Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Jafnrétti - Forréttindi eftir Helgu Harðardóttur Eftir að Sæbrautarmálið komst aftur í fjölmiðla, fyrir tilstilli Byigj- unnar og Þjóðarsálarinnar á Rás 2 í þetta sinn, hefur ýmislegt leitað á hugann sem aldrei hefur áður verið inni í umræðunni. Ég hef fylgst með þessu máli, frá því það fyrst komst í fjölmiðlaumfjöllun, og oft hefur ómanneskjuleg umræða, um nágranna heimilisins, gengið fram af mér. Ég tek það strax fram, að ég stend alfarið með nágrönnum meðferðarheimilisins í þeirra skoð- un, að meðferðarheimilinu hefði ekki átt að fínna stað í því þrönga íbúðahverfí sem þama er um að ræða. Forsvarsmönnum þeirra skertu einstaklinga, sem þama var búið heimili, hlýtur að hafa verið Ijós hegðan þeirra, áður en heimilið var stofnsett. Hefði þeim þá jafnframt verið skylt að kynna fyrirfram hegðunarvandamál vistmanna fyrir nágrönnum. Það var ekki gert. Éft- ir nokkurra mánaða búsetu var þó boðið til kynningarfundar með ná- grönnum. Þessi kynning varð alger- Iega marklaus, þar sem íbúar með- ferðarheimilisins höfðu þá þegar kynnt sig sjálfír. Félagsmálaráðherra ætlar því nú, við stofnun næsta meðferðar- heimilis, að hafa vaðið fyrir neðan sig og kynna málið áður en nýtt hús verður keypt. Ráðherrann er með því, aðeins og loksins, að gera skyldu sína hvað varðar friðhelgi heimilanna, sem virðist hafa gleymst og verið marghrotin á ná- grönnum Sæbrautar 2. í framhaldi af þessum skrifum, dettur mér í hug jafnrétti. Þetta fallega orð jafnrétti. Það er í jands- ins lögum, að fatlaðir skuli eiga rétt til jafns við heilbrigða. Heil- brigður er líka fallegt orð. Heil- brigðir fyrirfínnast bara ekki lengur í kerfínu. Þeir eru orðnir að „svo- kölluðum heilbrigðum" og í lögum virðist hvergi stafur um að þeir eigi rétt til jafns við fatlaða. Af þessu er ljóst að fatlaðir hafa náð for- gangsrétti á kostnað „svokallaðrá heilbrigðra". Nú er ég sjálf hvort tveggja. Ég er skráður 60% öryggi, frá 16 ára aldri, en hef jafnframt af „svokall- aðri heilbrigði“ tekið þátt í atvinnu- lífínu í 33 ár. Það er fyrst núna, í samhengi við Sæbrautarmálið, að ég geri mér grein fyrir forréttindum mínum í skjóli fötlunar. Þegar ég var á sínum tíma úrskurðuð fötluð, átti orðið fötlun eingöngu við líkam- lega fötlun og vissi ég þá ekki til að fatlaðir hefðu rétt umfram aðra. Nú virðist ég vera í sama réttinda- hópi og t.d. geðfatlaðir og get því leyft mér að ganga á rétt nágranna minna að vild. Öryrkjabandalaginu hlýtur jú að vera skylt að veija mig á sama hátt og aðra fatlaða, svo sem einhverfa. Önnur umfjöllun um Sæbrautar- málið kom af stað heilmiklum heila- brotum hjá mér. Nú á að breyta nafni meðferðarheimilisins í sam- býlisheiti, þó með að minnsta kosti tveimur núverandi vistmönnum, auk tveggja annarra einhverfra. Það verða þá fjórir vistmenn í 3002 einbýlishúsi. Fyrsta hugsunin var, hvað er meðferðarheimili og hvað er sambýli? Ég hygg að allur al- menningur, svo sem ég, skilji þar á milli nafngiftarinnar vegna. í hugum okkar er meðferðarheimili í raun sjúkrastofnun, þar sem leit- ast er við að lækna, gæta og leið- beina. Slík stofnun þarf fjöldann allan af starfsmönnum, á hvem sjúkling, allan sólarhringinn. Sam- býli er aftur á móti staður, þaðan sem fólk sækir skóla eða vinnu eft- ir getu, aðlagar sig umhverfí og litið er til með einstaklingum, eftir þörfum hvers og eins. Sambýli eru ekki yfírfull af gæslumönnum. Sambýli valda yfírleitt ekki mikilli röskun á högum nágranna. Hef ég dæmi um það úr þeirri götu er ég bý við, þar sem til skamms tíma hefur verið sambýli á vegum Kleppsspítala. