Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 31
ÚNBLAÐI f atvinna/rað/smá: ____TA QICLAJaMUDíIOM SHNNU-ÐA-TtUR 26r -MAI-1991 - Umboðsmaður Danskur regnfataframleiðandi óskar eftir umboðsmanni sem er vel heima á sviði fisk- veiða- og útgerðarþjónustu. Framleiðsluvar- an er mjög samkeppnisfær og samanstendur af regnfötum, vaðstígvélum og klofstígvélum í háum gæðaflokki. Skriflegar umsóknir sendist til: Kiba Regntpj, Mylius Erichsenvej 91, DK-7330 Brande, Danmörku. Matreiðslumaður Hótel Valaskjálf óskar að ráða matreiðslu- mann til afleysinga í sumar. Um er að ræða 4-6 vikur frá miðjum júlí. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 97-11500. HOTEL VALASKJALF ECILSSTÖÐUMS9M1500 Sölumaður Þekkt innflutningsfyrirtæki vill ráða sölu- mann til framtíðarstarfa sem fyrst. Starfið felst í sölu og kynningu á allskonar skrifstofuvélum og tækjum. Um er að ræða þekkt vörumerki á markaðnum. Starfsreynsla í sölumennsku er nauðsynleg. Qóð laun í boði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Gijdnt Iónsson RÁÐC JQF & RÁÐN I N CARÞJÓN U STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar í sumarafleysingar í sumar að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11915. Tölvuteiknun Teiknistofa óskar eftir að ráða tækniteiknara eða starfskraft sem hefur reynslu af tölvu- teiknun. Um er að ræða framtíðarstarf. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um menntun bg fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 30. maí nk. merktar: „Tölvuteiknari - 7863". Fóstra Dalvíkurbær auglýsir eftir fóstru til starfa við leikskólann Krílakot. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 96-61372. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Við sérdeildir Hlíðaskóla er laus 1/2 staða iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara. Jafnframt vantar sérkennara í 1/1 starf við deild hreyfihamlaðra. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Árni Magnússon, í síma 25081. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafvirkja í mæladeild til mælasetningar. Rafmagnsveitan býður upp á góða vinnuað- stöðu og mötuneyti. Góður starfsandi ríkir á staðnum. Launakjör samkvæmt kjarasamn- ingi Rafiðnaðarsambands íslands. Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri mæladeildar og/eða starfsmannastjóri. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra fyrir 6. júní nk. rm Aðalbókari Ólafsfjarðarbær auglýsir stöðu aðalbókara lausa til umsóknar. Krafist er góðrar bók- haldsþekkingar. Umsóknir, ertilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 5. júní 1991. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Ólafsfirði, 21. maí 1991. Bæjarstjórirm íÓlafsfirði, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfjörður, sími 96-62151. Innflutnings/- dreifingaraðili Við ieitum að áreiðanlegum innflutningsaðila, sem á að sjá um að koma upp söluneti og bera ábyrgð á að kröfum/lögum heilbrigðis- eftirlits sé fullnægt. Aðgangur að telexi eða telefaxtæki nauðsynlegur. Við erum danskt inn- og útflutningsfyrirtæki. Okkar vörur eru fyrsta flokks sjúkdóma- og getnaðarverjur (smokkar). Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá: Helse Product, postboks 388, 5100 Odense C, Danmörku. Telefax: +45 75 175868. Seltjarnarneskaupstaður Bæjarbókavörður Staða bæjarbókavarðar við bókasafn Sel- tjarnarness er laus til umsóknar. Menntun í bókasafnsfræðum áskilin. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Umsóknir sendist til formanns bókasafns- stjórnar, Hildar Jónsdóttur, Melabraut 52, 170 Seltjarnarnesi. Öllum umsóknum verður svarað. Bókasafnsstjórn. Starfsmannastjóri Stórt og traust fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmannastjóra í 50% starf. Starfið felst í umsjón með starfsmannamál- um fyrirtækisins, s.s. launamálum, samning- um, þjálfun og öðru, sem starfsmannahaldi viðkemur auk sjálfrar launavinnslunnar. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við- skiptafræðingar eða hafi sambærilega menntun. Viðkomandi þurfa að vera tölu- glöggir og hafa reynslu af tölvunotkun ásamt þekkingu á launa- og kjaramálum. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radnmgaþjonusui Lidsauki hf. W ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Áhugavert starf á góðum spítala Við viljum bæta í okkar hóp áhugasömum hjúkrunarfræðingum til starfa á eftirtöldum deildum: Vöknun (post op.). Deildin er einungis opin á virkum dögum frá kl. 8-16. Fullt starf, en hlutastarf kemur einnig til greina. Speglunardeild/göngudeild. Hér er einungis um dagvinnu að ræða, en bakvaktir eru á þeim dögum, sem spítalinn hefur bráðavakt. Fullt starf en hlutastarf kemur einnig til greina. Landakot er þægilegur og vinalegur vinnu- staður, þar sem hver einstakur hjúkrunar- fræðingur getur nýtt til fullnustu hæfileika sína til mótunar og uppbyggingar í starfi sínu. Ef þú hefur áhuga vinsamlegast hafðu sam- band við Hönnu Birgisdóttur, deildarstjóra á vöknun, í síma 604352 og Hildi Stefánsdótt- ur eða Sigrúnu Erlendsdóttur, deildarstjóra á speglunardeild/göngudeild, ísíma 604355. Kennara vantar Kennara vantar að Grunnskólanum á Breið- dalsvík. Almenn kennsla og íþróttakennsla æskileg. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-56696 og formaður skólanefndar í síma 97-56628. Bókari Óskum að ráða bókara til starfa hjá þjón- ustufyrirtæki í matvælaiðnaði. Starfssvið bókara: Almenn bókhaldsvinnsla. Merking fylgiskjala. Skráning bókhalds. Að- stoð við innheimtu o.fl. Fjölbreytt starf hjá traustu fyrirtæki. Við leitum að bókara, sem hefur reynslu af bókhaldsstörfum. Stúdentspróf af viðskipta- sviði æskilegt. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „Bókari 282“ fyrir 1. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.