Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 15
MORC,Ut\BLAQIJ) SUXN4DA(;,UJif 26,,MA lf
>
orði, þegar lýst var yfir vopnahléi.
Það virðist þurfa að minna á þá
staðreynd, sem varla ætti að vera
gleymd eftir svo skamman tíma, að
allt fram á síðustu stundu styijald-
arinnar héldu æðstu embættismenn
bandarísku ríkisstjórnarinnar áfram
að fullvissa Bandaríkjaþing og allan
heiminn um að eina markmið okkar
væri að hrekja íraska innrásarher-
inn út úr Kúveit. Þegar því mark-
miði var náð, hefði Bandaríkjafor-
seta reynzt ógerlegt að afla sér
stuðnings heima og erlendis fyrir
áframhaldandi stríði, jafnvel þó að
hann hefði viljað það.
Þótt einhveijir vilji gefa sér það,
að yfirburðasigur okkar hafi gert
ríkisstjórnina rökhelda og ómót-
tækilega fyrir utanaðkomandi gagn-
rýni, hefði róleg íhugun um þjóðar-
hagsmuni leitt til sömu niðurstöðu:
Að ljúka stríðinu þar og þá. Því að
hafi það verið forræði einhverrar
róttækrar ríkisstjórnar yfir Persa-
flóasvæðinu, sem ógnaði mikilvæg-
um hagsmunum Bandaríkjanna (en
það var aðalástæða íhlutunarinnar),
höfðum við næstum jafnmikið að
óttast frá íran og frá írak, einkum
þegar við minnumst hinna fjöl-
mennu byggða shítatrúarmanna í
Kúveit og meðfram landamærunum
við Sádí-Arabíu.
Þar að auki er ekki endilega víst,
að framhald á stríðinu hefði reynzt
Kúrdum neitt sérstakt hjálpræði.
írakar börðu uppreisn þeirra misk-
unnarlaust niður með herliði, sem
hafði allan tímann setið um kyrrt
þar nyrðra, þótt barizt væri syðra.
Framlenging á stríinu gæti mun
fremur hafa hagnazt uppreisnar-
mönnum shíta í Suður-írak, þar sem
landsmenn murkuðu lífið úr leifum
úrvalssveita Saddams, lýðveldis-
vörðunum, sem eftir voru í suður-
hluta landsins. Hefði lýðveldi shíta
verið sett á fót með náin tengsl við
trúbræður landsmanna í íran og
með Basra að höfuðborg, sem afleið-
ing af framlengdu stríði, væri
Bandaríkjastsjórn án nokkurs vafa
ásökuð um það nú að hafa endurtek-
ið mistökin, sem henni urðu á í styij-
öld írana og íraka: Þ.e. að styðja
einn gráðugan varginn of mikið
gegn öðrum óseðjandi.
Bandaríkjastjórn veðjaði á það, að
heimkomnir írakar úr stríðs-
fangabúðum bandamanna hefðu
nægan kraft og samtakamátt til
þess að steypa harðstjóranum \
Bagdad, og að ný ríkisstjórn í írak
gæti síðan leyst þjóðemis- og trúar-
bragðaminnihlutavandamál. Þetta
mat var í sjálfu sér ekki óskynsam-
legt, en óskhyggja átti samt of mik-
inn þátt í mótun þess. Menn hefðu
átt að gera sér ljóst, að sérhver til-
högun á valdajafnvægi við Persa-
flóa, sem ætti að eiga sér framtíðar-
von, yrði óveijandi stjórnmálalega
og siðferðilega, meðan gert væri ráð
fyrir einhveijum völdum Saddams í
þeirri tilhögun, jafnvel aðeins um
stundarsakir. Um leið og ljóst varð,
að uppreisnir voru að blossa upp
um allt írak, átti þess vegna tafar-
laust að binda vopnahlé því skil-
yrði, að Saddam veltist úr valda-
sessi. Væri það hins vegar talið
ógerlegt, átti að setja tilflutningum
á hersveitum íraka mjög þröngar
skorður undir ströngu eftirliti.
