dóm fyrir alvarlega líkamsárás
og áður verið dæmdur fyrir mann-
dráp sagði Óli: „Ég ræði ekki við
fjölmiðla um einstök efnisatriði sem
liggja til grundvallar. Mitt hlutverk
var að taka afstöðu til náðunarbeiðn-
ar og það gerði ég á eins vandaðan
hátt og mér var unnt og ég komst
að ákveðinni niðurstöðu eftir grand-
skoðun og verulega athugun," sagði
Óli.
Aðspurður hvort hann efaðist um
þæt niðurstöður sem dómstólar
hefðu komist að í fyrrgreindum mál-
um sagði hann: „Auðvitað ekki. Hins
vegar er þessari sérstöku úrlausn,
náðun og reynslulausn, beitt nánast
á hveiju ári eftir ákveðnum reglum,
reikna ég með. Ég geri ráð fyrir þvi
að það sé alltaf svo í öllum tilfellum
að ferill viðkomandi aðila er hafður
í huga, en það er verið að taka af-
stöðu til þess brots sem ijallað er
um hvetju sinni, en ekki einstakra
atriða á ferli mannsins," sagði Óli.
Óli sagði að fréttir um að tveimur
tillögum hans um frekari náðanir
hafi verið hafnað á síðasta ríkis-
ráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar
væru úr lausu lofti gripnar.
Óli hefur á síðustu dögum sínum
í ráðherraembætti verið gagnrýndur
fyrir pólitískar stöðuveitingar. Hann
réð Hilmar Þorbjörnsson flokksbróð- ^
ur sinn í stöðu aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns gegn vilja lögreglustjóra og
blaðið hefur heimildir fyrir því að
hann hafi ráðið hjúkrunarfræðing í
heila stöðu við Litla-Hraun, sem áður
var hálft stöðugildi, og fangelsisyfir-
völd töldu ekki ástæðu til að breyta.
Þá hefur hann ráðið í stöðu sérstaks
aðstoðarmanns fanga á Litla-Hrauni
en samkvæmt heimildum blaðsins
verður honum ekki heimilað að hefja
þar störf.
Á síðasta ári beitti Óli sér fyrir
ráðningu manns í stöðu forstöðu-
manns Bifreiðaprófa ríkisins. „Það
er alveg rétt að það kom fram kæra
á þennan mann í starfí sem send var
til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Rannsóknarlögreglan sendi málið
aftur til ráðuneytisins án þess að
lagt væri til að til aðgerða yrði grip-
ið. Ráðuneytið fór fram á embættis-
könnun sem nú stendur yfir. Það sem
hefur gerst er að ráðningartími
mannsins hefur verið framlengdur.
Það er ranghermi sem hefur komið
fram í fjölmiðlum að ég hafi skipað
þennan mann.
Varðandi pólitísk tengsl í því sem
ég hef gert í ráðherraembætti vil ég
segja þetta: Þrátt fyrir stutta ráð-
herratíð var mikill fjöldi stöðu- og
embættaveitinga í minni tíð. Ég þori
að fullyrða að mikill hluti þeirra
stöðuveitinga er algeriega án póli-
tískra tengsla við þann stjórnmála-
flokk sem ég starfaði fyrir á þeim
tíma. Fjölmiðlafár af þessu tagi sem
yfir mig hefur gengið í gær og í dag
tek ég eins og það er og læt mér
að sumu leyti fátt um finnast. Aðal-
atriðið er það að þolendur í þessu _
máli verði ekki fyrir tjóni — á mér
hrín ekkert,“ sagði Óli.