Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Virðulega ríkisstjórn og löggjafarþing eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Ég hefi verið að velta því fyrir mér síðastliðin þijú ár, hvort ég hafi upplifað kraftaverk — eða hvort hér sé aðeins að verki mann- leg heimska og þó nokkuð gróft óréttlæti. Það að ég hef dregið svo lengi að komast að niðurstöðu og opinbera þanka mína, stafar af því að ég vildi vera viss um kraftaverk- ið áður en ég færi að væna ykkur um þokukenndan og þó nokkuð brenglaðan hugsunarhátt. Nú hef ég afskrifað kraftaverkið, enda hækkar minn aldur, jafnt og þétt, svo og annarra. Eftir stendur þá hinn möguleikinn að nokkur ringulreið hafi verið á hugsun þeirra manna sem gengu frá lögum og reglum um hin ýmsu mál, er varða samskipti einstaklinga og ríkis. Það undarlega við þessi mál er það að rutlið kemur gleggst í ljós ef um ábatavon er að ræða fyrir okkar sameiginlega ríkiskassa, sem flestir landsmenn eru reyndar famir að efa að sé sameiginlegur nema einhliða, það er að segja ef borga á í kassann. Eigi einhver aftur á móti af réttlátum ástæðum, kröfu til einhvers úr kassanum, þá er það eins og að ætla að sækja fordæmdar sálir í greipar Satans. Það er ef til vill tilviljun að óskýr hugsun í setningu laga og reglu- gerða bitnar alltaf á einstaklingn- um og þá alltaf á þeim sem beijast í bökkum, hinir sem eru svo heppn- ir að hafa „breitt bak“ hafa alltaf einhver ráð til að skáskjóta sér framhjá. Dæmin um „réttlæti“ mannanna eru eins og sandkom á sjávarströnd, þó sérstaklega eitt slíkt hafi orðið kveikjan að þessum pistli. Efa ég ekki að það er smá- mál á móti fjölda annarra, en í raun er hvert tilfelli af augljósu óréttlæti alltaf stórmál fyrir þann sem reynir. Það sem um er að ræða í þessu tilfelli er bifreiðagjald. Lögin sem einhveijir raglukollar hafa sett hljóða á þann veg að öryrki (75%) fyrir 67 ára aldur fær niðurfellingu á bifreiðagjaldi, svo fremi að hann sé ekki á einhvern hátt annan há- tekjumaður. Nú er hér um að ræða þá sem engar tekjur hafa aðrar en örorkubætur. En — haldið ykk- ur nú fast — á sekúndubroti frá því að vera sextíu og sex ára og til þess að verða sextíu og sjö ára, breytist þessi manneskja úr því að vera óvinnufær vesalingur, með lágar örorkubætur (ef til vill til margra ára jafnt aftur í fortíðina og áfram) í það að vera metin bæði vel fjáð og vinnufær, á annan hátt er gjörsamlega ómögulegt að skilja það að eftir 67 ára mörkin, er þessari manneskju uppálagt að fara að greiða bifreiðagjald eins og öðram fullfrískum og vinnandi. Bifreiðagjaldið er a.m.k. hjá mér fyrri hluti, nær fimm þúsund krón- um. Svo kemur annar álíka glaðn- ingur seinna á sumrinu, samtals um tíu þúsund kr. Þeir sem lítið hafa finna veralega fyrir þessu. Nú vil ég spyija ykkur sem ráð- ið þessum málum: Hvað hefur breyst á einu þúsundasta broti úr sekúndu? Hef t.d. ég í þessu til- felli, skyndilega orðið svo vellandi rík að sjálfsagt sé að ég greiði minn hlut í ríkisbákninu? Ég hef því miður ekki séð að bankabókin mín hafi bólgnað neitt hættulega út, síðan ég varð ellilífeyrisþegi, hún er enn jafnmögur og hún vár á meðan ég hét örorkubótaþegi og í sannleika sagt mælist hún á stöð- ugr strangara megranarfæði, því að þessi þjóðarsátt er hrein blekk- ing. Það getur verið að púkarnir á fjósbitanum fitni, en aðrir horast. Og ég spyr einnig fyrir mig og mína líka: Verður stökkbreyting á heilsufari við það eitt að hætta að heita öryrki, og nefnast ellilífeyr- isþegi í staðinn? Það eru ná- kvæmlega sömu laun í báðum til- vikum. Og verður einstaklingurinn því sprækari og