Morgunblaðið - 08.06.1991, Page 1
64 SIÐUR B/LESBOK
127. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hersýningí Washington
Reuter
Gríðarlega mikil hersýning verður haldin í Washing-
ton D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, í dag í tilefni
sigurs bandamanna í Persaflóastríðinu. Þúsundir
manna hafa notað tækifærið síðustu daga til að
komast í snertingu við hertól og tæki sem notuð
voru í stríðinu og komið hefur verið fyrir í nágrenni
þinghússins. Stendur hér hópur hermanna og
óbreyttra borgara ofan á MlAl-Abrams skriðdreka.
Samkomulag um
sjálfstjóm í augsýn
Bagdad. Daily Telegraph.
MASOUD Barzani leiðtogi íraskra Kúrda sagði í gær að samkomu-
lag við stjórn Saddam Husseins íraksforseta um sjálfstjórn Kúrda
í Irak kynni að verða undirritað um miðjan mánuðinn.
Barzani sagði að stjórnvöld í
Bagdad hefðu fallist á að Kúrdar
gætu snúið til þorpa sinna við
írönsku landamærin sem stjórnar-
herinn hefði hrakið þá frá og jafnað
við jörðu. Enn væri óleystur ágrein-
ingur um hvort olíuborgin Kirkuk
og nágrenni hennar yrði á sjálf-
stjórnarsvæðinu en Barzani sagði
að lausn myndi finnast þar á. Hugs-
anlega yrði borgarsvæðið undir
sameiginlegri stjóm Kúrda og full-
trúa Bagdad-stjórnarinnar.
Yfirlýsingar annars Kúrdaleið-
toga, Jalals Talabani, stönguðust á
við ummæli Barzanis. Hann sagði
að „alvarleg vandamál" væru óleyst
í samningunum. Aðila greindi mjög
á hvernig skilgreina bæri sjálf-
stjórnarsvæðið og Bagdad-stjómin
væri treg til þess að afhenda öðram
umráð yfir landamæranum.
Barzani hafði ekki sést opinber-
James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna:
Hagsmunir Yesturlanda ad
umbætur Gorbatsjovs takist
Kaupmannahöfn, London, Moskvu. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamanna-
fundi í Kaupmannahöfn í gær, að það myndi taka langan tima og
yrði ny'ög sársaukafullt að breyta hagkerfi Sovétríkjanna yfir í frjálst
markaðskerfi. Baker sagði það vera hagsmunamál vestrænna rikja
að Míkhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, tækist ætlunarverk sitt
varðandi umbætur. Sú kvöð hvíldi því á herðum þeirra að aðstoða
hann. Aðstoðin ætti hins vegar að koma skref fyrir skref.
Fjölniargir vestrænir leiðtogar
hafa á undanförnum dögum lýst því
yfir að vestræn ríki ætli sér ekki að
veita Sovétmönnum mjög um-
fangsmikla efnahagsaðstoð á fundi
leiðtoga sjö stærstu iðnríkja heims
í London í næsta mánuði.
lagt til að rætt verði við Gorbatsjov
um leið og honum lýkur. Það ætti
að koma í veg fyrir að beiðni Sovét-
manna um fjárhagsaðstoð skyggði
á önnur mál á fundinum. Embættis-
mennirnir sögðu að Major hefði, eft-
ir samráð við hina leiðtogana sex,
fallist á að stórfelld fjárhagsaðstoð
við Sovétmenn yrði ekki samþykkt
á fundinum.
■Stanislav Shatalín, fyrrum efna-
hagsráðgjafi Gorbatsjovs, ritaði í
gær grein í breska dagblaðið Inde-
pendent þar sem hann segir sovéskt
efnahagskerfi vera „hugmynda-
fræðilega gjaldþrota". Telur hann
að efnahagskerfið muni hrynja ef
ekki verði horfið frá kreddum komm-
únismans og sveigt inn á braut hins
frjálsa markaðar. Segir Shatalín að
áður en pólitískum stöðugleika hafi
veríð komið á geti menn ekki búist
við erlendum fjárfestingum að neinu
ráði.
Jevgeníj Prímakov, ráðgjafi Gorb-
atsjovs, sagði að Sovétforsetinn
myndi falast eftir fjárhagsaðstoð í
Lundúnum vegna ákveðinna umbóta
í efnahagsmálum en „ekki rétta fram
lófana og búast við reiðufé þegar í
stað“. Hann varaði leiðtoga Vestur-
landa við því að ef aðstoð við Sovét-
menn yrði hafnað tæki við stjórn-
leysi í Sovétríkjunum og friði í heim-
inum yrði stefnt í hættu.
lega í tvær vikur og var talið að
hann hefði verið handtekinn í
Bagdad. Vísaði hann slíkum fregn-
um á bug í gær, sagðist búa í gesta-
íbúð stjórnar Saddams Husseins
forseta og sagðist með öllu frjáls
maður.
Kosning-
ar boðað-
ar í Aisír
Algeirsborg. Reuter.
SID Ahmed Ghozali, nýskipaður
forsætisráðherra Alsírs, sagði í
gærkvöldi, að þing- og forseta-
kosningar myndu fara fram í
landinu fyrir árslok, að sögn alsír-
sku fréttastofunnar APS. Þær
færu þó ekki fram samtímis.
