Morgunblaðið - 08.06.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
Af virðingu við leiklist
eftir Kristínu Waage
Laugardaginn 1. júní sl. birtist í
Morgunblaðinu listi með nöfnum
166 „leiklistarunnenda" undirfyrir-
sögninni „í þágu leiklistarinnar“.
Fyrir ofan nafnalistann er stuttur
texti, en þar segir m.a.: „Við undir-
rituð viljum styðja og hvetja Stefán
Baldursson þjóðleikhússtjóra til
þess að rækja embættisskyldur sín-
ar samkvæmt sinni bestu vitund og
samvisku.“
Það má augljóst vera, að ein-
staklingar þeir, sem fylla undir-
skriftarlista „í þágu leiklistarinn-
ar“, hljóti að vilja veg og vegsemd
hennar sem mesta. Undirrituð telur
sig líka leikhúsunnanda og tekur
heilshugar undir hvatningarorð
þess efnis að embættisskyldur séu
ræktar, en vill bæta við ofangreind-
an texta: lögum samkvæmt, og á
þann hátt, að réttur, reisn og virð-
ing starfsfólks og stofnunar sé ekki
fyrir borð borin.
Listamennirnir 166 kveðast
„harma það moldviðri rangfærslna,
rógs og persónulegs níðs, sem þyri-
að hefur verið upp og er til þess
eins fallið að byrgja mönnum sýn
á aðalatriði málsins".
Hver eru aðalatriði þessa máls?
Hver eða hveijir hafa orðið fyrir
rógi og persónulegu níði? Lista-
mennirnir 166 tilgreina Stefán
Baldursson og fjölskyldu hans, svo
ekki fer á milli mála hvert samúð-
inni er beint. Hún nær með öðrum
orðum ekki til þeirra fastráðnu
starfsmanna, þ.e. listamanna og
markaðsstjóra, sem árum og jafn-
vel áratugum saman hafa helgað
Þjóðleikhúsinu starfskrafta sína, en
eru fyrirvaralaust sviptir starfsæru
og atvinnuöryggi. Hlutverk leikara
er að túlka mannlegt eðli, setja sig
í annarra spor. Þykir mér furðu
sæta, hversu skilningsvana á ann-
arra hagi þeir leikarar eru, sem
kvitta sem samþykkir undir texta
eins og þann, sem fylgir fyrirsögn-
inni „í þágu leiklistarinnar“. Svo
mikið er víst, áð óleiklistarlærðu
fólki er ljóst, að atvinnumissir er
mikið áfall. Hvað þá heldur, þegar
hann verður að uppsláttarefni allra
helztu íjölmiðla.
Víkjum þá að moldviðrinu. Hvað
fékk moldina til að ijúka? Auðvitað
er það umfjöllunarefni, þegar heil
starfsstétt er svipt atvinnuöryggi.
Mætti raunar margt rita um það
viðhorf, sem því miður virðist njóta
vaxandi fylgis, að atvinnuöryggi sé
ekki bara listamönnum hættulegt,
heldur öllum launþegum. Hug-
myndafræðin að baki þessarar stað-
hæfíngar er sú, að fólk vinni bezt,
þegar það er í heljargreipum yfir-
vofandi atvinnumissis. Starfsörygg-
ið hefur ekki verið svo ýkja mikið
til umfjöllunar. Blaðaskrifin hófust
þá fyrst, þegar ljóst var, að Stefán
Baldursson hafði tekið sér vald í
hendur, án þess að það væri óve-
fengjanlega hans. Bæði hann og
listamennirnir vísa í 13. grein laga
um Þjóðleikhús frá 12. maí 1978,
og segja þeir lögfróða menn hafa
greint á um túlkun hennar. Stefán
segir enn fremur í grein, er birtist
í Morgunblaðinu 31. maí sl.: „Ríkis-
lögmaður tjáði mér það álit sitt,
að hann teldi, að Gísli Alfreðsson
þyrfti að undirrita þessar uppsagnir
og bar ég honum þau boð.“ (Letur-
breyting greinarhöfundar.) Gísli
Alfreðsson neitaði að undirrita upp-
sagnarbréfin og þykja mér forsend-
ur Gísla ekki skipta nokkru máli
hér. Aðalatriðið er, að Stefán sendi
út uppsagnarbréf, sem hann vissi,
að ríkislögmaður taldi ólögleg. Þyk-
ir mér slík embættisfærsla til lítils
vegsauka fyrir Stefán og þá stofn-
un, sem honum er ætlað að veita
fulla forstöðu frá og með 1. sept-
ember nk. „Abyrgðin er Þjóðleik-
hússtjóra og einskis annars og hluti
þeirrar ábyrgðar, sem hann axlar
er að taka ákvarðanir sem líklegar
eru til að valda deilum" segja „lista-
mennirnir". Rétt er það, ábyrgð ber
Stefán. Ekki virðist Stefán sam-
mála því, svo vitnað sé aftur í grein
hans, er hann segir að Gísli hafí
átt „frumkvæðið að því að leita
annars lögfræðiálits, þ.e. hjá Sig-
urði Líndal, lagaprófessor. Sjgurður
EES -
eftir Kjartan
Norðdahl
Eitthvað er nú málið viðkvæmt
og það meir en lítið, varð mér á
að hugsa er ég leit í Mbl. í dag 5.