sterkari, sem hann nálgast meir sjötíu ára aldurinn? í raun, þá á ég bágt með að finna orð til að lýsa þeim undursamlega þankagangi sem býr að baki svo órökvísra laga eða reglugerða. Ég efa ekki að það er fleira en þetta sem breytist við nafnbreytinguna, en undrun mín vegna þessa eina tilviks, nægir mér um sinn. Vegna þess að vonin um stökk- breytingu á efnahag og heilsufari, (kraftaverkinu) hefur farið dvín- andi, þrátt fyrir lagaleg fyrirmæli stjómvalda og löggjafarsamkundu, þá fannst mér það vera skylda mín að vekja athygli okkar á því að eitthvað hefur bragðist. Annað- hvort máttur ykkar til að leiða Guð almáttugan, eða hugsun ykkar og geta til að setja skýr og réttlát lög, sem sýna að þið hafí verið viðstaddir sjálfir, en ekki verið með hugann svífandi um ódáinsakra eilífðarinnar og þá sælu sem í því felst að geta veitt sjálfum sér máttinn og dýrðina, óvitandi um erfiðleika náungans eða það órétt- læti sem felst í margskonar gerð- um ykkar. Þið hafi ekki tíma til að gefa gaum að því hvernig út- koman af gerðum ykkar verður fyrir hvern og einn og yfirleitt verða þeir verst úti sem minnst hafa. Þið búist við geislabaug um höfuðið fyrir það að þræla í gegn byggingu nýs álvers, sem mengar landið og gefur tvísýnan ávinning, sömuleiðis eruð þið fyrir löngu búnir að gleyma því að þið voruð kosnir til að stjórna íslandi, en ekki öllum heiminum. Þið látið allt lönd og leið hér heima, því að þið erað svo uppteknir af því að leika mikla menn út í löndum og þess á milli, þegar þið af hendingu erað staddir á landinu, þá fer allur tími Alþingis í það að ræða Persaflóa- stríð, vanda Eystrasaltslanda Dagrún Kristjánsdóttir „Það er ekki hægt að virða þá menn eða stofnanir sem setja óréttlát lög og þau eru mörg í þessu landi. Ég hlýt að efast um heil- brigða skynsemi þeirra sem það gera og alger- an skort á réttlætis- kennd.“ o.s.frv. Þetta er í sannleika sagt óþolandi. Fyrst eigið þið að stjórna íslandi og sinna þeim sem eru í vanda staddir, ekki síður einstakl- ingum en fyrirtækjum. Svo megið þið stjórna því sem eftir er af heim- inum. Þetta er krafa sem allir Is- lendingar taka undir. Fordæmi ykkar forráðamanna þjóðarinnar er ljótt. Þið eyðið hundraðum milljóna í ferðalög og óþarfa aðeins til að sinna ykkar eigin hégómaskap og til þess að geta þetta látið þið þá sem hafa í mánaðarlaun minni upphæð, en þið fáið fyrir sólarhringinn á þessum flækingi, borga til hins ýtrasta. Þjóðin er löngu orðin þreytt á þess- um ójöfnuði. Langi ykkur í geisla- baug um höfuðið þá er stysta leið- in til þess, að þið lækkið laun ykkar, takið ekki tvöfalda dagpen- inga á ferðalögum. Hættið að láta ríkið borga fyrir ykkur alla hluti. Gerðuð þið þetta yrði litið upp til ykkar, en því miður er það öfugt eins og stendur. Það er ekki hægt að virða þá menn eða stofnanir sem setja óréttlát lög og þau era mörg í þessu landi. Ég hlýt að efast um heilbrigða skynsemi þeirra sem það gera og algeran skort á réttlætis- kennd. Að lokum vil ég skora á ykkur að svara því, hvað það er sem breytist svo (við óbreyttar aðstæð- ur) nákvæmlega á því augnabliki sem maður verður 67 ára, að farið sé aftur að krefjast skatta og skyldna, sem áður voru felldar nið- ur vegna örorku og tekjumissis? Ég vil fá skýr svör, þeir sem hafa sett þessi lög, hljóta að geta gert grein fyrir því — ef ekki þá er þetta ómengað rugl sem ætti að breyta. Ég bíð spennt eftir svari. Höfundur er fyrrverandi húsmæðrakennari. Ríkisendurskoðun um Lánasjóð íslenskra námsmanna; Eigíð fé sjóðsiiis stendur undir skuldbindingum í GREINARGERÐ Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, kemur