Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 17
ar. Til dæmis leggja skilagjald á bfla. Reglan á auðvitað að vera sú að sá sem ber ábyrgðina borgar. Það er þessi alþjóðlega regla, sem kölluð er á erlendu máli PPP eða Polluter Pays Principle. Hefur verið kölluð mengunarbótaregla á ís- lensku. Þyrfti að finna betra orð. En kjarni málsins er að sá sem skapar vandamálið á að kosta lausnina." Við ræðum meira um hreinsun og frárennslismál og Eiður bætir við: „Við þurfum að hreinsa allt og við þurfum strangara eftirlit með viðkvæmum svæðum. Allt endar í jörðinni. T.d. er komið mikið af sumarbústöðum, sem víða standa við vötn. Það kallar á góðan og vandaðan frágang, ef á að halda öllu hreinu með svona mikilli byggð. Takmörk eru fyrir því hve miklu svona vötn geta tekið við, eins og t.d. Skorradalsvatn, þar sem ég kom nýlega. Því eru vistfræðileg og landfræðileg takmörk sett hve mikla byggð öll svona svæði geta borið. Ég get ekki sagt hvar mörk- in eru, en þau eru fyrir hendi.“ Nú erum við óumdeilanlega veru- lega á eftir flestum Evrópuþjóðum um stjórnun og löggjöf til að hemja verkefnin. Hvað ætli sé framundan á því sviði í hinu unga ráðuneyti? Talað hefur verið um Umhverfis- stofnun og við spyijum Eið um við- horf hans til þess. Hann kvaðst aðeins hafa komið að því máli, en á þessari stundu ekki hafa sannfær- ingu fyrir því að einhver ein alls- heijar stofnun leysi betur ýmis þau verkefni sem nú eru hjá ólíkum aðilum, eins og hjá náttúruverndar- ráði, veiðistjóra og fieirum. Svona stórar regnhlífastofnanir séu ekki endilega besta lausnin. Hann áskilji sér allan rétt til að hafa lítt mótaða skoðun á þessu nú eftir að hafa verið þijár vikur í ráðuneytinu. Ekkert hafi enn sannfært hann um að betra sé að steypa öllu undir einn hatt. Sáðmaður og sauðkind ekki í sömu skúffu Við erum sammála um að stærsta umhverfísmálið hér á landi er jarð- vegseyðingin, tveir þriðju jarðvegs horfið og enn fýkur jarðvegur burt á hveiju ári. í reglugerð er gert ráð fyrir að umhverfisráðuneyti fari með friðunar- og uppgræðslumál og eftirlitshlutverk og rannsóknir á sviði gróðurs og skógverndar að fenginni tillögu náttúruverndarráðs í samráði við landbúnaðarráðherra. Og nú spyijum við Eið Guðnason hvernig hann ætli að framkvæma þetta í ljósi þess að enn telur land- búnaðarráðuneytið allan gróður og allan skóg alfarið sitt mál og heldur fast í skankann. „Því er ekki að neita að þetta ráðuneyti er ungt, það er lítt mótað og hér er fátt fólk að störfum. Því er heldur ekki að neita að verkskil- in milli þess sem umhverfisráðu- neytið á að gera og önnur ráðu- neyti eiga að gera eru ekki alls stað- ar nógu skörpum línum dregin. Því kemur sjálfsagt fram þessi eðlilega inngróna stofnanatilhneiging, að ráðuneyti vilja halda því sem þau hafa fyrir. Þegar stofnað er nýtt ráðuneyti og því valin verkefni, ekki alltaf með nægilega ljósu orða- lagi, þá hljóta að rísa upp lögsögu- og landamerkjadeilur. Það er ekk- ert óeðlilegt. í fjölmiðlum hefur verið fjallað um þann skoðanamun sem er um skógrækt og land- græðslu og ég hef lýst mínum skoð- unum á því. Það mál verður leyst.“ Heldur hann að kannski verði gengið í að skilja að bændaskóga í landbúnaðarráðuneyti og aðra skógrækt og skógvemd í landinu í umhverfisráðuneyti, eins og tillögur voru komnar um þegar sjálfstæðis- menn voru síðast í stjórn? „Já, ein- mitt," segir Eiður. „Það held ég að sé eina skynsamlega verkaskipting- in hvað skógræktina varðar. Skóg- rækt sem atvinnugrein getur átt heima í landbúnaðarráðuneytinu með öðrum atvinnugreinum bænda. En vemdarmálin eiga eðli málsins samkvæmt heima hér í umhverfis- ráðuneytinu. Ég lít heldur ekki á landgræðsluna sem hluta af land- búnaðarmyndinni. Ég held ekki að -Mi