Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR.3. MAÍ 1991 Reykjavíkurborg - íþróttir og“ tómstundir eftir Júlíus Hafstein Stjórnkerfi Þær hugmyndir sem kynntar voru fyrir nokkrum árum um stjórn- kerfisbreytingar hjá Reykjavíkur- borg hafa nú að fullu náð fram að ganga, þetta á m.a. við um íþrótta- og tómstundamál. Áður fyrr voru tvær nefndir og tvær stofnanir sem fóru með öll mál er sneru að íþróttamálum ann- arsvegar og æskulýðsmálum hins- vegar. Nú er starfrækt ein stofnun, íþrótta- og tómstundaráð — ÍTR — sem fer með þennan málaflokk. Hlutverk ÍTR sér um allan rekstur íþrótta- og æskulýðsmannvirkja í eigu borg- arinnar. íþrótta- og tómstundaráð gerir tillögur til borgarstjórnar um fjárveitingar úr borgarsjóði til reksturs og framkvæmda á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Jafn- framt annast ÍTR allt samstarf við íþrótta- og félagasamtök og er til ráðgjafar um á hvern hátt fjárveit- ingum til styrktar þessum aðilum úr borgarsjóði skuli varið hveiju sinni. Meðal annarra verkefna ráðs- ins er: Að stuðla að auknu starfi félaga er hafa íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamál á stefnuskrá sinni. Að hafa umsjón með rekstri íþróttavalla, íþróttahúsa og félags- miðstöðva sem eru í eigu Reykjavík- urborgar. Að gera starfsáætlun haust og vor fyrir íþrótta- og tómstundastarf í Reykjavík. Að efla holla tómstundaiðju með- al almennings í samstarfi við fé- lagasamtök borgarbúa svo og í samstarfi við aðrar borgarstofnanir. Að leitast við að ná til þeirra unglinga sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsökum sinna ekki heilbrigðum viðfangsefnum í tóm- stundum sínum. íþrótta- og tómstundaráð rekur félagsmiðstöðvar, sundlaugar, íþróttahús, íþróttavelli, útivistar- svæði og það er aðili að skíðasvæð- inu í Bláfjöllum. Fjárhagsáætlun 1991 Þriðjudaginn 26. febrúar sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Til mála- flokksins Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál er áætlað að veija 744.882.000 krónum til reksturs, styrkja og framkvæmda. Helstu þættir fjárhagsáætlunarinnar hvað varðar íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmál eru þessir: Áætlun 1991 iTR - rekstur 323.710.000 Bláfjöll - rekstur* 5.700.000 ÍTR - framkvæmdir 118.000.000 Bláfjöll - framkvæmdir* 9.000.000 Skálafell - framkvæmdir 5.000.000 Styrkurtil ÍBR 129.414.000 Rekstur félagavalla 16.440.000 Framkvæmdir á félagavöllum 90.000.000 Afrekssjóður Reykjavíkur 3.600.000 Styrkir til íþróttamála 13.065.000 Styrkir til æskulýðs- ogtómst.st. Annað íþróttahús við Austurberg Iþróttahús í Grafarvogi 30.953.000 744.882.000 60.000.000 100.000.000 931.182.000 Félagsmiðstöðvar Á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs eru starfræktar 7 félagsmið- stöðvar, 5 af þessum miðstöðvum eru starfræktar i samvinnu við skóla, íþróttafélög og kirkjur. I félagsmiðstöðvunum fer fram víðtækt félagsstarf hjá æsku borg- arinnar. Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku unga fólksins, þann- ig að það fái tækifæri til að móta starfsemina sjálft með hjálp og já- kvæðum stuðningi þeirra sem eldri eru, það er starfsfólki félagsmið- stöðvanna. Þá hafa hin ýmsu félög s.s. skátar, íþróttafélög, áhuga- mannahópar og fleiri aðstöðu fyrir sín verkefni í félagsmiðstöðvunum. Tómstundastarf í skólum í skólum borgarinnar fer fram viðamikið tómstundastarf utan hins hefðbundna námsefnis. Þessi tóm- stundaiðja nemenda er styrkt og studd af borginni. í þessu klúbba- starfi er ungu fólki leiðbeint af sér- fróðum aðilum í áhugastarfi sínu. Nemendur velja sjálfir sín áhuga- svið og mikill og einlægur áhugi er hjá unga fólkinu, sem fæst við fjölbreytt viðfangsefni. Tómstundastarf þetta miðast fyrst og fremst við börn á aldrinum 10-15 ára. Meðal viðfangsefna má nefna leiklist, íþróttir, föndur, skák, ljósmyndun o.fl. Sumarstarfsemi Á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs og í samvinnu við fjölmörg íþrótta- og æskulýðssamtök er rek- in sumarstarfsemi fyrir börn og unglinga í Reykjavík frá 6-15 ára. Haldin eru námskeið í sundi, hesta- mennsku, siglingum, íþróttum auk leikjanámskeiða. Þátttakendur í þessum námskeiðum eru um 10.000-12.000 á hveiju sumri. Þessi þáttur í starfi ÍTR hefur eflst mikið á sl. árum og er nú orðið eitt öflug- asta og vinsælasta verkefnið sem ÍTR vinnur að. Almenningsíþróttir Gífurlegur áhugi er hjá fólki til hverskonar íþróttaiðkunar sér til heilsubótar, hefur það m.a. komið fram í aukinni aðsókn að sundstöð- um, skíðasvæðum, tennisvöllum og golfvöllum. ÍTR hefur reynt að koma til móts við þennan áhuga m.a. með lengdum opnunartíma í mannvirkjum, nýjum mannvirkjum og með tillögugerð til borgaryfir- valda um ný mannvirki. Ár hvert skipuleggur ÍTR sér- stakan skíðadag, sérstakan íþrótta- dag og íþróttamót grunnskólanna og eru þá íbúar borgarinnar hvattir til almennrar útivistar og er allur aðgangseyrir að mannvirkjum borgarinnar án endurgjalds og leið- beinendur starfa á ótal stöðum til hjálpar og leiðbeiningar fyrir byrj- endur. Ánægjulegt samstarf hefur náðst við íþróttafélög, Bláfjallanefnd og skóla í Reykjavík um skipulagningu þessara hátíða. Sundlaugar Á vegum Reykjavíkurborgar eru jýE^tlNl^iURENl SNYRTIVÖRUKYNNING á morgun laugardag 4. maí kl. 10-16 ★ Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.