Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAI 1991 n ieei íam .as hijdaquvikub gigajbmuðhom Oí • Keypturkvóti færður sem eign í bók- haldi útgerða / • Agreiningur milli skattayfir- valda og endurskoð- enda um af- skriftarreglur ó keyptum kvóta • Engin ókvæði í löggjöf um kvóta nó yfir viðskipti með hann • Fjórmóla- róðuneytið vinnur að út- tekt ó við- skiptum með kvóta þar sem skatta- meðferðin er athuguð sér- staklega kaupir og tekjufærð hjá þeim sem selur. Oftast er um að ræða kvóta innan ársins en hann gæti skipst á fleiri en eitt ár og er hann þá gjald-og tekjufærður í samræmi við það hvenær rétturinn er notað- ur.“ Þegar ríkisskattstjóri íjailar um kaup á varanlegum kvóta kemur annað hljóð í strokkinn. Hann seg- ir m.a.: „Vandamál er hinsvegar varðandi hvernig fara eigi með kaup á svokölluðum framtíðark- vóta. Sú afstaða hefur verið tekin af hálfu ríkisskattstjóra að þegar slík réttindi eins og veiðiheimildir eru keypt beri að eignfæra þau á kostnaðarverði í efnahagsreikn- ingi og að fallast megi á að fyrna þau. Talið hefur verið eðlilegt að fyrningarhlutfallið væri 8% eða það sama og er vegna skipa og skipsbúnaðar..." Síðar í bréfinu segir að með tilliti til þess að veiði- heimildir eru réttindi sem tengjast skipunum hefur ríkisskattstjóri tekið þá afstöðu að þessi réttindi skuli eignfæra og fyrna en aflak- vóta beri ætíð að tengja því skipi sem hann er fluttur til þrátt fyrir að honum sé haldið aðskildum sem fyrnanlegri eign. Fleiri spurningar en svör Hallgrímur Þorsteinsson endur- skoðandi var í forsvari vinnuhóps endurskoðenda sem fjölluðu um skattameðferð kvótakaupa á síðastliðnu ári. Hann segir að þar sem löggjöf vanti algerlega um þessi mál séu spurningamar fleiri en svörin. „Maðkurinn í mysunni er sá að löggjöfin gerði ekki ráð fyrir þessari verslun með kvótann og því er ekki þar að finna neina meginreglu til að fara eftir,“ segir Hallgrímur. „Málið er því við- kvæmt en þegar við lögðum okkar grundvallarreglur um fyrningu eða afskriftir á fimm árum, var höfuðröksemdin sú óvissa sem ríkir um kvótann, það er að lögin ná aðeins til tveggja ára og þau ber að endurskoða.“ í þeirri tillögu vinnuhópsins sem íjallar um keyptan kvóta segir m.a.: „Gert er ráð fyrir að öll kvótaréttindi sem keypt em og fela í sér réttindi til frambúðar verði eignfærð sérstaklega. Verið er að kaupa ákveðin réttindi til nýtingar auðlindar sem er sameign íslensku þjóðarinnar... Þegar kvóti er keyptur til frambúðar er hann verðlagður og liggur þá fyrir mat á þessum verðmætum. Um er að ræða réttindi til ákveðinna veiða um næstu framtíð. Þrátt fyrir að um sé að ræða óviss réttindi sem tengd eru mikilli áhættu vegna takmörkunar laga um fiskveiði- heimildir, endurskoðunarákvæði í lögum um stjórn fiskveiða, stærð fiskistofna auk annarra atriða, verður að telja rétt að eignfæra þessi réttindi þegar þau eru keypt og ætluð til frambúðarnota. í sam- ræmi við meðferð á hliðstæðum keyptum réttindum í reiknings- skilahaldi hér á landi og erlendis og með hliðsjón af því verði sem almennt hefur verið miðað við í viðskiptum með aflakvóta, er hæfilegur. afskriftartími slíkra réttinda talinn vera fimm ár.