það sé eðli máls að sáðmaðurinn og sauðkindin eigi að vera í sömu skúffunni." Nú er sauðkindin komin á dagskrá. Eiður Guðnason segir að stefna beri að því að lausaganga búfjár verði úr sögunni. Sum sveit- arfélög séu þegar búin að setja um þetta reglur. Hann hafði í útvarps- umræðunum nefnt að svo yrði um eða eftir alda- mót. „En mér er alveg ljóst að það gerist ekki á einni nóttu. Til þessa þurfa allir aðlögun. En að því ber að stefna að búfé gangi hér ekki laust og á því er vaxandi skilningur. í fyrsta lagi ber okkur auðvitað að hlífa landinu og sjá til þess að fé gangi ekki nema þar sem gróðurinn þolir það. Yrði þá í beitarhólfum. í öðru lagi stafar af því slysa- hætta. Þetta verður torsótt mál, en það er eitt af þeim mál- um sem tíminn vinnur með. Al- veg eins og við þurfum að stefna að því að sauð- fjárbúskapur : á . Reykjanesskag- anum heyri sög- unni til.“ Viðskilnaður jeppa- manna á jökli Annað stórt mál og skylt þessu er stjóm- sýslan á hálendinu. Eiður segir að í skýrslu fyrrverandi umhverfisráð- herra á Alþingi hafí komið fram tillaga frá fjölmennri nefnd, sem hafði starfað og skilað áliti, um að afmarka svæði á hálendinu. Þar yrði að taka tillit til afnotaréttar og eignaréttar, en að þessu hljóti að koma. „Þetta er auðvitað vanda- mál,“ segir Eiður. „Þarna á hálend- inu hafa menn verið að setja upp skúra. Löggæslu hefur verið sinnt, en ég held að óhjákvæmilegt sé að setja lög um stjórnsýslu á hálend- inu. Það yrði öllum til góðs. Við þurfum að koma umgengnisreglum á hálendinu í fastara form en verið hefur. Þetta er allt mjög óljóst. -Til mín kom í morgun ljósmyndari sem ferðast mikið um hálendið og var að segja mér sögur af samskiptum við ferðamenn sem koma hér á fjallabílum erlendis frá, hve þeir fara illa með land og ganga oft illa um. Það er til marks um áhuga fólks að þessi ungi maður kom hér til að bjóðast til að taka myndir af ummerkjum eftir svona umgengni, ef það mætti verða til varnaðar. Og það þarf að koma betri skipan á þessi ferðalög. Líka hvar má byggja og hvernig. Hér hafa komið menn og rætt við mig um þessa nýafstöðnu jeppaferð upp á Öræfa- jökul. Þetta eru áreiðanlega skemmtileg ferðalög, en ég vildi sjá hjá þessum jeppamönnum, þegar þeir eru að státa af afrekum sínum, það sem þeir skildu eftir á jöklinum. Sjónarvottar segja mér að það hafi ekki verið neitt lítið. Það er ekkert svar að segja að þetta hverfí í næstu ofankomu. Það hverfur ekki. Allt sem sett er þar niður kemur upp, ekki fyrr, en síðar.“ Allir nýir bílar með hreinsitæki Þetta leiðir talið að öðru stóru máli, mengunarmálunum í lofti, vatni og jöklum: „Kemur ekki drykkjarvatnið okkar að hluta 2000 ára gamalt úr Langjökli?“ „Meng- unarmál eru svið þar sem við verð- um að taka okkur verulega á,“ seg- ir ráðherra, en bendir á að nú hafí verið sett nokkuð ítarleg reglugerð um þau mál. „Þetta er mikil sér- fræðivinna. Við eigum sem betur fer margt ágætlega menntað ungt fólk sem hefur menntun á ýmsum sviðum þessara fræða. Það þarf bara að fá meira fjármagn. Ékki aðeins frá hinu opinbera. Ég held að atvinnureksturinn eigi líka að leggja hér af mörkum. Við þurfum að gera bragarbót í þessum efnum. Þótt menn séu nú kannski að tala um reglugerðar- gleði og lagafíkn, þá getum við ekki leyft okkur að hafa neitt öðru vísi eða vægari reglur en eru f löndunum í kring um okkur. Við verðum að minnsta kosti að gera jafn vel og aðrar þjóðir og stundum betur. Þetta er stórt við- fangsefni. Mikið verkefni, sem ég hefí rétt verið að byija að horfa á frá nýjum sjónar- hóli þessar þijár vikur sem ég er búinn að sitja hér.“ Ætlum við kannski að halda áfram að vera stikkfrí?