Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 4
ERLENT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT INNLENT Halli ríkis- sjóðs lækkaður um 6 milljarða Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, lagði fram skýrslu um stöðu ríkisfjármála og fyrirhugað- ar aðgerðir, fyrir Alþingi á mið- vikudag. Stefnt er að því að draga saman iánsfjárþörf ríkisins um fjóra milljarða. Einnig var samþýkkt tillaga Húsnæðismálastofnunar um að hækka vexti í gamla húsnæðis- lánakerfinu í 4,9%. Er ráðgert að þetta muni skila sér í um tveggja milljarða minni lánsfjáreftirspurn ríkisins. Vextir á spariskírteinum ríkis- sjóðs voru hækkaðir um 1,5-1,9% á þriðjudag. Bankarnir undirbúa nú ákvarðanir um breytingar á vaxtakjörum í kjölfar þessara vaxtahækkana og er fastlega búist við svipuðum hækkunum af þeirra hálfu. Spara á 300 m.kr. hjá LÍN Meðal þeirra aðgerða sem boð- aðar voru í ríkisfjármálum í vik- unni er að draga úr lánsfjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 300 m.kr. á þessu ári. Segir Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, að ekki hafi enn verið ákveðið hvernig þetta verði gert. Ef þetta markmið næst fram að fullu getur það þýtt um 20% lækkun á útlánum sjóðsins. Sam- starfsnefnd námsmannahreyfíng- anna kom saman til fundar á fimmtudag og samþykkti ályktun ERLENT Rajiv Gandhi myrtur Rajiv Gandhi, fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands, Iét lífíð í sprengjutilræði á þriðjudag er hann kom til kosningafundar í ríkinu Tamil Nadu í suður- hluta landsins. Lögregluyfírvöld skýrðu frá því að kona, sem færði Gandhi blóm við komuna á fund- inn, hafí borið á sér sprengju inn- anklæða. Auk Gandhis létu 14 manns lífið. Kom- ið hafa fram vísbendingar um að Frelsishreyfing tamílsku tígranna á Sri Lanka beri ábyrgð á sprengj- utilræðinu. Því neita talsmenn hreyfíngarinnar. Forysta Kon- gressflokks Gandhis samþykkti einróma að fara þess á leit við ekkju hans, Soniu, að hún tæki við flokksforystunni en hún hafn- aði því kurteislega og sagði að vegna þess mikla harms, sem væri kveðinn að sér og börnum sínum, gæti hún ekki tekið hlut- verkið að sér. Á þriðja hundrað manns biðu bana í kosningabar- áttunni, sem var sú mannskæð- asta í sögu landsins. Þingkosning- unum var frestað vegna morðsins til 12. og 15. næsta mánaðar. Bálför Gandhis fór fram í Nýju Delhí á föstudag. Líbanir og Sýrlendingar semja um náið samstarf Elias Hrawi, forseti Líbanons, og Hafez al-Assád Sýrlandsfor- seti undirrituðu á miðvikudag samning um náið samstarf ríkjanna í efnahags-, öryggis- og MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 þar sem þessum áformum er harð- lega mótmælt. Húsbréf seld erlendis? Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, gagnrýndi lífeyris- sjóðina harðlega í vikunni fyrir að kaupa lítið af húsbréfum. Seg- ir hún koma til álita að selja hús- bréf á erlendum verðbréfamörk- uðum til að ná niður hárri ávöxt- unarkröfu sem er á bréfunum. Formaður Landssambands líf- eyrissjóða segir að lífeyrissjóðir muni kaupa húsbréf fyrir 8-9 milljarða króna hið minnsta á þessu ári. Meira geti þeir ekki keypt yegna skuldbindinga við ríkissjóð um lánveitingar til Hús- næðisstofnunar vegna gamla hús- næðiskerfisins. 6.300 króna greiðsla í júlí Launanefndir launþegasamtak- anna og viðsemjenda þeirra sam- þykktu á miðvikudag að auk 2% áfangahækkunar launa 1. júní greiðist 0,57% vegna verðlags- ákvæðis kjarasamningana. Því til viðbótar skuli svo greidd sérstök 6.300 króna greiðsla að meðtöldu orlofí 1. júlí vegna viðskiptakjara- bata. Utlendingar veiða fyrir milljarð Verðmæti botn- fisks sem Færey- ingar og Belgar veiða í okkar lög- sögu í ár er rúm- lega einn millj- arður króna mið- að við meðalverð á Faxamarkaði og fískmörkuð- unum í Hull og Bremerhaven í vor. Er veiði Færeyinga mun meiri en veiði Belga. Formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir þessar veiðiheimildir Færeyinga vera út í hött. íslend- ingar hafi ekki efni á að gefa þeim þær í lögsögu sinni. Forseti