Morgunblaðið - 08.06.1991, Síða 18
flUDAGflAöU/
rfgggm
4 km HLAUP----------'
Skágmmó - Vatnsmyrarvegur - Hringbrgut
umhveriisstyttu viö Sæmundargotu ■ Hring
bmut - Vatnsmýmrvagur - Flugvattarbrnut -
Flugvallarvegur - Skágarhllö
2 kmHLAUP----------
Stógarhltö- Fiugvallarbraut
Fhjgvaltarvegur- Skógarhlfr
RÁSMARK
við hús Krabba-
KRABBAMEINSFELAGSINS
I
_____ ,___- _________________________________________________ u
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
Björgólfur Guðmundsson,
fyrrum forstjóri Hafskips:
Ein galdrabrenna nóg
fyrir hveija kynslóð
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, fyrrum forstjóri Hafskips, segir að dóm-
ur Hæstaréttar í Hafskipsmálinu staðfesti að hæstaréttardómarar séu
fyrst og fremst hagsmunagæslumenn ríkisvaldsins og þeir hafi reynt
að fyrirbyggja frekari gagnmáisókn sakborninganna. Hann segir að
meðalmennska sé ríkjandi í Hæstarétti, hann sé skipaður mönnum sem
þori ekki að rísa upp. Hann segir að sér þætti forvitnilegt að sjá eitt-
hvert af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gerð hafa verið gjaldþrota
á síðustu árum fara i gegnum jafnnákvæma skoðun og Hafskip, en svo
virðist sem ein galdrabrenna sé nóg fyrir hverja kynslóð.
„Út af fyrir sig er ég feginn að
þessu er lokið og ég verð að sætta
mig við niðurstöðuna. Við vorum
sakfelldir af fjölmiðlum fyrir sex
árum og við höfum þurft að taka
út refsingu fjölmiðla í sex ár. Sjálf-
sagt hefur þetta verið erfiðari tími
fyrir fjölskyldu mína en sjálfan mig
en vonandi hefur maður eitthvað
lært áf þessu öllu. Ég er staðráðinn
í að láta þessa reynslu verða mér til
góðs. Nú get ég einbeitt mér að full-
um.krafti að einhveiju uppbyggilegu.
Ég er undrandi og óánægður með
dóm Hæstaréttar. Það hefur því mið-
ur komið í ljós í þessu máli að þegar
á reynir er Hæstiréttur hagsmuna-
gæsluaðili fyrir ríkisvaldið og fyrir
félaga sína í kerfinu. Það er hrika-
legt að lenda í svona gjörningum til
að kynnast því. Dómur Hæstaréttar
staðfestir að dómaramir líta á ríkið
fyrst og síðan einstaklingana. Dómur
þeirra gekk út á það að reyna að
fyrirbyggja frekari gagnmálsókn af
okkar hálfu. Menn verða að muna
að hæstaréttardómaramir hafa
hagsmuna að gæta, því að þeir voru
ábyrgir fyrir því að við sátum vikum
saman í einangrun.
Það er lífsins ómögulegt að hæsta-
réttardómararnir hafi getað lesið þau
gögn sem komu frá sakadómi, allar
vitnaleiðslur og annað, á þeim tíma
sem þeir eyddu í þetta mál. Það er
ekki hægt.
Dómurinn er líka áminning til rík-
isvaldsins um að í dóminn vanti til-
finnanlega menn með reynslu af við-
skiptaiífinu. í dómnum var enginn
dómari til dæmis með reynslu frá
sakadómi. Aðeins einn utanaðkom-
andi dómari var með nokkra reynslu
af atvinnulífinu, Jón G. Tómasson,
enda skilaði hann sératkvæði um að
sýkna bæri af öllum ákæruatriðum
varðandi reikningsskilin. Það grát-
lega við að lesa dóminn er þó það
hve hæstaréttardómaramir marg-
bijóta þá grundvallarreglu að allur
efí skuli vera sakbomingi í hag. Þá
vekur það auðvitað athygli að við
skulum þurfa að greiða um 60% af
sakarkostnaði þegar sakfellt er í
aðeins nokkrum atriðum, eða um
2-5% af upphaflegri ákæru. Við þurf-
um eftir sex ára þóf við ríkið að
borga hver um sig milljónir í viðbót
við það sem við höfum þegar greitt.
Ummæli Páls Arnórs Pálssonar sak-
sóknara i Morgunblaðinu að greiðsla
hærri sakarkostnaðar af okkar hálfu
sé dulin niðurstaða dómsins og aðrar
bollaleggingar hans um dóminn er
ömurlegt dæmi um hve menn geta
veri$* á rangri hillu í lífínu.
