Morgunblaðið - 08.06.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
15
Upprisa á Þingvöllum
eftirHeimi
Steinsson
Þriðjudaginn 4. júní birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Friðrik
Erlingsson undir yfirskriftinni
„Dauði á Þingvöllum". Með því að
mér er málið að hluta til skylt læt
ég ekki hjá líða að stinga niður
penna og fara fáeinum orðum um
nokkuð það, sem höfundi liggur á
hjarta.
Sennilega er fæstum ljósara en
mér, hve Þingvöllum er í mörgu
áfátt, að því er varðar fræðslu um
sögu staðarins, helgi hans, náttúru
og eðli allt. Þó er tæpast svo að
skilja, að engu sé til að dreifa af
þessu tagi, eins og ætla mætti af
lýsingu greinarhöfundar.
Raunar hefur ýmsu verið áleiðis
snúið á Þingvöllum undanfarin ár,
almennt talað. Þau verk hafa að
mestu farið af hljóði. Ástæðulaust
er að tíunda slíkt hér, enda er í
flestum tilvikum um að ræða þjón-
ustu, sem enginn tekur eftir, nema
hún sé vanrækt.
Rétt mun þó að geta þess, að
Þingvallanefnd hefur nýlega geng-
ið frá hvoru tveggja stefnumörkun
í skipulagsmálum þjóðgarðsins alls
og deiliskipulagi Þinghelginnar
sjálfrar. Þetta skipulagsstarf hefur
verið kynnt í fjölmiðlum jafnóðum
og því fleytti fram. Þar er m.a.
að finna áform um að koma á fót
hvers konar kynningu alþingis-
staðarins foma og grenndarinnar
þar. Ætla má, að áformin komi til
framkvæmda á næstu árum.
Lítils háttar kynning er gestum
innan seilingar nú þegar, ef þeir
leita hennar: Þegar ekið er um
þjóðgarðinn, ber alla fyrr eða síðar
að einum og sömu krossgötum.
Þar stendur dálítið hús og gengur
undir nafninu „Þjónustumiðstöð".
Við þjónustumiðstöðina er nothæft
merki, sem gefur til kynna, hvaða
fyrirgreiðslu þar er að finna sum-
arlangt. Ekki verður hún rakin á
þessu blaði, en ég ráðlegg gestum
að kanna málið á eigin spýtur.
í þjónustumiðstöðinni eru jafnan
veittar upplýsingar, sem um er
beðið, ef þær liggja á lausu yfir-
leitt. Þar er einnig til sölu við afar
vægu verði litprentaður blöðungur
um þjóðargarðinn^ reyndar á fímm
tungumálum nú. I blöðungnum er
að fínna tvo uppdrætti og furðu
margt, sem ætti að geta svalað
sárasta þorsta komumanna, m.a.
um þau efni, sem Friðrik Erlings-
son nefnir í grein sinni. Gagnlegt
er að hafa blaðið í hendi, þegar
gengið er á Lögberg.
í sömu heimild getur að líta
svolátandi málsgrein:
„Nánari upplýsingar um staði,
gönguleiðir og sögu eru ætíð fáan-
legar hjá stöðvarstjóra þjóðgarðs-
ins í Þjónustumiðstöðinni eða hjá
Þjóðgarðsverði í skrifstofu hans
hjá Þingvallarkirkju.“.
Síðast nefnd klausa vísar til
þungamiðju þeirrar fábrotnu kynn-
ingar, sem að staðaldri stendur
frammi á Þingvöllum: Þjóðgarður-
inn leyfír sér að halda því fram,
að svonefnd „lifandi leiðsögn“ sé
í boði hveijum þeim til handa, sem
hennar óskar. Hún felst í því, að
gengið er með stórum og smáum
hópum - og einstaklingum - um
staðinn ellegar spjallað við þá, þar
sem heimamanni og gestum kemur
saman um að nema staðar og líta
yfir landið. Satt að segja hafa
margir hagnýtt sér þessa þjónustu
fyrr eða síðar, böm og aldraðir og
fólk á besta aldri. Svo má enn
„Hver getur fullyrt af-
dráttarlaust, að betur
hæfi „helgistað allra
Islendinga“ stórbrotnir
leikar en kyrrlát ganga
komumanns, sem hefur
lítils háttar fróðleik í
höndum og les sér til í
þögn?“
verða, meðan betri hluta er beðið.
