Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ .1991 Menntamálaráðuneytið: Framkvæmdaáætlun í skólamálum komin út Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fram- kvæmdaáætlun í skólamál- um til ársins 2000 og ber hún titilinn „Til nýrrar aldar“. Drög að áætluninni komu út í nóvember á síðasta ári og voru til um- ræðu á Menntamálaþingi sem ráðuneytið stóð fyrir 16. og 17. nóvember. Þá hefur ráðuneytið gefið út Hótel ísland: Rokk, trúður og trylltar meyjar DANS- og söngleikurinn Rokk, trúður og trylltar meyjar verður sýndur á Hótel íslandi laugardags- kvöldið 4. maí. Leikurinn var sýndur í Sjallanum á Akureyri í fjóra mánuði og er nú sýndur í nýrri mynd á Hótel Islandi. Rokk, trúður og trylltar meyjar er saga um sveita- piltinn Lúðvík Líndal sem orðinn er leiður á fjósinu og flórnum. Þetta er vingjarn- legt grey sem hefur eitthvað við sig þrátt fyrir heftan þroska. Lúðvík skellir sér í höfuðborgina og breytist þar í besta dansarann og mesta töffarann. Sagan er sögð með dansi, söng og látbragði. Dansarar í sýningunni eru: Jóhannes Bachmann, María Huldarsdóttir, Ölöf Björnsdóttir, Ragnar Sverr- isson, Ingólfur Stefánsson, Sigurrós Jónsdóttir Lizi Steinsdóttir, Arnór Diego og Sigrún Jónsdóttir. Á sviðinu bregður einnig fyrir ýmsum söngvurum svo sem Bjarna Arasyni, Önnu Vil- hjálms, Júlíusi Guðmunds- syni og Rúnari Júlíussyni. ■ HARALD Flor norski listfræðingurinn heldur fyr- irlestur sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 í fundarsal Norr- æna hússins um myndlist í Noregi á síðasta áratug og sýnir litskyggnur. Harald Flor hefur starfað við Dag- bladet í Osló sem listgagn- rýnandi í rúm 20 ár en einn- ig hefur hann skrifað í Berg- ens Arbeiderblad og Bergens Tidende. Auk þess hefur hann kennt við listaakade- míuna í Osló og Þrándheimi. Harald Flor hefur skrifað ásamt öðrum margar bækur um myndlist og verið ötull við að kynna norska og sænska myndlist. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Fegupðarsamkeppni íslands í kvöld HÓTEL LÁLAND S: 687111 DfiNSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Hljómsveitin SMELLIR ásamt Ragnari Bjarnasyni. Staður hinna dansglöðu skýrslu nefndar um námsráðgjöf og starfs- fræðslu í skólum. Nefndin var skipuð haustið 1989. Áætlunin hefur sam- kvæmt frétt frá ráðuneytinu verið endurskoðuð með hlið- sjón af umræðum á þinginu, fjölda bréfa sem borist hafa og tillagna sem komið hafa fram á fundum sem ráðu- neytið hefur haldið með ýms- um aðilum um einstaka þætti áætlunarinnar. Unnið hefur verið að áætluninni frá því í janúar 1990 en undirbúning- ur fór fram með skoðana- könnunum og fundarhöldum allt árið 1989. Bókin er tæplega 200 síður að lengd og skiptist í átta kafla. Hún hefst á ávarpi Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, en í inngangskafla er gerð grein fyrir tilurð áætlunarinnar og umgjörð hennar. Fyrsti kaflinn íjallar um ijögur meginmarkmið sem snerta öll skólastigin en síðan koma kaflar um hvert skólastig, leikskóla-, grunnskóla, fram- haldsskóla- og háskólastig, fullorðinsfræðslu og kenn- aramenntun. Lokakaflinn fjallar um ráðuneytið sjálft. I viðauka er gerð grein fyrir kostnaði við áætlunina sem er um tveggja milljarða króna aukning á ári til skóla- mála að 10 árum liðnum sem samsvarar því að menntamál nái aftur 15% ríkisútgjalda eins og þau hafa haft að meðaltali síðustu tvo áratugi. Framkvæmdaáætlunin „Til nýrrar aldar“ hefur ver- ið send öllum skólum og öðr- um