júní, og sá þar grein Björns Bjarna-
sonar, alþingismanns, undir yfir-
skriftinni „Engin feimnismál í Evr-
ópumálum". „Almennt er sú skoðun
viðurkennd ...“, segir þar á einum
stað og ætli sú skoðun sé ekki al-
mennt viðurkennd, að séu menn
gripnir í feimnismálum bregðist
þeir oft einkennilega við, því ef
þetta á að vera einhvers konar svar-
grein við þeim spurningum, er ég
bar fram í Mbl. 4. júní sl., þá er
ég ekki læs á íslenzku. Ég legg það
í dóm lesenda, hvort svo sé eða ekki.
Það var spurt um fjórfrelsið, sem
Björn Bjarnason upplýsir núna, að
taldi fullnægjandi, að undirritaður
skrifaði einn undir uppsagnarbréf-
in. Það var því fyrir milligöngu
Gísla Alfreðssonar, að undirrit-
aður gekk þannig frá uppsagnar-
bréfunum." (Leturbreyting grein-
arhöfundar.)
Ábyrgðin hvílir raunar á fleirum
en verðandi Þjóðleikhússtjóra. Þjóð-
leikhúsráð er lögformlegur um-
sagnaraðili um embættisfærslur
Þjóðleikhússtjóra. Því ber að ganga
úr skugga um, að rétt og löglega
sé að málum staðið. Þjóðleikhúsráð,
að Haraldi Ólafssyni lektor undan-
skildum, virðist sammála Stefáni
um það, að Gísli Alfreðsson sé sá,
sem eigi alla sök. í grein ráðsins,
sem birtist í Morgunblaðinu 29.
maí sl. segir svo: „Þjóðleikhúsráð
telur Gísla Alfreðsson samábyrgan
um stjórnun leikhússins svo lengi,
sem hann er í starfi Þjóðleikhús-
stjóra og vísar athugasemd hans
um aðgerðarleysi þjóðleikhúsráðs á
bug, enda er hann sá einn aðili
sem hefði getað gripið inn í fram-
kvæmd þessa máls hefði hann
kært sig um að láta vita af and-
stöðu sinni í tíma.“ (Leturbreyting
greinarhöfundar.) Slíkt viðhorf sem
þama birtist hefur löngum heitið á
góðri íslenzku að firra sig ábyrgð,
og getur hver maður séð þá reisn,
sem birtist í slíkri afstöðu.
í þessari sömu grein segir enn'-
fremur: „Vinnubrögð þau sem Þjóð-
leikhúsráð hefur viðhaft í þessu
máli hafa helgast af þeim skilningi
að ákvarðanir nýs Þjóðleikhússtjóra
samningaviðræðumar hafi frá
upphafi byggst á. En undarlegt
er þettá þá, því hafi menn fylgst
með málunum í fjölmiðlum undan-
farna mánuði þá eru fiskveiðimál
nánast eina umræðuefnið í þessu
sambandi.
í grein minni var varpað fram
þeirri spurningu eftir hveiju útlend-
ingar gætu verið að slægjast hér,
ef þeir mættu ekki veiða fiskinn
okkar — finnið þið eitthvert svar
við þessu í grein Björns?
Það var einnig spurt hveijir hefðu
lokaorðið kæmi til ágreinings —
Hæstiréttur íslands eða dómstóll
EES, — fínnið þið svar við þessu í
„svargreininni“, sem þið skiljið?