Það var fullgilt markmið að halda
írak í heilu lagi, til þess að koma í
veg fyrir, að valdatómarúm mynd-
aðist á svæðinu. Þetta var marg-
ítrekað fyrir sóknina til frelsunar
Kúveits og einnig, meðan á henni
stóð. Þessasr yfirlýsingar liggja að
baki ófýsi bandamanna og tregðu
við að blandast í innanríkismál Ir-
aks. Hins vegar hefur hinn algeri
ósigur Bagdadstjórnarinnar leitt til
þess, að erfitt er að standa við þær
fullkomlega. Þessar yfirlýsingar eru
reyndar líka í ósamræmi við ákvörð-
unarályktun Sameinuðu þjóðanna
nr. 687, þar sem kveðið er á um
vopnahléð, því að afvopnunarskil-
málana er einungis hægt að upp-
fylla með mjög nákvæmu, alþjóð-
legu eftirliti innan landamæra ír-
aks. Við þetta bætist, að hinn hraði
heimflutningur bandarískra her-
sveita hefur smám saman dregið
úr eða þurrkað með öllu út trú
manna á því, að Bandaríkjamenn
muni að nýju kippa öllu í liðinn,
verði enn á þá kallað.
Þetta er alger eftirhyggja. Ég
veit ekki um neinn stjórnmálamann,
sem getur leyft sér að vera svona
vitur eftir á opinberlega, hvað sem
hann kann að hugsa, vegna fyrri
yfirlýsinga á almannafæri. Svo að
við séum fullkomlega heiðarleg,
skulum við ekki gleyma því, að allar
þessar vangaveltur, umræður og
deilur, væru ekki hugsanlegar,
nema af því að við höfum notið leið-
sagnar og forystu Bandaríkjafor-
seta. Það er hann, sem öðrum mönn-
um fremur á þakkir skildar fyrir
að hafa rekið Iraka burtu frá Kú-
veit og frelsað íbúana þar úr ánauð,
fyrir að hafa dregið vígtennurnar
úr skolti harðstjórans í Bagdad og
veikt hernaðargetu hans, fýrir að
hafa verndað hófsamar ríkisstjómir
í Arabalöndum og fyrir að hafa
komið í veg fyrir meiri háttar styij-
öld um allt svæðið og ef til vill út
fyrir það.
En of mikið fortíðargrufl er ekki
leiðarvísir til framtíðarinnar. Við lif-
um í nútíðinni, í núinu. í nýrri leið-
sögubók finnst mér, að eftirfarandi
meginreglur eigi að vera feitletrað-
ar:
Hemaðarleg þátttaka vest-
rænna þjóða getur ekki verið
opin í báða enda. Eigi hermenn frá
Vesturlöndum að verða þarna um
kyrrt til þess að vernda framtíðar-
flóttamannabúðir til frambúðar,
munu þeir fljótlega einangrast
stjórnmálalega. Þegar írak fer að
rísa á fætur og endurheimta mátt
sinn, mun það án efa fara að áreita
herlið bandamanna. Víst má einnig
þykja, að Kúrdar muni standa fast
í vegi fyrir öllum tilraunum til að
hindra, að flóttamannabúðirnar
verði notaðar sem höfuðbækistöðvar
skæruliða. Þann veg munu banda-
menn skjótt lenda milli tveggja elda.
Núna fagna íranir og Tyrkir því,
að ráðstafanir skuli gerðar til þess
að flytja kúrdíska flóttamenn frá
landamærum þeirra, en síðar gætu
ieir breytt um skoðun til að kæfa
fæðingu hugsanlegar afleiðingar
iess, að Kúrdar hafi fasta búsetu í
flóttamannabúðum undir hlífiskildi
hermanna frá Vesturlöndum. Ýmis-
iegt af þessu tagi gæti gerzt, og
væru vestræn lýðræðisríki þá komin
í sams konar klípu sem þau sátu
föst í, áður en þau ákváðu að sigla
burtu með verndarsveitir sínar frá
Beirútborg í Líbanon.
