Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 37
r<m ÍÁK .8 ÍÍUDAflUTBÖ'? eiCfAJaVIUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. MAI 1991
WtAOAUGLYSINGAR
TILKYNNINGAR
Auglýsing
um styrki Evrópuráðsins á sviði
læknisfræði og heilbrigðisþjónustu
fyrirárið 1992
Evrópuráðið mun á árinu 1992 veita starfs-
fólki heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða
í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýj-
ungar í starfsgreinum sínum í löndum Evr-
ópuráðsins.
Styrktímabilið hefst 1. janúar 1992 og því
lýkur 1. desember 1992. Um er að ræða
greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga, 252
franskir frankar á dag. Hvorki kemur til
greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af
hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera
eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli
þess lands, sem sótt er um og ekki vera í
launaðri vinnu í því landi.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, sem veitir nánari
upplýsingar um styrkina.
Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir
25. maí nk.
Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í
Evrópuráðinu í lok nóvember nk.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið
30. apríl 1991.
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og
að undangengnum úrskurði verða lögtök lát-
in fara fram án frekari fyrirvara á kostnað
gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að
átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar
þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga
nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra
gjalda, fyrir 1.-3. greiðslutímabil með ein-
dögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1991
til apríl 1991.
Reykjavík 29. apríl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Atvinnuleyfi til leiguaksturs
Á næstunni verður úthlutað nokkrum at-
vinnuleyfum til leiguaksturs fólksbifreiða á
félagssvæði Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um þessi
leyfi. Þeir einir geta öðlast atvinnuleyfi, sem
fullnægja skilyrðum laga nr. 77/1989 um
leigubifreiðar og reglugerðar nr. 308/1989.
Að þessu sinni verður eigi úthlutað sérstök-
um atvinnuleyfum til flutnings á hreyfihöml-
uðu fólki.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Bifreiðastjórafélagsins Frama, Fellsmúla
24-26, Reykjavík, þar sem allar frekari upp-
lýsingar eru veittar. Umsóknum skal skila á
skrifstofu félagsins eigi síðar en 23. maí
1991.
Umsjónarnefnd fólksbifreiða.
; FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda
Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda verður haldinn föstudaginn 10. maí
kl. 13.30 í Hótel Sögu, A-sal.
Fundarefni:
1. Altæk gæðastjórnun í sjávarútvegi:
Halldór Árnason, Tryggvi Finnsson.
2. Gæðakröfur kaupenda á rækju- og hörpu-
diskmörkuðum: Magni Geirsson,
Guðmundur Eydal.
3. Staða rækjuvinnslu:
Guðmundur Malmquist, Bjarki Bragason,
Arndís Steinþórsdóttir.
4. Vennjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
LÖGTÖK
Lögtaksúrskurður
Að beiðni innheimtu ríkissjóðs mega fara
fram lögtök fyrir vangreiddum virðisauka-
skatti fyrir tímabilið 16. nóvember 1990 til
28. febrúar 1991 álögðum í Hafnarfirði,
Garðakaupstað, Seltjarnarnesi og Kjósar-
sýslu svo og fyrir virðisaukahækkunum
álögðum til 30. apríl 1991.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta
farið fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald-
enda en á ábyrgð ríkissjóðs að liðnum átta
dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar,
ef full skil hafa ekki verið gerð.
Hafnarfirði, 2. maí 1991.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
KVÓTI
Kvóti óskast
Óskum eftir að kaupa þorsk, ýsu, ufsa og
grálúðu. Skipti koma til greina.
Tilboð sendist fyrir 15. maí merkt: „Kvóti -
5000“ til auglýsingadeildar Mbl.
KENNSLA
VÉLSKÓLI
ISLANDS
Endurmenntunarnámskeið
Eftirtalin námskeið verða haldin ef næg
þátttaka fæst:
Kælitækninámskeið
(Nemendur hafi lokið 2. stigi vélstjórn-
arnáms.)
