Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 20
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991
BO
LYKILLINN AÐ EVRÓPUAÐLÖGUN
eftir Þórhall Jósepsson
mynd: Júlíus Sigurjónsson
Menntun. Menntun og meiri
menntun er það sem íslend-
ingar þarfnast til þess að
takast á við aðlögun að þróun
Evrópumála, hvort sem sú
aðlögun verður með formleg-
um hætti í Evrópska efna-
hagssvæðinu, EES, eða með
öðrum hætti. Þetta segir Stef-
án Már Stefánsson, lagapró-
fessor við Háskóla Islands,
en hann hefur tekið þátt í
starfi laganefndar EFTA í
EES viðræðunum og nýlega
kom út eftir hann bókin
Evrópuréttur, sem fjallar um
réttarrreglur og stofnanir
Evrópubandalagsins. A með-
an samningaviðræður milli
EFTA og EB um EES eru að
nálgast lokastig er verið að
þýða þúsundir blaðsíðna af
lagabálkum yfir á íslensku.
Verði af samningum um EES,
þarf að lögtaka þessa bálka
að talsverðu leyti, það er,
gera þá að íslenskum lögum
eða færa íslensk lög til sam-
ræmis við þau. Rætt var við
Stefán um þessi málefni,
hann er fyrst spurður um
efni bókarinnar og hvernig
Islendingar standa að vígi
varðandi þekkingu á Evrópu-
rétti.
/
Eg reyni í þessari bók að
vera með eins hlutlægar
upplýsingar og hægt er,
þannig að menn geti þá
sjálfir ályktað, séu bet-
ur í stakk búnir til
þess,“ segir Stefán.
„Sumir hafa allgott vit
á þessu nú þegar, sumir minna og
aðrir ekki neitt.
Því er svo sem ekki að leyna að
þessi bók er ef til vill ekki auðveld
aflestrar. Menn verða svolítið að
liggja yfir þessu.
Eg hugsa að hún geti nýst mönn-
um vel sem uppsláttarrit. Við getum
tekið sem dæmi, að oft er talað um
fijálsa atvinnustarfsemi, fijálsa
þjónustustarfsemi og ftjálsa fjár-
magnsflutninga. Hvað felst í þess-
um hugtökum? Þessu er lýst í ítar-
Iegu máli ásamt helstu dómum sem
gengið hafa.
Þarna er tekist á við að skil-
Eg verð varvib í kennslu og af vidrcedum við menn að þekking er ekki alltaf mikil.
Merfinnst stundum að menn fari ekkert mikið rangt með þegarþeir til dcemis eru
að skrifagreinar um þessi mál í Morgunblaðið, hins vegar eru kannski ályktanimar
stundum af stjómmálalejnim toga og menn hafa ekki alltafyfirsýnyfirþað kerfi sem
EB rétturinn byggirá. Egheldað megi almennt segja, eftirminni reynslu, að enn
vantar talsvert áþekkingu. Pað er ekkert annað sem dugar heldur en menntun,
menntun og meiri menntun.
greina þessi hugtök og fleiri og
sýna hvað í þeim felst.“
—Ef ég vil átta mig á um hvað
menn eru að ræða þegar talað er
um EES eða tvíhliða viðræður, get
ég flett því upp í þessari bók?
„Nei, það geturðu ekki nema
óbeint. Það er vegna þess að undir-
titill bókarinnar, Réttarreglur og
stofnanir Efnahagsbandalagsins,
segir nánar til um efni hennar.
Hins vegar eru þessar réttarreglur
grundvallarfræði.
Hugmyndin var að setja þetta
svona fram vegna þess að EES
byggir algjörlega á þessari undir-
stöðu. EES er afritun af þessum
reglum að mörgu leyti.“
—Eru aðrir möguleikar en EES
fyrir íslendinga að tengjast EB?
„Það eru auðvitað tvíhliða við-
ræður, við höfum fríverslunarsamn-
ing við EB.“
—Hvað leiða tvíhliða viðræður
af sér, fríverslun eða fleira?
„Þær geta leitt af sér fleira. Við
erum með fríverslunarsamning
núna og það er alveg hugsanlegt
að taka upp þær umræður og
byggja í kring um þær miklu víð-
tækara kerfi. Það er hægt að út-
víkka fríverslunarsamninginn, láta
hann taka til fleiri atriða og byggja
upp fleiri stofnanir í tengslum
við hann.“
—Er til í dæminu að tvíhliða við-
ræður leiði af sér samning annars
vegar milli eins ríkis eins og íslands
og hins vegar EB og sá samningur
jafngildi í reynd að verulegu leyti
aðild? Er hægt að ganga svo langt?
„Já, það er örugglega hægt að
ná samningi sem felur í sér veru-
lega nálgun. Það er fræðilega hægt
að gera samning sem felur í sér
tiltölulega lítil tengsl við EB og allt
upp í mjög sterk tengsl við
bandalagið."
—Þekkirðu dæmi um svona
samninga milli ríkja og EB?
„Já, það er getið það um í þess-
ari bók, það eru samningar sem
gert er ráð fyrir meira og minna
að leiði til aðildar."
—En ríki utan Evrópu?
„Já, það eru til svoleiðis samning-
ar. Þeir eiga nú kannski ekki að
leiða til aðildar, heldur felst oft í
þeim stuðningur Efnahagsbanda-
lagsins við þessi ríki og stundum
þannig að eitthvað gagngjald komi
á móti. Að þessu er vikið í bókinni.
Hugsanlega má því útvíkka alla
slíka samninga. Við erum með tví-
hliða samning við Efnahagsbanda-
lagið eins og áður sagði og hann
fjallar í stórum dráttum um iðnað-
arvörur og tolla. Það er auðvitað
hægt að útvíkka hann og láta hann
ná til svokallaðra jaðarmálefna,
launþega, Ijármagns og fleira.“
—Stundum er því haldið fram,
að í pólitískri umræðu viti menn
ekki hvað þeir eru að segja eða þá
að þeir geri ráð fyrir að áheyrendur
þeirra viti ekki hvað fjallað er um.
Finnst þér vanta á að íslendingar
almennt viti um hvað er rætt þegar
EB er annars vegar?
„Kannski ekki út frá þessum for-
sendum endilega, heldur meira
þannig að ég verð var við í kennslu
og af viðræðum við menn að þekk-
ing er ekki alltaf mikil.
Mér fínnst stundum að menn
fari ekkert mikið rangt með þegar
þeir til dæmis eru að skrifa greinar
um þessi mál í Morgunblaðið, hins
vegar eru kannski ályktanirnar
stundum af stjórnmálalegum toga
og; menn hafa ekki alltaf yfirsýn
yfir það kerfi sem EB rétturinn
byggir á. Ég held að megi almennt
segja, eftir minni reynslu, að enn
vantar .talsvert á þekkingu. Það er
ekkert annað sem dugar heldur en
menntun, menntun og meiri mennt-
un.“
—Þarf þá að taka sérstaklega á
í þeim efnum?
„Já, mér hefur þó fundist gagn-
rýni, sem stundum er sett fram á
stjórnvöld, ekki að öllu leyti rétt-
mæt. Þau hafa virkilega gert ýmis-
legt í þessu skyni, þó menn ein-
hvern veginn í pólitískri umræðu
vilji stundum gera lítið úr því. Al-
þingi hefur þannig gefið út bækl-
inga um þetta og dreift. Það hafa