Sjómannasambandsins segist hins vegar ekki fetta fingur út í þessar veiðiheimildir til handa Færeying- um. utanríkismálum. Samkvæmt skil- málunum má stefna Líbana fram- vegis ekki ganga í berhögg við stefnu Sýrlendinga en þeir mega þó búa við frjálst markaðshag- kerfí og lýðræði. ísraelar for- dæmdu samninginn og segja hann ógna öryggi sínu. Sovéskir hermenn ráðast á landamærastöðvar Eystrasaltsríkja Vopnáðir menn úr sérsveitum sov- éska innanríkisráðuneytisins réð- ust á fimmtudag á landamæra- stöðvar á mörkum Lettlands og Litháens og einnig stöðvar á landamærum Sovétríkjanna og Lettlands. Eistneska fréttastofan hafði eftir lettneska útvarpinu að nokkrar stöðvar hefðu verið brenndar til ösku, verðir og lög- regluþjónar barðir og einn vörður- inn væri þungt haldinn á sjúkra- húsi. Mengistu Eþíópíuforseti flýr land Mengistu Haile Miriam, sem stjórnað hefur Eþíópíu með harðri hendi undanfarin fjórtán ár, sagði af sér embætti forseta á þriðju- dag og flúði til Zimbabwe. Ríkisráðið, æðsta valda- stofnun landsins, hvatti eþíópíska uppreisnarmenn til að fallast þeg- ar í stað á vopna- hlé og bauðst til að mynda bráða- birgðastjórn með aðild allra hreyf- inga stjórnarandstæðinga. Upp- reisnarmenn höfnuðu tilboðinu og héldu áfram stórsókn sinni í átt að höfuðborginni, Addis Ababa. Talið var á föstudag að þeir væru aðeins 30 km frá borginni og er búist við miklum blóðsúthellingum verði barist um hana. Aform um bygging’u nýs kjamorkuvers í Finnlandi Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSK orkufyrirtæki skiluðu í síðustu viku inn beiðni til ríkisstjórn- arinnar um að fá að byggja fimmta kjarnorkuverið í landinu. Finn- land er nú eina vestræna ríkið þar sem rætt er um að auka fram- leiðslu rafmagns með kjarnorku. Eftir kjarnorkuslysið í sovéska Tsjernobyl-verinu fyrir fimm árum ákvað finnska stjórnin að ekki yrði tekin ákvörðun um byggingu kjarnorkuvers á því kjörtímabili sem lauk í vor. Allan þann tíma hafa orkufyrirtæki samt haldið áfram að undirbúa byggingu kjarnorkuvers og virðast áætlanir nú tilbúnar. Þau fjögur kjamorkuver sem nú starfa í Finnlandi eru af tveimur gerðum; tvö þeirra eru framleidd í Sovétríkjunum en hin tvö voru byggð á vegum sænska fyrirtækis- ins ASEA. Nú segja kjarnorkuvinir að eftirspurn eftir kjarnorkuverum sé svo lök á Vesturlöndum að Finnar eigi kost á að gera góð kaup. Afstaða Finna til kjarnorku er mjög sundrað. Forsprakkar iðnað- arins hafa bent á það að iðnaðar- framleiðsla geti ekki staðist sam- keppniskröfur án þess að iðnaður- inn fái ódýrt rafmagn. Þar sem orkuver sem brenna kolum eða olíu menga talsvert hefur kjarnorkunni verið lýst sem valkosti umhverfis- vemdar. Andstæðingar kjarnorku benda hins vegar á slysahættu og vanda við að geyma geislavirkan úrgang úr verunum. Þjóðþing Finna mun taka endan- lega ákvörðun í málinu að fengnu frumvarpi frá ríkisstjórninni. Mikil óvissa ríkir hins vegar um úrslitin, því stjómmálaflokkar hafa orðið að fallast á að leyfa þingmönnum sínum að greiða atkvæði án tillits til flokksaga í þessu viðkvæma máli. Þróun er fleira en þjóðartelgur á mann Jápanir eru þróaðasta þjóð heims samkvæmt nýju mati Þróunar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. SAMKVÆMT nýrri skýrslu sem gerð er á vegum Þróunaráætl- unar Sameinuðu þjóðanna er Island í 2.-3. sæti ásamt Kanada á Iista þar sem þróun ríkja er metin. Einungis Japanir eru taldir búa í þróaðra samfélagi en íslendingar. etta er í annað sinn sem Þróun- aráætlunin (UNDP) gerir lista af þessu tagi yfir öll ríki heims þar sem þeim er raðað eftir þróun- arstigi. Japan er efst eins og áður segir og Sierra Leone er neðst. Það kann að virðast óvinnandi veg- ur að leggja mælistiku á þróun mannlegra samfélaga. Þetta er þó nauðsynlegt fyrir stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar sem vilja meta hvem árangur þróunaraðstoð hefur borið. í 1. kafla skýrslunnar segir að fram til þessa hafí þjóðar- framleiðsla og hagvöxtur verið helstu mælikvarðamir á þróun ríkja. Þetta sé