Kennsla fer fram á tæki í vélasal. Farið verður í:
a) Varmafræði, PH-línurit.
b) Tæki, búnað og sjálfvirkni í kælitækni.
c) Gangtruflanir og verklegar æfingar.
Tími: 21.-24. maí. Lengd: 30 stundir
Kennarar: Björgvin Þór Jóhannsson og
Þorsteinn Jónsson.
Rafteikningar og teikningalestur
Farið verður í ýmsar gerðir rafmagnsteikn-
inga samkvæmt alþjóðastaðli (IEC) og ísl.
staðli ÍST-117. Kennd uppbygging teikninga
með seguliðastýringum. Þjálfun í uppbygg-
ingu og lestri rafmagnsteikninga.
Tími: 27.-31. maí. Lengd: 40 stundir.
Kennari: Einar Ágústsson.
Tölvur I: Stýrikerfi og ritvinnsla
Farið verður í MS-DOS stýrikerfi, skipana-
skrár og notkun harðra diska. Kennd notkun
ritvinnslu, s.s. uppsetning skjala, leturbreyt-
ingar og útprentun.
Tími: 27.-29. maí. Lengd: 20 stundir.
Kennari: Sigurður R. Guðjónsson.
Tölvur II: Töflureiknir og gagnagrunnur
Farið verður í áætlanagerð með aðstoð töflu-
reiknisforrits. Kennd notkun gagnagrunns-
forrits sem skjalavistunarkerfis og útlistun
mismunandi upplýsinga úr gagnaskrám.
Tími: 29.-31. maí. Lengd: 20 stundir.
Kennari Sigurður R. Guðjónsson.
Iðntölvur
Farið verður í grundvallaruppbyggingu iðn-
tölva ásamt inn- og útgangseiningum. Kennd
uppbygging stigarits („ladder") og forritun.
Þjálfun í forritun og tengingum iðntölva.
Tími: 3.-5. júní. Lengd: 24 stundir.
Kennari: Eggert Gautur Gunnarsson.
Einnig verður boðið upp á þessi námskeið á
kvöldin og um helgar ef næg þátttaka fæst.
Umsóknir skulu hafa borist Vélskóla íslands,
pósthólf 5134, ásamt þátttökugjaldi, kr.
10.000 fyrir hvert námskeið, fyrir 15. maí nk.
Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingablaði
verða send þeim sem þess óska.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans
í síma 19755. Skólameistari.
ATVINNUHUSNÆÐI
OSIA-OG
SMJÖRSALAN SE
Geymsluhúsnæði óskast
Óskum að taka á leigu sem fyrst þurrt og
gott lagerhúsnæði. Æskileg stærð 250-300
fm með 3-4 metra lofthæð og góðri að-
keyrslu. Leigutími u.þ.b. 8 mánuðir. Æskileg
staðsetning er Árbæjarhverfi eða nágrenni.
sími 691600.
FÉLAGSSTARF
Kópavogur - spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi verður i Sjálfstæðishús-
inu, Hamraborg 1, mánudaginn 6. maí kl. 21.00 stundvlslega. Mæt-
um öll.
Stjórnin.
Suðurland
Ungir sjálfstæðismenn á Suðurlandi, munið skemmtiferðina á morg-
un laugardaginn 4. maí.
Stjórn kjördæmasamtakanna.
Akureyri - Akureyri
Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn
Síðasti félagsfundur fyrir sumarið verður
haldinn í Kaupangi við Mýrarveg laugardag-
inn 4. maí kl. 12.00.
Gestur fundarins: Halldór Blöhdal.
Sjálfstæðiskonur í kjördæminu verið vel-
komnar.
Stjórn Varnar.
FELAGSLIF
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Sunnudagsferðir 5. maí
Raðgangan1991:
Gönguferð um gosbeltið,
3. ferð
A. Kl. 10.30, Bláalónið-
Fagradalsfjall-Slaga
Gengið frá Bláa lóninu inn á
vestasta fjall i Reykjanesfjall-
garði. Ekki mjög erfið fjallganga.
