Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM si» GUR/2GJ ÍIAI1991 LÚXEMBORG Islensk þjóðlög og matvæli á Islandskynningar eru iðulega í Lúxemborg, enda má segja að hlið Mið-Evrópu til íslands liggi þar. Nú er þar staddur Hannes Jón Hannesson gítarleikari og leikur íslensk þjóðlög og alþýðuvísur. Hannes Jón, sem hefur unnið fyrir sér á krám í Reykjavík og ná- grenni með því að leika „tónlist fyrir fólkið", aukinheldur sem hann hefur kennt ungum rokkurum á gítar, segist löngum hafa fengist kynningu við þjóðlega tónlist íslenska. „Ég lék um tíma með Hálft í hvoru og einnig með Fiðrildum og inn á plöt- ur með sveitunum báðum. Með Hálft í hvoru hef ég leikið íslensk þjóðlög erlendis, svo þetta eru eng- in viðbrigði." Islandskynningin í Lúxemborg stendur í rúma viku, en í bland við tónlist og tilheyr- andi verða kynnt matvæli og ýmis annar varningur íslenskur. Ljjósmynd/Björg Sveinsdóttir Hannes Jón Hannesson lcikur íslensk þjóðlög í Lúxemborg. STIFT NAMSKEIÐ FYRIR KARLMENN SEM VILJA KOMAST í TOPPFORM HEFST 30. MAÍ • Fitumæling og vigtun. • Ráðgjöf. • Fyrirlestrar um rétt mataræði. • Flreyfing 5x í viku. Útiskokk og tækjaþjálfun í hinum frábæru „Airmachine" tækjum. • Viðurkenningarskjöl í lok námskeiðs með skráðum árangri. Eina varanlega leiðin að lækkaðri ^ líkamsþyngd j M er aukin hreyf- S ing og rétt % mataræði. Við hjálpum þér að brenna fitu 'F\ v, og kennum þér hvernig á að halda henni burtu fyrir fullt og allt. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX SIMI 68 98 68 TAKMARKAÐUR FJÖLDl Afmælistertur * Eg var svo heppinn að kynn- ast fyrri öld þegar ég var í sveit sem bam. Mér komið í sveitadvöl norður í landi hjá tveim systmm sem bjuggu á lítilli jörð ásamt ráðsmanni. Þar var allt með gömlu lagi. Bær- inn var gamalt sligað torfhús, steinkjallari undir og mold- argólf i eldhús- inu. Á þessum bæ var haldið fast við gamla siði. Ekki var rafmagn á bæn- um og rennandi vatn bara í einum krana í kjallaranum. Þar var búmannsklukka, tveim tímum á undan því sem annars staðar var í landi. Timinn skipti heldur ekki svo miklu máli. Á morgnana var etinn litli skattur, middagur var klukkan fjögur að þeirra klukku og svo var litli skattur á kvöldjn. Mataræði var fá- breytt. Á morgnana og kvöldin var skammtaður hræringur með súrmat og rúgbrauði og einni mörk af mjólk, og hafði hver heimilismaður sína könnu. Ekki var eytt dögunum við það að hlusta á útvarp. Á það var ekki hlustað nema einu sinni á dag, til þess að heyra veðurfregnir. Þær sys- turnar voru mér afskaplega góðar og sögðu ekkert við því þótt ég lægi öllum stundum í bókum. Ég var svo heppinn að bókasafn lestrarfélagsins var , _ geymt á bænum og ég held ég hafi lesið það allt, þessi sumur sem ég var þarna. Eins og áður sagði var mat- urinn fábreyttur og ekki beinlinis eins og ég kaupstað- ardrengurinn átti að venjast. Ég hnuplaði stundum kringlu úr kistu uppi á lofti og svo þótti mér gott á fá nýjan hafragraut þegar hann var soðinn einu sinni í viku. Þá var ekki slor- legt að fá nýbakað flatbrauð með sméri. í þessari fábreytni var mikil tilbreytni í stríðstert- unum sem boðnar voru á af- mæli annarrar systurinnar. Þær voru margar, hver annarri skrautlegri með rjóma í öllum regnbogans matarlitum. Og þótt allar konur í hreppnum, en gestirnir voru bara konur, kæmu í veisluna tókst þeim ekki að torga nema brotl af þessum hnallþórum. Afmælið var um Jónsmessuleytið og það sem eftir lifði sumars var gest- um boðið upp á afganginn af afmælistertunum sem geymd- ar voru uppi á lofti á þurrum og svölum stað. Svo merkilegt sem það má heita, þá súmaði ijóminn eiginlega ekki, heldur þornaði og þegar síðustu afmæ- listertumar vom á borðum i töðugjöldunum var hann orð- inn svo þurr að ég lék mér að þvi að blása honum af. Nú liðu árin. Ég hafði oft sagt þessa sögu af afmælistert- unum i sveitinni og átt misjafn- an trúnað hlustenda. Ég var að haustlagi á leið norður í land með konunni minni, i fyrsta sinn sem við fómm þangað saman. Ég ákvað að heilsa upp á systurnar sem nú vom flutt- ar i kaupstað. Okkur hjónun- um var vel tekið og boðið upp á allt það besta sem til var í kotinu. Við vorum ekki illa haldin en þáðum þó kaffi og nf . smákökur. Eitthvað fannst gestgjöfum okkar við vera treg við meðlætið og vildu freista okkar meira. Og þá kom loks- ins að því að konan mín trúði sögunni um ijómann og afmæ- lið. Því önnur systirin spurði: „Það má víst ekki bjóða ykkur ijómatertu. Hún Bína systir varð nefnilega sjötug í vor.“ eftir Sigurð G. Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.