“ í bókhaldi útgerða er aðeins keyptur kvóti skráður sem eign en úthlutaður kvóti skráður sem réttindi. Hallgrímur segir að það sé spurning hvort ekki eigi að gjaldfæra öll kaupin strax á því ári sem þau fara fram. Sem dæmi um spurningar sem ekki fást svör við nefndi Hallgrímur hvernig meðhöndla ætti kaup á 100 tonn- um sem svo kannski yrðu 80 tonn við úthlutun kvóta ári seinna. Eða kaup á skipi sem er bókfært á 10 milljónir króna en þegar búið er að selja kvóta þess dettur verðmæ- tið niður í 1 milljón. Dæmi sem hægt er að taka eru nánast ótelj- andi. Hallgrímur segir einnig að nú sé eitt mál tengt kvótakaupum til meðferðar hjá Ríkisskattanefnd og sé beðið niðurstöðu hennar. Hjá nefndinni fengust ekki upplýs- ingar um það mál þar sem það væri nú statt einhvers staðar í 800 mála biðröð hjá embættinu. Garðar Valdimarsson ríkis- skattstjóri er óhress með að ekki skuli vera til nein löggjöf til að fara eftir í þessum málum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að embætti hans verði að túlka skattameðferð þessara kaupa eftir þeim lögum sem í gildi eru. Vanda- málið sé hinsvegar að enga hlið- stæðu sé að finna í íslenskri lög- gjöf nema þá helst fullvirðisréttinn í landbúnaði. „Þessum málum þarf að koma í viðunandi horf sem fyrst,“ segir hann. Virðisaukaskattur Sú spurning hefur vaknað hvort viðskipti með kvóta séu ekki skatt- skyld samkvæmt lögum um virðis- aukaskatt og hefur ríkisskatt- stjóra borist erindi um að.skera þar úr um en bæði var spurt um leigu til eins árs og sölu til fram- búðar. í svari sínu segir ríkisskatt- stjóri að skattskylda samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nái til hvers kyns vöru og verðmæta hveiju nafni sem hún nefnist og sé framsal óefnislegra réttinda þar með. Gildi það því að áliti ríkis- skattstjóra m.a. um sölu eða leigu á kvóta og skipti ekki máli þótt réttindi þessi séu að stofni til leyfi veitt af hinu opinbera. Hinsvegar byggisy löggjöf um stjórn fisk- veiða á því að kvóti sé bundinn ákveðnu skipi og sú meginregla sé að kvóti fylgi skipi við eigenda- skipti þess. Samkvæmt lögum um virðisaukaskatt sé sala og útleiga skipa undanþegin skattskyldri veltu og túlkun ríkisskattstjóra er því sú að það ákvæði nái einnig til kvótans. Samkvæmt því beri ekki að reikna útskatt á sölu eða leigu aflakvóta hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Uttekt fjármálaráðuneytisins Á vegum fjármálaráðuneytisins er nú unnið að úttekt á viðskiptum með kvóta og er í þeirri úttekt lögð sérstök áhersla á skattaþátt málsins. Snorri Olsen skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins segir að áætlað sé að þessari úttekt verði lokið í sumar en tveir lög- fræðingar vinna að henni. „Ástæðurnar til að ráðuneytið ákvað að gera þessa úttekt eru einkum að ráðuneytið átti sig á hinni lagalegu hlið málsins en hún er mjög óljós,“ segir Snorri. „Einn- ig má líta á að við séum að gefa lögfræðingum okkar kost á að sinna fræðistörfum með þessari vinnu.“ Á eigiii vegiini... en með farseðlum gé f mr • -m ii ci Verold Betrí valkostirí áætlunarfíuginu ✓ Fleiri áfangastaðir ✓ Daglegt flug Barnaafsláttur ✓ Flug til einnar borgar og heim frá annarri t.d. til Luxemborgar og heim frá Salzburg til Glasgow og heim frá London til Stokkhólms og heim frá Kaupmannahöfn. Hagstæð fargjöld í sumarleyfið um Amsterdam Róm kr. 44.660, Mílanó kr. 44.660,- Feneyjar kr. 46.860,- Búdapest kr. 49.350,- Prag kr. 51.450,- Tel Aviv kr. 44.730,- Kaíró kr. 48.300,- Bangkok kr. 86.100,- Sérhæft starfsfólk okkar annast bókanir á hótelum, bilaleigubílum, erlendum flugfélögum, í leikhús á tónleika eða íþróttaviðburði. FLUGLEIÐIR VERÖLD LEGGUR HEIMINN AÐ FÓTUM ÞÉR M R fl A M10 SI n (IIN laiaariii AKUREYRI Tölvutækni - Bókval hf., Kaupvangsstræti 4, sími 96-26100. AUSTURSTRÆTI17, SIMI: (91)622011 & 622200 VESTMANNAEYJAR KEFLAVÍK ÍSAFJÖRÐUR AKRANES SELFOSS Friðfinnur Finnbogason, Aðalstöðin hf., Bilasalan Elding sf., Ásgeir R. Guðmundsson, Austurgarður, Eyjabúð, Hafnargata 86, Skeiði 7, Garðalundi 2, Austurvegi 56 sími 98-11450/11166. sími 92-11518. sími 94-4455. sími 93-12800. sími 98-21626/22551

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.