Ef þú vilt sleppa fjallinu, mætirðu
(ferðina kl. 13.00.
B. Kl. 13.00, Blóalónið-
Sundhnúkur-Vatnsheiði-
Slaga
Gengið norðan Svartsengisfell
um dyngjuna Vatnsheiði að
hamrinum Slögu ofan við bæinn
Isólfsskála. Áning við Drykkjar-
stein í báðum ferðum. Verð kr.
1.100.-, frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá Umferðarmið-
stöðinni, austanmegin. Hægt að
taka rútuna á leiðinni m.a. á
Kópavogshálsi, Ásgarði,
Garðabæ og við kirkjugaröinn í
Hafnarfirði. Mætið vel í rað-
göngu Ferðafélagsins 1991;
gengiö í 12 áföngum um gos-
beltið Suðvestanlands, frá
Reykjanestá að Skjaldbreið. Fjöl-
breytt leið sem allir ættu að
kynnast. Byrjið nú og veriö með
( sem flestum áföngunum.
Spurning ferðagetraunar 3. febr-
úar: Hvert er annaö nafn i
Svartsengisfelli? Viðurkenning
verður veitt þeim sem mæta í
flestar ferðanna.
Frönsku alparnir-Mt. Blanc.
Kynningarfundur fyrir áhugafólk
um ferð þangað 11.-20. júlí í
sumar, er á mánudagskvöldið
5. maí kl. 20.30 í húsnæði Isalp,
Grensásvegi 5. Páll Sveinsson,
fararstjóri, segir frá ferðinni.
Munið hvitasunnuferðir Ferða-
félagsins: 1. Þórsmörk, 2.
Fimmvörðuháls-Mýrdalsjökull.
3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull.
4. Skaftafell-Öræfasveit.
5. Öræfajökull-Skaftafell.
Nánar auglýst síðar.
Ferðafélag Islands.
I.O.O.F. 12 = 173538'/2 =
I.O.O.F. 1 = 173538V21
Húsdýrin okkar
Fyrsta ferðin í einstakri ferðaröð
Náttúruverndarfélags Suðvest-
urlands sem nefnist „Húsdýrin
okkar" verður farin laugardaginn
4. maí kl. 13.30. Lagt verður af
stað frá inngangi Húsdýragarðs-
ins i Laugardal og komið aftur i
bæinn um kl. 18.00.
Fargjald er kr. 600,-.
NVSV/UÞL
Frá Guöspeki-
félaginu
IngáKntnri 22.
AakriftaraM
Enginn fundur verður i húsi té-
lagsins í kvöld. Vetrardagskrá
lýkur með Lótusfundi miðviku-
daginn 8. maí kl. 21,00.
Aöalfundur félagsins verður
haldinn í húsi félagsins föstu-
daginn 17. maí kl. 21.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf.
Sumarskóli félagsins verður
haldinn dagana 26.-30. júnf.
Meistaramót íslands
1991 áskíðum
f flokkum 30 ára og eldri verður
haldið í Bláfjöllum laugardaginn
4. maí nk. Keppt verður í svigi
og stórsvigi og hefst keppnin kl.
11.00. Keppt er í flokkum karla
og kvenna 30-34 ára, 35-39 ára
o.s.frv. Mótið er opiö öllu skiða-
áhugafólki 30 ára og eldra. Verð-
launaafhending, kvöldverður og
dans verður ( Norðurljósum um
kvöldið. Fararstjórafundur verð-
ur föstudaginn 3. maí kl. 20.30
i Rauða Ijóninu, Eiðistorgi. Þátt-
tökutilkynningar berist til Amórs
í síma 82922. Upplýsingar um
frestun vegna veðurs verða i
símsvara Bláfjallanefndar sími
80111 á mótsdag.
Nefndin.
TIL SÖLU
Fiskbúðtil sölu
á góðum stað í bænum.
Upplýsingar í sima 53075 og á
kvöldin í sima 71988.