Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 60
FOSTUDAGUR 3. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Stórslasað- ur eftir fall MAÐUR um fimmtugt er talinn höfuðkúpubrotinn eftir um sex metra fall úr stiga við ljósastaur laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn var að skipta um peru í ljósastaur við innkeyrslu í bíla- geymslu í Skólabrú, skammt frá Lækjargötu. Skyndilega sáu sjónar- vottar hvar stiginn snerist, maður- inn missti jafnvægið og féll til jarð- ar. Maðurinn var fluttur þungt hald- inn á sjúkrahús og var talinn höfuð- kúpubrotinn, að sögn lögreglu. Hvalfjarðargöng: Tvö tilboð í fyrsta áfanga TVÖ tilboð bárust í fyrsta áfanga vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Hvalfjörð. Orkustofnun bauð 18,5 milljónir og norska fyrirtækið Geotim bauð 18,8 milljónir í bylgju- brotsrannsóknir í firðinum. A næstu dögum verður farið yfir tilboðin og fráviksboð norska fyrirtækisins. Að sögn Guðlaugs Hjörleifsson- ar hjá Spöl hf. var upphaflega leit- að eftir tilboðum frá Orkustofnun og frá tveimur norskum fyrirtækj- um, sem nú hafa sameinast í eitt, Geotim, sem lagði fram eitt tilboð auk frávikstilboða. „Með þessum áfanga á að leiða í ljós eins og frekast er kostur hvort og hvar er hagkvæmt að gera göng undir Hvalfjörð," sagði Guðlaugur. „Síðan kemur til álita, þegar mælingunum lýkur hvort menn telji þær nægilegar en næsta skref er þá að bora.“ Gert er ráð fyrir að frumskýrslu um niðurstöur mælinganna verði skilað í ágúst og endanlegri skýrslu í september á þessu ári. Nýja Boeing-þotan: Nýr hreyfill í Heiðdísi vegna bilunar SKIPTA þurfti um hreyfil á Heiðdísi, nýju Boeing 737-400 þotu Flugleiða, sl. mánudag eft- ir að hún hafði aðeins verið í rúma viku í áætlunarflugi fyrir félagið. Vélin var á leið frá Hamborg á sunnudag þegar ljós í mælaborði gaf til kynna aukinn hita í bruna- hólfi annars hreyfílsins. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, þurfti ekki að slökkva á hreyflinum eða draga úr afli en ákveðið var að skipta um hreyfla þegar vélin kom til Keflavíkur. Einar sagði að bilaði hreyfíllinn hefði verið sendur í ábyrgðarvið- gerð erlendis og því væri ekki ljóst hvort um raunverulega bilun hefði verið að ræða en samkvæmt ör- yggisreglum hefði þótt sjálfsagt að setja varahreyfil á vélina. Tók það eina dagsstund. Sagði Einar að ekki hefði komið upp slík bilun í hreyflum annarra Boeing-véla félagsins. Morgiinblaðið/Andrés Pétursson Flök bílanna tveggja. Rúta ís- lendinganna er til vinstri á myndinni. Vegarkaflinn, þar sem slysið varð, er alræmdur slysakafli og greindu breskir fjölmiðlar frá slysinu með til- vísun til þess. Bresk samgöngu- yfirvöld hafa sætt harðri gagn- rýni fyrir hvernig að hönnun hans var staðið. Aðstæður eru taldar fallnar til þess að öku- menn geri sér ekki grein fyrir því að skyndilega séu þeir komnir af einstefnuakstursvegi og yfir á fáfarinn veg þar sem von er á umferð á móti. Þrír fórust, þar af tveir Islendingar, og sex Islendingar slösuðust í árekstrí á Englandi: - svo vel sétryggt ALMENNAR SJOVA Sá ljós nálgast og kastaði mér í gólfið af eðlishvöt 0 - sagði Karl Omar Jónsson, einn þeirra sex sem komust lífs af Exeter, frá Andrési Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Englandi. ÞRÍR karlmenn, tveir íslendingar og 47 ára gamall Englendingur, létust, og sex íslendingar, allt karlmenn, slösuðust í hörðum árekstri lítillar rútu og sendibíls um 45 kílómetra norður af borginni Exeter í Devon-héraði í Englandi um klukkan tvö að íslenskum tíma í fyrri- nótt. Einn hinna slösuðu var enn meðvitundarlaus og á gjörgæslu í gærkvöldi en var ekki lengur talinn í bráðri lífshættu, að sögn starfsfólks á Royal Exeter and Devon-sjúkrahúsinu í Exeter. Fjórir aðrir eru einnig á sjúkrahúsinu og höfðu tveir þeirra gengist und- ir skurðaðgerð en sá fimmti