Það var spurt hvernig við Islend-
ingar gætum tryggt okkur gegn
þeim ógnvænlegu áhrifum, sem al-
gerlega frjálst flæði fólks og fjár-
magns af 350 milljóna manna svæði
gætu haft á þetta litla þjóðfélag
okkar — fínnið þið eitthvert svar
við þessu í grein Bjöms, sem léttir
áhyggjurnar — jú, bíðum við, þama
birtist svar, og það er svona: „í
slíkum samningum er þó aldrei
unnt að létta ótta af þeim, sem
bera kvíðboga fyrir framtíð íslensku
þjóðarinnar andspænis þeim mann-
fjölda sem býr annars staðar í ver-
öldinni." Þarna hafíð þið það!
íslenzku samningamennirnir
hafa haft almenna fyrirvara, seg-
ir í greininni, en það er ekki útlist-
að neitt nánar, hvernig sá almenni
fyrirvari á að virka, reyni á hann.
Nú finnst e.t.v. einhveijum að
það sé óraunhæft af mér að minn-
ast á þann möguleika, að hingað
vildu flytjast „svona 100 þúsund
manns...“, en þá vil ég minna á
að ég var ekki sá fyrsti sem nefndi
þetta. Það gerði próf. Stefán Már
Stefánsson, sem ég ber mikla virð-
ingu fyrir sem fræðimanni, en hann
hefur starfað í laganefnd EFTA í
EES-viðræðunum og nýlega gefíð
út bókina Evrópurétt, sem fjallar
um réttarreglur og stofnanir Evr-
ópubandalagsins, svo að eitthvað
ætti hann nú að vita um hvað mál-
in snúast, en hann segir aðspurður
um vernd Islendinga sem minni-
hlutahóps í Evrópusamfélaginu:
„Þetta er flókið mál í raun og veru.
Þarna erum við komnir inn á spurn-
Kristín Waage
„Hlutverk leikara er að
túlka mannlegt eðli,
selja sig í annarra spor.
Þykir mér furðu sæta,
hversu skilningsvana á
annarra hagi þeir leik-
arar eru, sem kvitta
sem samþykkir undir
texta eins og þann, sem
fylgir fyrirsögninni „í
þágu leiklistarinnar“.“
stæðust að lögum.“ í greinargerð
Haraldar Ólafssonar, fulltrúa í
Þjóðleikhúsráði, sem birtist í Morg-
ingu sem ég vík mér venjulega
undan að svara. Ég veit auðvitað
ekkert meir um þetta heldur en
aðrir, hvort við getum staðið þetta
af okkur gagnvart svona stóru
bandalagi, hvort við getum gert
eitthvað í raun ef hundrað þúsund
Þjóðverjar vilja setjast hérna að
sem launþegar og svo framvegis"
(Leturbr. mín, KN.).
Björn Bjarnason segir í grein
sinni, að EÉS sé eitthvert flóknasta
viðfangsefnið sem nú sé á döfinni
í íslenzkum stjórnmálum, og er það
eflaust rétt hjá honum, því svo flók-
ið virðist það vera að jafnvel valda-
mestu forystumenn fyrri ríkis-
stjórnar virðast nánast ekkert hafa
vitað um hvað þeir ætluðu eiginlega
að fara að semja, sbr. orð hans
sjálfs í Sameinuðu þingi 16.-17.
maí sl., er heitar umræður fóru
fram um skýrslu utanríkisráðherra
(sem hefði átt að útvarpa eða sjón-
varpa, en það er nú annað mál).
Um það, hvernig þessum málum
hefur verið haldið að almenningi,
segir Björn, að íslendingum hafi
verið gerð ítarleg grein fyrir
framvindu mála og vísar til
skýrslna Alþingis (síðan hvenær fór
íslenzkur almenningur að lesa slíkar
skýrslur?), en síðan segir í grein-
inni, að enn hafi ekki verið unnt
að lýsa í heild reglunum sem gilda
um evrópska efnahagssvæðið, af
því þær liggi ekki fyrir! 1
Ég verð nú að segja alveg eins
og er, að ekki væri að undra þótt
menn, sem ekki væru gjörkunnugir
málavöxtum, misstu stundum þráð-
inn í umræðum stjórnmálamanna
um þetta — flókna viðfangsefni.
Svo virðist a.m.k. hafa orðið
raunin á hjá forsvarsmönnum
bænda, ef marka má frétt, sem birt-
ist á baksíðu Tímans 4. júní sl., en
þar komast þeir að þeirri niður-
stöðu, að verði skrifað undir þennan
samning verði annaðhvort að
styrkja íslenzkan landbúnað til
mótvægis við tollfijálsar, niður-
greiddar og útflutningsbættar land-
búnaðarafurðir frá Evrópu — ella
þurfi að leggja hann af með öllu.
