Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Valtýr Guðmundsson skipstjóri - Minning Fæddur 14. september 1925 Dáinn 26. apríl 1991 Valtýr Guðmundsson skipstjóri hjá Reykjavíkurhöfn lést föstudag- inn 26. apríl sl. eftir mjög erfið veikindi. Valtýr var fæddur í Reykjavík 14. september 1925 og var því 65 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar alkunns togaraskipstjóra hér áður, oft kenndur við skip sitt Kára, og konu hans, Guðlaugar Grímsdóttur. Eins og áður er sagt var Valtýr fæddur í Reykjavík, í vesturbænum, og má því segja að hann hafi verið bæði við leik og störf á sama vett- vangi, það er Reykjavíkurhöfn. Eftir að barnaskólanámi lauk hóf hann nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk prófi þaðan. Hugur Valtýs hneigðist að sjónum. Var hann á togurum þar til hann var ráðinn skipstjóri hjá Reykjavík- urhöfn 1948. Hann hefirþví starfað hjá höfninni í 43 ár og var elsti starfandi starfsmaður fyrirtækis- ins. Sá háttur var tekinn upp hjá Reykjavíkurhöfn að afhenda starfs- mönnum gullúr eftir 40 ára starf og hlaut hann það því 1988. Árið 1981 var tekin upp sú venja að starfsmenn fengu sinn fulltrúa í hafnarstjórn án atkvæðisréttar. Valtýr var mikill baráttumaður fyr- ir máli þessu og held ég að þakka megi hans fylgni við mál þetta að það komst í höfn. Því fannst okkur samstarfsmönnum hans sjálfsagt að hann yrði sá fyrsti úr okkar hópi sem tæki sæti í hafnarstjórn. Valtýr hafði alla tíð mikinn áhuga á því sem var að gerast í þjóðfélaginu á hveijum tíma og var mikill áhugamaður í pólitík. Hann var mikill alþýðuflokksmaður og mjög vel heima í ýmsu sem snerti þau mál svo maður gat oft „slegið upp í honum“ um atburði sem snertu þau. Hann var einnig félagi í Oddfellowreglunni. Stóri dagurinn í lífi Valtýs var giftingardagur þeirra hjóna 14. júní 1947, en þá giftu þau sig, Valtýr og Ester Gísladóttir. Ester er fædd hér í borg 13. október 1926. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau: Gísli rafeindavirki, fæddur 19. júlí 1947, maki Erla Þorvaldsdóttir; Guðmundur veitingamaður á Aski, fæddur 19. janúar 1953, maki Jónína Jóhannsdóttir; Hörður Már, í tækninámi í Danmörku, fæddur 19. september 1959, maki Helga Hrönn Hilmarsdóttir; og Valdís Edda stúdent, fædd 8. ágúst 1968, við nám. Barnabörnin em sjö. Margs er að minnast frá þeim tíma sem við Valtýr störfuðum sam- an, en það eru þrír og hálfur áratug- ur. Ekki ætla ég mér að riija upp neitt af því hér en margar góðar minningar á ég um hann því alltaf var hægt að ræða hlutina þótt menn væru kannski ekki alltaf á sama máli og enginn erfði neitt. Við Þóra kona mín og samstarfs- menn hjá Reykjavíkurhöfn sendum Ester og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Útför Valtýs fer fram í dag frá Neskirkju kl. 15. Sigurður Þorgrímsson Ólafur Sigfús- son - Kveðjuorð Fæddur 29. september 1923 Dáinn 18. apríl 1991 Fimmtudaginn 18. apríl lest á Landspítalanum vinur minn Ólafur Sigfússon eftir alltof langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Alltaf kemur dauðinn eins og reiðarslag, jafnvel þótt maður sé búinn að eiga von á viðskilnaði um einhvern tíma. Um hugann þyrpast minningarn- ar, frá okkar fyrstu kynnum og til þessa dags, er ég verð að lúta því, að sjá hann ekki framar. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Hola- skóla, þar sem við vorum herbergis- félagar í tvo vetur. Þar bundumst við böndum æskuvináttu í hópi glaðra drengja. Eins og gengur lágu leiðir til ýmissa átta. Óli leitaði sér meiri menntunar, fór m.a. í Iðnskólann í Reykjavík og lærði málaraiðn og vann að því um árabil. En aftur lágu leiðir okkar saman bæði í Reykjavík og víðar á Suðurlandi við ýmis störf. í Reykjavík kynntist Óli konu sinni, Olgu Guðrúnu Stef- ánsdóttur hjúkrunarkonu, glæsi- legri öndvegiskonu sem alltaf hefur staðið við hlið eiginmannsins til hinstu stundar, og aldrei brugðist. Olga og Óli stofnuðu nýbýlið Hjarð- artún hjá Hvolsvelli og voru búandi í allmörg ár, byggðu og ræktuðu jörðina með miklum myndarbrag. Garðurinn þeirra í Hjarðartúni er með þeim allra fegurstu sem ég hef séð, svo mikið var blómaskrúðið og litadýrðin, hann var sannkölluð „paradís". Óli var oddviti