Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 44
Bögglapóstur um Qllt Iflnd varða i Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. „ , Morgunblaðið/Þorkell Börn úr Arbæjarskóla við gróðursetningu á Hólmsheiði. Eftir að þau höfðu lokið við að gróðursetja tóku þau sig til og tíndu upp rusl sem þarna var. Tíu ára böm gróðursetja 3.200 plöntur UM 800 ungmenni munu á næstu dögum planta 3.200 plöntum á Hólmsheiði, norðan Rauðavatns. Það eru Skógræktarfélag Reykjavíkur og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur sem standa að þessu skógræktarátaki. Tíu ára börn úr grunnskólum Reykjavíkur sjá um að planta um 3.200 plöntum, aðal- lega birki, á Hólmsheiði sem er norðan við Rauðavatn. Skógrækt- arfélag Reykjavíkur gefur allar plönturnar. I fyrra hófst gróðursetning á þessum stað og var ákveðið að halda því starfi áfram í ár. Land þama er erfitt til gróðursetningar en Guðrún Þórsdóttir hjá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur segir að unga fólkið sé harðduglegt og með þessu fái það tilfínningu og meiri tengsl við náttúruna og gróður í Iandinu. ÁgreiningTir um skattameðferð kvótaviðskipta: Kvótakaup eru komin inn á borð hjá Ríkisskattanefnd Löggjöf um kvótann gerir ekki ráð fyrir viðskiptum með hann RIKISSKATTANEFND hefur nú til athugunar eitt mál er varðar viðskipti með kvóta og hvernig meðhöndla eigi þau við- skipti í bókhaldi útgerðar. Ágreiningur er á milli skatta- yfirvalda og endurskoðenda um afskriftir, eða fyrningu, á kvótakaupum. Túlkar ríkis- skattstjóri málið svo að kvóta- kaup beri að afskrifa sem um skipakaup væri að ræða eða um 8% á ári. Endurskoðendur hafa hinsvegar þá vinnureglu að þessi kaup beri að afskrifa á fimm árum eða um 20% á ári. Keyptur kvóti er skráður sem eign í bókhaldi útgerða en kvóti leigður til eins árs er skráður sem rekstrarkostnaður og virk- ar sem slíkur sem skattafrá- dráttur. Um það er ekki deilt. í löggjöf um kvótann er ekki að fínna nein ákvæði sem ná yfir viðskipti með hann. Þessi viðskipti hafa vaxið mjög á undanförnum árum og var veltan á kvótamark- aðinum 1,5 milljarður króna á síðasta ári. Það að löggjöf skortir veldur skattayfirvöldum vandræð- um þar sem engin hliðstæða við kvótaviðskipti finnst hérlendis nema ef vera skyldi fullvirðisréttur i landbúnaði. í bréfi sem ríkisskattstjóri sendi öllu skattstjórum landsins á síðasta ári um kvótakaup segir m.a.: „Vandamál er hinsvegar varðandi hvernig fara eigi með kaup á svokölluðum framtiðar- kvóta. Sú afstaða hefur verið tek- in af hálfu rikisskattstjóra að þeg- ar slik réttindi eins og veiðiheim- ildir eru keypt beri að eignfæra þau á kostnaðarverði í efnahags- reikningi og að fallast megi á að fyrna þau. Talið hefur verið eðli- legt að fyrningarhlutfallið væri 8% eða það sama og er vegna skipa og skipabúnaðar...“. Þessari túlkun ríkisskattstjóra eru endurskoðendur ekki sam- mála. Þeir mynduðu vinnuhóp í fyrra um málið og komst sá hópur að þeirri niðurstöðu að afskrifa bæri þennan kvóta á fimm árum. í áliti vinnuhópsins segir að rökin fyrir þvi séu m.a. að um sé að ræða óviss réttindi tengd mikilli áhættu vegna takmörkunar laga' um fiskveiðiheimildir, endurskoð- unarákvæða í lögunum um stjóm fiskveiða, stærð fiskistofna og annarra atriða. í álitinu segir svo: „í samræmi við meðferð á hlið- stæðum keyptum réttindum í reikningsskilahaldi hér á landi og erlendis og með hliðsjón af því verði sem almennt hefur verið miðað við í viðskiptum með afla- kvóta er hæfilegur afskriftartími slíkra réttinda talinn vera fimm Mikilölvuní