“ Við víkjum að því að í alþjóðasamn- ingi höfum við lofað að útblást- ur koldíoxíðs aukist ekki til aldamóta. Ef ál- verksmiðja kem- ur bætist eitt- hvað á þetta og svo fjölgar bílum sífellt. Vaknar spuming: Ætlar ráðherrann að koma skyldu- hreinsun á bíla? „í gildi er reglu- gerðarákvæði um að frá næstu ára- mótum eigi allir nýir fólksbílar að vera búnir hreinsitækjum, eins og mjög víða er komið á. Þarna kemur verulegur viðbótarkostnaður fyrir bíleigendur. En eins og tollareglur á bílainnflutningi eru nú, hefur ver- ið giskað á að bílverð hækki um 10%, sem er mjög mikið. Það hafa því staðið yfír viðræður við fjár- málaráðuneytið um að breyta álagningu gjalda, þannig að ríkið hagnist ekki sjálfvirkt á þessu, held- ur verði hlutur ríkisins óbreyttur. Þannig hækkar bílverðið kannski eitthvað lítillega. Mér sýnist að samkomulag í þessum efnum geti verið í augsýn. En það eru fleiri atriði sem á eftir að athuga. Ég á eftir að fá betri upplýsingar. Ég veit ekki hvort framleiðendur allra þeirra bíla sem eru hér á markaði geta haft þennan búnað. Hugsan- lega eiga einhveijar tegundir þá undir högg að sækja. Kannski ódýr- ari bflarnir sem hafa verið hér lengi á markaði? En þetta er til athugun- ar. Gert er ráð fyrir því að þetta taki gildi um áramót. Hvort verða veittar einhveijar tímabundnar undanþágur, þannig að fáist tími til aðlögunar, skal ég ekki segja um á þessu stigi. En takist að ná sæmilegu samkomulagi er mitt markmið að þetta komi til fram- kvæmda, þannig að nýir bflar verði með þennan búnað.“ Við víkjum talinu að annarri mengun, svo sem í fjörum, þar sem komið hefur í ljós að fjörur eru hér jafn mikið mengaðar og í fjölmenn- ustu iðnríkjunum. Og hvað um vatnið og forðabúrið, jöklana? Við höfum fengið PCB í sjóinn og fólk sleppir olíum og fleiru úr farartækj- um út í vatn og jökla? Hvað hefur ráðherra um þetta að segja? „Ekki annað en að gert hefur verið átak til þess að engu sé hent frá skipum og ég held að það hafí gefið nokkuð góða raun. En við þurfum að taka betur á. Fjörumeng- unin er mikið vandamál og eitt af því sem þarf að ráðast til atlögu við. Ungmennafélögin hafa nú verið með verkefni í gangi, þar sem fólk getur tekið fjöru í fóstur. Það er mjög gott áhugaverkefni að gefa fólki kost á að taka þátt í slíku, hvort sem er að taka fjöru í fóstur eða flag í fóstur. Það fær tilfinn- ingu fyrir landinu og að það sé að láta gott af sér leiða.“ Hvað um alþjóðasamninga, þar sem okkur vantar oft ein úr hópi menningarþjóða, bæði samninga sem við höfum ekki löggilt og þá sem við erum aðilar að og lögum okkur ekki eftir? „Já, ég stefni að því að löggilda samninga sem nær allar aðrar Evrópuþjóðir hafa sam- þykkt. Ég nefni Bemarsamþykkt- ina um verndun villtra dýra og plantna." Af þessu tilefni víkjum við talinu að hugsanlegum fyrirvör- um. Væri ekki til skammar ef við þyrftum að gera fyrirvara af því að við leggjum eid að ungviði sem engin önnur þjóð gerir, svælum út yrðlinga. Og við höfum fram undir þetta, ef við gerum það ekki stund- um enn, látið hrefnuna draga bát- ána eftir að skutullinn er orðinn fastur, þar til hún drepst. Eiður kveðst ekki vilja nefna þessi mál sérstaklega. En hvað segir hann um hvalina, hefur umhverfisráð- herrann skoðun á því máli? Nú er alþjóðahvalveiðiráðið að hefja hér fund. Og þennan morgun heyrðist í Grænfriðungum um að þeir ætluðu að fara að skipta sér af fiskinum. „Við eigum að veiða hval. Ég held að við eigum að nýta þessa stofna eins og aðrar afurðir hafs- ins. Við eigum að nýta þá án þess að ganga á höfuðstólinn. Ég hefí setið undanfarin tvö ár í sjávarút- vegsnefnd Evrópuráðsins. Þar höf- um við gengið frá skýrslu. í fyrra héldum við í Skotlandi opinn fund um framtíð fiskveiða og Jakob Jak- obsson var einn fyrirlesara. Vorum að vinna þar að tillögugerð um framtíð fískveiða. í