Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 14
I u Ahætta, tækifæri og skylda eftir Henry Kissinger Þar eð ég hef verið staðfastur stuðningsmaður stefnu þeirrar, er Bush Bandaríkjaforseti hefur fylgt í Persaflóamálunum, — næstum frá upphafi, — tel ég mig eiga rétt á því að láta í yós nokkurn kvíða vegna atburðarásarinnar í norðurhluta íraks. Sérhver, sem fylgist með hinum hjartanístandi hörmungum kúrdískra flóttamanna við landamæri írans og Tyrklands, hlýtur að fagna hverri athöfn, sem gæti linað þjáningar þeirra. Fyrstu viðbrögðin hjá Bush mega kallast næstum eðlislæg og ósjálfráð, þ.e. að forðast að dragast inn í frekari hernaðarátök. Þessi fyrstu viðbrögð endurspegla nákvæmlega raunverulegt langtímaástand í þessum hluta heims, sem er okkur fjarlægur og lítt aðgengilegur. A þessu svæði skar- ast lífshagsmunir allra valdstöðva þar um slóðir, og ekki er hægt að segja, að sjálfu þjóðaröryggi Banda- ríkjanna sé ógnað þarna með beinum hætti. Fleira kemur til, sem gerir mál þetta flókið og örðugt úr- lausnar: Bandarikin hafa tekið ábyrgð á herðar sér, með því að senda herlið á svæðið. Þess vegna verða þau að gæta þess vel, að hin yfirlýsta áætlun um að geyma flóttamenn í búðum, sem léttvopnaður liðs- afli hinna Sameinuðu þjóða á að veija, verði ekki til þess, að hörmungaferill Kúrda hefjist að nýju og endurtaki sig, jafnskjótt og írak hefur öðlazt nokkurn mátt og endurheimt hernaðarþrótt sinn. Þyegar við lítum til hinna I víðáttumikluogaf- I skekktujandflæmaí I Norður-írak og virðum ' fyrirokkuratburðiog ástand þar, erum við í raun að horfa á sönnun- argögnin fyrir því, að ný heimsregla skapast ekki með sömu siðmenning- armýkt og sléttmælgi, sem einkennt hefur hinar háleitu hugsjónaræður um nauðsyn hennar. Heimurinn og raunveruleikinn eru grófari en svo. Það, sem er nýtt fyrir sjónum okkar þarna eystra, er sérkennileg skörun hins forna og hins spánnýja, hins innflutta og hins staðbundna, hins óvenjulega og hins arfbundna. Þessi nýjasti af þúsund harmleikjum mannkynssögunnar felur einnig í sér tilraun til þess að tengja átjándu-aldar-hugmyndina um óskorað fullveldi ríkja (en sam- kvæmt henni mátti ríki ekki hafa afskipti af innanlandsmálum annars ríkis) við hugmynd Woodrows Wil- sons (Bandaríkjaforseta 1913-1921) um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en kenning Wilsons er eitt helzta kenni- leitið á feriinum til nýrrar heims- skipunar á síðustu áratugum. Hér er um að ræða óstikað svæði í al- þjóðamálum. Vörðurnar eru fáar, og um það verður að ganga með varúð, — mikilli varúð —, svo að hin nýja kenning verði ekki að lok- um í kattarlíki og heimili stöðug afskipti ríkja af öðrum ríkjum, því að slík kenning eða kenningartúlkun myndi á endanum helzt gagnast árásargjörnum yfirgangsþjóðum. Samt verðum við að hraða för okk- ar inn á þetta ókortlagða svæði í alþjóðastjórnmálum, því að harm- kvæli Kúrda eru líklega aðeins for- smekkurinn af því, sem bíður á Balkanskaga, í Sovétríkjunum og víðar. Bandaríkjamenn munu ekki komast óskaddaðir um þetta völund- arhús ólíkra hagsmuna og skoðana, nema þeir geri sér nú þegar ein- hvem mælikvarða, til þess að geta lagt mat á og skilgreint réttilega áhættu, tækifæri og.skyldur sínar. Opinberar umræður í Bandaríkjun- um hafa ekki reynzt heppileg löð til þess að móta og smíða slíkan kjörgrip í, þ.e. einfalda mælistiku til að meta helztu grundvallarþætti í utanríkis- og alþjóðamálum al- mennt. í þessum umræðum hafa bæði stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar og andstæðingar hennar verið hikandi og eins og feimnir við að nota orðið „þjóðarhagsmuni" í rök- semdafærslu sinni. Stundum er engu líkara en hugtakið „þjóðar- hagsmunir" sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Bæði stjórn og stjórnarandstaða fálma leitandi eftir ófrávíkjanlegum reglum, sem eiga^ að vera jafngildar alls staðar og eiga alls staðar jafnvel við. Með því móti verður þetta samtal milli heymarlausra manna, þar sem ann- ar hópurinn virðist jafnan klifa á alhæfri kenningu um íhlutun, en hinn hópurinn staglast sífellt á jafn- alhæfri kenningu um afskiptaleysi. Málin flækjast enn meira af því að hóparnir tveir skipta oft um mál- stað, svo að hvor hópur heldur fram hvorri skoðun til skiptis. Haldi þessu áfram, eiga Bandaríkjamenn á hættu að þurfa að velja á