Ekki má ætla flóttamönnum
Kúrda framtíðarbúsetu í búð-
um. Við megum ekki stofnsetja
flóttamannabúðir til framtíðar í hinu
afskekkta fjalllendi í Norður-írak
og endurtaka þar með reynslu Pal-
estinumanna af veru í flóttamanna-
búðum, sem hefur spilit lífi heillar
kynslóðarþeirra. Tilgangurinn með
veru bandamanna í norðurhluta ír-
aks ætti að vera sá að gera þeim
kleift að snúa heim. Vist í flótta-
mannabúðum getur af sér vonleysi,
sundrungu, herskáa en óraunhæfa
landheimtustefnu og ofbeldi.
Bandaríkjamenn mega ekki að lok-
um standa frammi fyrir tveimur
afarkostum og báðum illum: Standi
þeir afskiptalausir hjá, verða þeir
úthrópaðir svikarar, en að öðrum
kosti verða þeir sífellt á hlaupum í
hiutverki dómara á vígvelli í borg-
arastyijöld. Dómarinn yrði ef til vill
að lokum þátttakandi í hildarleikn-
um, sem önnur ríki með kúrdíska
minnihluta drægjust inn í.
Áætlunin um að senda eftirlits-
sveitir Sameinuðu þjóðanna til
leiks er afskaplega hættuleg. Fasta-
fulltrúar í Öryggisráði SÞ eru að
ræða samsetningu og sendingu létt-
vopnaðra lögreglusveita á svæðið
til þess að taka við af sveitum band-
amanna. Heimildin fyrir slíkri
ákvörðun á að vera sótt í fyrri hjálp-
arbeiðni íraksstjórnar til yfirmanns
Flóttamannastofnunar SÞ. Ekkert
fordæmi er fyrirþví, að hjálpar-
beiðni til flóttamannastofnunarinn-
ar sé túlkuð á þann veg. Fastafull-
trúarnir munu ætla að koma sér
undan því að æskja nýrrar, ótví-
ræðrar og formlegrar lögheimildar
fyrir gerningi sínum, af því að þeir
vita ósköp vel, að þá myndu fulltrú-
ar kommúnistaríkjanna (Sovétríkj-
anna og Kína) næstum örugglega
beita neitunarvaldi sínu. En það eru
akkúrat sömu eiginleikarnir, er gera
þessa þingskapalegu bakdyraleið
svo aðlaðandi í hugum sumra (þ.e.
að tímabundin hula er dregin yfir
ósamrýmanleg markmið), sem gera
þessa sniðugu aðferð handónýta
stjórnmálalega. Kommúnistastjórn-
imar í Kína og Sovétríkjunum vilja
skiljanlega forðast að veita fordæmi
fyrir afskiptum og íhlutun Samein-
uðu þjóðanna í málefni, sem þær
telja hrein innanríkismál, en þeim
finnst þessi aðferð klókindaleg í
bezta lagi. Hún bindur ekki hendur
þeirra og bjargar andliti þeirra. I
kaupbæti kemur, að vestrænir menn
fara af svæðinu, en í stað þeirra
kemur lið Sameinuðu þjóðanna, sem
auðvelt verður að losna við síðar,
þyki þörf á því. Hinir vestrænu
bandamenn eru hrifnir af hugmynd-
inni um að geta losað hermenn sína
úr hinum austrænu flækjuböndum
og sent þá heim. En hver yrðu lík-
legustu fórnarlömb þessarar hug-
myndar? Einmitt fólkið, sem þetta
snýst allt saman um og átti að
bjarga. Staðfesti Sameinuðu þjóð-
irnar ekki sjálfsstjórnarsamning
Kúrda við íraksstjórn, og samþykki
íraksstjórn ekki formlega eftirlits-
skyldu SÞ, mun þessi aðferð, sem
fastafulltrúarnir sjá nú fyrir sér,
skilja Kúrda og eftirlitssveitir SÞ
(þar að auki allsendis ónógarog
ófullnægjandi í öllu falli) upp á náð
og miskunn Bagdadstjórnarinnar,
um leið og hún fer aftur að sækja
í sig veðrið, eftir að viðskiptahöml-
um og öðru banni hefur verið aflétt.