Nú þykist ég hafa aukið við, sem
vantaði í grein Friðriks Erlingsson-
ar. Þar með væri mér sæmst að
fella talið. Ég hef ekki trú á lang-
hundum í blöðum. Betra að bæta
öðrum stúfí við síðar, ef efni standa
til.
Þó get ég með engu móti stillt
mig um að fagna heils hugar þeirri
hugmyndaauðgi, sem einkennir
allan síðari hluta títtnefndrar
greinar. Ekki skal ég fullyrða, að
„söguleikar á Þingvöllum" verði
nokkru sinni nákvæmlega með
þeim hætti, sem greinarhöfundur
dregur upp í mynd sinni. Enda er
h'onum vonandi annara um heildar-
sýnina en smærri framkvæmdarat-
riði. Margir hafa leikið sér að
áþekkum litum fyrr. En hér er
rösklega riðið í hlað. Guð láti gott
á vita.
Eiginlega er ég ekki að ráði
hissa á einu einasta orði í grein
Friðriks Erlingssonar, nema yfir-
skriftinni sjálfri. En e.t.v. læsu
færri, ef fyrirsögnin væri fátæk-
legri. Þess vegna fellst ég á fyrir-
sögnina, að svo miklu leyti sem
ég er aðili máls.
Greinina alla þakka ég. Hún
Heimir Steinsson
hefur ýtt við mér. Nú hef ég starf-
að hér á Þingvöllum því nær einn
tug ára. Langt fram eftir hafði ég
uppi útvarpsþætti og blaðaskrif um
Þingvelli öllum stundum, vetur,
sumar, vor og haust. Ég staðhæfi
engan veginn, að þetta brambolt
mitt hafi valdið neinni vakningu.
En ýmsum þótti víst nóg um. Og
engan heyrði ég á þeim tíma tala
um, að Þingvellir væru í andarslitr-
unum.
Seinni árin hef ég verið bæði
pennalatur og orðfár út á við.
Þessu sinni hefur góður drengur
orðið til að minna mig á einfalda
nútímastaðreynd: Maður, sem þeg-
ir, er ekki til. Staður, sem hefur
hljótt, er dauður.
„Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn!“
Það skyldi þó aldrei vera, að
„dauði á Þingvöllum“ eigi eftir að
snúast í „upprisu á Þingvöllum"?
Ef allir þeir aðilar, sem Friðrik
nefnir í hugvekju sinni, taka hönd-
um saman, er „upprisan" vís. Þá
væri ekki til einskis skrafað.
Og þó: Hver getur fullyrt af-
dráttarlaust, að betur hæfi „helgi-
stað allra íslendinga“ stórbrotnir
leikar en kyrrlát ganga komu-
manns, sem hefur lítils háttar fróð-
leik í höndum og les sér til í þögn?
Ég býð Friðrik Erlingsson vel-
kominn heim á Þingvallabæ til
skrafs og ráðagerða um „hugmynd
þeirra í Félagi fomkappa“, og
hvaðeina annað.
Með vinsamlegri kveðju.
Höfundur er þjóðgarðsvörður og
sóknarprestur á Þingvöllum.
Trjáplöntiir og runnar
í mjög fjölbreyttu úrvali
Sérstakur afsláttur, 35-40%, á öllum sígrænum plöntum svo sem furu,
gerni, eini, ývið og sígrænum garðskálaplöntum ásamt fleiri tegundum.
Gerið góð kaup meðan birgðir endast.
Ennfremur mjög gott úrval trjáa og runna á sértilboði.
Dæmi um verð: Birkikvistur f pottum kr. 190.
Gljávfðir i pokum kr. 190.
Alaskavíðir, brekkuvíðir og viðja frá kr. 60.
Hansarós kr. 390. Dornrós og fleiri tegundir á kr 410.
Tilboð þetta stendur frá föstudeginum 7. júní til 14. júní meðan birgðir
endast. Sendum plöntulista.
TRJÁPLÖNTUSALAN NÚPUM, ÖLFUSI,
(beygt til hægri frá Hveragerði)
simi 98-34388. Opið frá kl. 10-21 alla daga.
Y K O
BREID