greinargerð með tillögunni er beinlínis gert ráð fyrir því að sjávarspendýr heyri til nytjastofna, auðvitað að því til- skildu að ekki sé vafi á að þar sé ekki um útrýmingarhættu að ræða. Mér er ljóst að við ramman reip er að draga gagnvart almenningsálit- inu í veröldinni. Hvað varðar Græn- friðunga og fískinn þá er ég búinn að segja þetta i mörg ár og sumir hlegið að. Grænfriðungar hafa sjálfír sagt að slíkt komi ekki til mála. En það er alvarleg þróun ef skrifstofumenn sunnan úr löndum, með allri virðingu fyrir skrifstofu- mönnum, ætla að fara að segja okkur hér hvaða físk við megum veiða, hvernig og hvenær, þá eru Grænfriðungar komnir á miklar vill- igötur. En á þessari frétt, frá í morgun var að skilja að þeir væru að mótmæla því að hent sé -fiski. Það getur verið rétt ábending. En ef þeir ætla að stöðva loðnuveiðar af því að hvalir eða þorskur hafí ekki nóg að borða, þá sýnist mér þeir vera komnir á út á hálan ís. En hval eigum við að veiða.“ Kemur að óplægðum akri Loks víkjum við talinu að hinni hreinu ímynd íslands, sem við tölum mikið um. Hversu hrein er hún við núverandi ástand? Nægir okkur að segja úti í heimi hve hreint allt sé hér? „Ég held að ísland hafi mjög góða ímynd, kannski á sumum svið- um svolítið betri en við eigum skil- ið,“ segir Eiður. „Við þurfum að skapa okkur góða ímynd og standa undir nafni. Þannig að þessi mál, sem sum hver hafa ekki verið í nógu góðu lagi, verði framvegis í betra lagi hjá okkur. Svo að við getum talað fullum hálsi án þess að bera kinnroða fyrir eitt eða neitt.“ Þegar ráðherrastólum var úthlut- að komu upp raddir um að umhverf- isráðuneytið væri ekki stór biti. Er Eiður Guðnason ánægður með sinn hlut? „Mjög,“ svarar hann með áherslu. „Þetta er lítið ráðuneyti að fermetrafjölda og mannafla enn- þá. En hér eru heillandi viðfangs- efni. Þetta er óplægður akur. Það tekur til landsins alls milli fjalls og fjöru. Og þetta er Iandsbyggðamál í orðsins eiginlegu merkingu. Þetta er mál sem unga fólkið hugsar mikið um. Ef ég hefði átt að velja ... auðvitað var ekki val, þetta gerð- ist bara svona. Og mér finnst ég hafa betra sóknarfæri en hægt væri að hafa í mörgum öðrum ráðu- neytum. Eins og þessi könnun er fyrsta skrefíð til að staðfesta, þá rennur upp fyrir æ fleirum að þetta er mikilvægur málaflokkur. Og svo er hann skemmtilegur, og það er ekki minnst um vert.“ í SÆLUDAGAR' ÁHÓTELÖRK -TILBOÐ SEM VERT ER | AÐ VEITA ATHYGLI! Innifalið: Gisting, morgunverður, kvöldverður | Verð kr: 4.950,- I á dag fyrir manninn í 2ja m. herbergi Lágmark 2. dagar Bókað með mest 10. daga fyrirvara I Tilboðið gildir tímabilið 24. maí -1. sept. Öll herbergi eru rúmgóð, með sér baði, síma, I sjónvarpi og minibar. Við hótelið er góð aðstaða K til útivistar, svo sem glæsileg útisundlaug með sér I barna" busl" laug, vatnsrennibraut, heitum | pottum, tennisvöllum og skokkbrautum. | Gufubað, líkamsræktarsalur, hárgreiðslustofa, snyrtistofa, sólbaðsstofa og nuddstofa, ofl. o.fl. ■ í tengslum við hótelið er Bflaleiga og hestaleiga. ■ 1" GOLFARAR ATHUGBE): Á næstu dögum opnum við glæsilegan 9. holu 1 golfvöll, ásamt 18. holu púttvelli við hótelið. EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI! öac SIMI: 98 - 34700 FAX: 98 - 34775 ,>etta erlítið ráðuneyti að fermetrafjölda 09 mannafla ennDá. En her eru heillandi viðfangs- etni. Þetta er óplægdur akur. Það tekur til lands- ins alls milfi fjalls og fiöru. Og hetta er lands- byggðamál í orðsins eiginlegu merkingu. Þetta er mál sem unga fólkið hugsar mikið um. Búið er að ala okkur nokkuð lengi uppíðví að henda ekki hvar sem er. Nú er nýja reglan: Þú mátt ekki henda hverju sem er! Maður seturekki hvað sem er í sorptunnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.