Bandamenn verða nú að krefj-
ast þess, að gerður sé samning-
ur, sem styðst við alþjóðlega trygg-
ingu fyrirþví, að hann sé haldinn,
milli Kúrda og íraksstjórnar. Stefna
Saddams er öllum ljós. Hann vill
ná einhvers konar samningum, sem
flýta fyrir brottflutningi útlendra
heija frá frak og ryðja burtu hindr-
unum fyrir því, að viðskiptahömlum
verði aflétt. Þá getur hann rétt efna-
hag landsins við og afgreitt Kúrda
í snatri einhvern tímann síðar, þeg-
ar athygli heimsbyggðarinnar bein-
ist að öðrum hlutum. Þess vegna
er eina heiðvirða leiðin út úr
ógöngunum í Norður-írak sú að
veita Kúrdum sjálfsstjórn, sem er
örugglega tryggð með alþjóðlegri
samningsgerð. Saddam og samning-
amenn Kúrda hafa tilkynnt sam-
komulag um sjálfsstjórn Kúrda, sem
styðst við annað samkomulag frá
árinu 1970, en það hafa írakar ekki
virt fram að þessu. Þar eð Saddam
hunzaði fyrra samkomulagið frá
upphafi, væri það meira en lítil fífl-
dirfska og glannaskapur að ætla
nú að treysta orðum hans einum
saman. Meira verður að koma til.
Vissulega yrðu meiri líkur á, að
nýir samningar yrðu haldnir, stigi
Saddam niður úr hásæti sínu og
hyrfi úr sjónmáli á stjómmálasvið-
inu. Hins vegar er óþarfí að vera
sífellt að hvetja til þess, að hann
skuli burtu hrakinn úr harðstjóra-
sæti sínu. Meðan slíkum hvatning-
um fylgir ekki sannfærandi áætlun
um það, hvemig það skuli gert, er
hætta á, að þetta tal styrki aðeins
stöðu hans í hugum manna og veiki
tiltrú manna og traust á okkur.
Við getum þó viðhaldið viðskipta-
hömlum, unz Kúrdar hafa öðlazt
sjálfsstjórn. Skömmu eftir að írakar
réðust inn í Kúveit dró ég í efa gildi
og áhrifamátt viðskiptabanns, þ.e.
ef því væri beitt einvörðungu. Það
var vegna þess, að ég áleit, að ekki
yrði hægt að halda herliði frá okkur
úti um langa hríð í Saúdí-Arabíu,
eða a.m.k. ekki nógu lengi til þess
að það verkaði sem bakhjarl við
verzlunarbann. Égtaidi heldur ekki,
að bann eitt og sér gæti dregið
nægilega úr hernaðarmætti íraka.
Styijöldin hefur breytt þessu, því
að nú er geta íraka á sviði þjóðarbú-
skapar almennt og hernaðar sér-
staklega í lágmarki. Viðskiptahöml-
ur eru því mun vænlegri til árang-
urs nú en áður en átök hófust við
frelsun Kúveita.
Heimurinn, sem nú er í mótun,
hrópar á forystu Bandaríkjanna
á mörgum sviðum. Eitt skulum við
Bandaríkjamenn gera okkur alveg
ljóst: Kjósum við ekki að gera það
að ævistarfi okkar um langa fram-
tíð að verða annaðhvort góðviljaðir
mannvinir á eilífðar-spássértúr um
heiminn eða göfuglyndir lögreglu-
þjónar, sem gæta heimsbyggðarinn-
ar, verðum við hið allra fyrsta að
ákvarða forgangsverkefni okkar,
þar sem markmið og aðferð hafa
eðlilega tengingu. Við verðum líka
að ákveða, hveijir raunverulegir
hagsmunir okkar eru, sem ekki eru
líklegir til að breytast í framtíðinni,
þótt flest virðist nú á hverfanda
hveli. Framar öðru verðum við að
skilgreina nákvæmlega af hinni
mestu varúð, hvenær og hvemig við
teldum okkur hugsanlega skylt og
nauðsynlegt að skerast í leikinn með
herafla okkar. Gefum gaum að orð-
um stjórnmálamanns eins á síðustu
öid, sem sagði: „Vei þeim leiðtoga,
sem þjóðinni finnst ekki eins sann-
færandi við iok styijaldar og við
upphaf hennar."
Greinarhöfundur var
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
1973-1977.