milli of- þenslu í heimsmálum og einangr- unar. Upphaf allrar vizku í þessum efn- um er að viðurkenna klárt og kvitt, að til að létta á farginu, sem á Kúrdum hvílir, þurfa Bandaríkja- menn alls ekki að fullvissa sjálfa sig og aðra, hátt og í heyranda hljóði, um að þeim beri einhver sér- stök skylda til þess að hnekkja öllu óréttlæti í heiminum með hervaldi og að þeir hafi kraft og getu til að gera það. Atburðirnir í Norður-írak eru sérstakt tilfelli, af því að mann- réttindabrotin vom framin lyrir augum okkar, meðan á vopnahléi stóð, þar sem við höfðum sett skil- málana; þau voru fyrirskipuð af ein- ræðisherra, sem við höfðum líkt við Adolf Hitler, og þau voru framin af heijum, sem við höfðum á valdi okkar að brjóta á bak aftur. En til þess að unnt sé að skilgreina skyld- ur okkar í sértæku tilfelli, eykur einmitt mikilvægi þess, en dregur ekki úr því, að athafnir okkar eða athafnaleysi séu tengdar einhverj- um hugmyndum um þjóðarhags- muni okkar Bandaríkjamanna. Sagan hefur leikið Kúrdaþjóð grátt á umliðnum öldum. Saladín, sá, sem sigraðist á krossfömm, var Kúrdi, en hann fór fyrir mörgum heijum, sem múhameðstrú gat sam- einað í þá daga. Frá því að þjóðríki tóku að myndast, hafa hinar tuttugu milljónir Kúrda tvístrast milli írans, íraks, Tyrklands, Sýrlands og Sov- étríkjanna. Þjóðlegar kröfur þeirra eru skiljanlegar, en þær ógna lífs- hagsmunum fimm ríkja á svæði, sem Bandaríkin hafa ekki aðgang að, nema þá um vinveittar ríkis- stjórnir í ríkjum, þar sem Kúrdar búa, eins og í Tyrklandi (og áður líka í íran). Ástæður ríkissstjórna, sem veita Bandaríkjamönnum að- gang að Kúrdum, hljóta alltaf að vera tvíbentar vegna allra að- stæðna. Stundum getur tilgangur- inn verið sá að draga úr þrýstingi innanlands frá þjóðernissinnuðum Kúrdum, eða ósk Kúrda um sjálfs- stjóm er notuð til þessað veikja rík- isstjóm í næsta landi. Bandarísk markmið í þessum efnum em óhjá- kvæmilega jafnvei enn takmarkaðri en markmið Kúrda. Bandaríkjamenn gerðu sér þessa takmörkun ljósa árið 1975, þegar greinarhöfundur var utanríkisráð- herra. Nokkrum árum áður höfðu þeir veitt Kúrdum lítils háttar að- stoð með leynilegum hætti og með þátttöku írana. Aðgerðirnar þá áttu að stuðla að einhverri sjálfsstjóm Kúrda og takmörkun á hernaðar- uppbyggingu íraka með sovézkum vopnum og annarri hjálp frá Sov- étríkjunum. Ríkisstjórnirnar í Bagdad og Moskvu brugðust þannig við, að gífurlegu magni sovézkra hergagna var dembt inn í írak, og írakar gerðu harða hríð að Kúrdum; gerðu innrás í hérað þeirra. Það var síðan mat sérfræðinga á stöðunni, að Kúrdum yrði ekki komið til neinn- ar hjálpar, sem vit væri í, nema til þess yrði varið nokkrum hundruðum milljóna Bandaríkjadala, og auk þess yrðu tvær herdeildir úr íranska fastahernum að vera til orrastu búnar við landamærin. Ríkisstjórn Fords Bandaríkjaforseta taldi úti- lokað, að fulltrúadeild bandaríska þingsins myndi samþykkja slík fjár- útlát, því að um sama leyti voru þingmennirnir að fella niður alla aðstoð við Indókína. Iranir voru fyr- ir sitt leyti ófúsir til þess að halda aðgerðunum áfram á eigin spýtur, því að þeir urðu að hafa í huga hin löngu landamæri við Sovétríkin, sem þá voru í bandalagi við írak. Fyrir okkur, sem þá áttum sæti í ríkis- stjórn Bandaríkjanna, varþetta ákaflega erfið og sársaukafuli ákvörðun, sem gekk okkur öllum hjarta nær. Lærdómurinn, sem af þessum sorglegu málalyktum má draga, snertir samt aðeins upphaf- legar skuldbindingar og fyrstu af- skipti, en ekki endanlega niður- stöðu. Bandaríkin hefðu átt að ákveða með skýrum hætti allt frá upphafi, hve langt skynsemin leyfði þeim að ganga til hjálpar Kúrdum, og þau hefðu átt að gera öllum þær takmarkanir ljósar á greinilegan og ótvíræðan hátt, áður en nokkur að- stoð var boðin. Við verðum að taka okkur vara fyrir því að endurtaka söguna. Allt of mikið af þeim umræðum, sem nú heyrast um þessi mál, er ekkert annað en óskapleg og yfirþyrmandi hræsni. Margir hinna sömu manna, sem máttu ekki heyra nefnt, að valdi yrði beitt til þess að binda enda á ógnarstjórn íraka í Kúveit, eru nú manna hávaðasamastir í málflutningi fyrir því, að Bandaríkj- amenn hefðu átt að halda stríðinu áfram til þess að hjálpa Kúrdum. Þessir sömu menh voru ekki einu sinni farnir að minnast á þetta einu i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.