Morgunblaðið - 03.05.1991, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.05.1991, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ .1991 Menntamálaráðuneytið: Framkvæmdaáætlun í skólamálum komin út Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fram- kvæmdaáætlun í skólamál- um til ársins 2000 og ber hún titilinn „Til nýrrar aldar“. Drög að áætluninni komu út í nóvember á síðasta ári og voru til um- ræðu á Menntamálaþingi sem ráðuneytið stóð fyrir 16. og 17. nóvember. Þá hefur ráðuneytið gefið út Hótel ísland: Rokk, trúður og trylltar meyjar DANS- og söngleikurinn Rokk, trúður og trylltar meyjar verður sýndur á Hótel íslandi laugardags- kvöldið 4. maí. Leikurinn var sýndur í Sjallanum á Akureyri í fjóra mánuði og er nú sýndur í nýrri mynd á Hótel Islandi. Rokk, trúður og trylltar meyjar er saga um sveita- piltinn Lúðvík Líndal sem orðinn er leiður á fjósinu og flórnum. Þetta er vingjarn- legt grey sem hefur eitthvað við sig þrátt fyrir heftan þroska. Lúðvík skellir sér í höfuðborgina og breytist þar í besta dansarann og mesta töffarann. Sagan er sögð með dansi, söng og látbragði. Dansarar í sýningunni eru: Jóhannes Bachmann, María Huldarsdóttir, Ölöf Björnsdóttir, Ragnar Sverr- isson, Ingólfur Stefánsson, Sigurrós Jónsdóttir Lizi Steinsdóttir, Arnór Diego og Sigrún Jónsdóttir. Á sviðinu bregður einnig fyrir ýmsum söngvurum svo sem Bjarna Arasyni, Önnu Vil- hjálms, Júlíusi Guðmunds- syni og Rúnari Júlíussyni. ■ HARALD Flor norski listfræðingurinn heldur fyr- irlestur sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 í fundarsal Norr- æna hússins um myndlist í Noregi á síðasta áratug og sýnir litskyggnur. Harald Flor hefur starfað við Dag- bladet í Osló sem listgagn- rýnandi í rúm 20 ár en einn- ig hefur hann skrifað í Berg- ens Arbeiderblad og Bergens Tidende. Auk þess hefur hann kennt við listaakade- míuna í Osló og Þrándheimi. Harald Flor hefur skrifað ásamt öðrum margar bækur um myndlist og verið ötull við að kynna norska og sænska myndlist. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Fegupðarsamkeppni íslands í kvöld HÓTEL LÁLAND S: 687111 DfiNSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Hljómsveitin SMELLIR ásamt Ragnari Bjarnasyni. Staður hinna dansglöðu skýrslu nefndar um námsráðgjöf og starfs- fræðslu í skólum. Nefndin var skipuð haustið 1989. Áætlunin hefur sam- kvæmt frétt frá ráðuneytinu verið endurskoðuð með hlið- sjón af umræðum á þinginu, fjölda bréfa sem borist hafa og tillagna sem komið hafa fram á fundum sem ráðu- neytið hefur haldið með ýms- um aðilum um einstaka þætti áætlunarinnar. Unnið hefur verið að áætluninni frá því í janúar 1990 en undirbúning- ur fór fram með skoðana- könnunum og fundarhöldum allt árið 1989. Bókin er tæplega 200 síður að lengd og skiptist í átta kafla. Hún hefst á ávarpi Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, en í inngangskafla er gerð grein fyrir tilurð áætlunarinnar og umgjörð hennar. Fyrsti kaflinn íjallar um ijögur meginmarkmið sem snerta öll skólastigin en síðan koma kaflar um hvert skólastig, leikskóla-, grunnskóla, fram- haldsskóla- og háskólastig, fullorðinsfræðslu og kenn- aramenntun. Lokakaflinn fjallar um ráðuneytið sjálft. I viðauka er gerð grein fyrir kostnaði við áætlunina sem er um tveggja milljarða króna aukning á ári til skóla- mála að 10 árum liðnum sem samsvarar því að menntamál nái aftur 15% ríkisútgjalda eins og þau hafa haft að meðaltali síðustu tvo áratugi. Framkvæmdaáætlunin „Til