miðbænum MIKILL mannfjöldi safnaðist saman í miðbæ Reylqavíkur að- faranótt laugardagsins í kjölfar skólaútskrifta og var ölvun tals- verð. Að sögn lögreglu var fólks- fjöldinn í miðbænum klukkan hálffimm um morguninn eins og á góðum sautjánda júní. Þrátt fyrir hinn mikla mannfjölda gekk nóttin nokkurn veginn stór- slysalaust fyrir sig. Þó var eitthvað um smávægilegar líkamsárásir og alls voru fimmtíu teknir fyrir of hraðan akstur. Tvær rúður voru brotnar í miðbænum. Þá var einnig ekið á ölvaðan mann við Snorra- braut rétt fyrir klukkan fjögur um morguninn en hann meiddist ekki alvarlega. Það var ekki fyrr en fór að rigna hressilega um ídukkan fimm að morgni laugardagsins að fólk fór að tygja sig heim á leið og miðbærinn tæmdist. Sjá nánar á bls. 10 og 11. Sölusamtök lagmetis: Bankaábyrgð vegna sölu til Búlgaríu SÖLUSAMTÖK lagmetis hafa fengið bankaábyrgð í Búlgaríu vegna sölu á um 100 tonnum af gaffalbitum þangað en hluti af lagmetinu verður seldur áfram til Grikklands, að sögn Garðars Sverrissonar framkvæmdasljóra samtakanna. Þetta er í fyrsta skipti, sem Islendingar selja lag- meti til Búlgaríu. Tékkar og Ung- verjar hafa keypt lagmeti héðan og Pólverjar hafa mikinn áhuga á að kaupa íslenskt lagmeti en vegna gjaldeyrisskorts í Póllandi hefur ekki orðið af kaupunum, að sögn Garðars. Stefnt er að því að gaffalbitarnir, sem Búlgarar kaupa, verði fluttir út fyrir miðjan næsta mánuð. Gaffal- bitarnir voru framleiddir fyrir Rúss- landsmarkað frá 6. október síðast- liðnum fram í desember eftir að Sovétmenn höfðu tilkynnt að þeir myndu ekki standa við samning um kaup á lagmeti héðan vegna gjald- eyrisskorts. K. Jónsson á Akureyri framleiddi 70-80% af þessum gaffal- bitum en Hafnarsíld á Höfn í Horna- firði afganginn. Sovétmenn hefðu greitt um 25 milljónir króna fyrir gaffalbitana en Búlgörum var veittur 5% afsláttur til að liðka fyrir sölunni. Stefán Már Stefánsson um EES dómstólinn: Dómstóllinn hefur minna vald en rætt hafði verið um STEFÁN Már Stefánsson lagaprófessor við Háskóla íslands segir í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, að oft hafi í undirbúning- sviðræðum EFTA og EB vegna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) verið rætt um miklu meira vald EES-dómstólsins heldur en virðist koma fram í ráðherrayfirlýsingu frá 13. maí síðastliðnum. Stefán hefur átt sæti í laganefnd við undirbúningsviðræðurnar. Stefán segir að sér sýnist, með vissum fyrirvara, að EES dómstóln- um sé ætlað vald meira í hefðbundn- um stíl heldur en nýjum stíl. „Það er eins og aðrir dómstólar sem við erum bundnir við, sérstaklega Mannréttindadómstóllinn í Strass- borg. Eg tel þetta í flestum tilvikum ekki sambærilegt við lagaáhrif dómsúrlausna EB dómstólsins. Við yrðum bundnir við úrlausnir þessa dóms að því er mér sýnist af þjóða- rétti, sem er ekki sama binding, ef svo má segja, eins og þjóðir EB eru bundnar af úrlausnum dómstóls EB,“ segir Stefán. Hann segir að nokkuð skorti á þekkingu manna hér á landi á Evr- ópumálum, ekki síst Evrópurétti. Efla þurfí rannsóknir á þessu sviði og auka menntun fólks. Verði af samningi um aðild íslands að EES, segir Stefán að leita þurfi samstöðu um að koma á fót sérstakri Evrópu- stofnun við Háskóla Islands í þessu skyni. Hann segir jafnframt að aðlögun íslendinga að Evrópuþróuninni sé þegar nokkuð á veg komin og muni að öllum líkindum halda áfram, hvort sem um verði að ræða form- lega aðild íslands að EES eða ekki. Sjá „Menntun, menntun, menntun,“ á bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.