Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 Um hlutverk lífeyrissjóðanna eftir Hrafn Magnússon í síðustu Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins hefur verið vikið að lífeyrissjóðunum með þeim hætti að nauðsynlegt er að fram komi önnur sjónarmið, en þar eru viðruð. Lánskjör lífeyrissjóðanna í íyrra Reykjavíkurbréfi frá 26. maí sl. er einkum fjallað um nýleg- ar vaxtahækkanir hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. í lok bréfsins varpar höfundur fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hugs- anlegt að lífeyrissjóðirnir lánuðu húsnæðiskerfinu fé á föstum vöxt- um til langs tíma, jafnvel þó að það kostaði sjóðina einhverjar krónur á minni lífeyri á efri árum. Þá er jafnframt í bréfinu vikið að nýlegum ummælum fjármálaráð- herra að afstaða lífeyrissjóðanna gæti ráðið úrslitum um vaxtastig í húsnæðiskerfinu. Ég tel mjög mikilvægt að and- mæla þessum hugmyndum strax, þar sem þær ganga þvert á öll grundvallaratriði í samskiptum líf- eyrissjóðanna við stjómvöld. Það er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að greiða niður vexti af húsnæðis- lánum. Ef stjórnvöld vilja aðstoða húsbyggjendur með niðurgreidd- um vöxtum, þá er það einfaldlega pólitísk ákvörðun, sem tekin er á hveijum tíma og þá væntanlega í tengslum við aðra stefnumörkun í húsnæðismálum, þar sem ýmsir aðrir þættir koma við sögu, s.s. húsnæðisbætur og skattalækkanir af ýmsum toga. Hlutverk lífeyrissjóðanna er fyrst og síðast það að greiða sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum viðunandi líf- eyri. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt fyrir sjóðsstjórnir lífeyrissjóðanna að ávaxta eignirn- ar með sem arðvænlegustum hætti. Að vísu verður þó að gera nokkurn greinarmun á lífeyrissjóð- um opinberra starfsmanna, sem eru á framfærslu ríkis og bæjarfé- laga, annars vegar og hins vegar á lífeyrissjóðum innan Alþýðusam- bands íslands, sem bókstaflega þuifa á sem bestri ávöxtum að halda á hveijum tíma, svo hægt verði að standa undir lífeyrisskuld- bindingum í framtíðinni. Samkvæmt lögum eru lánskjör lífeyrissjóðanna hjá Húsnæðis- stofnun miðuð við þau vaxtakjör sem stjómvöld bjóða almennt á SYNING UM HELGINA ISLENSKIR OG AMERISKIR NUDDPOnAR Sýning laugardag og sunnudag frá kl. 13.00 -17.00 Allur búnaður fyrir vatns og loftnudd, auk annara fylgihluta: * Hreinsitæki og hringrósardælur * Liós og dælurofar * Yfirbreiðslur * Vatns og loftnudd * Allur fittings og tengihlufar * Klórtöflur og hreinsiefni * Leiktæki f. sundlaugar Við bjóðum einungis AKRYL nuddpotta því AKRYL stenst íslenska veðróttu og vatn. 10 óra þekking - sala - og þjónusta. 1A0/ STAQGREIÐSLUAFSLÁTTUR IV /0 SYNINGARDAGANA Gerið gæða og verðsamanburð - Leitið tilboða ! K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun meö hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088 fjármagnsmarkaðinum. í samn- ingum lífeyrissjóðanna við Hús- næðisstofnuh um lánskjörin eru það því stjórnvöld á hveijum tíma, sem beinlínis ákvarða vaxtakjörin. Lífeyrissjóðirnir eru þess vegna ekki gerendur á sviði vaxtamála, heldur miklu frekar þolendur, eins og dæmin sanna. Nú þegar alda vaxtahækkana ríður yfir þjóðfélagið hefur hins vegar vakið athygli að lífeyrissjóð- irnir hafa almennt ekki fylgt í kjöl- farið með vaxtahækkanir á lánum til sjóðfélaga. Slíka afstöðu má að vísu gagnrýna, en sú skoðun virðist vera almennt ríkjandi hjá lífeyrissjóðunum að doka við fram eftir sumri og sjá hvort vaxta- hækkanimar verða viðvarandi næstu mánuði eða hvort vænta megi vaxtalækkana aftur næsta haust. Þó að lán til sjóðfélaga séu á hagstæðum kjörum um þessar mundir er þó rétt að undirstrika að það ástand hvorki má eða get- ur verið viðvarandi í langan tíma. í tilefni Reykjavíkurbréfsins er þó nauðsynlegt að ítreka þá skoð- un ,að ekki kemur til mála hjá líf- eyrissjóðunum að niðurgreiða vexti í húsnæðiskerfinu og upp- skera þar með lakari lífeyri fyrir sjóðfélagana. Þá er fráleit sú skoð- un, sem fjármálaráðherra hefur viðrað, að afstaða lífeyrissjóðanna í samningum við Húsnæðisstofnun ríkisins eigi að ráða úrslitum um vaxtastig í húsnæðiskerfinu. Með hliðsjón af því sem ég