nýrrar aldar“ hefur ver- ið send öllum skólum og öðr- um menntastofnunum. . , , Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Ur leikþættinum Stolna reiðhjólið sem nemendur í Klúkuskóla fluttu en þau heita: Viktor Guðbrandsson, Harpa Guðbrandsdóttir, Hrönn Magnúsdóttir, Bjarki Magnús- son, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Steinar Þór Baldursson, Sölvi Þór Baldursson, Finnur Olafsson og Eysteinn Pálmason. Bjarnarfjörður: Listahátíð æskunnar á Norðurströndum Laugarhóli. LISTAHÁTÍÐ æskunnar var opnuð á Laugarhóli á sumardaginn fyrsta. Klúkuskóli í Bjarnarfirði er til húsa í skólanum og félagsheimilinu á Lauga- hóli. Það voru nemendur skólans sem stóðu að hát- iðinni. Auk söngs og upp- lesturs ljóða, fluttu nem- endurnir „grasafjall“ úr Skugga-Sveini eftir Matt- hías Jochumsson og annan nútímalegri leikþátt. Þá var opnuð myndlistarsýn- ing í báðum kennslustofum skólans. Það var fjölmenni við opn- un Listahátíðar æskunnar á Laugarhóii á sumardaginn „BLACK AND WHITE" KYNNA fyrsta. 36 manns skráðu sig í gestabókina, en þar voru nær allir íbúar Bjarnarfjarð- ar og Bessastaða, sem eiga skólasókn í Klúkuskóla. Á myndlistarsýningum í báðum kennslustofum skólans gat að iíta afrakstur vetrarins, bæði í myndlist og hverskon- ar myndrænni vinnu nem- enda í námsgreinum sínum. Þá skemmtu nemendur gest- unum með söng og lásu fyr- ir þá ljóð eftir ýmsa höf- unda, allt frá Hannesi Haf- stein, til þeirra er nú stunda nám við skólann. Vöktu ljóð nemenda verðskuldaða at- hygli. I leiklistinni voru nemend- ur ekki heldur smátækir og fluttu þarna þáttinn á „Grasafjalli" úr Skugga- Sveini eftir Matthías Joc- humsson. Þóttu Gudda og Gvendur smali, barnabarn hennar, taka sig vel út í hlut- verkum sínum ásamt Sigurði bónda og Jóni sterka. Þá var einnig fluttur leik- þáttur er nefnist „Stolna reiðhjólið“ og er hann með öllu nútímalegi’a yfirbragði. Þannig voru allir nemendur skólans þátttakendur í leik- listarflutningi og upplestri, en þeir eru 10 að tölu. Áð efnisflutningi loknum var svo myndlistarsýningin opnuð og skoðuðu gestir hana, en fengu sér sumar- kaffi með nemendum og starfsliði skólans að því lo- knu. Eins og áður segir voru 36 manns samankomin við þessa opnun Listahátíðar æskunnar í Bjarnarfirði. Var það mál manna að vel hefði tekist til og nemendur staðið sig frábærlega vel við allan efnisflutninginn. Þrátt fyrir að á almanak- inu stæði sumardagurinn fyrsti, var snjór yfir öllu og ófært fyrir litla bíla yfir Bjarnarijarðarháls. - SHÞ. \MM „IMPOSSIBLE sýningu sem kemur eins og köld vatnsgusa framan íþig! Söngfélag Skaftfellinga á tónleikum í Ásbyrgi, Mið- firði, 27. apríl sl. ■ ÁRLEGIR vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga i Reykjavík verða í Breið- holtskirkju í Mjódd laugar- daginn 4. maí nk. og hefjast kl. 16. Að vanda er efnis- skráin ljölbreytt, bæði inn- lend og erlend lög, m.a. lög og textar eftir Skaftfellinga, lög úr söngleikjum og óper- um. Stjórnandi tónleikanna er Violeta Smid og undir- leikari er Pavel Smid. Þetta eru 19. starfsár kórsins og eru kórfélagar í vetur 45 að tölu. Helgina 27.-28. apríl sl. var kórinn á ferð um Vestur-Húnavatnssýslu ,og var m.a. með tónleika í Ás- byrgi, Miðfirði, laugardaginn 27. apríl. Sunnudaginn 5. muí uorflur Skflft.fellino'afé.^ lagið með kaffisamsæti fyrir aldraða Skaftfeilinga í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178, 4. hæð, og hefst samsætið kl. 14.30. Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.