Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR.3. MAÍ 1991 Reykjavíkurborg - íþróttir og“ tómstundir eftir Júlíus Hafstein Stjórnkerfi Þær hugmyndir sem kynntar voru fyrir nokkrum árum um stjórn- kerfisbreytingar hjá Reykjavíkur- borg hafa nú að fullu náð fram að ganga, þetta á m.a. við um íþrótta- og tómstundamál. Áður fyrr voru tvær nefndir og tvær stofnanir sem fóru með öll mál er sneru að íþróttamálum ann- arsvegar og æskulýðsmálum hins- vegar. Nú er starfrækt ein stofnun, íþrótta- og tómstundaráð — ÍTR — sem fer með þennan málaflokk. Hlutverk ÍTR sér um allan rekstur íþrótta- og æskulýðsmannvirkja í eigu borg- arinnar. íþrótta- og tómstundaráð gerir tillögur til borgarstjórnar um fjárveitingar úr borgarsjóði til reksturs og framkvæmda á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Jafn- framt annast ÍTR allt samstarf við íþrótta- og félagasamtök og er til ráðgjafar um á hvern hátt fjárveit- ingum til styrktar þessum aðilum úr borgarsjóði skuli varið hveiju sinni. Meðal annarra verkefna ráðs- ins er: Að stuðla að auknu starfi félaga er hafa íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamál á stefnuskrá sinni. Að hafa umsjón með rekstri íþróttavalla, íþróttahúsa og félags- miðstöðva sem eru í eigu Reykjavík- urborgar. Að gera starfsáætlun haust og vor fyrir íþrótta- og tómstundastarf í Reykjavík. Að efla holla tómstundaiðju með- al almennings í samstarfi við fé- lagasamtök borgarbúa svo og í samstarfi við aðrar borgarstofnanir. Að leitast við að ná til þeirra unglinga sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsökum sinna ekki heilbrigðum viðfangsefnum í tóm- stundum sínum. íþrótta- og tómstundaráð rekur félagsmiðstöðvar, sundlaugar, íþróttahús, íþróttavelli, útivistar- svæði og það er aðili að skíðasvæð- inu í Bláfjöllum. Fjárhagsáætlun 1991 Þriðjudaginn 26. febrúar sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Til mála- flokksins Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál er áætlað að veija 744.882.000 krónum til reksturs, styrkja og framkvæmda. Helstu þættir fjárhagsáætlunarinnar hvað varðar íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmál eru þessir: Áætlun 1991 iTR - rekstur 323.710.000 Bláfjöll - rekstur* 5.700.000 ÍTR - framkvæmdir 118.000.000 Bláfjöll - framkvæmdir* 9.000.000 Skálafell - framkvæmdir 5.000.000 Styrkurtil ÍBR 129.414.000 Rekstur félagavalla 16.440.000 Framkvæmdir á félagavöllum 90.000.000 Afrekssjóður Reykjavíkur 3.600.000 Styrkir til íþróttamála 13.065.000 Styrkir til æskulýðs- ogtómst.st. Annað íþróttahús við Austurberg Iþróttahús í Grafarvogi 30.953.000 744.882.000 60.000.000 100.000.000 931.182.000 Félagsmiðstöðvar Á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs eru starfræktar 7 félagsmið- stöðvar, 5 af þessum miðstöðvum eru starfræktar i samvinnu við skóla, íþróttafélög og kirkjur. I félagsmiðstöðvunum fer fram víðtækt félagsstarf hjá æsku borg- arinnar. Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku unga fólksins, þann- ig að það fái tækifæri til að móta starfsemina sjálft með hjálp og já- kvæðum stuðningi þeirra sem eldri eru, það er starfsfólki félagsmið- stöðvanna. Þá hafa hin ýmsu félög s.s. skátar, íþróttafélög, áhuga- mannahópar og fleiri aðstöðu fyrir sín verkefni í félagsmiðstöðvunum. Tómstundastarf í skólum í skólum borgarinnar fer fram viðamikið tómstundastarf utan hins hefðbundna námsefnis. Þessi tóm- stundaiðja nemenda er styrkt og studd af borginni. í þessu klúbba- starfi er ungu fólki leiðbeint af sér- fróðum aðilum í áhugastarfi sínu. Nemendur velja sjálfir sín áhuga- svið og mikill og einlægur áhugi er hjá unga fólkinu, sem fæst við fjölbreytt viðfangsefni. Tómstundastarf þetta miðast fyrst og fremst við börn á aldrinum 10-15 ára. Meðal viðfangsefna má nefna leiklist, íþróttir, föndur, skák, ljósmyndun o.fl. Sumarstarfsemi Á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs og í samvinnu við fjölmörg íþrótta- og æskulýðssamtök er rek- in sumarstarfsemi fyrir börn og unglinga í Reykjavík frá 6-15 ára. Haldin eru námskeið í sundi, hesta- mennsku, siglingum, íþróttum auk leikjanámskeiða. Þátttakendur í þessum námskeiðum eru um 10.000-12.000 á hveiju sumri. Þessi þáttur í starfi ÍTR hefur eflst mikið á sl. árum og er nú orðið eitt öflug- asta og vinsælasta verkefnið sem ÍTR vinnur að. Almenningsíþróttir Gífurlegur áhugi er hjá fólki til hverskonar íþróttaiðkunar sér til heilsubótar, hefur það m.a. komið fram í aukinni aðsókn að sundstöð- um, skíðasvæðum, tennisvöllum og golfvöllum. ÍTR hefur reynt að koma til móts við þennan áhuga m.a. með lengdum opnunartíma í mannvirkjum, nýjum mannvirkjum og með tillögugerð til borgaryfir- valda um ný mannvirki. Ár hvert skipuleggur ÍTR sér- stakan skíðadag, sérstakan íþrótta- dag og íþróttamót grunnskólanna og eru þá íbúar borgarinnar hvattir til almennrar útivistar og er allur aðgangseyrir að mannvirkjum borgarinnar án endurgjalds og leið- beinendur starfa á ótal stöðum til hjálpar og leiðbeiningar fyrir byrj- endur. Ánægjulegt samstarf hefur náðst við íþróttafélög, Bláfjallanefnd og skóla í Reykjavík um skipulagningu þessara hátíða. Sundlaugar Á vegum Reykjavíkurborgar eru jýE^tlNl^iURENl SNYRTIVÖRUKYNNING á morgun laugardag 4. maí kl. 10-16 ★ Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.