Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 24
MORGlfNgLAÐIÐ, SUIsTN’UDAGIJR 2ft. /MAÍ; Iflþ 1 24 Verðlaun fyrir barnabók Bókaútgáfan Björk er 50 ára á þessu ári. í tilefni afmælisins hefur stjórn útgáfunnar ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um MYNDSKREYTTA BARNASÖGU - handa yngri lesendunum. Verðlaun kr. 150.000,- (auk ritlauna). Bókin verði 3-4 arkir, brot ca 18,5 x 25 cm, innbundin. Myndlistarmaður og sögumaður geta skilað handriti saman. Til greina kemur að gefa út fleiri en eitt handrit. Sérstök dómnefnd dæmir handrit. Skila- frestur handrita er til 10. okt. 1991. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi en hand- ritin merkt dulnefni. Handritum sé skilað til formanns dómnefnd- ar Stefáns Júlíussonar, rithöfundar, Brekku- götu 22, 220 Hafnarfirði. Bókaútgáfan Björk. TILBOÐ OSKAST í BMW 318IS, árgerð '90 (ekinn 300 mílur), Ford F-150 P/U XL 4x4, árgerð ’85 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 28. maíkl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í „Saber“ kapalplóg m/dieselvél, 4ra hjóla, 7000 Ibs. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna Er rétt að veiða hvali? Ráðstefna um hvalveiðar og hvalfriðun Ráðstefnan verður haldin 28.5. 1991 í Odda, stofu 101 og hefst kl. 13. Fundarstjóri: Dr. Gísli Pálsson, dósent í mannfræði. 13.00 Ráðstefnan sett. 13.15 Dr. Margaret Klinowska, frá Háskólanum í Cambridge.- „Brains, Behaviour and Inteliigence in Cetaceans (Whales, Dolphins and Porpoises)." 14.00 Dr. Milton Freeman, frá Háskólanum í Alberta í Kanada. „Why Whale? Does Ecology and Common Sense Provide Any answers?" 14.45 Finn Lynge fró danska utanríkisráðuneytinu: „Ethics ol a Killer Whale or the Ethics ol Killing a Whale, Which?“ 15.30 Kaffihlé. 16.00 Pallborðsumræður. Þátftakendur auk fyrirlesara: Dr. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Dr. Hermann Sveinbjörnsson, umhverfisskipulagsfræðingur. Dr. Arne Kalland frá Norrænu Asíustofnuninni. 17.00 Ráðstefnulok. Að ráðstefnunni standa Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands og samtökin Lífsbjörg í norðri. Opnunarhátíð Rúrek í Borgarleikhúsinu __________Jass____________ Guðjón Guðmundsson Opnunarhátíð jassdaga Ríkisút- varpsins og Reykjavíkurborgar, Rúrek, verður næstkomandi sunnudag í Borgarleikhúsinu. Jasshátíðin stendur til 2. júlí og verða hátt í 50 tónleikar víðs veg- ar um borgina þessa daga. HITAMÆLAR m Vesturgötu 16, sími 13280. Margir tónlistarviðburðir verða á sunnudagskvöld. Á Hótel Borg leika píanistinn Þórir Baldursson og saxafónleikarinn Rúnar Georgsson líklega á rólegu nótunum bláu. Seinna um kvöldið, eða upp úr kl. 21 stígur Ellen Kristjánsdóttir á svið Hótel Borgar og flokkur mannsins hennar, þ.e. Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Friðrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson og Kristján Kristjánsson, og leika fram til kl. 23. Skammt er yfir í Djúpið í kjallara Hornsins en þar leikur sextett Viðars Alfreðssonar. Það verður spennandi að heyra Viðar leika að nýju í höfuð- borginni en það hefur hann ekki gert í mörg ár. Hann er í fremstu röð íslenskra trompettleikara en hef- ur síðustu árin einkum sinnt tónlist- arkennslu á Austfjörðum. Með Við- ari leika Rúnar Georgsson, Árni ísleifsson (p), og Homfirðingamir Sæmundur Harðarson (g), Jóhann Ársælsson (b) og Agnar Eymundsson (tr). I Duus- hús í Fischersundi, leikur færeyska bræðingssveitin Plúmm. Tveir úr sveitinni hafa verið við tón- listarnám í jassdeild FÍH síðastliðinn vetur. í Kringlukránni leikur kvintett Nýborg:# Ármúla 23, sími 83636 Tómas R. og sextett leikur tón- list af væntanlegum disk í Púlsin- um nk. mánudagskvöld. hins norðlenska baritónsaxista Finns Eydals. Guðmundur Ingólfsson, nafni hans Steingrímsson og Bjarni Sveinbjörnsson leika á Púlsinum þetta kvöld. Á mánudag verður verður Tómas R. Einarsson með athyglisverða tón- leika í Púlsinum. Þar verða fluttar tónsmíðar Tómasar sem væntanlegar eru á geisladisk og snældu í lok þessa mánaðar. Þama er um sama pró- gramm að ræða og hljómsveitin flutti með Frank Lacy og Pétri Östlund í mars síðastliðnum. Össur Geirsson básúnuleikari kemur í Lacy og James Olsen, Færeyingur og Plúmmari, syngur. Þá hefur Einar Valur Sche- ving tekið sæti Péturs Östlund, en auk hans skipa sveitina Ellen Kristj- ánsdóttir, Sigurður Flosason og Ey- þór Gunnarsson. I Djúpinu verður efnilegur gítar- leikari nýútskrifaður frá jassdeild FÍH, Eðvarð Lámsson, ásamt félög- um sínum. í Duus-húsi verður sextett finnska klarinettuleikarans Pentti Lasanen og Áma Scheving víbrafónleikara. Auk þeirra skipa sveitina Luumu Kaikkone (g), Tapio Salo (b), Þorleif- ur Gíslason (sax) og Alfreð Alfreðs- son. Tónleikar þessir eru haldnir í samvinnu finnska og íslenska út- varpsins. RÖNTGENTÆKNI MEINA TÆKNI STUDENTAR ATHUGIÐ E E QJ S í Heilbrigðisdeild Tækniskóla | Umsóknarfrestur er til Islands byðst anugavert nam a háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loknu. Innritun fer fram í Tækniskóla íslands Höfðabakka 9, sími 91-84933. 10. JUNI LANDSPITALI tækniskóli BORGARSPITALI íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.