Fulltrúar strangtrúarmanna sögð-
ust fyrr um daginn hafa náð sam-
komulagi við yfirvöld um kosningar
til þings og beinar forsetakosningar
innan hálfs árs og aflýstu því alls-
heijarverkfalli.
Stjórnarflokkurinn neitaði að
nokkuð væri hæft í fullyrðingum
þeirra en síðar birti APS yfirlýsingu
frá Ghozali. Þar sagði að megin-
hlutverk nýju ríkisstjórnarinnar, sem
honum var falið að mynda, yrði að
koma á ró og spekt í landinu og
undirbúa hinar tvennu kosningar.
Þingkosningar voru ráðgerðar í
Alsír 27. júní en samtök öfgasinna
sögðu kosningalöggjöfina óréttláta
og kröfðust þess að forsetakosningar
færu fram samtímis, en Chadli
Benjedid var endurkjörinn forseti til
fímm ára 1988. Til að knýja á um
það boðuðu samtökin til allsheijar-
verkfalls 25. maí. Verkfallið þróaðist
upp í óeirðir og ofbeldisaðgerðir og
var kosningunum aflýst er Benjedid
forseti greip til neyðarlaga sl. mið-
vikudag.
Masoud Barzani leiðtogi Kúrda:
NATO áfram helsti vettvang-
ur vestrænnar vamarsamvinnu
Kaupmnnnahofn. Reutcr.
TVEGGJA daga fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Kaupmannahöfn lauk í gær. Mikill tími fór í umræður um
framtíðarskipulag bandalagsins og hvernig auka mætti evrópskar
áherslur í varnarmálum án þess að ijúfa varnartengsl Evrópu og
Bandaríkjanna og Kanada. f lokayfirlýsingu ráðherranna kemur fram
að NATO verður .ófram mikilvægasti vettvangur vestrænnar varnar-
samvinnu þó að Evrópuríki hafi rétt á að móta sína eigin stefnu.
Ákveðið var að halda leiðtogafund NATO-ríkja í Róm í nóvember til
að samþykkja tillögur um hernaðarlega og pólitíska framtíðarskipan
bandalagsins.
Háttsettur bandarískur embættis-
maður sagði við Reuíers-fréttastof-
una að reynsla Bandaríkjamanna i
Mið- dg Suður-Ameríku hefði kennt
mönmím að ekki væri hægt að flýta
efnahagsþróun. í tilviki Sovétríkj-
anna væru málin jafnvel enn flókn-
ari þar sem landið hefði enga hefð
fyrir fijálsum markaðsbúskap.
Gorbatsjov mun að öllum líkindum
hitta leiðtoga stærstu iðnríkjanna á
fundi þeirra í London og er talið að
hann muni þar falast eftir íjárhags-
legum stuðningi. Einn af aðstoðar-
mönnum Sovétforsetans sagði hins
vegar í gær að forsetinn hygðist
ekki biðja um peninga, heldur aðstoð
við að koma á ákveðnum skrefum í
átt að markaðshagkerfi.
Breskir embættismenn sögðu í
gær að John Major, forsætisráðherra
Bretlands, gerði ráð fyrir að snemma
í næstu viku yrði Míkhaíl Gorbatsjov
sent formlegt boð um að hitta leið-
togana sjö að máli í London. Major
stjómar leiðtogafundinum og hefur
Nokkur bandalagsríki, sér í lagi
Frakkar, eru þeirrar skoðunar að
Evrópubandalagið (EB) eða Vestur-
Evrópusambandið (WEU) eigi að
taka aukið frumkvæði í varnarmál-
um. Bandaríkjamenn óttast hins
vegar að slíkt gæti orðið til þess að
minnka vægi NATO. Urðu ráðherr-
arnir sammála um að aukið evrópskt
frumkvæði í varnarmálum mætti
ekki verða til þess.
í yfirlýsingu Norður-Atlants-
hafsráðsins, sem kom saman í
tengslum við fund utanríkisráðherr-
anna, er lögð mikil áhersla á mikil-
vægi varnartengsla Bandaríkjanna
og Evrópu innan ramma NATO. Þá
hafi evrópskar stofnanir s.s. Evrópu-
bandalagið, Vestur-Evrópusam-
bandið, og Ráðstefnan um öryggi
og samvinnu í Evrópu (RÖSE) hlut-
verki að gegna. Skýrari evrópskar
áherslur í varnarmálum myndu und-
irstrika vilja Evrópuríkja til að bera
aukna ábyrgð á öryggi sínu og verða
til þess að treysta samstöðu Atlants-
hafsbandalagsríkjanna. NATO hafi
hins vegar sérstöðu vegna þess
hversu víðfeðm aðild að bandalaginu
sé og hversu víðtækir möguleikar
aðildarríkjanna til að takast á við
hin ýmsu úrlausnarefni séu. NATO
sé því mikilvægasti vettvangur
bandalagsríkjanna til að ná sam-
stöðu um stefnumörkun í öryggis-
og varnarmálum þeirra í samræmi
við stofnsáttmála NATO.