Það sem vekur mestan óhug hjá
mér er hversu tilviljanakennt það er
hvernig lögin eru túlkuð. Að þessu
máli hafa komið meðal annars þrír
saksóknarar, þrír sakadómarar og
fimm hæstaréttardómarar og ákæru-
atriði og niðurstöður meira eða
minna á skjön hjá þeim - þrjár til
fímm túlkanir á hveiju atriði. Þaá
segir að það er lífsnauðsynlegt þegn-
um þessa lands að reynsluheimur
hæstaréttardómara, sem hafa síð-
asta orðið, sé í takt við tímann. Það
er ekki nóg að gera þá kröfu til
hæstaréttardómara að þeir hafi
fyrstu einkunn í lögfræði. Mín skoð-
un er sú að það sé frekar til trafala.
Fyrst hægt er að túlka hvert lagaat-
riði á marga vegu þá get ég vel
hugsað mér að þar sitji frekar glögg-
ir og farsælir sjómenn eða trésmiðir
en þægir embættismenn frá ríkinu
með fyrstu einkunn í lögfræði og ca.
20 fermetra lífsreynslu.
Síðan Hafskip var sett í gjaldþrot
hafa þúsundir fyrirtækja orðið gjald-
þrota en aldrei hefur verið athugað
hve mörg þeirra myndu þola slíka
skoðun sem Hafskip fór í gegnum.
Fulltrúar frá Rússlandi kynna sér íslenskan landbúnað:
En það skiptir engu máli. Ein galdra-
brenna er nóg fyrir hveija kynslóð.
Auðvitað hefur þetta mál sínar
björtu hliðar því trúlega hafa bústjór-
ar Hafskips, sakadómararnir Jóna-
tan Þórmundsson og Páll Arnór Páls-
son og fleiri fengið á annað hundrað
miiljónir kr. fyrir ómakið og mest
greitt af Hafskipsbúinu. Geri svo
aðrar starfsgreinar betur en lögfræð-
ingar.“
Morgunblaðið/Bjarni
Eyvindur Erlendsson, túlkur, Þorsteinn Tómasson, forsljóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Natal-
ia Zagorovneva, Nicolay Michailov, forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins í Magadan, Jónas
Jónsson, búnaðarmálastjóri og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda.
Islensk fjölskyldubú verða fyrir-
mynd væntanlegrar einkavæðingar
FORSVARSMENN landbúnaðarmála í Magadan, sem er í sjálfstjórn-
arhérað austast í Rússlandi, hafa hug á að taka íslenskan landbúnað
til fyrirmyndar varðandi áætlaða einkavæðingu Iandbúnaðar þar.
Tveir fulltrúar frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Magadan,
þau Nicolay Mikhailov forstjóri stofnunarinnar og Natalya Zag-
orodneva vísindaritari hafa dvalið hér á landi undanfarið til að kynna
sér íslenskan landbúnað og rannsóknir honum tengdar, en þau hafa
dvalist hér i boði Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins.
Magadan er um 1.200 þúsund
ferkílómetrar að stærð, eða um 12
sinnum stærra en ísland, og þar
af er ræktað land um 30 þúsund
hektarar. Landbúnaður hófst þar
ekki að ráði fyrr en eftir 1933, en
þá fannst gull og aðrir góðmálmar
í Magadan og mikil námavinnsla
hófst. Þar eru nú um 20 þúsund
kýr, og kartöflurækt er stunduð á
um tvö þúsund hekturum, en einnig
er búið með hænsni, svín, loðdýr,
og um 600 þúsund hreindýr. Enginn
sauðfjárbúskapur er í Magadan, en
að sögn Nicolay Mikhailov er áhugi
fyrir þvi að kaupa þangað íslenskt
sauðfé, og yrðu jafnvel keypt 10-20
líflömb á næsta ári til þess að gera
tilraunir með.
Þau Nicolay Mikhailov og Na-
talya Zagorodneva hafa undan-
fama daga dvalist á íslenskum
sveitabæjum og kynnt sér búskap-
arhætti bænda, og einnig hafa þau
kynnt sér stfnanir landbúnaðarins,
en meðal annars hafa þau kynnt
sér starfsemi Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambands bænda. Nic-
olay Mikhailov sagði á fundi með
Jjlaðamönnum að áhuginn á íslensk-
um landbúnaði stafaði fyrst og
fremst af því að náttúruskilyrði í
löndunum væru mjög lík, og jafn-
framt teldi hann að búskapur í lík-
ingu við íslenskan fjölskyldubúskap
væri auðveldasta leiðin til að auka
framleiðni í tengslum við fyrirhug-
aða einkavæðingu landbúnaðar í
Magadan. Hann sagði að gert hefði
verið bráðabirgðasamkomulag um
að 2-3 bændur sem fengju jarðir
kæmu hingað til lands að afla sér
menntunar, og jafnframt að ís-
lenskir bændur færu til Magadan
og kenndu starfsbræðmm sínum
þar. Hann sagði kerfisbreytingar í
landbúnaði ganga hægt í Rússl-
andi, en helst væri það skrifveldið
sem þvældist fyrir, og jafnframt
væri vélakostur fyrir fjölskyldubú-
stærð ekki fyrir hendi.