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort þeir vistmenn, sem verið hafa til meðferðar á Sæbraut 2, séu nú allt í einu útskrifaðir og færir um að búa í sambýli. Hvert er aldurs- takmark sambýlisfólks? Er meðferð þessara vistmanna lokið? Hafa þeir fengið þá lækningu, sem til þarf, til að takast á við þá ábyrgð og erfíðleika, sem fylgir því að lifa og starfa úti í þjóðfélaginu. Varla verð- ur þessu heimili breytt án kynning- arherferðar ráðuneytis, álíka þeirri sem nú á allt í einu að viðhafa varð- andi ný húsakaup. Fyrir nokkrum dögum skoraði nágrannakona meðferðarheimilis- ins á Sæbraut 2 á félagsmálaráð- herra, til umræðna um mannrétt- indi bama, allra bama. Umræðan áti að fara fram í útvarpsþætti á Rás 2. Hvers vegna skoraðist ráð- Helga Harðardóttir „I hugum okkar er með- ferðarheimili í raun sjúkrastofnun, þar sem leitast er við að lækna, gæta og leiðbeina. Slík stofnun þarf fjöldann allan af starfsmönnum, á hvern sjúkling, allan sólarhringinn. Sambýli er aftur á móti staður, þaðan sem fólk sækir skóla eða vinnu eftir getu, aðlagar sig um- hverfi og litið er til með einstaklingum, eftir þörfum hvers og eins. Sambýli eru ekki yfir- full af gæslumönnum.“ herra undan þeim viðræðum á síð- ustu stundu? Var það virkilega fyr- ir þrýsting frá formanni Þroska- hjálpar? Hvað var það sem ekki mátti koma fram í dagsljósið? Svör við öllu þessu hljóta að brenna, bæði á nágrönnum Sæbrautar 2 og öðrum sem fylgst hafa með þessu máli. Þessu er ósvarað af ráðherra og forsvarsmönnum meðferðar- heimilisins. Yfírgangur og stóryrði formanna innan Öryrkjabandalags- ins, sem hafa látið málefni þessara einhverfu einstaklinga sig varða, á eftir að tvístra bandalaginu, ef fer sem horfir. Þessi samtök voru ekki stofnuð til að ganga á mannréttindi annarra. Til viðbótar kemur í huga minn mál, sem enginn fjallar um, en fjöl- miðlamenn ættu kannski að kanna, því það er ekki minna áhugavert en Sæbrautarmálið. Þar kemur jafnréttið enn til sögunnar. Það varðar ófötluðu börnin okkar, sem bara eiga við krabbamein, hvítblæði eða aðra illkynja sjúkdóma að stríða. Þeim er enginn gaumur gef- inn af umsjónarfólki fatlaðra né hinu opinbera. Það er víst enn ekki búið að fínna upp orðin krabba- meinsfatlaður, hjartafatlaður, nýrn- afatlaður o.s.frv. Foreldrar þessara bama njóta ekki fyrirgreiðslna í formi barnaörorku, umönnunar- launa, bílastyrkja, hvíldartíma með tilsjónarfólki, sérkennslu eða einka- kennara fyrir sín börn, því þau telj- ast ekki fötluð. Löggjöfín nær eingöngu til fatl- aðra og þeirra foreldra. Foreldrar „ófötluðu" bamanna eiga sér enga stuðnings- eða þrýstihópa innan Öryrkjabandalagsins. Þeir geta bara haldið áfram að beija á dyr félagsmálaráðuneytisins til að fá undanþágupappírana sína fram- lengda, þótt vitað sé að meðhöndlun illkynja sjúkdóma getur tekið mörg ár. Gjarnan hefði ég viljað sjá ein- hverju af skattpeningum mínum varið til aðstoðar þessum ófötluðu, en veiku börnum og þeirra foreldr- um, en að vita af þeim í rándýrum innréttingum og breytingum Sæ- brautarheimilisins og annarra álíka heimila. Félagsmálapakki þessa þjóðfé- lags er löngu orðinn óraunhæfur. Uthlutun úr honum virðist háð hentistefnu, annað hvort ráðuneyt- is, félagsmálafulltrúa sveitarfélaga eða Öryrkjabandalagsins. Við sem borgum brúsann ráðum þar engu um. Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir bæði ábyrga fjölmiðlamenn og almenning. Höfundur er skrifstofumaður og býr í Reykjavík. Sýningin á Pétri Gaut stendur ekki undir sér SÝNINGUM á Pétri Gaut hjá Þjóðleikhúsinu fer nú fækkandi. Verk- ið hefur gengið vel þó svo aðsókn hafi ekki verið mjög mikil, en uppsetning verksins stendur ekki undir kostnaði, að sögn þjóðleikhús- stjóra. Aðeins á eftir að sýna Pétur Gaut þrívegis í Þjóðleikhúsinu og hefur verkið þá verið sýnt fímmtán sinnum. Að sögn Stefán Baldurs- sonar, þjóðleikhússtjóra, hafa sýn- ingar gengið nokkuð vel. „Það hef- ur ekki verið rífandi aðsókn, enda verkið klassískt og alvarlegs eðlis,“ sagði Stefán. Snævar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðleikhússins, ^sagði að um 4-5 þúsund manns hefðu séð Pétur Gaut og að það dygði ekki til að greiða stofnkostn- aðinn vegna uppsetningarinnar. „Þetta er dýr sýning, bæði mjög ijölmenn og mikil leikmynd. Svona sýningar ná ekki að borga upp stofnkostnaðinn og raunar eru það fæstar sýningar sem gera það. Það eru ekki nema þau verk sem best ganga sem standa undir sér,“ sagði Snævar. SPARISJÓÐUR HORNAFJARÐAR OG NÁGRENNIS Nýr Sparisjóður ■ Valkostur með persónulegri þjónustu. Til hamingju! SPARISJÓÐIRNIR - jfyrir þig og þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.