augljóslega ófull- nægjandi. Það sé mikil einföldun að setja jafnaðarmerki milli þróun- ar og hagvaxtar. UNDP hefur einsett sér að ráða bót á þessu og fá betri mælikvarða á þróun ríkja. Eins og gefur að skiljaer þetta geysiflókið viðfangs- efni. í fyrsta lagi þarf að taka til- lit til allra hugsanlegra lífsgæða hvort sem þau eru andleg eða ver- aldieg og í öðru lagi þarf að ákveða hversu þungt hver gæði eigi að vega. Höfundar skýrslunnar leggja til grundvallar ákveðna hugmynd um hvað felist í þróun mannfé- lags. Samkvæmt henni eru helstu markmið þróun- ar mannfélags að auka valkosti einstaklinganna, m.ö.o gefa þeim kost á að njóta lífsgæðanna. Lífs- gæðin sem mið er tekið af eru þau að einstaklingarnir eigi þess kost að afla tekna, stunda vinnu, menntast, varðveita heilsu sína, búa við hættulaust umhverfí, taka þátt í ákvörðunum samfélagsins og njóta mannréttinda. í fyrstu skýrslu UNDP var kynnt til sögunnar þróunarvísitala, - tölulegur mælikvarði á þróun rílqa. Þrír þættir höfðu áhrif á vísi- töluna, þjóðartekjur á mann, líf- slíkur og læsi. Nú hefur vísitalan verið endurbætt og meðalskóla- göngu bætt við. í fyrstu skýrsl- unni töldust tekjur yfír fátæktar- mörkum ekki með en nú hefur verið úr því bætt á þann veg að slíkar tekjur hafa stigminnkandi vægi. Það kemur í ljós að hjá mörgum ríkjum er staða þeirra samkvæmt þjóðartekjum á mann mun hærri en samkvæmt þróunarvísitölunni. Af þessu draga skýrsluhöfundar þá ályktun að þessi ríki gætu var- ið tekjum sínum betur til þess að auka velferð, t.d. dregið úr hemað- arútgjöldum. Einnig er í skýrslunni lagður grunnur að frekari endurbótum þróunarvísitölunnar. Tilraunir eru gerðar með að taka tillit til tekjudreifingar í ríki, þ.e. ef mikið djúþ er staðfest milli ríkra og fá- tæka lækkar vísitalan. Einnig er reynt að meta mannréttindaástand og ef það er slæmt lækkar það vísitöluna fyrir viðkomandi ríki. Loks má nefna að búnar eru til sérvísitölur fyrir karla og konur og munurinn þar á reiknaður inn í lokavísitöluna. Mikill munur á stöðu karla og kvenna lækkar því þróunarvísi- töluna. Það skal tekið fram að þessar tilraunir eru gerðar á völd- um hópi ríkja og ísland er ekki í þeim hópi. Besta leiðin að mati UNDP til að efla þróun er að stuðla að aukn- um þjóðartekjum og tryggja náið samband milli þjóðartekna og vel- ferðar. Markmið hagvaxtar ætti að vera að auka möguleika fólks á því að eiga hlutdeild í gæðum samfélagsins og auka svigrúm fyr- ir frumkvæði einstaklinganna, hagvöxtur ætti að dreifast vely þannig að hann kæmi öllum til góða og loks má hann ekki vera á kostnað komandi kynslóða (þ.e. þróunin verður að vera sjálfbær). Markmiðum þróunar verður ekki náð með hagvexti einum saman en oft er þróun ómöguleg án hag- vaxtar, segir í skýrslunni. Eins og áður segir lendir ísland í 2.-3. sæti ásamt Kanada á þróun- arlistanum. Einungis Japanir eru ofar. Þegar skyggnst er á bak við tölurnar kemur í ljós að flest iðn- ríki heims era talin hafa 99% læsi. Þjóðartekjur á mann á árunum 1985-1988 era 13.650 Banda- ríkjadalir í Japan, 17.680 dalir í Kanada og 16.820 Bandaríkjadalir á Islandi. En þar sem lítið tillit er tekið til tekna yfir fátæktarmörk- um verður þessi munur ekki afger- andi. Meðalskólagangan kemur hins vegar verst út fyrir íslendinga í samanburði þessara þriggja landa. Þar eru um að ræða þann árafjölda að meðaltali sem allir íslendingar hafa gengið í skóla í raun en ekki skólaskyldu. Tölur eru frá árinu 1980 og kynni því niðurstaðan að verða önnur ef töl- urnar væru nýrri. Kanadamenn hafa að meðaltali verið Us4 ár í skóla, Japanir 10,4 ár og Islend- ingar 7,5 ár. Lífslíkur Japana við fæðingu eru 78,6 ár, Kanadamanna 77 ár og íslendinga 77,8 ár. Það liggur í augum uppi að þró- un er mun margbrotnari en hægt er að koma til skila með mælingum af þessu tagi. Aldrei verður hægl að leggja endanlegan mælikvarða á þróun samfélaga. Sú vísitala sem nefnd hefur verið til sögunnar er því ekki nema vísbending. BAKSVIÐ eftir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.