var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Slysið átti sér stað á umdeildum vegarkafla, North Devon Link, norður af Exeter en þar hafa fjölmörg alvarleg slys orðið þau fáu ár sem liðin eru síðan hann var tekinn í notkun. íslendingarnir voru á golfferða- lagi um England en þangað komu þeir á miðvikudagskvöld. Þeir tóku á leigu litla rútu af gerðinni Ley- land í London og ók einn þeirra henni áleiðis til bæjarins Bude á norðanverðum Comwall-skaga, þangað sem för þeirra var heitið. Þegar um þrír fjórðu leiðarinnar voru að baki var ekið af hrað- braut, þar sem tvær akreinar, með umferðareyju á milli, lágu í hvora átt, um hringtorg og áfram vestur hinn hættulega kafla, en þar liggur ein akrein til austurs og tvær til vesturs. Skömmu eftir að á þennan vegarkafla var komið varð árekst- urinn með þeim hætti að rúta ís- lendinganna skall á sendibíl af gerðinni Ford Transit, sem ekið var úr gagnstæðri átt. Að sögn tals- manns lögreglunnar í Exeter var bíll íslendinganna á öfugum vegar- helmingi þegar áreksturinn varð. Talið er að ökumenn beggja bílanna, 47 ára gamall enskur fjöl- skyldumaður, sem var _ einn í sendibílnum, og Baldvin Ólafsson, 45 ára, til heimilis að Fannarfold 182 í Reykjavík, hafí látist sam- stundis. Baldvin lætur eftir sig þtjú börn. Að sögn talsmanns lögregl- unnar var Sigurbjörn Leifur Bjarnason, 37 ára gamall, til heim- ilis að Jöklaseli 13, einnig látinn þegar lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur böni. Hinir Islendingarnir sex, Jón Örn Sig- urðsson, Halldór Sigurðsson, Guð- mundur Jónasson, Jens Jensson og bræðurnir Karl Ómar og Róbert Öm Jónssynir, voru fluttir á Royal Exeter and Devon-sjúkrahúsið í Exeter. Róbert Öm var enn í gjör- gæslu í gærkvöldi en Jóni Erni Sigurðssyni var leyft að fara af sjúkrahúsinu í gær. Hinir liggja þar enn, slasaðir en á batavegi, að sögn starfsfólks sjúkrahússins. Vaknaði við brothljóð Jens Jensson sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í gær að hann, eins og allir íslendingam- ir nema Baldvin heitinn og Karl Ómar Jónsson, hefði verið sofandi aftan í bílnum þegar áreksturinn varð. Hann kvaðst hafa vaknað við Sigurbjörn Leifur Bjarnason brothljóð og ekki hafa vitað hvað var á seyði fyrr en allt var afstað- ið. Hann sagði að sér hefði ein- hvern veginn tekist að brölta út úr bílflakinu. Kastaði mér niður í gólfið af eðlishvöt Karl Ómar Jónsson sagðist hafa setið í framsæti rútunnar og lesið Baldvin Ólafsson af vegakorti til að aðstoða Baldvin við að finna réttu leiðina. „Skyndi- lega kallaði einhver viðvörunarorð og ég leit þá upp og sá ökuljós ‘annarrar bifreiðar í nokkurra metra fjarlægð. Ég var ekki í belti og af einhverri eðlishvöt kastaði ég mér niður í gólfið. Bíllinn lá á hliðinni þegar hann stöðvaðist, ég náði að klöngrast út, hljóp aftur fyrir og opnaði skottið, henti far- angrinum út og hjálpaði þeim sem gátu gengið út en dró svo þá með- vitundarlausu frá bílnum. Bróðir minn var annar þeirra og reyndi ég að hlúa að honum. Það virtist taka lögregluna óratíma að koma á staðinn," sagði Karl Ómar. Hann skarst illa á neðanverðu andlitinu en kvaðst vonast til að útskrifast af spítalanum eftir helgi. „Hins vegar er ótrúlegt að ég skuli ekki hafa slasast meira, miðað við að ég sat í framsætinu og var ekki í bílbelti. Eg hlýt því að teljast mjög heppinn maður,“ sagði Karl Ómar Jónsson. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að í gær hefði slys þetta orðið tilefni fyrirspumar til Johns Majors forsætisráðherra um fyrirætlanir stjórnvalda vegna þessa hættulega vegarkafla. Hafi John Major við það tækifæri flutt aðstandendum þeirra sem létust samúðarkveðjur. Slysið átti sér stað aðfaranótt fimmtudags á þessum slóðum um kl. 02.00 að íslenskum tíma. íxeter ■■ Torquay Plymouth
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.