fram að sjóðurinn getur staðið undir núverandi skuldbindingum með eigin fé. Ef honum hefði verið lokað í árslok árið 1990 hefði hann getað endurgreijtt ríkis- sjóði rúmlega 9 milljarða króna að nafnvirði. Sigurjón Þ. Árnason formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, segir að í forsendum Ríkis- endurskoðunar sé gert ráð fyrir að endurgreiðsia lána sé allt að 88% ef ekki er gerð krafa um ávöxtun en hann telur að forsend- urnar gefi tilefni til að reikna með að 90% lánanna skili sér. Stjórn Lánasjóðsins segir að for- sendur Ríkisendurskoðunar byggi á spá um óbreyttan tekjumun karla og kvenna næstu 40 árin, en stjómin telji að þegar tekið er til- lit til þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á atvinnuþátttöku kvenna á síðustu áram verði það að teljast varasamt. Spáð er 1% aukningu á kaupmætti næstu 40 ár og er þá miðað við þjóðhagsá- ætlun til ársins 1996. Ef gert er ráð fyrir 2% aukningu í forsendun- um myndi þörf sjóðsins fyrir af- skriftir lækka um milljarð eða um 3 til 4% af útlánum. Við mat á tekjum lántaka sé stuðst við könn- un Þjóðhagsstofnunar á „Tekju- þróun og tekjudreifingu á árinu 1989“. Þar sé gengið út frá meðal- tekjum allra landsmanna en gera megi ráð fyrir að tekjur háskóla- manna séu yfir meðallagi. í niðurstöðum Ríkisendur- skoðunar segir að hlutfall afskrifta sem notað hafi verið endurspegli nokkuð vel afföll af eldri lánum, en breyta þurfi afskriftum nýrri lána. Því sé ekki' rétt að svo stöddu að færa til núvirðis skuldabréfa- eign sjóðsins, þar sem slíkt sam- ræmist ekki venjum við reiknings- skil hjá ríkisstofnunum. Fram kemur að kostnaður við námslána- kerfið þurfi að vera um 66% af veittum lánum, miðað við að eigið fé sjóðsins á hveijum tíma nægi til að standa við skuldbindingar vegna lána og er þá gert ráð fyrir 6% vöxtum. Þá segir, að sjóðurinn þurfi á miklum ríkisframlögum að halda á næstu árum vegna vaxtamunar inn- og útlána. Miðað við óbreytt útlán mun fjármagn sem bundið er í þessu kerfi verða um 40 millj- arðar innan tíu ára. Vegna reglna um endurgreiðslu telur Ríkisendur- skoðun að um 19% af þegar veitt- um lánum séu styrkir. Ef námslán sem era verðtryggð en vaxtalaus eru borin saman við skuldabréf á almennum markaði, kemur í ljós að niðurgreiðsla ríkissjóðs á vöxt- um námslána er veruleg. Sjónvarpsleikjatölvan m/160 leikjum ó fróbæru útsöluverði. Aðeinskr. 12.800,m Veríð velkomin. HKJ umboÖs- og söluskrifstofa. Skeifunni 8, sími 679655. Upplýsingar og pnntanir í síma 679655. Opið um helgina laugordng kl. 10—14 sunnudag kl. 13—16. Ókeypis sendingarþjónusta (jafnt innan bæjar sem utan). Ráðstefna um kirkjugarða RÁÐSTEFNA er haldin á vegum Skipulagsnefndar kirkjugarða og sljórnar kirkjugarðasjóðs í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi dagana 2.-4. maí. Er þetta fyrsta ráðstefna sinnar tegund- ar hér á landi. sækja kirkjugarðsverðir svo og aðrir sem hafa áhuga á fegrun og skipulagninu kirkjugarða. Undírbúningur ráðstefnunnar hefur verið í höndum sérstakrar nefndar, en mest hvílt á Aðalsteini Steindórssyni umsjónarmanni kirkjugarða og Grétari J. Unn- steinssyni skólastjóra Garðyrkju- skóla ríkisins. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun heiðra ráðstefnuna með heimsókn sinni einn af ráðstefnudögunum. (Fréttatilkynning) Rætt er um flest það, sem snert- ir skipulag og hirðingu kirkju- garða. Erindi flytja sérfræðingar hver á sínu sviði. Ennfremur verða farnar skoðunarferðir um kirkju- garða Reykjavíkur og á nokkra staði á Suðurlandi. Ráðstefnuna Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.