menntastofnunum. . , , Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Ur leikþættinum Stolna reiðhjólið sem nemendur í Klúkuskóla fluttu en þau heita: Viktor Guðbrandsson, Harpa Guðbrandsdóttir, Hrönn Magnúsdóttir, Bjarki Magnús- son, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Steinar Þór Baldursson, Sölvi Þór Baldursson, Finnur Olafsson og Eysteinn Pálmason. Bjarnarfjörður: Listahátíð æskunnar á Norðurströndum Laugarhóli. LISTAHÁTÍÐ æskunnar var opnuð á Laugarhóli á sumardaginn fyrsta. Klúkuskóli í Bjarnarfirði er til húsa í skólanum og félagsheimilinu á Lauga- hóli. Það voru nemendur skólans sem stóðu að hát- iðinni. Auk söngs og upp- lesturs ljóða, fluttu nem- endurnir „grasafjall“ úr Skugga-Sveini eftir Matt- hías Jochumsson og annan nútímalegri leikþátt. Þá var opnuð myndlistarsýn- ing í báðum kennslustofum skólans. Það var fjölmenni við opn- un Listahátíðar æskunnar á Laugarhóii á sumardaginn „BLACK AND WHITE" KYNNA fyrsta. 36 manns skráðu sig í gestabókina, en þar voru nær allir íbúar Bjarnarfjarð- ar og Bessastaða, sem eiga skólasókn í Klúkuskóla. Á myndlistarsýningum í báðum kennslustofum skólans gat að iíta afrakstur vetrarins, bæði í myndlist og hverskon- ar myndrænni vinnu nem- enda í námsgreinum sínum. Þá skemmtu nemendur gest- unum með söng og lásu fyr- ir þá ljóð eftir ýmsa höf- unda, allt frá Hannesi Haf- stein, til þeirra er nú stunda nám við skólann. Vöktu ljóð nemenda verðskuldaða at- hygli. I leiklistinni voru nemend- ur ekki heldur smátækir og fluttu þarna þáttinn á „Grasafjalli" úr Skugga- Sveini eftir Matthías Joc- humsson. Þóttu Gudda og Gvendur smali, barnabarn hennar, taka sig vel út í hlut- verkum sínum ásamt Sigurði bónda og Jóni sterka. Þá var einnig fluttur leik- þáttur er nefnist „Stolna reiðhjólið“ og er hann með öllu nútímalegi’a yfirbragði. Þannig voru allir nemendur skólans þátttakendur í leik- listarflutningi og upplestri, en þeir eru 10 að tölu. Áð efnisflutningi loknum var svo myndlistarsýningin opnuð og skoðuðu gestir hana, en fengu sér sumar- kaffi með nemendum og starfsliði skólans að því lo- knu. Eins og áður segir voru 36 manns samankomin við þessa opnun Listahátíðar æskunnar í Bjarnarfirði. Var það mál manna að vel hefði tekist til og nemendur staðið sig frábærlega vel við allan efnisflutninginn. Þrátt fyrir að á almanak- inu stæði sumardagurinn fyrsti, var snjór yfir öllu og ófært fyrir litla bíla yfir Bjarnarijarðarháls. - SHÞ. \MM „IMPOSSIBLE sýningu sem kemur eins og köld vatnsgusa framan íþig! Söngfélag Skaftfellinga á tónleikum í Ásbyrgi, Mið- firði, 27. apríl sl. ■ ÁRLEGIR vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga i Reykjavík verða í Breið- holtskirkju í Mjódd laugar- daginn 4. maí nk. og hefjast kl. 16. Að vanda er efnis- skráin ljölbreytt, bæði inn- lend og erlend lög, m.a. lög og textar eftir Skaftfellinga, lög úr söngleikjum og óper- um. Stjórnandi tónleikanna er Violeta Smid og undir- leikari er Pavel Smid. Þetta eru 19. starfsár kórsins og eru kórfélagar í vetur 45 að tölu. Helgina 27.-28. apríl sl. var kórinn á ferð um Vestur-Húnavatnssýslu ,og var m.a. með tónleika í Ás- byrgi, Miðfirði, laugardaginn 27. apríl. Sunnudaginn 5. muí uorflur Skflft.fellino'afé.^ lagið með kaffisamsæti fyrir aldraða Skaftfeilinga í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178, 4. hæð, og hefst samsætið kl. 14.30. Fer inn á lang flest heimili landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.