Hvolsvall- arhrepps, um mörg ár, og síðustu árin sveitarstjóri, eða þar til heils- una þraut. En þá varð líka að flytja til Reykjavíkur. í Hjarðartúni stóðu alltaf opnar dyr, fyrir gesti og gangandi, vinirn- ir voru margir og alltaf veitt af gnægð. Við hjónin vorum svo lán- söm að koma á fallega heimilið þeirra í Hjarðartúni, eiga með þeim stundir, og njóta þeirrar miklu gest- rjsni og hlýju, sem þau Olga og Óli áttu í svo ríkum mæli, það er ógleymanlegt. Olga og Oli eignuðust þijá syni, sem allir eru ijölskyldumenn. Þeir eru Stefán húsvörður, Sigurður vél- smiður og séra Guðni Þór prófastur í Húnaþingum, hafa barnabörnin átt kærkomið athvarf hjá afa og ömmu. Ég vil þakka Óla öll árin, vinátt- una og tryggðina, hún var mér mikils virði, ekki hvað síst nú á seinni árum. Þá var gott að hitta hann og spjalla um lífið sem var, og lífið sem er, og tilgang þess. Megi honum vegna vel, er hann fer inn í vorið að nýrri strönd. Olga, við hjónin vottum þér og fjölskyldu ykkar einlæga samúð. Við höfðum dáðst að þér hvað þú hefur verið sterk í veikindum Óla. Góður Guð styrki þigí sorginni. Siggi t Eiginmaður minn, ÞÓRÓLFURJÓN EGILSSON rafvirkjameistari, Hlíff II, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu á morgun, laugardaginn 4. maí, kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðrún Gísladóttir. t Útför móður okkar, STEINVARAR JÓNSDÓTTUR, frá Sólheimum, Grímsnesi, er lést í Hrafnistu í Reykjavík 27. apríl fer fram frá Gaulverjabæj- arkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra vandamanna. Gunnar Helgason. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA LOFTSSONAR frá Hörgslandi. Þorsteinn J. Bjarnason, Guðrún Bjarnadóttir, Ragnhildur Hafstad, Þorbjörg M. Bjarnadóttir, Einar Bjarnason, Anna S. Bjarnadóttir, Loftur P. Bjarnason, Hilmar Bjarnason, Þórhildur Sigurðardóttir Kjell Hafstad, Dóra Guðjónsdóttir, Árni Reynisson, Gyða Þórólfsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ólafur Þorsteins- son - Kveðjuorð Fæddur 8. maí 1916 Dáinn 22. mars 1991 Við erum alltaf að verðlauna af- reksmenn okkar. Þeir fá silfur, gull og jafnvel orður. Því ekki það? En hvað með hetjur hversdags- lífsins, sem margar beijast erfiðri baráttu og vænta sér ekki sigurs? Þeir beijast samt, beijast til síðasta dags. Hvað um þá? Mig langar til að minnast góð- kunningja rníns, sem hefur háð þrotlausa baráttu í mörg ár við mjög erfiðan sjúkdóm. Kona hans tók þátt í þeirri baráttu með ótrú- legri hetjulund. Meðan við erum hraust og sjálfbjarga hugsum við ekki svo mjög um þá sem við heilsu- leysi eiga að stríða. Þeir heyja sína baráttu án viðurkenninga. Ólafur Þorsteinsson, Sólheimum 27, var einn þeirra. Nú er hans löngu og erfiðu þrautagöngu lokið. Engin tækni eða vísindi hafa fundið meðöl við þeim sjúkdómi sem Ólaf- ur barðist við. Fyrir löngu þegar Ólafur bjó í Bústaðasókn tók hann virkan þátt í uppbyggingu Bústaðasafnaðar ásamt sinni ágætu konu, Guðbjörgu Einarsdóttur. Þar vann Ólafur mörg verk með ljúfu geði. Ég man ekki eftir öðru en að honum þætti það alveg sjálfsagt, hvernig sem á stóð. Vann hann kirkjunni sinni svo lengi sem heilsan leyfðh Guðbjörg og Ólafur eignuðust þijú börn, tvo syni og eina dóttur, sem þau misstu á unglingsaldri. Var það mikið áfall og erfitt. Nú hefur Ólafur fengið hvílustað við hlið hennar. Útför hans fór fram frá Bústaðakirkju 2. mars. Blessuð sé minning hans. Að- standendum votta ég innilega sam- úð. Oddrún Pálsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, AUÐAR HELGU ÓSKARSDÓTTUR. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks Landspítalans. Bent Scheving Thorsteinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmmu, VALGERÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, áður Hverfisgötu 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Ingvarsdóttir, Jóhann Ingvarsson, Ragna Bergmann, Elísabet Sveinsdóttir, Tryggvi Ingvarsson, Bryndís Ingvarsdóttir, Guðmundur R. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUÐLAUGS GUÐMUNDSSONAR útgerðarmanns, Mýrarholti 14, Ólafsvík. Ingibjörg Steinþórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar v.erða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.