Það munar ekki um það. Hvað
skyldu íslenzkir bændur hafa hugs-
að, er þeir lásu þessa frétt í Tíman-
um?
Afkomendur
Brynjólfs Einarssonar, hreppstjóra á Sóleyjarbakka,
tilkynni þátttöku sína í ættarmótinu, sem haldið verður á
Flúðum 22.-23. júní, fyrir 15. júní nk. til eftirtaldraaðila:
Brynjólfur Pálsson, sími 98-66649
Guðjón Sigurðsson, sími 98-63324
Ester Steindórsdóttir, sími 91-676018
Gísli Gíslason, sími 91-36207
Eiríkur Brynjólfsson, sími 91-78896
Bryndís Brynjólfsdóttir, sími 98-21624/21022
Hjá ANDRÉSI
fæst úrval af vönduðum karlmannafötum í öllum stærðum.
Nýkomnar flauelsbuxur í miklu úrvali, verð 1.580-4.250.
ANDRÉS,
Skólavörðustíg 22a, sími 18250.
Samfestingar í vinnuna og sportið.
ANDRÉS FATAVAL,
Höfðabakka 9c, sími 673755.
Viðkvæmt mál
unblaðinu 31. maí sl. segist hann
hafa varað formann Þjóðleikhús-
ráðs við því að samþykkja aðgerðir,
sem vafí léki á að væru löglegar.
Ef til vill hefur ráðið sér það til
málsbóta, að flestir sæmilegir menn
hefðu farið sér varlega á vett-
vangi, þar sem nokkur minnsti vafí
léki á lögmæti aðgerða þeirra. En
ekki Stefán Baldursson. Auðsýni-
lega tók bráðlæti hans að beija
fótastokkinn svo hann gat ekki
beðið eftir fullu löglegu valdi, mér
liggur við að segja alvaldi, sem yrði
hans 1. september nk.
Það er dapurlegt að sjá áskorun
frá Þjóðleikhúsráði, að Haraldi und-
anskildum, til menntamálaráðherra
þess efnis, að starfsáætlun og verk-
efnaskrá, sem þegar liggi fyrir
standist. Verða þau orð ekki skilin
öðruvísi en svo, að fulltrúarnir
mælist til þess, að menntamálaráð-
herra löggildi ólöglegar uppsagnir
verðandi Þjóðleikhússtjóra. Þessir
sömu fulltrúar, allir fastráðnir
starfsmenn Þjóðleikhússins, geta
ekki unnt félögum sínum, ávirðing-
arlausum í starfi, smá aðlögun-
artíma áður en atvinnumissirinn
skellur á. Þeir bera hins vegar,
ásamt Stefáni Baldurssyni, ábyrgð
á að hafa vegið að reisn, trausti
og virðingu Þjóðleikhúss íslendinga
og starfsfólks þess.
í ljósi atburða og þess hvernig á
málum hefur verið haldið, hljóta
menn að spyija hvort listamennirn-
ir á listanum langa telji málsmeð-
ferð sem þessa leiklist á íslandi til
framdráttar. Vandséð er hvernig
slíkt mætti verða.
Höfundur er félagsfræðingur og
tíður leikhúsgestur.
Kjartan Norðdahl
„Það var spurt hvernig
við Islendingar gætum
tryggt okkur gegn
þeim ógnvænlegu
áhrifum, sem algerlega
frjálst flæði fólks og
fjármagns af 350 millj-
óna manna svæði gætu
haft á þetta litla þjóðfé-
lag okkar.“
Nei, þessi svargrein Björns
Bjarnasonar ber merki þeirrar
freistni, sem alltof margir stjórn-
málamenn falla fyrir, er þeir eru
beðnir að svara ákveðnum spurn-
ingum — þeir víkjast undan að
svara þeim beint og undanbragða-
laust, eða svara einhveiju öðru en
spurt var um.
Mér er það hins vegar ljóst, af
þeim viðbrögðum er ég varð var
við, eftir að grein mín birtist þann
4. júní sl., að menn eru mun betur
vakandi yfír þessum málum heldur
en ég hafði þó gert mér grein fyr-
ir, og undiraldan er þung.
Iíöfundur er flugstjóri og
lögfræðingur.