hef áður sagt er það bæði ósanngjarnt og órökrétt að gera lífeyrissjóðina að einhveijum blóraböggli vaxta- hækkana, þó að illa gangi hjá stjórnvöldum að afla innlends láns- íjármagns, m.a. vegna þess. að umsvif hins opinbera eru langtum meiri en góðu hófi gegnir miðað við skatttekjur ríkisins og almenn- an innlendan spamað. PRESSU SOLUBARNA Tekjutenging ellilífeyris í Reykjavíkurbréfi frá 2. júní sl. fjallar höfundur um tekjuteng- ingu ellilífeyris. Þar kemur fram sú skoðun að óeðlilegt sé að þeir sem m.a. fái greiðslur úr lífeyris- sjóðum fái einnig greiddan ellilíf- eyri úr ríkissjóði. Hér er tekið undir sjónarmið meirihluta nefnd- ar, sem skipuð var til að íjalla um endurskoðun á lögum um almann- atryggingar og skilaði áliti á sl. vetri. Rétt ér að fram komi að fulltrúar Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands í nefndinni skiluðu mjög ítar- legu séráliti, þar sem fram kom að þeir geti með engu móti fallist á tillögur meirihluta nefndarinnar um tekjutengingu ellilífeyris. í áliti aðila vinnumarkaðarins er sérs- taklega undirstrikað að verði líf- eyrir almannatrygginga tekju- tengdur gjörbreytast allar for- sendur fyrir starfsemi lífeyrissjóð- anna. Að draga á þann hátt úr tryggingarvernd, af því að fólk hafi tekið þátt í skyldusparnaði til lífeyrissjóðs, sé einungis til þess fallið að kollvarpa lífeyrissjóða- kerfinu. Slíkt dragi auk þess enn frekar en nú er, úr áhuga fólks á að taka þátt í skipulögðum lífeyris- spamaði. Eðlilegra væri hins veg- ar að gera ráðstafanir til að auka vilja fólks til slíks spamaðar, frek- ar en að draga úr honum, eins og stefnt sé að með tillögum nefndar- innar. Fleiri hagsmunaaðilar en ASÍ og VSÍ mótmæltu harðlega framangreindum hugmyndum enda hafa þær sem betur fer ekki náð fram að ganga á Alþingi. Sú skoðun að tekjutengja grunnlífeyri almannatiygginga við bætur úr lífeyrissjóðunum lýsir í reynd ótrúlegri vanþekkingu á hlutverki lífeyrissjóðanna, sem mörkuð var með stofnun þeima á sínum tíma. Hugmyndin að baki tvöföldu kerfi lífeyristrygginga byggist m.a. á því að almanna- tryggingakerfíð annist grann- tryggingar, sem eru hinar sömu til allra, en lífeyrissjóðirnir annist síðan viðbótartiyggingu, sem sé háð iðgjaldagreiðslum og tekjum manna á starfsævinni. Þess vegna er nauðsynlegt að sú staðreynd verði viðurkennd að hlutverk líf- eyrissjóðanna sé fyrst og síðast að greiða viðbótarlífeyri við þann almenna lífeyri, sem Trygginga- stofnun greiðir. Ljóst er að samspil lífeyris frá lífeyrissjóðum við lífeyri frá al- mannatryggingum er óviðunandi af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að vægi grannlífeyris hefur Hrafn Magnússon „Hlutverk lífeyrissjóð- anna er fyrst og síðast það að greiða sjóðfélög- um, eftirlifandi mökum þeirra o g börnum við- unandi lífeyri. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt fyrir sjóðs- stjórnir lífeyrissjóð- anna að ávaxta eignirn- ar með sem arðvæn- legustum hætti.“ minnkað mikið á undanfömum áram með sérstökum tekjutrygg- ingarákvæðum, sem í reynd eru andstæð hinu tvöfalda kerfí lífey- ristrygginga. Með tvísköttun ið- gjalds og lífeyris og með óviðun- andi tekjutryggingarákvæðum er í rauninni verið að grafa undan starfsemi lífeyrissjóðanna. Ekki bætir svo úr skák, ef síðan á að nota sparnað sjóðfélaganna gegn- um lífeyrissjóðakerfið til að niður- greiða vexti í húsnæðiskerfinu. Þess vegna er þessi grein skrifuð til vamar lífeyrissjóðunum. Al- menningur á þá kröfu að lífeyris- sjóðirnir séu traustar og hag- kvæmar stofnanir, sem í framt- íðinni geti staðið við gefín lífeyris- loforð. Mjög brýnt er að skapa þá jákvæðu ímynd að lífeyrissjóðirnir séu nauðsynlegur hlekkur í trygg- ingakerfinu. Fyrir því era ýmsar forsendur að svo geti orðið en þá þurfa menn að hafa heildaryfirsýn yfir allt sviðið og skapa þær að- stæður, sem nauðsynlegar eru fyr- ir sjóðina. Höfundur er framkvæmdustjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL. Kjalarnes - Glæsilegar sjávarlóðir við Búagrund Til úthlutunar eru núlóðirnr. 7-15 við Búagrund, Kjalarnesi. Upplýsingar á skrifstof u Kjalarneshrepps í síma 66 60 76. Sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.