Að sögn Þorsteins Tómassonar,
forstjóra Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins, má rekja aðdrag-
andann að komu fulltrúanna frá
Magadan hingað til lands til ráð-
stefnu sem haldin var í Leningrad
1988 um samskipti á sviði vísinda
og tækni á norðurhjara, en á þessa
ráðstefnu mættu nokkrir einstakl-
ingar frá íslandi. Það leiddi til þess
að samkomulag var gert um sam-
. skipti stofnana í Magadan og á ís-
landi, en þrír íslenski fulltrúar fóru
þangað 1989. Hann sagði að gagn-
kvæmur áhugi væri á að halda þess-
um samskiptum áfram, en íslenskir
vísindamenn hefðu sérstakan áhuga
á gróðurfari í Magadan og meðal
annars væri sérstaklega áhugavert
að skoða það í þeim tigangi að
sækja þangað erfðaefni til land-
græðslu.
Landsvirkjun:
Orkuverð til
ÍS AL er nú
15,8 mill
ÍSAL greiðir nú 15,306 mill fyrir
raforku frá Landsvirkjun. Alverð
á skyndimörkuðum hefur farið
lækkandi undanfarið, en að sögn
Jóhanns Más Maríussonar aðstoð-
arforstjóra Landsvirkjunar hafa
þær sveiflur ekki áhrif á það verð
sem ISAL greiðir fyrir raforku
nú. Raforkuverðið verður endur-
skoðað um næstu mánaðamót og
reiknað út frá meðalverði á áli
síðustu þijá mánuði.
Raforkuverð það sem ÍSAL greiðir
Landsvirkjun er samkvæmt orku-
sölusamningi háð heimsmarkaðs-
verði á áli. Þegar álverð er lágt lækk-
ar orkuverðið og getur orðið lægst
12,5 mill ef meðalverð á áli er 1.250
dollarar eða lægra. Hæst getur orku-
verðið orðið 18,5 mill, þegar álverðið
fer yfír 2.200 dollara.
Orkuverðið til ÍSAL miðast við
meðaltal ijögurra þátta, sem eru ál-
verð sem ísal fær greitt og álverð
eins og það er skráð hjá þremur al-
þjóðlegum mörkuðum. Hver þáttur
vegur jafnt. Á einum þessara mark-
aða, LME, hefur verð tækkað niður
í 1.228 dollara tonnið. Jóhann Már
segir að væri raforkuverð til ÍSAL
reiknað miðað við þetta álverð, væri
það í lágmarki, eða 12,5 mill.
Raforkuverðið til ÍSAL er hins
vegar ekki háð slíkum skammtíma-
sveiflum og sagði Jóhann Már að
sölusamningar ISAL væru til langs
tíma, sem þýddi að álverðið væri
yfirleitt hærra en skyndiverð á
heimsmörkuðum og hækkaði því
meðaltal verðþáttanna fjögurra. Það
verð sem nú er greitt til Landsvirkj-
unar er 15,306 mill og um næstu
mánaðamót verður það reiknað á ný
og þá miðað við meðalverð á áli
mánuðina apríl, maí og júní. Það
verð sem þá fæst samkvæmt þeim
útreikningum gildir síðan í júlí, ágúst
og september.
Af þessum sökum sagði Jóhann
Már að skammtímasveiflur á einstök-
um mörkuðum hefðu ekki áhrif á
raforkuverðið sem greitt er í dag.
10 km HLAUP
; Skogartilið - Vatnsmýrarvegur - Hringbraut - Kaplaskjólsvegur
IFrostaskjól - Keilugrandi - Eðsgrandi - Ananaust - Mýrargata -
Tryggvagata - Kalkofnsvegur - Skulagata - Rauðarárstigur -
Miklabraut - Langahlið - Skógarhlið
Heilsuhlaup Krabbameinsfélags Islands/Ölympíuhlaupið verður háð í dag og er búist við metþátttöku en
í fyrra hlupu um 600 manns. Hlaupið er í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Hefst hlaupið klukkan 12
á hádegi og ræsir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra þátttakendur samtímis af stað með aðstoð
útvarps. Kortið sýnir hlaupaleiðina í Reykjavík en þar býðst þátttakendum ýmist að hlaupa 2, 4 eða 10 km.